Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1961, Blaðsíða 1
24 siður og Lesbok De Gaulle sýnt flupenn í lendingu banatilræði Forsetann sakaði ekki, en hann er við öllu búinn Ný brögð kommumsfa bera vott um hreina lítilsvirðingu á mannslífum PARÍS, 9. september. — De Caulle, Frakklandsforseta, var eýnt banatilrædi seint í gær- kvöldi, eik hann sakaði ekki. Hinn sjötugi forseti var á leið í bíl frá París til sveitaseturs síns, Colombey-Les-Deux-Eglis- es, um 150 mílur frá borginsii, er tilræðið var gert. SPRAKK EKKI Eldfimt efni og sprengja höfðu verið sett á veginn nær miðja Framhald á bls. 23. BERLÍN, 9. september. — A-Þjóð verjar reyndu í nótt nýja aðferð til þess að auka viðsjárnar og munaði litlu, að stórslys yrði. A- þýzkir lögreglumenn beindu sterkum Ijóskösturum að tveim- ur farþegaflugvélum, sem lentu á Xempelhof-flugvellinum í V- Berlín — og blinduðu flugmenn- ina. Báðar flugvélarnar urðu að gera aðra lendingartilraun — og lentu heilu og höldnu með að- stoð starfsmanna flugvallarins (ground control approach). Eng- an sakaði í flugvélunum. Notaðir til að drepa flóttamenn. Ljóskösturum þessum var ný- lega komið fyrir á austurbakka síkis eins, sem skilur á milli A- og V-Berlínar. Hefur „alþýðu- lögreglan" notað ljóskastarana að undanförnu til þess að lýsa upp síkisbakkann og auðvelda þann- ig tilraunir lögreglunnar til að hefta flóttamannastrauminn til V-Berlínar. Alloft hafa flótta- menn lagt til sunds yfir síkin og hefur þeim þá verið fylgt eftir með kösturum til þess að vélbyss ur kommúnista ættu auðveldara með að hæfa markið. Við svipuð veðurskilyrði og voru 1 gær verða flugvélar, sem lenda á Tempelhof að fljúga yf- ir þar sem ljóskastararnir eru, þegar þær lenda á flugvellinum í tveggja mílna fjarlægð. Tilraunir kommúnista til að blinda flugmennina heppnaðist vel og í annað skiptið mátti litlu muna, að ekki yrði stórslys. En flugmanninum tókst að „ná“ flugvélinni aftur upp á síðustu stundu. Yfirvöld V-Berlínar hafa mót- mælt þessu fruntalega ofbeldi og lítilsvirðingu fyrir mannslífum harðlega. OFT er Ansturvðllur fallegur á sumrin. En nú er sá tími sem blómskrúðið er hvað mest, eins og blómin leggl fram alla krafta sína til að ilma sem mest og sýna sitt fallegasta, áður en haustið kemur og fell Ir þau. Garðyrkjustjóri bæj- arins hefur líka látið koma fyrir rafmagnslömpum, svo að þau sjálist sem bezt og lengst, jafnvel þó farið sé að dimma á kvöldin. Þessa mynd tók ljósmyndari blaðsins KM í gær. Reyndu að blinda — spyr Dean Rusk efablandinn i athyglisverðri ræðu Washington, 9. sept. VIÐ BÚUMST við að hef ja við- ræður við Rússa um Berlín jafn- skjótt og ljóst verður, að vilji er fyrir hendi til þess að ræða málið af alvöru. Spurningin er bara, hvort friður sé sameigin- legt takmark okkar. Menn geta ekki gert að þvi þó þeir efist um að friður sé takmark Ráðstjórn- arinnar eftir það, sem undan er geng>ð, sagði Dean Rusk í ræðu i gærkvöldi. Allar aðgerðir Rússa að undan- förnu hafa miðað að aukinni spe.nnu og einhliða aðgerðir gegn stærstu hagsmunum hins frjálsa heims í Berlín geta aðeins leitt til ógæfu Og undanfarnar vikur hefur slíkum aðgerðum verið hót að, það hafa verið ógnanir, sem leiða munu til óhugnanlegrar ó- gæfu, ef þær verða Iramkvæmd- ar. Árásaröflin í heiminum eru að reyna að villa okkur sýn, alveg á sama hátt Og árásaröflin gerðu íyrr á tímum. „Það eina, sem við viljum, er friðarsamningur“. segja þau, friðarsamningur, sem ognar heimsfriðnum. „Allt, sem við viljum, er frjáls Berlín,“ segja árásaröflin. Það frelsi, sem þau tala um, er sams konar frelsi og við sjáum handan múrveggsins i Berlín. Hvert dæmið á fætur öðrum hefur sýnt okkur og sannað, að Ráðstjórnarríkin munu ekki þola sjálfsákvörðunarrétt neinnar þjóðar, sem þau hafa þegar náð völdum yfir. Sagan hefur sýnt okkur og kennt, að kommúnistar vilja ekki byggja upp heim, sem lýtur lögum og réttlæti. — Þeir vinna að því með öllum ráðum að leggja undir sig heiminn — og tala um að „hugsjónir þeirra séu að vinna heiminn *. En hvaða þjóð hefur að fúsum vilja gengizt undir kommúnisma? Hvenær hef ur þjóð kosið yfir sig komm- úniska stjórn í frjálsum kosning- uin? Aldrei. — • — Rusk ítrekaði það að Vestur- veldin mundu ekki láta undán síga í Berlín. Ráðstjórnin ætlaði að prófa hinn frjájsa heim í Berl- ín og það væri algerlega á valdi hennar, hvort ófriðareldur mundi blossa upp. Vesturveldin mundu standa óihagganleg á rétti sínum og við skuldbindingar sínar. Hvað sagði Krúsjeff JWashington, 9. september.' RÚSSAR verða aldrei fyrstir 1 til þess að hefja kjarnörkutil- raunir á ný, sagði Krúsjeff í' fyrra. Talsmaður bandaríska 'utanríkisráðuneytisins rifjaði upp þessi ummæli Krúsjeffs, er hann ræddi við fréttamenn< í gær. Þann 14. janúar 1960 sagði Krúsjeff í ræðu: „Eg vil endurtaka það og Framh. á bis. 23 Er „friöur" tak- mark Rússa? * 1r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.