Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐlt Laugardagur 26. ágúst 1961 Lögtaksúrskurður Að kröfu bæjarstjórans í Keflavík úrskurðast hér- með lögtak fyrir ógreiddum fasteignagjöldum til bæjarsjóðs Keflavíkur, er féllu í gjalddaga 2. janúar sl. svo og fyrir ógreiddum útsvörum ársins 1961 er féllu í gjalddaga 1. ágúst sl. Lögtakið má fara fram að átta dögum liðnum frá birtingu þessa úrskurðar. Bæjarfógetinn í Keflavík, 22. ágúst 1961 £ggert Jónsson Hjartanlegar þakkir til hinna mörgu vina minna er sendu mér góðar kveðjur 27. júlí. Jón Mathíesen Öllum þeim ættingjum mínum og vinum, sem sýndu mér vinarhug á sjötugs afmæli mínu 23. ágúst sl. sendi ég hjartans þakkir og beztu kveðjur. Sólveig Ásgrrmsdóttir frá Ölafsfirði Jarðarför ömmu okkar KRISTlNAB KIRlKSDÖTTUR sem andaðist að Elliheimilinu Grund 20. þ.m. íer fram frá Fossvogskirkju í dag 26. ágúst kl. 10,30 f.h. Kristín Eiríksdóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir Helgi Eiriksson, Oddbergur Eiríksson. Útför föður míns KLEMENZAR ÞÖRÐARSONAR fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. þ.m. kl. 15. Sigurður Klemenzson JÓN HALLDÓRSSON Sólvöllum, Garðahreppi verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 28. þ.m. kl. 1,30 síðd. — Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna. Pétur Björnsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓNASAR JÓNSSONAR frá Grjótheimi Guðný Benediktsdóttir Sigurður Jónasson, Ólafur Jónsson, Maríus Frederiksen kaupmaður — IMinning HINN 9. maí s.l. lézt í Kaup- mannahöfn góðkunningi margra Reykvíkinga, Maríus Frederiksen kjötkaupmaður. Hann var fæddur í Kalund- borg á Norður-Sjálandi 17. júní 1877, var því tæpra 84 ára er hann lézt. Á unga aldri lærði hann allt er að kjötvinnslu laut og varð því brátt fær í þeirri grein. Ungur að árum kvæntist hann góðri konu og árið 1910 tóku þau sig upp ungu hjónin og sigldu til íslands. Hér stofnsetti hann kjötverzlun, sem hann rak til ársins 1938. Á tímabilinu frá 1930—’38, þessum svokölluðu kreppuárum var alt verzlunarlíf í fjötrum og fyrirtæki þeirra hjóna gekk ekki sem bezt. Þá á- kváðu þau að hverfa aftur til heimalands síns og reyna þar að nýju. í Bagsværd, einni af út- borgum höfuðborgarinnar, setti Rafvirkjar Vil ráða rafvirkja nú þegar Ólafur Jensen, rafv.m. sími 34559 Nýkominn vatnsþéttur krossvlður 6, 10 og 12 mm. Stærðir 4x6 og 3x7 fet. Husasmiðjan Súðarvogi 3 — Sími 34195 Saumur svartur og galvaniseraður H. Benediktsson hf. Sími 38300 Stúlka eða kona óskast til afgreiðslustarfa og fleira kl. 5—8 á morgn- ana. — Mjög gott kaup. Kjörbarinn Lækjargötu 8 Ódýrt einbýlishús til sölu. Húsið er nýlegt en þarf að flytjast og eru lóðarréttindi á góðum stað í Selási fyrir hendi. STEINN JÓNSSON, hdl. lögfræðistofa — fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar 19090 — 14951 17739 (heima) VANDID VALIÐ MED FYRSTU FÆDUNA OG GEFID BARNINU SCOTT'S BARNAMJÖL TVÆR SJÁLFSTÆÐAR TEGUNDIR í SAMA PAKKANUM, HVER MEÐ SÉRSTÖKU BRAGDI, HVER KJARNGÓÐ MÁLTÍD. Scott’s TWIN-PACK BARNAMJOL' Heildsölubirgðir: Kr.