Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.08.1961, Blaðsíða 16
16 MOr>rrrmvjiAÐlÐ Laugardagur 26. ágúst 1961 Það má segja margt misjafnt um Suðurríkin, og ég hef látið ýmislegt út úr mér. En þegar ég er búin að gleyma ýmsum ó- þægindum, sem ég hef orðið fyrir fyrir sunnan, mun óg minnast Fox Theatre í Detroit, Miohigan. Fox jafngilti þá í Detroit því, sem Radio City er New York. Það var mikill viðburður að kóma þar fram. Laun mín fóru sjálfkrafa upp í tólf þúsund á viku, meðan á sýningunum stæði. Allir voru sælir. Sýningin byrjaði og endaði með kórstelpunum í beinni línu, framkvæmandi þessi fínu spörk sín. í miðri sýningu höfðu þær laglegt atriði í glæsibúningum, lýsingarbrögðum og ég veit ekiki hverju. En um þessar mundir höfðu verið kynþáttaóeirðir í Detroit. Fyrsta daginn voru þrjár sýn- ingar, og svo klikkaðist leikhús- stjórnin. Þeir þóttust hafa fengið fjölda umkvartana vegna allra þessara svörtu karlmanna uppi á sviðinu hjá berlæruðum, hvít- um stúikum. Og þá varð állt vit- laust að tjaldabaki. Svo vissum við ekki til, fyrr en þeir voru búnir að umturna allri sýningunni. Atriðinu í miðj unni var sleppt, og í hinum at- riðunum komu stelpurnar fram með sérstaklega útbúnar svartar grímur, og í öklasíðum blúndu- buxum. Svo var ég svert, svo að sýn ingin gæti haldið áfram í straum línugreninu Detroit. Það er víst satt, sem einhvers staðar stend- ur. Það er ekkert líf eins og leik- húslífið. Maður verður að brosa til að komast hjá að verða ó- glatt. En eftir nokkra mánuði í við- bót, sagði ég stopp. Mamma ætl- aði af göflunum að ganga. Hún hélt, að þetta væri hið gullna tækifæri lífs míns, og að ég væri að kasta því á glæ. Eftir nokkrar vikur fór ég að I halda, að hún hefði haft rétt fyr- ir sér. Það urðu næstum sex mánuðir, þangað til ég kom aftur á svið. Eg söng ekki einu sinni, sat bara og vissi ekki, hvað ég átti af'mér að gera. Basie varð trítilóður, þegar hann sá þetta. En hann gat ekkert við því gert. Við vorum búin að undirskrifa samningana, og gát- um engu ráðið um hvað ótta- slegin leikhússtjómin gerði, En það var nú ekki það versta. Næst sögðu þeir Basie, að ég væri of ljós til að syngja með öllum þessum kolsvörtu mönnum í hljómsveitinni. Einhverjir gætu haldið, að ég væri hvít, ef ljós- unum væri ekki alveg hárrétt beitt. Svo fengu þeir handa mér svartan andlitsfarða, og sögðu mér að klína honum framan í mig. Nú var komið að mér að reið- ast. Eg sagðist ekki gera það. En þeir höfðu nöfnin okkar á samningnum, og ef ég hefði neit- að gat það eyðilagt bæði fram- tíð mína og allra strákanna í hljómsveitinni. Hljómsveit Basie's var að mörgu leyti snilldarhljómsveit, og nú, eft ir nærri tuttugu ár, eru sérfræð- ingarnir farnir að greina hana sundur, til að komast að, í hverju snilld hennar var fólgin. Með ár- unum gleymir maður öllu, sem manni gramdist, og getur litið réttum augum á hlutina. Eg segi það aftur, að ég álít, að það hafi átt drýgstan þátt í þessu, að við notuðum aldrei skrif aða tónlist, og samt hljómaði þetta eins Og einn væri að verki. Reynsla mín af hljómsveitum þangað til hafði aðallega verið að hlusta á æfingar Benny Good- mans með hálaunuðum útvarps- hljómsveitum og hópum hans sjálfs. Hann átti