Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.09.1961, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. sept. 1961 50 dra Krisfinn Kristvarðsson KRISTINN Kristvarðsson verzl- unarstjóri er fimmtugur í dag. Hann er fæddur 6. september 1911, að Hrafnabjörgum í Hörðu- dal, Dalasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Vilhelmína Ragnheiður Gestsdótt ir frá Tunðu í Hörðudal og Kristvarður kennari Þorvarðsson frá Leikskálum í Haukadal. Sambúð þessara ágætu hjóna varð sorglega stutt, aðeins 8 ár, en þá tók „Hvíti dauðinn" hina ungu glæsilegu konu frá manni og 2 ungum börnum þeirra, Kristni, þá fjögurra ára og Krist- ínu tæpra tveggja. Elzta barnið, sem var telpa, höfðu þau misst úr barnaveiki. Þegar hér var komið, brá Kristvarður búi, seldi bústofn sinn og kom börnunum fyrir hjá ættingjum þeirra hjónanna. Sjálf ur stundaði hann ýmiskonar land búnaðarstörf á sumrum, jarð- vinnslu og heyskap, en fékkst við barna- og unglingakennslu á vetrum og vann þannig fyrir uppeldi barnanna og studdi þau síðar til framhaldsnáms. Ekki er hér stund né staður til að ræða líf og störf Kristvarðs kennara frá Leikskálum og væri það þó freistandi, slíkur fyrir- Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 15. ágúst sl. Sérstaklega þakka ég börnum mínum, tengdabörnum og barnabörnum. Guðrún Sveinsdóttir, Hvammstanga Ollum þeim ættingjum og vinum mínum, sem sýndu mér vinarhug á sjötugs afmæli mínu 8. ágúst sl., sendi ég hjartans þakkir og beztu kveðjur. Friðbjörn Þorsteinsson, Vík, Fáskrúðsfirði Þakka hjartanlega alla vinsemd mér sýnda á sjötugs afmæli mínu þ. 20. ágúst sl. Ingunn Guðmnndsdóttir Litla dóttir okkar ALBERTA MARSELlNA andaðist 25. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum innilega samúð og vináttu. Þórunn Guðmundsdóttir. Kristján Kristjánsson. Maðurinn minn og faðir okkar SIGURBJÖRN ASBJÖRNSSON Skúlagötu 68, andaðist á Landspítalanum 4. þ.m. Margrét Guðjónsdóttir og börn Maðurinn minn GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON kaupmaður andaðist í Bæjarspítalanum 3. september. Anna María Gísladóttir Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SIGJÓNS EINARSSONAR Bjamanesi Guðlaug Guðmundsdóttir Snorri Sigjónsson, Þorsteinn Sigjónsson Jóna Sigjónsdóttir Ingibjörg Sigjónsdóttir, Ólafur Runóifsson Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd og sam- úð við fráfall og útför móður minnar, STEINUNNAR SIGURDARDÓTTUR Bræðraborgarstíg 1 Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Steinunn Sveinsdóttir Hjartans þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við fráfall og útför mannsins mins, föður okkar og bróður ÓLAFS R. BJÖRNSSONAR bifreiðastjóra, Vesturbraut 23, Hafnarfirði Sérstakar þakkir færum við stjórnendum Lýsi og Mjöl h.f., sem svo eftirminnilega heiðruðu minningu hans. Pálína Pálsdóttir Páll R. Ólafsson, Emelía Þórðardóttir Emanuel Morthens, Þorbjörg Ó. Morthens Ingvar V. Björnsson myndar maður og uppalandi sem hann var. Ljúfmennska, háttvísi og skyldurækni voru förunaut- ar hans alla ævi» enda var hann eftirsóttur, hvort heldur var til kennslustarfa eða annarar vinnu, af öllum er til hans þekktu. Eftir hið sviplega fráfall konu sinnar kom hann, eins og fyrr segir, börnum sínum í fóstur. Kristinn fór að Hóli 1 Hörðudal, til hjónanna Guðnýjar Gestsdótt- ur móðursystur sinnar og manns hennar, Jóns Teitssonar, er lengi bjuggu þar. Ólst Kristinn upp hjá þessum sæmdarhjónum, sem voru honum eins og góðir for- eldrar. Var hann þar til 12 ára aldurs. Um þessar mundir taldist Krist varður til heimilis í Stafholti og var á sumrin verkstjóri hjá sr. Gísla Einarssyni, eða þann tíma, sem hann þurfti ekki að sinna kennslustörfum. Þangað tók hann Kristinn til sín 12 ára og kom honum þar til náms næsta vetur, hjá sr. Gísla, og til undirbúnings undir férmingu. Hér hefi ég nú í