Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIh Laugardagur 26. ágúst 1961 /jbró/f/r á Reykjavlkurkynningu Austur og Vesturbær heyja baráttu dagsins Leikurinn er á sunnudag■** á Laugardalsvelli I SAMBANDI við Reykja- víkurkynninguna verður efnt til íþróttasýninga og keppni á morgun. Verða sýningar Meistoramót í „frjólsum" DAGANA 2. og 3. september fer fram á Laugardalsvellinum síð- asti hluti M.í. í frjálsum íþrótt u*i ásamt aukagrein: fimmtar- þraut kvenna. Laugardaginn 2. sept. hefst keppni kl. 14:30 og verður keppt í 4x800 m boðhlaupi, fyrri hluta tugþrautar (100 m, langst., kúlu varp, hástökk og 400 m hl.) og fyrri hluta fimmtarþrautar kvenna (hástökk, kúluvarp og 200 m hl.). Á sunnudag hefst keppni kl. 14:00 og fer þá fram síðari hluti tugþrautar (110 m gr. hl., kringlukast, stangarst., spjót kast og 1500 m hlaup), 10 km hlaup og síðari hluti fimmtar- þrautar kvenna (80 m grindahl. og langstökk). Þátttökutilkynningar skulu hafa borizt til Sigurðar Júlíus- sonar 1 síma 35347 eða 17622 í síðasta lagi fyrir fimmtudags- kvöld 31. ágúst. (Frjálsíþróttasamband íslands) við Melaskólann en keppni á Melavellinum og Laugardals- vellinum. Kl. 4 verður glímúsýning við Melaskólann. Glímumenn úr UMFR og Ármanni sýna ís- lenzka glímu undir stjórn Kjart- ans Bergmanns, og síðan sýna Armenningar judo-glímu undir stjóm Sigurðar Jóhannssonar. Kl. J0.30 sýnir karlaflokkur KR áhaldaleikfimi undir stjórn Benedikts Jakobssonar. Fer sýn ingin fram austan við Mela- skólann. ★ Keppni Á Laugardalsvellinum verð- ur keppt í þessum greinum frjálsíþrótta: Stangarstökk — þrístökk — 800 m hlaup — 100 m hlaup. Verða þessar greinar felldar inn í Unglingameistara- mót íslands, sem hefst kl. 14.00. A Melavellinum verður keppt í flokkaíþróttum, og hefst keppni kl. 5.00. Keppa fyrst Austurbær og Vesturbær í handknattleik og körfuknattleik, en síðan leika Austurbær og Vesturbær í knattspyrnu. Knattspyrnuliðin hafa verið valin og eru þannig skipuð: Austurbær: Björgvin Hermannsson (Val) — Árni Njálsson (Val), Þorst. Hophinson, markvörður Bolton, nær að slá knöttinn frá marki. Þeir, sem að honum sækja, eru framverðir Fulham, þeir Johnson og Doherty. Friðþjófsson (Val) — Ormar Skeggjason (Val), Magnús Snæ- björnsson (Val), Hans Guð- mundsson (Val) — Baldvin Baldvinsson (Fram), Axel Axels son (Þrótti), Björgvin Daníels- son (Val), Matthías Hjartarson (Val), Gunnar Guðmannsson (KR). Varamenn: Rósmundur Jóns- son (Víking), Páll Pétursson (Þrótti), Jens Karlsson (Þrótti), Bergsteinn Magnússon (Val). Vesturbær: Heimir Guðjónsson (KR) — Framh. á bls. 19 Kappleikir um helgina UM HELGINA fara fram þrir knattspyrnuleikir á Melavellin- um. í dag kl. 14 leika Vestmann eyingar og Þróttur til úrslita í landsmóti 2. flokks og verður fróðlegt að sjá til þessara liða. Hafa margir beðið þessa leiks með eftirvæntingu, því að sögur hafa farið af því að Vestmanna eyingar séu núna að koma sér uh> álíka knattspymuliði og gerði garðinn frægan á Akranesi hér á árunum. Verður aðgangur seldur að leiknum, sem fer fram á Melavellinum. Síðar í dag leika fsfirðingar og Víkingur í bikarkeppninni og hefst leikurinn kl. 17. Á morgun kl. 19:30 leika Þrótt ur B og Akranes B að nýju í bik arkeppninni, en þessi lið gerðu jafntefli á Akranesi fyrir nokkru Má gera ráð fyrir að nokkrar af gömlu stjörnum Akurnesinga leiki með, og hefur heyrzt að Rí'k harður, Donni og Guðjón leiki með. .. ‘■vv- •••"r/.v . • .