til að eyða fúlg- um í útsetningar fyrir lítinn söng- konuræfil. En við hjá Basie höfðum eitt- hvað, sem útsetningarnar náðu aldrei. Strákarnir komu inn, ein- hver raulaði lag. SvO fór einhver annar að píanóinu og spilaði það yfir. Annar greip í hljóðfærið sitt. Svo fór Baise Pabbi yfir það með einum fingri. Og brátt var allt komið í gang. Helmingur strákanna kunni ekki að lesa nótur, og vildu ekk- ert vera að leggja það á sig. Það Count Baise og hluti hljómsveitar hans árið 1929. Þá var hljóm- sveit hans skipuð 14 mönnum, auk söngvara. Fremstir á mynd- inni eru Count Baise, söngvarinn Jimmy Rushing (standandi) og Moten. kom kannski fyrir, að einhver strákanna kæmi inn með skrifaða útsetningu og hinir færu yfir hana. En þegar Jack Wadlin, Skeet Henderson, Buck Clayton, Freddie Greene og Basie voru búnir að fara yfir hana, breyta og fella úr, var útsetningin hvort eð var óþekkjanleg. Eg man, að þannig urðu til „Love of My Life“ og „Them There Eyes“. Allt, sem gert var, var gert eftir eyranu. Þau tvö ár, sem ég var með hljómsveit- inni notuðum við yfir hundrað lög, og höfðum hverja einustu nótu í kollinum. 7 Sorgin ber á dyr Eg var búin að hafa samning við Joe Glaser í meira en ár, en ekkert heyrðist frá honum. Loks fór mér að gremjast svo að ég fór niður á skrifstofu til hans og reifst.” Þá sagði hann mér, að hann hefði ekki komið' mér neins staðar að, vegna þess að ég væri of feit. Eg sagði honum að segja þetta við Mildred Bailey. Eg var að vísu engin smásmíði, en hún hafði mörg ’kíló fram yfir mig. En ég fór að megra mág, og loks sagði hann mér, að hann hefði kom- ið mér að Grand Terrace Club í Ohicago. Við mamma héldum. báðar að nú væri gullöld að renna upp. Mamma var svo hreykin yfir því, að ég skyldi vera efst á skemmtikraftalistanum, að hún var reiðubúin að gefa allt frá sér og fara á flakk með mér — íbúðina, hvað þá heldur annað. Við ættum að hafa vitað bet- ur, en við vissum það nú ekki. Strax fyrsta kvöldið fór Ed Fox framkvæmdastjóri hússins að ergja mig. Hljómsveit Fletcher Hendersons var þarna. Er ég söng sons var þarna. Þegar ég söng fyrsta lagið, „If You Were Mine“, vissi ég, að enginn skildi söng minn. Þeir voru ekki hrifnir af honum, og ek-ki held- ur á móti honum, af því að eng- inn hafði sagt þeirn hvort ég væri góð eða léleg. Ef maður gerir eitthvað nýtt, verður að segja fólki til um það. Þegar veitingahús borguðu óþekktum söngvara þrjú þúsund á viku á kreppuárunum, gerðu þau ráð fyrir að allir yrðu óðir af hrifn- ingu. Forstjórinn varð skelfingu lostinn, og fór að öskra til mín að ég væri þessari Grand Terrace hans til einskis góðs, og hvers vegna hann ætti þá að vera að borga mér þr jú þúsund á viku? Eftir lokunartíma fyrsta 'kvöldið stundi og umlaði hann svo, að ógerningur var að tala við hann. Loks, er hann sagðl mér að hypja mig út úr skrif- stofu sinni, sagði ég: „Allt í lagi ég skal fara.“ En áður en ég fór greip ég blekbyttu, henti henni í hann og hótaði að stein- drepa hann. Þarna vorum við mamma þá orðnar vegalausar í Chicago, og áttum ekki einu sinni fyrir far- inu til baka. Að endingu hitt- um við vin okkar, og hann lán- aði okkur fyrir farinu heim. Við höfðum beðið ósigur. Þeig ar við komum aftur til New York áttum við hvergi höfði að halla. Seinna þegar ég var orðin fræg, og söng á Café Society Downtown, kom þessi skefldi Ed Fox þangað með Joe Glaser. Þagar hann sá, hvemig áheyr- endur létu, fór hann að klappa Glaser og reyna að fá mig á Grand Terrace. „Ja, drottinn minn dýri!