sem fæstum orðum rakið forsögu vinar míns, Kristins Kristvarðssonar, allt þar til hann hyggst hleypa heim- draganum og sækir um skólavist í Flensborg og fetar þannig í fót- spor föður síns, sem þangað hafði einnig sótt sína menntun, meðan Flensbórgarskólinn annaðist kenn aramenntun ladsmanna. í Flensborg lágu leiðir okkar Kristins fyrst saman og þar mynd aðist með okkur góður k unnings- skapur, sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Við vorum í þann tíð fákænir og fremur óframfærn ir sveitapiitar í fyrsta sinn að þreifa fyrir okkur í hinum stóra og margbrotna heimi. Við urðum því bekkjarbræður og herb -vfis félagar í heimavist skólans og þoldum þar saman súrt Og sætt. Af þessum afmælissjónarhóli Kristins finnst mér gaman að skyggnast um og rifja upp minn- ingar löngu liðinna atburða, því vissulega skeði þá margt, bæði skrítið og skemmtilegt engu síð- ur en nú, t. d. minnist ég eins kvölds er við Kristinn fórum fótgangandi til Reykjavíkur. Þeg- ar þangað kom vorum við orðn- ir bæði svangir og þyrstir og geng um því inn á Hótel ísland og báðum þjóninn um skyr og rjóma hvað við og fengum. En ekki er mér grunlaust, að þjóninum hafi fundizt við svona hálf sveita mannslegir, þar sem við sátum og hámuðum í okkur hnossgætið. Nei, fleiri slík æskuafrek okkar Kristins verða ekki sögð hér, þó af nógu sé að taka. En til gam- ans má hér bæta við, að enda þótt við aldrei formlega gengjum í fóstbræðralag, t.d. með því að skríða undir jarðarmen að fom- um sið, þá hefir æskuvinátta okkar, bundin öllum þessum minningum frá vordögum lífs- ins, haldist vel fram á þennan dag og jafnvel styrkst með árum og aldri. Kristinn var 2 vetur í Flens- borg, en vann á sumrin í vega- vinnu með föður sínum. Eftir það réðist hann til verzlunarstarfa að útibúi Kaupfélags Borgfirðinga í Reykjavík. Vann hann þar mörg ár við mikinn og góðan orðstí. Á þessum árum dvaldi ég oft í Reykjavík, ýmist við nám eða vinnu og var þá tíður gestur hjá Kristni, sem allt vildi fyrir mig gera. Aðstaða okkar til lífsins var þá mjög ólík, sem vænta mátti, þar sem hann var í vel launaðri atvinnu, eftir því sem þá gerðist, en ég hálfgerður ver- gangsmaður, eins og títt var í þá daga um efnalausa námspilta ut- an af landi. Kristinn hafði þá eign ast vönduð húsgögn í rúmgott Og þægilegt herbergi, sem hann leigði í Miðstrætinu hjá Þorsteini J. Sigurðssyni kaupmanni og hans ágætu konu, og var hann þá einnig í fæði hjá þeim hjón- um. Þarna heimtótti ég Krist- inn oft og var þá tíðum með náms bók undir hendinni eða önnur skólaverkefni, því Kristinn, sem vissi að ég var þá í húsnæðis- hraki, hafði boðið mér afnot af herbergi sínu og léð mér lykil að því. Var ég honum mjög þakk- látur og naut þess að sitja þar og læra í dúnmjúkum hægindunum. Nokkru síðar rættist úr þessu fyrir mér og ég komst í gott her- bergi nálægt skólanum og þurfti þá ekki lengur að níðast á góð- semi míns gamla vinar, sem ég þó vissi, að ekki var eftir talið. En Kristinn hefir oftar skotið skjóls- húsi yfir fólk á förnum vegi bæði í beinni og óbeinni merk- ingu þess Orðs, það vita þeir sem til hans þekkja. Eftir að ég lauk námi og gerðist kennari í Kefla- vík, strjáluðust samverustundir okkar eðlilega nokkuð, enda höfð um við þá fljótlega báðir fyrir heimilum að sjá, sem ætíð hlýt- ur að hafa í för með sér breyt- ingar á háttum manna og lífs- venjum. Um þessar mundir gerð- ust sögulegir atburðir hér á landi, sem annars staðar í veröldinni. Síðari heimsstyrjöldin með öllum sínum ógnunum og skelfingum hafði brotizt út og ísland var her- numið af Bretum. Kristinn var þá að hætta störfum hjá Kaup- félagi Borgfirðinga og vann nú um skeið í setuliðsvinnu, eins og svo margir aðrir. Þetta var þó aðeins um stundarsakir og aftur tók hann til við verzlunarstörf- in, og nú sem lagermaður hjá verzluninni Liverpool. Þessu starfi gegndi