Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 6. sept. 1961 MORCVTSBLAÐIÐ 19 Aðalfundur Cermania AÐALFUNDUR félagsins Ger- xnanía var nýlega haldinn hér í Reykjavík. í skýrslu formanns dr. Jóns Vestdals komu m. a. fram upplýsingar um hið um- fangsmikla starf, sem félagið rek ur til viðhalds menningar- og vináttutengslum íslands og Þýzka lands. Þýzkunámskeið, bæði fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir, er orðinn fastur liður í félagsstarfseminni. Hafa þau ver ið afarvel sótt og veitt mörgum gagnlega undirstöðuþekkingu á þýzkri tungu og bókmenntum. Kennarar á síðasta námsári voru þeir Stefán Már Ingólfsson og dr. Runge. Annar fastur þáttur í starfsem- inni hefur verið sýning frétta og fræðslumynda. Þótt þar hafi mest borið á fréttum frá Þýzkalandi og fræðslu um þýzkar listir og aðra menningu, hefur og verið um að ræða myndir frá ýmsum öðrum löndum Og atburðum. í janúar s.l. var stófnað þýzkt- íslenakt félag á Akureyri og voru stofnendur 60. Formaður þess fé- iags var kjörinn Jón Sigurgeirs- son, skólastjóri, Sendiráðsritari Rowold og formaður Germaníu dr. Jón Vestdal voru þar við- staddir. 1 marzbyrjun s.l. hélt fslands- vinafélagið í Köln íslands Keminar. Voru þar fluttir fyrir- lestrar um íslenzt efni og sýndar kvikmyndir frá íslandi. Á borð- um var íslenzkur matur, gjöf frá félaginu Germanía á íslandi. Tveir fulltrúar frá íslandi mættu á mótinu og sendiherra íslands 1 Bonn. í sambandi við mót þetta flutti dr. Jón Vestdal tvo fyrir- lestra í þýzka útvarpið. Síðar í sumar munu tveir ís- lendingar — þeir Gylfi Þ. Gísla- son, menntamálaráðherra og Birg ir Kjaran alþ.m. — flytja fyrir- lestra í Þýzkalandi á vegum Germaníu og Deutsehe Auslands- gesellschaft í Lúbeck. f stjórn Germaníu næsta starfs ár eiga sæti: Dr. Jón Vestdal, Frú Þóra Timmermann, Ludvig Siemsen, Már Elísson og Pétur Ólafsson. Pétur Ólafsson tekur sæti x stjórninni í stað Jóns Sigurðs- sonar, slökkviliðsstjóra, sem baðst undan endurkjöri. Voru Jóni færðar þakkir fyrir margra ára stjórnarstarf í þágu félagsins. Ingi Ingimundarson héraðsdómslögmaður málflutningur — lögfræðistörf Tjarnargötu 30 — Sími 21753. R œstingarkona óskast strax til að ræsta stórt verzlunarhúsnæði í Miðbænum .— Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 10. sept n.k. merkt: „Ræstingarkona í Miðbænum — 5917“. Flygill óskast til kaups. — Þarf að vera í góðu ásigkomu- lagi. — Upplýsingar í síma 37705. JárnsmiBir Okkur vantar járnsmið vanan rafsuðu JENS ARNASON H.F., Vélsmiðja Spítalastíg 6 Verzlunarhúsnœði óskast sem næst höfninni, þarf ekki.að vera stórt. Tilboð merkt: „Verzlunarhúsnæði — 5324“, óskast sent afgr. Mbl. fyrir föstudag 8. sept. Ung stúlka óskast til símavörzlu og vélritunarstarfa nú þegar, eða 1. okt. n.k. — Umsókn, merkt: „Framtíð — 5323“, óskast send afgr. Mbl. fyrir 10. þ.m. Ungan, laghentan, áreiðanlegan Iðnverkamann með ökuréttindi vantar strax til framleiðslustarfa og útkeyrslu hjá iðnfyrirtæki hér í bænum. Um vel- launaða og öruggt framtíðarstarf er að ræða. Þeir er hefðu áhuga á starfi þessu vinsamlegast leggi nöfn- sín með nauðsynlegum upplýsingum inn hjá afgr. Mbl. ekki síðar en 10. sept. n.k. merkt: „Afköst — Laun — 5107“. 25—40 ára röskur kvenmaður óskast strax í gardínu- búð, sem Deildarstjóri þarf að hafa þekkingu á gardinuefnum og gardínu- saum, saumakunnátta ásamt æfingu í verzlunar- störfum æskilegust. Laun og önnur ráðningarkjör eftir samkomulegi. — Tilboð með upplýsingum um aldur og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 10. sept. n.k. merkt: „Áreiðanlegur deildarstjóri — 5106“. Dansk-íslenzka félagið Kvöldvaka verður haldin í Tjarnarcafé miðvikudag- inn 6. þ.m. kl. 20,30. Til skemmtunar verður: 1. Prófessor dr. med. Einar Meulengraeht: Þættir úr sögu dansk-íslenzka félagsins. 2. Kaffihlé. 3. Knud W. Jensen, forstjóri: Listasafnið Louisiana (með skuggamyndum) Aðgangur ókeypis fyrir alla, sem áhuga hafa á þess- um efnum, meðan húsrúm leyfir. Stjórnin pjÓJtsca&í Sími 23333 r-x i*i iili - sextettinn Dansieikur Songvan: í kvöld kl. 21 Harald G. Haralds Vetrargarðurinn Dansleikur í kvöld LÚDÓ & STEFÁN Sími 16710. Breiðfirðingabúð Félagsvist er i kvöld kl. 9 Húsið opnað kl. 8,30 Breiðfirðinffabúð — Sími 17985 Atvinnurekendur Verzlunarmaður með góða menntun og alhliða reynslu bæði í innflutnings- og útflutningsverzlun óskar eftir góðu starfi. Tilboð merkt: „Starfsreynzla — 5584“, sendist afgr. Mbl. fyrir 10. þ.m. Ungur maður með verzlunarskólamenntun eða hliðstæða mennt- un, óskast til starfa hjá Eimskipafélagi íslands h.f. þegar í stað. — Upplýsingar gefnar í Innkaupadeild félagsins, 3. hæð Eimskipafélagshúsinu. 8CAIMBRIT útvegar fólki skóla og úrvalsheimili í Englandi. Á heimilunum er yfirleitt ungt fólk, sem gerir nem- endum kleift að æfa talmálið við beztu skilyrði ut- an skólatímanna. Fyrir þá, sem taka vilja námið alvarlega, eru haust- og vetrarmánuðirnir ákjósan- legastfr. Hagstætt verð. Upplýsingar gefur Sölvi Eysteinsson, sími 14029. Vön skrifstofustúlka Stórt innflutnings- og iðnfyrirtæki óskar eftir góðri skrifstofustúlku. Góð vélritunarkunnátta algjört skilyrði. Ensku og dönsku kunnátta æskileg. — Hér er að mestu leyti um sjálfstætt, vellaunað fram- tíðarstarf að ræða. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf leggist inn til afgr. Mbl. fyrir 10. sept. n.k. merkt: „Vandvirk, ötul og áreið- anleg — 5105“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.