Morgunblaðið - 01.10.1961, Síða 1

Morgunblaðið - 01.10.1961, Síða 1
ráðabirgðalög sett um læknadeiluna ýrland Frjálsar kosnCngar eftir 4 mánuði lMÚGUR OG margtnenni fagn >, i aði Nasser, þegar hann kom ; út úr útvarpsstöðinni í Kairo [eftir útvarpsræðuna, sem hann; ' flutti til þjóðarinnar um á- istanda í Sýrlandi. Sagðli 1 Jhann, að uppreisnin væri alvar Íiegt áfall fyrir hinn arabiskai * heim — og að ástandið væri al l varlegra en það var í Súez-i I~stríðinu. — Nú virðist Sýr-1 land honum tapað. Samning- ar fram- lengdir en þóknun og greiðslur til lækna hækka um 13^0 \ HANDHAFAR forseta- valds gáfu út í gær bráða- birgðalög um framleng- ingu á samningum milli læknafélaga og sjúkra- samlaga. Samkvæmt þeim skulu nú^ildandi samn- ingar þessara aðila gilda enn um sinn þar til nýir samningar hafa verið gerðir, þó eigi lengur en til 31. desember n.k. Þá er sú breyting gerð á, að þóknun til læknanna svo og allar greiðslur vegna kostnaðar við starf þeirra, sem sjúkrasamlögunum ber að greiða, skv. gild- andi samningum, skulu frá 1. júlí 1961 hækka um 13%. Tilkynning félags- málaráðuneytisins um setningu bráðabirgðalag- anna fer hér á eftir: Handhafar forsetavalds hafa í dag, samkv. 28. gr. stjórnarskrárinnar, sett svo- hljóðandi bráðabirgðalög um framlengingu á samningum á milli læknafélaga og sjúkra- samlaga: Félagsmálaráðherra hefur tjáð oss, að allir samningar milli læknafélaga og sjúkra- samlaga falli úr gildi frá og með 1. okt. n.k. Afleiðing þess verði sú, að sjúklingar verði að greiða að fullu þá þjónustu, sem læknar veita utan sjúkrahúsa. Hér við bætist og það, að jafnframt Frh. á bls. 2 2H0r&tsttf»IafcU> NÚ ERU skólarnir að byrja og veldur það miklum breyt- ingum á útburðarstarfsliði blaðsins. Má búast við að þetta valdi talsverðum erfiðleikum við að koma blaðinu til kaup- enda, a.m.k. fyrstu daga októ . ber, en að sjálfsögðu verður allt gert, sem hægt er til þess að það gangi sem greiðlegast. Damaskus og Kairo, 30. sept. SÝRLENZKI fánánn var dreginn að húni á öllum stjórnarbygg- ingum í Damaskus í morgun og byltingarstjórnin virðist nú hafa öil völd í sínum höndum. Hvergi hefur komið til átaka, því lands- lýður virðist þvert á móti hafa fagnað nýju stjórninnj innilega. Nasser hefur látið af öllum ráða- gerðum um að endurheimta völd- in í Sýrlandi og samkvæmt til- kynningu frá nýju stjórninni í morgun er öllum Egyptum, bæði hermöiMium og óbreyttum, sem dveljast í Sýrlandi, skylt að gefa sig fram við stjórnarvöldin svo að hægt verði að senda þá til síns heimalands hið bráð- asta. Nýi forsætisráðherrann,. dr. Mamoun Kuzbari, gaf í dag út yfirlýsingu þar sem hann sagði, að byltingin hefði verið gerð vegna þess, að leiðtogar Arabíska sambandslýðveldisins hefðu ver- ið farnir að hneygjast um of í austurátt. Hét forsætisráðherrann því, að hið nýja lýðveldi mundi hljóta öll stjórnarfarsleg réttindi innan fjögurra mánaða. Þá mundu fara fram frjálsar kosningar, fullu prent- mál- og fundafrelsi yrði komið á, en undir sameiginlegri stjórn Sýrlands og Egyptalands hefði persónufrelsi einstaklinga í Sýrlandi ekki