Morgunblaðið - 13.09.1961, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.09.1961, Qupperneq 15
Miðvik’udagur 13. sept. 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 15 ☆ T V E IM konum og einu barni tókst á þriðjudaginn að flýja til Vestur-Berlín- ar með því að stökkva út um glugga á annarri hæð einmitt um leið og austur- þýzk lögregla brauzt inn í húsið til að handtaka þau. Tvítug kona í Austur Ber- lín hafði sent unnusta sínum í Vestur Berlín bréf þar sem hún sagðist ætla að heimsækja vinkonu sína á þriðjudags- , ... . , Myndin symr Carlstrom-hjonm með born sm (talin npp sem stoð a morkum Austur og ... , Vestur Berlínar. Sagði konan troppurnar): Mavis Jonma 15 ara, Edward F, 12, Robert unnusta sínum að hún ætlaði R®ffer T., 8, David N, N og Carolyn, 2. Sögulegur flótti Fádæma stirð sum- artíb eystra Fréttabréf frá Skriðuklaustri ' að reyna að stökkva út um glugga á annarri hæð niður á götu í Vestur Berlín. Unnustinn fékk nokkra kunningja sína sér til aðstoðar og komu þeir saman fyrir neð- an glugga íbúðar vinkonunn- ar. Þar spenntu þeir á milli sín sterkt teppi, en ofan í það stukku unnustan, 18 mánaða sonur hennar og vinkonan. Húseigandi hafði komizt að því hvað til stóð og gert lög- reglunni aðvart, en lögreglan kom aðeins of seint. SKRIÐUKLAUSTRI, 3. sept. — Ýmsir trúðu hér á batnandi tíð- arfar með Egidiusmessu, 1. sept. Má segja að þeim hafi orðið að trú sinni. Síðustu dagamir hafa verið með öðrum svip, en ágúst- veðráttan var lengst af. Allgóðir þurrkar og hafa hey nú náðst að mestu upp — þótt enn geri skúrir öðru hvoru. Heyskapartíð in öll frá byrjim til mánaða- móta ágúst-sept. hefir verið fá- dæma stirð og leiðinleg. Síðari hluti ágúst þó verstur og urðu hey víða grúthrakin. Slætti er nú almennt langt komið, hefir verið slegið talsvert af há síð- ustu dagana, sem er nú að nást óhrakin. Heyfengur mun að vísu hér um slóðir allmikill að vöxt- um, því að grasvöxtur er góð- ur, þótt seint sprytti. Engin frostnótt hefir komið og standa kartöflur því vel. Á efri Jökuldai gekk heyskap ur mjög illa þar til síðustu daga. Þar spratt mjög seint og hófst sláttur ekki fyrr en síðarí hluta júlí. Komu engir teljandi þurrkar fyrr en nú um mánaða- mótin. Hreindýraveiðar eru fyr- ir nokkru byrjaðar, en ekki hafa þær verið mikið stundaðar. Hér v£ir nýlega 8 manna flokkur af Akureyri og felldu þeir 16 dýr. Hinn 27. maí í vor lézt Jörg- en E. Kerúlf, sem lengi bjó í #W Kolbeinsstaða- kirkju færð rausnarleg gjöf SÉRA Ámi Þórarinsson, sem um nær hálfrar aldar skeið var prestur í Miklaholtsprestakalli, og mörg ár prófastur í Snæfells- nessprófastsdæmi, hefði orðið 100 ára 20. janúar 1960, ef hann hefði lifað. Þann dag komubörn hans, tengdabörn og fleiri af- komendur saman í Reykjavík, til að heiðra minningu hans og konu hans, Elísabetar Sigurðar- dóttur, en prófastshjónin eru bæði dáin fyrir nokkrum árum, eem kunnugt er. A þessari afmælishátíð ákváðu hörn og tengdabörn séra Arna að gefa söfnuðunum eða kirkj- unum í Miklaholtsprestakalli fagra gjöf, þ. e. Guðbrands- biblíu í dýrindis bandi, hverri kirkju í prestakallinu. Við messu á síðastl. jólum, tilkynnti sókn- arpresturinn, séra Þorsteinn L. Jónsson, safnaðarfólki í Kol- beinsstaðasókn gjöfina, en af- henti hana svo söfnuðinum 1. ágúst sl. Hafði hann þá, eftir ósk gefendanna, skrautritað á tit ilblað, mjög fagurlega, áletrun gefendanna til safnaðarins. Gjöf in er merk og fögur og hinn mesti kjörgripur fyrir kirkjuna og söfnuðinn. Við undirritaðir sóknarnefnd- armenn í Kolbeinsstaðasókn fær um gefendunum alúðarþakkir fyrir þessa hlýlegu, stórmerku gjöf, sem er mjög vel valin til minningar um séra Árna og frú hans. Guð launi gefendunum og Guð blessi minningu prófasts- hjónanna. Með virðingu og þökk. í sóknarnefnd Kolbeins- staðasóknar 22/8 1961 Guðmundur Guðbrandsson Kjartan Ólafsson Sveinbjörn Jónsson. KUALA Lumpur, 8. september. — Belgíumenn munu byggja nýj an flugvöll fyrir Malaya-stjórn í Kuala Lumpur. Verður þetta völlur fyrir þotur, lengsta flug- brautin 2,25 mílur og sú lengsta í S-Asíu. A T H U G I Ð að borið saman 'ð útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðiu u, en öðrum blöðum. — Brekkugerði og Húsum hér í dal, á heimili Droplaugar dóttur sinn ar og Eiríks M. Kerúlf, tengda- sonar að Vallholti. En þar átti Jörgen heima hin síðustu ár. Jörgen var jarðsettur að Val- þjófsstað 3. júní og fylgdu hon- um margir til moldar. Hann vár 82 ára tæpra, er hann lézt. Kona Jörgens er Elísabet Jónsdóttir og lifir hún mann sinn. Þeim hjónum' varð 12 barna auðið, níu dætra og þriggja sona og eru öll á lífi og búa nokkur þeirra í Fljótsdal. Jörgen var Fljótsdælingur, fæddur á Melum og ól mestan sinn aldur hér í dal. Hann var karlmenni til burða, hagur í höndum og skáldmæltur vel. Hann orti sveitarsöng Fljóts- dælinga, sem byrjar svo: „Þú Fljótsdalsgrund, mín fagrs. sveit, hér fyrstu vorsins blóm ég leit. Ég ann þér ár og síð.“ Fljótsdælingar syngja þetta ljóð undir fögru lagi á hátíða og gleðistundum. Og þessi söngur hljómaði, er hann var kvaddur og falinn Fljótsdalsgrund til varðveizlu að leiðarlokum við angan fyrstu vorsins blóma. J. P. Vesturbœr — Melar 6 herbergja íbúð, neðri hæð og kjallari, sem verið hefur í einbýli, er til sölu á Melunum. Auðvelt er að breyta eignarhlutanum í 2 íbúðir. Fallegur og sér- staklega vel hirtur blómagarður fylgir eigninni. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Semja ber við ÓLAF ÞORGRIMSSON, IIRL. Austurstræti 14. CETEBE Verðlœkkun viðskipti CETEBE Vs rðlœkkun CETEBE, Lódz bý ð u r f BÓMULLARMETRAVÖRUR, HÖRMETRAVÖRUR og RAYONMETRAVÖRUR á lækkuðu verði. Afgreiðslutími 2 til 3 mánuðir. Fjölbreytt og falleg sýnishorn. ISLENZK ERLENDA VERZLUNARFÉLAGIÐ H.F. Tjarnargötu 18, símar 15333 og 19698.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.