Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 6. sept. 1961 Bandarískur körfubolta- þjálfari kennir hér ÍÞROTTAKENNARAR sitja þessa daga á námskeiði hér í Reykjavík og nema ýmsar sér- greinar á íþróttasviðinu. Ein þeirra er körfuknattlekiur og er kennarinn bandarískur Clarence Hodges Wyatt. Kemur hann hing- að á vegum íþróttakennaraskóla íslands sem heldur námskeiðið, en mun jafnframt kenna á nám- skeiðum sem skólinn ásamt Körfu knattleikssambandinu efnir til fyrir áhugaþjálfara og hina frjálsu íþróttahreyfingu. Jc Góður þjálfari kominn Körfuknattleikssambandið hef- ur iengi unnið að því að fá hing- að þjáifara og tókst það loks fyrir lipra og góða milligöngu Upplýs- ingaþjónustu Bandaríkjanna. Er Mr. Wyatt vel menntur í sinni grein og er starfandi kennari í háskóla í Bandaríkjunum. Wyatt sagði við blaðamenn í gær að hann hyggði gott til dval- annnar hér. Mér lízt vel á það sem ég hef séð, en á eftir að kynn ast fleiru. Ég er reiðubúinn til starfs hvenær sem er sólarhrings — tilbúinn að vinna þótt í dag sé „frídagur verkalýðs“ í Banda- ríkjunum. ■k Tvö námskeið Körfuknattleikssambandið efn- ir til tveggja námskeiða í þessum mánuði með Wyatt sem kennara. Verður það í fyrsta lagi dómara- námskeið og í 2. lagi þjálfara- námskeið. Dómaranámskeiðið hefst n.k. laugardag kl. 2 og stendur þann dag og sunnudag- inn og næstu helgi þar á eftir. Verður farið yfir reglurnar með hinum nýju breytingum sem voru gerðar í Róm, en þær voru mikl- ar og er því hverjum dómara og leikmanni nauðsyn að kynnast þeim. Eru körfuknattleiksmenn hvattir til að láta þetta tækifæri ekki úr greipum ganga. Námskeið fyrir áhugaþjálfara Og aðra er vilja, hefst 11. sept. og stendur yfir til 22. sept. Verður farið í ýmis tæknileg atriði með hjálp körfuknattleiksmanna — og' verða „tilraunadýrin" landsliðs- mennirnir. Námskeiðið fer vænt- anlega fram í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Er skorað á alla körfuknattleiksmenn að nota sér þetta einstæða tækifæri til að kynnast þjálfun. Stjórn KKÍ er mjög þakklát Upplýsingaþjónustu Bandaríkj' anna fyrir fyrirgreiðsluna við út' vegun þessa góða kennara. ic Margt á prjónunum KKÍ hefur fleira á prjónunum rn. a. tækniþrautir að sænskri fyrirmynd. Þá verður efnt til hraðkeppni í lok september á Keflavíkurvelli með þátttöku 2—3 liða af Keflavíkurvelli auk ísl. liða. Þjálfari verður sendur til Norðurlands ef fært þykir og hinn bandaríski þjálfari mun væntanlega gista Akureyri í viku. En öllu þessu verður nánar skýrt frá síðar. Mynd þessi var tekin í kaffi- boði er Ungmennasamband Borgarfjarðar hélt fyrir full- trúa og gesti á ársþingi ÍSl um sl. helgi að Bifröst. Sýnir hún Óskar Ágústsson, sam- bandsstjóra Héraðssambands Suður-Þingeyinga afhenda Ragnari Olgeirssyni sambands stjóra UMSB „styttu háttvís- innar“ en styttuna unnu Borg firðingar fyrir beztu fram- komu á leikvelli og utan hans á Iandsmóti UMFÍ í sumar. I Waern dæmdur frá Enska knattspyrnan 5. UMFERÐ ensku deildarkeppn- innar fór fram sl. laugardag og urðu úrslit þessi: 1. deilð: Birmingham — Leicester ........ 1:5 Blackburn — Wolverhampton _____ 2:1 Blackpool — Manchester U....... 2:3 Bolton — Arsenal ............. 2:1 Chelsea — Fulham .............. 0:0 Everton — Sheffield W ......... 0:4 Manchester City — Burnley...... 1:3 Sheffield U. — Aston Villa .... 0:2 Tottenham — Cardiff .......... 3:2 W.B.A. — Ipswich............... 1:3 West Ham — N. Forest ......... 