Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 1
20 slðut %toovgmM$tofo 48. árgangur 191. tbl. — Laugardagur 26. ágúst 1961 Prentsmiðja IVirgunblaðsins Berlinardeilan ver&i leysf: heitu hjarta o kaldri skynsemi London, Berlín, Paris, 25. ágúst — (Reuter) — ^ HAROLD MACMILLAN, forsætisráðherra Breta, lét í ljósi í dag þá sannfæringu sína, að. friðsamleg leið hljóti . að finnast til lausnar Berlínardeilunni — en vikurnar framundan kunni að verða mjög erfiðar. ^. Vesturveldin undirbúa nú svar við .orðsendingu Sovétríkj- anna frá í gær, þar sem flugsamgöngum Vesturveldanna við Vestur-Berlín er ógnað. Hefur sú orðsending Bússa vakið mikla athygli og fordæmingu margra, ^ Walther Ulbricht, leiðtogi kommúnista í Austur-Þýzkalandi ' sagði í ræðu í dag, að hann væri fús að virða samkomulag Austur-Þjóðverja og Rússa um samgönguleiðir Vesturveldanna við Vestur-Berlín þar til friðarsanuiingur hefði verið gerður við Austur-Þýzkaland. Heitt hjarta — köld skynsemi" Macmíllan sendi Adenauer, kanzlara persónulegt bréf í dag, þar sem hann lýsir stuðningi við Vestur Þýzkaland og segir það sannfæringu sína að friðsamleg lausn hljóti að finnast á Berlín- ardeilunni, þótt róður næstu Vikna verði þungur. Macmillan lýsir gleði sinni yfir afstöðu Adenauers í Berlínarmál- inu, einkum yfir þeim ummælum ihans að Berlínarmálið verði að ieysa með ,,heitu hjarta og kaldri skynsemi". Herma (fregnir frá Bonn, að Adenauer hafi mjög glaðzt af bréfi Macmillans. í sjálfri Berlínarborg var allt með kyrrum kjörum í dag. En í kvöld beittu austur-þýzkir lög- reglumenn táragasi og vatni gegn íbúum V-Berlínar er höfðu safn. azt eitthvað saman rétt vestan við mörk borgarhlutanna. Flugsamgöngur voru með öllu eðlilegar við Vestur Berlín í dag og meðal fyrstu farþega er komu þangað flugleiðis var Ludwig Erhard, aðstoðarforsætisráðherra Vestur-Þýzkalands. Síðdegis í dag er Erhard gekk að mörkunum til þess að þakka persónulega bandarískum her- mönnum, er þar stóðu vörð, var austur þýzkri herbifreið ekið al- veg að mörkunum og vatns- slöngum beint að Erhard. Ekki skrúfuðu lögreglumennirnir frá. en sungu og hrópuðu í gjallar- horn: ,,Bc-rgin okkar verður hrein, þegar heimsvaldasinnar eru á b-ott." í morgun skutu austur þýzkir lögreglumenn á mann nokkurn er reyndi að flýja vestur yfir með því að synda yfir skurð. Síðar var lík hans slætt upp úr skurð- inum. Framhald á bls. 19. Geimskot Washington, 25. ágúst (Reuter-NTB) í DAG var skotið á loft 60 kg gervitungli frá Wallops eyju á austurströnd Baudaríkjanna. Gervitungl þetta á að rann- saka örsmáa loftsteina, sem geta orðið geimförum framtíð arinnar til skaða. Gervitunglinu var skotíð upp. með fjögurra þrepa aldflaug af gerðinni Scout og það á að komast á braut umhverfis. jörðu. Mesta f jarlægð frá jörðu verður 980 km. en minnst f jarlægð 450 km. Gluggarúðurnar í húsi frönsku skáldkonunnar Fracoise Sag- an eftir sprenginguna. Sprengingar í París AÐ MORGNI miðvikudagsins 23. ágúst sl. var kveikt í fjórtán plastik-sprengjum í París. Þrett án sprungu svo borgin skalf, -$• Bourguiba forseti Túnis: i Túnismenn munu grtpa til herna&ara&gerða haldi Frakkar áfram ab hunza al- þjóotegar umræður um Bizerta Túnis og New York, 25. ágúst. — (Reuter — NTB) — HABIB BOURGUIBA, for- seti Túnis, sagði á fjölda- fundi í dag, at< haldi Frakk- Janioa Quadros 'ij»>W%^i¥>>»<l%^»l»lW» Forseti Brasihu segir af sér Rio de Janeiro, — 25. ágúst (Reuter) — FOBSETI Brasilíu, Janioa