Morgunblaðið - 25.08.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVTSBL AÐIÐ Föstudagur 25. ágúst 1961 Norrænar húsmæður hittast í Reykjavík STJÓRNARFUNDUR Húsmæðra sambands Norðurlanda verður settur í Reykjavik n.k. laugardag. Hinir norrænu fulltrúar eru þeg- ar komnir til landsins og sátu í gær hátíðafund með fulltrúum, á 14. landsþingi Kvenfélagasam- bands íslands, sem lauk um há- degisbil í gær, en Kvenfélagasam- bandið er meðlimur i Húsmæðra- sambandi Norðurlanda. Blaðamenn hittu að máli hokkra hinna erlendu fulltrúa í Þjóöl eikhúskj allaranum síðdegis í gær. Johanne Dallerup, fórmað- ur sambandsins, skýrði í stuttu máli frá starfsemi þess. Kvað hún sambandið hafa verið stofn- að árið 1920 og teldi nú um 300 þúsund meðlimi samtals. Stjórn Húsmæðrasambands Norðurlanda héldi stjórnarfund einu sinni á ári í einhverju aðild- arlandanna. Væri hann nú í fyrsta sinn haldinn á íslandi, en Kven- félagasamband íslands gekk í sambandið árið 1950. 3>á sagði frú Dallerup, að öðru hverju væri haldið norrænt hús- mæðraþing, þar sem rædd væru vandamál sem snertu konurnar Og heimilin. Einng væru haldin námskeið fyrir húsmæður á veg- um samtakanna í einhverju að- ildalandi, þar sem húsmæðurn- ai gætu bætt við þekkingu sína og vikkað sjóndeildarhring sinn. Frú Dallerup benti að lokum á, hve samstarf milli Norður- landaþjóðanna væri þýðingar- mikið og brýn nauðsyn bæri til að færa löndin ennþá nær hvert öðru. ★ Elsa Germetsen frá Noregi, Kathrine Vedsted Hansen frá Danmörku, Margaret Harward frá Svíþjóð Og Elvy Vinquist frá sænsk-finnsku húsmæðrasamtök- unum skýrðu frá starfsháttum húsmæðrasamtakanna í heima- löndum sínum. Þau starfa eftir kristilegu lögmálum Og eru óháð stjórnmálaflokkum. Þó verkefnin séu eilítið mis- munandi, eftir því um hvaða land er að ræða, má segja að, að til- gangurinn sé í stórum dráttum Hinir norrænu fulitrúar á stjórnarfundi Húsmæðrasambands Norðurlanda. Talið frá vinstri, fremri röð: Margaret Harward (S), Elisaet Jessen (D), Elvy Vinquist (F), Johanne Dallerup, formaður (D), Alette Engelhart (N), Royna Söby (S), Else Germetsen (N), Anges Locken (N). Aftari röð: Else Andreasen (D), Asta Uumbye (D), Aase Clausen (D), Erna Jakobsen (D), Kathrine Vedsted Hansen (D), Gunnvör Sæverut (N) og Gulli Nilsson (S). sá, að tryggja húsmæðrum bjart ari tilveru með aukinni þekkingu á barnauppeldi, heimilishagfræði, heilsufræði og heimilisstörfum, svo eitthvað sé nefnt; einnig að vekja áhuga þeirra á þjóðfélags- og félagsmálum. Samtökin ná og til ungra stúlkna og reyna af fremsta megni að hjálpa þeim til að finna starfssvið við sitt hæfi. Stjórnarfundur Húsmæðrasam- taka Norðurlanda stendur fram á sunnudag. Á mánudag verður konunum sýndur bærinn og halda þær heimleiðis n.k. þriðjudag. Tízkusyning í kvöld á Reykjavíkurkynningunni í KVÖLD kl. 9 verður tízkxxsýn- ing í samkomusal Hagaskólans á vegum Reykjavíkurkynningar- innar. Eru það stúlkur í Tízku- skólanum, sem sýna þar alls konar fatnað undir stjórn Sig- ríðar Gunnarsdótur. Sýningin verður með líku sniðí og tízkusýningin sl. laugar- dag, sem getið hefur verið um í blöðum og vakti mikla athygli. Að þessu sinni verður sýndur alls konar fatnaður frá verzlun- inni Eygló, sportfatnaður, kápur, regnkápur, pelsar og kjólar. — Ennfremur náttföt og sloppar frá Nærfatagerðinni Carabella. Stúlkurnar munu, sem fyrr segir, sýna í samkomusal Haga- skólans, en fara síðan í veit- ingasalinn á efri hæð skóians og sýna einnig þar. Á morgun, laugardag kl. 3.30 verður enn tízkusýning á sama stað og verður þá sýndur fatn- aður frá Eygló, Carabella og Tízkuverzluninni Elsu. Aðgangseyrir er enginn fyrir sýningargesti á Reykjavíkur- kynningunni. LEIKFLOKKUR Lárusar Pálssonar sýndi á miðviku- dagskvöld leikþættina „Kilj- anskvöld“ í Hagaskóla á veg- um Reykjavíkurkynningarinn arinnar. Húsfyllir var og urðu margir frá að hverfa. Leiknum var ágætlega tekið og voru leikarar óspart hyllt- ir í leikslok. Leikflokkurinn sýnir Kilj- anskvöld i Iðnó í kvöld og annað kvöld, en bregður sér á sunnudag austur fyrir fjall og sýnir að Flúðum. Meðfylgjandi mynd tók S. E. Vignir ljósmyndari á sýningunni á miðvikudags- kvöld. Þar ræðast þeir við Árni Magnússon og Jón Hreggviðsson (Rúrik Haralds son og Lárus Pálsson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.