Ó. Skagfjörð h.f. hann á stofn verzlun. En í Dan. mörku voru einnig erfiðir tímar á þessum árum. Við verzlunina var hann til ársins 1952 en þá seldi hann sinn hluta í henni. Eig inkona Frederiksens lézt í júlí- mánuði 1949. Það var mikið áfall fyrir gamla manninn. Nú var hann orðinn einn, því ekki hafði þeim hjónum orðið barna auðið. í fyrstu bjó hann hjá nágranna sínum en síðar fór hann á elli- heimili. Frederiksen var heiðarlegur og einstaklega trygglyndur. Ætíð var gott að heimsækja þessi ind ælu hjón, þegar heimili þeirra var hér í Reykjavík. Þá settist frúin oft við píanóið og Frederik- sem tók fram fiðluna og söng hárri raust. Eftir að hjónin fluttust til Dan merkur, hef ég, sem þessar línur rita, heimsótt þau nokkrum sinn um og altaf verið tekið sem gömlum og góðum vini. Á s.l. sumri heimsótti ég Frederiksen og sá þá glöggt, að ekki yrði hann hundrað ára eins og hann hafði ráð fyrir gert.í bréfi til mín fyrir nokkrum árum. Eftir að kona hans dó varð hann náinn vinur ungra hjóna, sem bjuggu í næsta húsi við hann. Hr. Knud Bohne og frá, er voru frá sama bæ og hann. Á heimili þeirra Bohne hjóna naut hann einstakrar umhyggjusemi og aðhlynningar. Þessi góðu hjón tóku Frederiksen með sér í jóla- ferðalag til Kalundborgar fæð- ingarbæjar þeirra og dvöldust þau þar öll yfir hátíðirnar. Á jóladag fór Frederiksen til kirkjunnar þar sem faðir hans hafði verið organisti í mörg ár. Fjölskylda hans var mjög hneigð fyrir tónlist og kom það einnig fram í honum. S.l. haust tók hann sjúkdóm þann, sem dró hann til dauða. í Gentofte lagðist hann á sjúkra- hús en kom þaðan skömmu fyrir jólin og dvaldist síðan á elliheim ili til dauðadags. Eins og áður segir lézt Frederik sen 9. maí. Bálför hahs var gerð þ. 13. og hinn 20. maí var aska hans jarðsett við hlið konu hans í Vestre-Kirkegaard. Vertu sæll gamli vinur. Bless- uð sé minning þín. Bögeskov Gamla fólkið á Reykjavíkur- kynningunni FRAklKVÆMDANEFND Reykja víkurkynningar bauð vistfólki Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund sl. miðvikudag að skoða Reykjavíkursýninguna. — Hr. Björn Ólafsson fyrrv. ráðherra, formaður f ramkvæmdanef ndar. innar, bauð gestina velkomna ' með nokkrum velvöldum orðum, en Ágúst Hafberg framkvæmda- stjóri og Óskar Hallgrímsson naf virkjameistari fóru með vistfólk- inu um sýninguna og útskýrðu ýmislegt, sem fyrir augun bar. Að lokum var setzt að kaffi- drykkju í boði framkvæmda- nefndarinnar. Strætisvagn fluttl vistfólkið, um 60 manns, fram og aftur. Var þetta í alla staði skemmtileg og velheppnuð heim sókn, og hefir forstjóri Grundaa: beðið blaðið að þa-kka fram- kvæmdastjórn og starfsfólki sýn- ingarinnar af alhug fyrir ágeetar móttökur. Kvillar í Skagaf. BÆ, Höfðaströhd, 24. ágúst —• Hér um hérað hefur gengið mik il vesöld, sem sérstaklega hefur lagzt á unglinga og börn. Hafa þau fengið 40 stiga hita o>g marg ir fengið upp úr því lungnabólgu, hálsbólgu og aðra kvilla. Vegir í héraðinu eru slæmir, því illa gengur að hefla í þeirri bleytu sem alltaf er á vegunum. Til sjávar hefur gengið sæmi lega vel, en nú er það að verána. — Björn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.