verið orðið nema nafnið tómt Þá sagði dr. Kuzbari, að sýr- lenzka stjórnin mundi reyna að treysta vinaböndin við aðrar Arabaþjóðir. Stjórnin stæði ein- huga með Aröbum í Palestínu og styddi uppreisnarmenn í Alsír. Hún mundi í einu og öllu fylgja sáttmála Sameinuðu þjóðanna og réttindi verkamanna og bænda yrðu tryggð. Ástandið í Sýrlandi komst í eðli legt horf í morgun, en samt er töluverður spenningur í fólki. Samgöngur innan iandsins eru með eðlilegum hætti, en landa- mæruniim er enn lokað. Búizt var við að þau yrðu opnuð síðar í dag. Fjarskiptasamband hófst aftur 1 morgun við Jórdaníu. Ekki hefur komið til blóðsút- hellinga svo vitað sé, og í áskor- un frá stjórninni, sem lesin var upp í þremur helztu útvarpsstöðv um landsins var almenningur beð inn að efna ekki til neinna úti- funda, jafnvel ekki til þess að íagna nýju stjórninni. Voru menn beðnir að gæta stillingar og láta Egypta og aðra útlendinga óareitta. Fréttamönnum meinað að sitja ráðstefnu A.8.I. 99 Innanrikismál46 segir Hannibal Valdimarsson í GÆR hófst ráðstefna Alþýðu- sambands íslands um kjaramál launþega. Morgunblaðið hafði samband við skrifstofu Alþýðu- sambandsins vegna þessa fundar í gærmorgun og fór þess á leit, að fréttamaður blaðsins fengi að sitja ráðstefnuna. Hannibal Valdi marsson, forseti Alþýðusambands ins, varð fyrir svörum og skýrði blaðinu frá því, að sambands- stjórnin hefði á fundi á föstudag ákveðið, að blaðamenn sætu ekki þessa ráðstefnu. Við vorum á báðum áttum um hvort við ætt- um að leyfa blaðamönnum að sitja ráðstefnuna, sagði Hanni- bal, svo fundur var kallaður sam an í sambandsstjórninni til þess að ræða málið. Þar voru allir á einu máli um, að bezt væri að blaðamenn sætu ekki ráðstefn- una til þess, að hún gæti verið í sem frjálsustu formi, en ræðu- menn þyrftu ekki að hafa á til- finningunni að þeir stæðu and- spænis mikrafóni eða blaðamönn um, sagði forseti ASÍ. Þetta er einungis gert til þess að funda- menn geti talað sem frjálsast á ráðstefnunni, bætti hann við. Ámællsvert Þegar Morgunblaðið gagnrýndi harðlega við forseta Alþýðusam- bandsins þessa ráðstöfun sam- bandsstjórnar, sagði hann að ekki væri unnt að breyta henni og iagði áherzlu á, að hér væri um innanríkismál Alþýðusam- bandsins að ræða eins og hann komst að orði. Aldrei væru blaða menn á sambandsstjórnarfund- um eða formannaráðstefnum ASÍ. Við höldum sambandsstjóm arfundi tvisvar á kjörtímabilinu, annan að afloknu sambandsþingi og hinn á því ári, sem sambands- þing er ekki haldið. Þessi ráð- stefna nú er eins konar útvíkk- aður sambandsstjórnarfundur. — En hefur Morgunblaðið þá leyfi til að senda ljósmyndara og taka myndir af fundarmönnum? — Nei, svaraði forseti Alþýðu- sambandsins, ekki samkvæmt ákvörðun stjórnarinnar. En frétta tilkynning verður gefin út af ráðstefnunni lokinni, og þið fáið hana væntanlega senda. Morgunblaðið vill benda á, að hér er auðvitað um hin furðuleg- ustu vinnubrögð að ræða, sem ekki væru viðhöfð þar sem lýð- ræðisleg hugsun og frjáls blaða- mennska sætu í fyrirrúmu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.