Kristinn, þar til hann gerðist verzlunarstjóri hjá verzluninni „Skúlaskeið“, sem þá var ný stofnsett Og verzlaði með nýlenduvörur. Þessari verzlun hefir hann stjórnað síðan með hinni mestu prýði meira en heil- an áratug. Er þessi verzlun hans til fyrirmyndar, hvað útlit og umgengni áhrærir og fyrir lipra og örugga afgreiðslu. Kvæntur er Kristinn Magda- lenu Meyvantsdóttur, aðlaðandi og ágætri konu, sem hefir stað- ið við hlið manns síns og stutt hann í erilsömu starfi hans og búið honum fagurt og vistlegt heimili að Langagerði 18, en þar vitnar allt, bæði utan húss og innan, um góða skipulagsgáfu, listhneigð og smekkvísi. Þau Frh. á bls. 17. Bjarney Valdórsdóttir Gimli, Reyðarfirði Kveöja ÉG hverf rúm 20 ár aftur í tím- ann. Það er í maí 1939. Gróska er að færast í allt líf, túnin grænka, lömb að leik á sléttum grundun- um, börn í boltaleik. Vor við Reyðarfjörð. Á hlaðinu á Gimli stendur kona. Svipur hennar er bjartur og brosið blítt. Hún minnir á vorið. — Prúðbúin ferm ingarbörn koma úr kirkjunni, það er tilhlökkun og eftirvænting í svip þeirra. Heima hjá þeim flestum á að gera sér dálítinn dagamun. Það er ekki hægt heima hjá undirrituðum, þar eð móðirin liggur fyrir dauðanum. Þá heyrist kallað öfan frá hlað- inu á Gimli: „Finndu mig, vinur- inn, þú skalt bara vera hjá okkur í dag, elskan! Aldrei gleymi ég fermingardeginum. Og þegar sleppt er mínum nánustu, er einna hugljúfust minningin um hana Böddu á Gimli. Mér kemur í huga annað atvik mörgum árum seinna. Ég var þá við nám í Reykjavík. Rétt fyrir jólin fékk ég lítinn böggul ásamt bréfi. Inni í því var jólakort og á það ritað með fremur óreglu- legri, en persónulegri, hendi ein elskulegasta jólakveðja, sem ég hef fengið. f bögglinum voru tvenn pör af íslenzkum sokkum. Þetta var jólagjöf frá Björnu á Gimli. í sjálfu sér eru þetta ekki stór atvik, en þau lýsa betur en margt annað þessari einlægu og góðu konu. Bjarney Valdórsdóttir var fædd á Stuðlum í Reyðarfirði 24. des. 1910. Foreldrar hennar voru Val dór Bóasson frá Stuðlum og Her- borg Jónasdóttir frá Hlíðar- enda í Breiðdal. Signuðust þau 11 börn, sem hér verða talin eftir aldri: Jónas, Sigurbjörg, Bjarney, Bóas, Eðvald, Benedikt, Guðlaug, Óskar, Jóhann, Björgvin, Ragn- heiður og Jóhann. Þrjú dóu í æsku, Sigurbjörg, Benedikt og Guðlaug. Eðvald fórst með vél- skipinu „Sæborgu“ á stríðsárun- um. Bjarney ólst upp með foreldr- um sínum á Hrúteyri í Reyðar- firði, en fluttist með móður sinni skömmu eftir fermingu að Sóma- staðagerði. 13. april 1930 giftist hún eftir- lifandi manni sínum, Elíasi Árna- syni. Eignuðust þau 3 börn: Erlu f. 1932, nú búsett á Akureyri, Pál Þór f. 1940 og Árna Valdór £. 1945. Eina fósturdóttur ólu þau upp, Jónu S. Jóhannesdóttur frá Fáskrúðsfirði, nú búsett á Eski- firði. _ t Bjarney Valdórsdóttir unni öllu því, sem var fagurt og gott. Hún var í orðsins beztu merkingu góð kona. í daglegri umgengni var hún gamansöm, gat verið stund- um dálítið ýkin, en ávallt á svo skemmtilegan hátt, að unun var að. Hvergi kunni hún betur við sig en í hópi barna, og hún var mikill dýra- og blómavinur. Til merkis um þá lotningu, sem hún bar fyrir lífinu, má nefna, að hún vildi helzt ekki hafa hjá sér afskorin blóm. Samt voru það hennar örlög að berfjast við erfið an sjúkdóm á annan tug ára. Þá komu skýrast fram hennar sterku hliðar. Æðruleysi hennar var ein- stakt Og lífsviljinn og lífskraft- urinn furðulegur. Fárveik gerði hún að gamni sinu við kunningj- ana. Slíkra er gott er minnast. Bjarney andaðist í Landsspítal- anum 16. apríl s.l. og var jarð- sett frá Búðareyrarkirkju 24. apríl að viðstöddu miklu fjöl- menni. Minning þessarar elsku- legu konu lifir í hugum allra, er kynntust hennL Ég trúi því, að hún lifi nú 1 betri og fegurri heimi þar, sem blómin fölna aldrei. Guðm. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.