«w.. w.v.w -.va wíy.'...,.... /?■■•• - Sigurvegarar i 400 m hlaupi. Efst Guðmundur Vilhjálmsson T.v. Fáll Eiríksson og t.h. Ste inar Erlendsson. Hafnfirðingar unnu Keflvíkinga Síðari áagurinn var Hafnfirðingum auðunninn BÆJARKEPPNI í frjálsum íþrótt um milli Keflavíkur og Hafnar fjarðar fór fram á Hörðuvöllum í Hafnarfirði 23. og 24. ágúst, og hófst kl. 19:15 báða dagana. Þetta er þriðja bæjarkeppnin, sem fram fer milli þessara bæja. Keppt er um bikar, er Bæjarút gerð Hafnarfjarðar gaf á sinum tíma í því skyni. í fyrstu bæjar- keppninni, er fram fór sumarið 1959 sigraði Keflavík, hlaut 61 stig en Hafnarfjörður 56. Árið 1960 sigraði Hafnarfjörður, hlaut Reykvíkingur vill starfrækja getraunir í SAMBANDI við þau skrif sem hér hafa farið fram um getraunir kom maður að nafni Óskar Jó- hannsson að máli við blaðið og sagðist hafa gert tillögur um nýtt alíslenzkt kerfi fyrir getraunir. Sótti hann um það til íþrótta- nefndar — sem ræður einkaleyfi á getraunastarfsemi í sambandi við knattspymuleiki og siðar sótti hann aftur um leyfi í sambandi við handknattleik. 1 báðum til- fellum var fyrirspurn hans synj að, þrátt fyrir það að bæði KSt og HSl berðust mjög fyrir því að hann fengi leyfið. Óskar setti kerfi sitt upp á ein- faldan hátt. Það er bundið við einn leik og kaupir maður miða við innganginn — ef maður vill taka þátt í getraununum — með þeirri markatölu, sem maður tel- ur að leikurinn endi með. Þegar flautað er til leiks er þátttöku- frestur úti og hafin er vinna við að raða seðlum. 10 mín. eftir leikslok er vitað hver vinnandi er og fær hann þegar greiddan vinning sinn. Óskar setti fram í leyfisbeiðni sinni áform um fullkomið eftir- litskerfi. Vildi hann að hagnaði yrði skipt. Helmingur veltu færi í vinninga, 20% gengi til íþrótta hreyfingar en 30% í allan kostn- að og umboðslaun hans. Leyfið vildi hann fá til langs tíma helzt 20 ára. Bæði KSÍ og HSf vildu að þetta leyfi yrði veitt en það strandaði á íþróttanefnd sem hefur tillögu- rétt þetta varðandi gagnvart ráðu neyti. 62 stig en Keflavík 57. Og að þessu sinni sigraði Hafnarfjörður hlaut 65 stig en Keflavík 56. Sú nýbreytni átti sér stað í sant bandi við þessa keppni, að sigur vegararnir í hverri grein fengu f verðlaun bók með áletrun. Eil bækur þessar gaf Óliver Steirnv hin þekkta íþróttakempa, og é hann miklar þakkir skilið fyri* þessa rausnarlegu gjöf. Áletrun á bækurnar gerði Ingvar Halls- steinsson. Urslit í einstökum greinum urðu sem hér segir: 100 Ea lilaup GuSmundur Hallgrímsson K il.j Höskuldur Karlsson K 11.6 Stangarstökk Páll Eiríksson H 3.42 Gunnar Karlsson H 2.85 Kúluvarp Skúli Thoroddsen K 14.19 Ingvar Hallsteinsson H 12.55 Þrístökk Kristján Stefánsson H 13.18 Guðmundur HaUgrimsson K 12.75 Sleggjukast Einar Ingimundaraon K 43.15 Pétur Kristbergsson H 42.20 4x100 m boðhlaup Haínarfjörður 46.2 Keflavik 46.3 400 m hlaup Guðmundur Hallgrímsson K 52.3 PáH Eiriksson H 55.8 Hástökk Ingvar Hallsteinsson H 1.75 Kristján Stefánsson H 1.70 Spjótkast Ingvar Hallstelnsaon H 58.60 Kristján Stefánsson H 49.86 Kringlukast Björn Bjarnasott K 36.7S Sigurður Júliueson H 36.68 Viðavangshlaup Steinar Erlendsson S 4:16.9 Guðmundur Hallgrknsson K 4:21.0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.