“ sagði Joe við hann. „Veiztu nú ekki hver hún er? Þetta er stúlk an, sem þú hentir einu sinni út af Grand Terrace, sú sem hót- aði að drepa þig með blekbyttu.** Það var eins og hann hefði verið barinn, en samt vildi hann reyna að fá mig á Grand Terrace. Eg sagði þeim báðum það sama, ég myndi ekki syngja þar, þó að ég ætti hvergi eftir að syngja framar að öðrum kosti. ★ Eg mun alltaf miuna eftir þeim, sem hjálpuðu mér áfram, en ég mun heldur ekki gleyma þeim, sem gerðu sér ómak til að bregða fyrir mig fæti. Dag einn sagði Joe Glaser mér að fara til Philadelphia og syngja þar til reynslu á Nixon Grand The- atre. Þetta var gullið tækifæri til að koma fram með þeim beztu. Sýningin átti að byrja með Ethel Waters og enda á Duke Ellington. The Brown Sisters áttu einnig að syngja. Enn einu sinni vorum við mamma vissar um, að nú væri mér borgið. Mamma hélt sig þekkja Ethel Waters. Hún hafði aHÍItvarpiö Laugardagur 26. ágúst 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónl. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig« urjónsdóttir). 14:30 I umferðinni (Gestur Þorgríms* son). 14:40 Laugardagslögin — (Fréttir kl* 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur bama og ung- linga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Þættir úr óperunni „Porgy og Bess“ eftir Georgo Gershwin. —■ Bandarískir lista- menn flytja. 20:25 Leikrit: „Ferðin mikla" eftir Elmer Hice. Þýðandi: Sveinn Skorri Höskuldsson magister. Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson. Leikendur: Helga Valtýsdóttir, Erlingur Gíslason, Valur Gisla- son, Bryndís Pétursdóttir, Jón Aðils, Bessi Bjarnason og Helgi Skúlason. 21:40 Tónleikar: Hollywood Bowl-sin- fóniuhljómsveitin leikur verlc eftir Tjaíkovskí og Ponchielli, 22:00 Fréttir og veöurfregnir. 22:10 Danslög. 24:00 Dagskrárlok. Markúsi hefur ekki tekizt, þrátt fyrir aðstoð Berta bruna- varðar, að komast að því hvern- ig stendur á hvarfi dýranna í Týnda skógi. — Já elskan, ég ætla að vera aftur á verði í nótt! . . . Það nam bifreið staðar hér fyrir ut- an . . . Það eru að koma gestir! — Eg skal gá að því hverjir það eru! — Sirrí, ég heiti Rut Grove og þetta er Berti . . . Við erum frá brunavarðstöðinni . . . Við kom- um til að færa þér köku, sem ég bakaði í dag. — Það var fallega gert! Gjör- ið svo vel að koma innfyrir! Afmælisúfvarp Reykjavikur Öldulengdir • Miðbylgjur 217 m (1440 Kr/sec.). FM-út- varþ á metrabylgjum : 96 Mr. (Rás 30). Laugardagur 26. ágúst. 20:00 Samgöngumál Reykjavíkur —* Þáttur í umsjá Sveins Asgeirs- sonar. 20:20 „Viö sundin blá". — Kvæði um Reykjavík eftir Tómas Guð- mundsson borgarskáld. 20:40 Búðarþátturinn úr Pilti og stúlku eftir Jón og Emil Thor oddsen. Leikstjóri: Ævar Kvar- an. 21:10 Kvöldvaka unga fólksins. •— Stjómandi: Haukur Hauksson, Útvarpið frá sýningarsvæðinu, 22:00 Dagskrárauki: Létt lög og dans- lög af hljómplötum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.