3:2 2. deild: Brighton — Bury .............. 0:2 Bristol Rovers — Sunderland__..„ 2:3 Leeds — Rotherham ............. 1:3 Luton — Huddersfield ......... 3:4 Middlesbrough — Preston ...... 1:0 Newcastle — Plymouth .......... 0:2 Norwich — Liverpool ........... 1:2 Southampton — Swansea ........ 5:1 Stoke — Derby ................. 1:1 Walsall — Leyton Orient ....... 1:5 Scunthorpe — Charlton ......... ?:? Staðan er nú þessi: 1. deild (efstu og neðstu Iiðin) Sheffield W. 5 4 0 1 17:7 8 Manchester City 5 4 0 1 14:10 8 Manchester U. 5 3 1 1 13:8 7 í IBK vann stóran sigur yfir Þrótti í bik- arkeppninni BIKARKEPPNI KSÍ hélt áfram á Njarðvíkurvelli á laugardag- inn. Þar áttust við b-lið Þróttar, 6em sigraði b-lið Akurnesinga á dögunum og a-lið Keflavíkur sem hélt nú sinn fyrsta leik í keppninni. Framan af stóðu Þróttarar nokkuð í Keflvíkingum, en er líða tók á hálfleikinn náðu Kefl- víkingar öruggum tökum á leiknum, skoiuðu 3 mörk fyrir hálfleikslok. Síðari hálfleikur- inn færði ÍBK hinsvegar tíu mörk, eða rúmlega mark á Ihverjar 5 mínútur. Þróttarar stilltu nú upp mun lakara liði en gegn Akranesi og vantaði 7 af þeim leikmönnum, sem þá léku. Næsti leikur ÍBK verður einnig gegn Þrótti, nú a-liðinu, og líklega komast Suð- urnesjamena ekki upp með að skora 13—0 í það skipti. Tottenham Fulham Birmingham W.B.A. 5 3 11 12:10 7 5 113 7:9 3 5 113 6:14 3 5 1 0 4 4:9 2 3. deild (efstu og neðstu liðin) Liverpool 5 5 0 0 16:2 10 Bury 5 4 0 1 10:4 8 Leyton Orient 5 3 1 1 10:5 7 Preston 5 113 4:8 3 Charlton 5 0 2 3 5:14 2 Bristol Rovers 5 0 0 5 2:12 0 Alþjóðasamband frjáls-1 íþróttamanna gaf í dag út til- kynningu, þar sem segir að Svíinn Dan Waern sé frá deg- inum í dag að telja útilokaður frá keppni. „Gildir keppnris- bann hans um alla milliríkja- keppni og hefur öllum aðild- arríkjum alþjóðasambandsins verið send tilkynning um bannið“. Alþjóðasambandið tók þessa ákvörðun eftir að sænska sam- bandið hafði hundsað með öllu ýmsar fyrirspurnir sem al- þjóðasambanrdið sendi því varðandi greiðslur þær er Waern hefur fengið fyrir þátt töku í íþróttakeppni. Sænska sambandið hefur hvorki játað né neitað spurningum um það hvort Waern hafi fengið meiri greiðslur en heimilar eru sam- kvæmt alþjóðalögum þar um. Upphaf málsins er þaS að Waern skrifaði í fyrra grein í tímarit þar sem hann komst svo að orði, að hann gæti ekki skoð- að sjálfan sig sem áhugamann. Sænska sambandið tók málið þá til athugunar. ákvað að dæma hann ekki, en veitti honum áminn ingu. Síðan hefur Waern verið í sviðs ljósinu og sífellt umdeildur vegna þess að grunur leikur á að hann taki meira fé fyrir þátttöku í keppni en heimilt er. Waern er 28 ára gamall, einn fremsti hlaupari heims. Hann hefur 6 sinnum sigrað í mílu« hlaupi á skemmri tíma en 4 mín. Hann varð 4 í 1500 m hlaupi í Róm 1 fyrra. Hvað þarf til að komast í landslið? 10 af 11 monnum tilraunalandsliðs valdir til Englandsfarar Landsliðsnefndin valdi í gær það 16 manna lið sem heldur til Englands sem lands lið íslands. Hún tók sér frest fram yfir helgi að velja hið endanlega landslið. Þegar þess er gætt hvaða 16 menn lands- liðsnefndin valdi, þá er skilj- anlegt að nefndin tæki sér hvíld fram. yfir helgi til að velja endanlega liðið. Þeir 16 er nefndin valdi til Englandsfararinnar eru þessir. Markverðir: Helgi Daníels- son, Heimir Guðjónsson. Bakverðir: Arni Njálsson, Hreiðar Ársælsson, og Jón Stefánsson. - Framverðir: Garðar Arna- son, Hörður Felixson, Sveinn Teitsson og Helgi