Quadros hefur sagt af sér hafði sagt í lausnarbeiðni sinni til þingsins, að and- staðan gegn honum hefði lagt hann að velli — ekki embætti forseta, að því er gæti haldizt friður í Brasi tilkynnt var opinberlega í h'u ef hann yrði afram for- Rio de Janeiro í kvöld. Ekki virðist með öllu ljóst hvað liggur að baki þess- um viðburði, —- Quadros seti. Jafnframt er tilkynnt, að við embætti forseta taki Ranieri Mazilli, forseti Framhald á bls. 19. m***mt4l^*0*»*ml**^+i**0m**a^+****^l^*t**V**mmm*w^ma*i* ar áfram að hunza alþjóð- legar umræður og ályktanir um Bizerta-deiluna, muni Túnisbúar ekki hika við að grípa aftur til hernaðarað- gerða. Bourguiba hélt ræðu sína í Medenine í Suður-Túnis. Hann kvað engan vafa leika á um endanlegan sigur Túnismanna. Umræðurnar, sem nú færu fram hjá Sameinuðu þjóðunum snertu fleiri þjóðir en Túnis — allar þær þjóðir, sem ynnu að því að fullkomna sjálfstæði sitt. — Og það sem fyrir Túnismönnum vakir, er að sjálfstæði þjóðar- innar verði algert, sagði Bour- guiba. Bourguiba sagði að . þegar þessu markmiði væri náð skyldi fortíðin gleymd og aðeins horft fram á við. Þótt Túnishermenn féllu fyrir hendi Frakka í deil- unni um Bizerta, skyldi það ekki koma í veg fyrir vináttu Túnismanna og Frakka, er deil- an væri útkljáð. — En það er algerlega óhjá- kvæmilegt, að Frakkar fari frá Bizerta, sagði Bourbuiba. • Atkvæðagreiðsla hjá SÞ í kvöld í dag var síðasta umræða um Bizerta-deiluna hjá auka- þingi Sameinuðu þjóðanna. Umræður hófust með ræðu að alfulltrúa Kamerúns, Aime Nthepe, sem talaði til stuðnings tillögu Afríku- og Asíuríkjanna, sem atkvæðagreiðsla verður um í kvöld. I ræðu sinni lastaði Nthepe þá, sem notfærðu sér aukaþingið til þess að koma sín um eigin hugmyndakerfum á framfæri í sambandi við Bizerta deiluna og véku þannig frá við- fangsefni þingsins. Nthepe talaði sem förystumað ur Brazzaville-ríkjaflokksins svo nefnda, en það eru 11 fyrrver- andi Afríkunýlendur Frakka. — Þykir athyglisvert að þær hafa allar lýst stuðningi við tillög- una. Er þar með sýnt, að hún muni ná samþykki. Fréttaritari Reuters telur lík- legt að 60 þjóðir greiði atkvæði með tillögunni en fulltrúar ann- arra þjóða samtakanna sitji hjá við atkvæðagreiðsluna. en sú fjórtánda virkaði ekki og er nú í vörzlu lögreglunnar. Ein sprengjan sprakk fyrir framan íbúðarhús iðnaðar- og verzlunarmálaráðherrans, Jean- Marcel Jeanneney; önnur fyrir framan hús skáldkonunnar Francoise Sagan og brotnuðu all ar rúður í húsinu. Manntjón varð ekkert af völdum sprengj- anna. Lögreglan hefur handtekið 30 hægri sinnaða öfgamenn sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í ódæðinu. Jafnstórar fjölda sprengingar hafa ekki ógnað París síðan Alsírdeilan hófst. — Þær bar upp á þann dag er Parísarbúar fögnuðu því, að 17 ár eru liðin síðan borgin fékk frelsi sitt á ný eftir síðustu heimsstyrjöld. Veiðar innan 12 mílna — við Noreg ÞRÁNDHEIMI, 24. ágúst (NTB) Á landsfundi „Norsk Fiskarlag" í dag var samþykkt með 33 atkiv. gegn 25 að styðja takmarkaðar togveiðar innan nýju 12 mílna fiskveiðimarkanna. Verði 300 brúttólesta skipum og þaðan af stærri veitt heimild til að veiða á svæðinu milli 6 og 12 mílna — en fiskiskipum, sem minni eru, leyft að stunda veiðar inn að 4 mílum — með nánari skilyrðum. Minni hluti fulltrúanna frá nyrztu fylkjunum greiddu at- kvæði með því að allar togveið ar yrðu eftir 1. október að fara fram utan 6 mílna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.