Jónsson. Framherjar: Ingvar Elísson, Gunnar Felixson, Þórólfur Beck, Ellert Schram, Jakob Jakobsson, Steingrímur Bjömsson og Þórður Jónsson. Þeir sem sáu leik landsliðs- ins og pressuliðsins s.l. sunnu- dag kemur valið allkynlega fyrir sjónir. Þar bar pressulið ið af landsliðinu í öllum grein um knattspyrnunnar. Lands- liðsnefndin fellir þann dóm yfir liðunum að 10 af völdum mönnum landsliðsins eru vald ir til Englandsfarar — 6 af því liði er sýndi yfirburði í öllum greinum knattspyrn- unnar. Og eins og landsliðsnefndin getur valdið þennan 16 manna hóp getur hún eins valið hið endanlega 11 manna lið. Þeg- ar hún nú velur 10 af þeim 11 mönnum er hún valdi í „landsliðið" s.l. sunnudag, virð ist beinast að álíta að hún ætli að hafa þessa 10 í hinu endanlega landsliði og þá skipta um mann í einni stöðu og vinstri útherjastöðu og er þá líklegast að spá því að Jakob Jakobsson hljóti þá stöðu. Þessi stöðubreyting yrði í samræmi við breytingar á úr- valsliðum landsliðsnefndar að undanförnu. Hún hefur við hvern ósigurinn að öðrum tek- ið það bjargráð að skipta um vinstri útherja — og virðist ætla að halda þeim kæk áfram. — Hvað þarf til að vinna sig inn í landslið? Þessa spurningu lögðum við fyrir einn af landsliðsnefnd- armönnum í gærdag. Við feng um ekkert svar. Skiljanlegt. Þessi spurning er spennandi nú. Hví ekki að svara mönn- um sem æfa — og æfa vel, mönnum sem standa sig — og standa sig vel, mönnum eins og Bjarna Felixsyni, Ormar Skeggjasyni og Birni Helga- syni. Þeir, félagar þeirra og unnendur góðrar knattspyrnu þreytast á því ef vegið er í knérunn góðrar knattspyrnu skipti eftir skipti, aðeins til að þóknast duttlungum einhverr- ar nefndar sem telur sig, án skýringa, geta gengið fram hjá almenningsdómi um jafn vinsælt og almennt mál og frammistaða á leikvelli er. Landsliðsnefnd á kannski ekki að breyta liði sínu þegar leikmenn bregðast í fyrsta sinn. En þegar leikmenn bregð ast leik eftir leik og aðrir sýna góða frammistöðu leik eftir leik. Er þá hægt að berja höfð inu í steininn? ísl. knattspyrnan er ekki auðug af góðum leikmönnum. Sá sem er góður að vori og kannski sjálfsagðastur í lands- lið er jafnvel ótækur í liðið að hausti. Sá sem er lélegur að vori er kannski*bezti mað urinn um haustið. Þessi sára staðreynd um skeikulleika ísl. knattspyrnu sést hjá einstaklingum — hún sést hjá félögum og — blasir alls staðar og alltaf við. En samt sem áður heldur lands- liðsnefndin í sína „gömlu“ menn — skipti eftir skipti. Kann að vera að þeir allir verði beztir að vori, en liðið sem nefndin stillti upp síðasta sunnudag er bara ekki bezta lið landsins í dag. Og því þá ekki að breyta um. Það er ekki — að minnsta kosti á ekki — að vera veita einhverj- ar framtíðarstöður. Þvert á móti er allur áhugi nýrra og ungra manna drep- inn ef ekki er fylgst með getu þeirra. Hvað hafa menn eins og Bjarni, Ormar og Björn ekki sýnt? Hversu marga bar- áttu og harða og góða hafa þeir ekki sýnt? Og svo verða þeir að víkja og lúta fyrir mönnum sem sýna verri leik að allra dómi. Það er þetta sem kemur af stað tali um klíku. Og slíkt er skiljanlegt. En það er ennþá eftir að velja í liðið endanlega. Þessir þrír fá kinnhestinn nú, þrátt fyrir góða frammistöðu. Á mánudaginn verða það kanski enn fleiri. Við skulum bíða og sjá — og allir vona auðvitað að landsleikurinn fari svo mjög vel — en hvernig eiga menn að trúa því að sú von rætist? A.St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.