Morgunblaðið - 01.10.1961, Side 13

Morgunblaðið - 01.10.1961, Side 13
f Sunnudagur 1. okt. 1961 MORCVNBLAÐ1Ð 13 r Andlát Asgeirs Sigurðssonar ^ Ásgeir Sigiurðsson hafði marga hildi háð við höfuðskepmurnar. Hann var fullan mannsaldur Skipstjóri, að mestu í strandferð- lum við ísland. f misjöfnum veðr- um eru þær ferðir ekki heigl- urn hentar og mikil ábyrgð lögð á þann, sem stjórnar skipi oft fullu af farþegum. Síðasta ferð Ásgeirs var þó ekki umhverfis ísland eins og oftast óður, held- ur til ættgtöðva íslendinga í I INoragi. Á þeirri leið hreppti skip hans, Hekla, svo slæmt veður, að Ásgeir yfirgaf ekki stjórn- pallinn í hér um bil tvo sólar- Ihringa. Enginn sá þó þreytu á honum, þegar 1 land var koimið. ÍHann var jafn föngulegur Og ella, svaraði af fyndni og vjrðuleik ræðum, sem honum voru haldn- nr til heiðurs, bæði í samkvæmi toorgarstjórans í Bergen ög norsk- íslenzka félagsins í Stavanger. I>ar lézt hann skyndilega í sæti eínu, meðan samkvæmið enn stóð yfir, rétt eftir að hann hafði þakkað, að hann hafði verið kjör- inn heiðursfélagi. Svo skjótur dauðdagi hæfir miklum starfs- mönnum, þó að þeir fái þá eigi hér í lífi notið þeirrar hvíldar, sem þeir hafa unnið til. En hann er átakanlegux fyrir aðstendend- ur og vini, og vini átti Ásgeir Bigurðsson marga, því að í ótelj- andi sjóferðum, hafði hann unnið traust farþega og frá upphafi ver jð í forystu samtaka farmanna. K Ásgeir Ásgeirsson forseti og Diefenbaker forsætisráðherra Kanada. — Myndin er frá vesturför forsetans. Kommúnistar hvarvetna eins Hugsunarháttur kommúnista er hvarvetna hinn sami. Annars er ekki von. Þeir trúa allir á sömu kennisetningarnar og hafa femg- ið í þeim rækilega þjálfun. Þeir telja það sjálfsagðan hlut að nota aðstöðu sína í almanna-samtök- um til að sundra því þjóðfélagi, seim þeir eru andstæðir. Þeim komur ekki annað til hugar, enda mundu þeir telja slikt í senn svik við flokkinn og þá óhjákvæmi- legu sögulegu þróun, sem þeir telja, að flokkurinn sé oddviti fyrir. Framferði kommúnista í verka- lýðshreyfingunni hér á landi er ágætt dæmi þessa. Áhugi þeirra fyrir bættum kjörum verkalýðs- ins í borgaralegu þjóðfélagi er harla takmarkaður. Þeir óttast, að ef hagur launamanna batni verulega, þá hafi þeir Síður á- huga á að rífa niður, — til að byggja á ný, eins og kommúnistar vonast til að geta gert á sínum tíma. Eilíf óánægja, ófriður og verkföll eru þeirra keppikefli. Ánægjan, sem skín út úr þess- um orðum Þjóðviljans á föstu- daginn, leynir sér ekki: „Upplausnin er einkenni á is- leníiku stjórnarfari um þessar mundir; kerfi þjóðfélagsins er bersýnilega að gliðna í sundur“. Læknadeilan bræðra sinna erlendis og telja sig þá harla afskipta. Víða er- lendis er og skortur á slíkurn sérmenntuðum mönnum og standa stöður þar því vel mennt- uðum útlendingum til boða. Þetta hafa ýmsir íslendingar not- að sér. Mannlega er þetta skiljanlegt, en þó er hér ýmiss ai gæta. ís- lenzkt þjóðfélag hefur af litl- um efnum kostað þessa menn tU náms. Þar eiga hlut að ekki ein- ungis foreldrar og aðstandendur heldur miklu fleiri. Ríki og sveit- arfélög halda hér uppi skólurn, er gerir götuna til menntunar auðfarnari hér en víðast erlend- is. Við framhaldsnám, bæði inn- anlands og utan, njóta menn héð- an ríflegri ríkisstyrkja en víða eru tíðkanlegir. Óhætt er að full- yrða, að íslenzka ríkið búi betur að námgmönnum í útlöndum en flest önnur riki, og þarf þá ekki að taka neinar hlutfaUstölur, eins og við oft gerum í samanburði við aðra, heldur einungis líta á hina raunverulegu styrki, sem veíttir eru. Af hálfu ríkisins hafa og verið gerðir samningar við erlenda aðila til.að greiða fyrir framhaldsnámi íslendinga þar. Öllum réttindum hljóta að fylgja skyldur. Meta ber hæfileika og menntun REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 30. sept. Forseti Islands velkominn heím! 1 Ingólfsferðinni varð þess á rnargvíslegan hátt vart, hversu imjög Dalsfirðingum þótti til um Iheimsókn Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta, og frúar hans 1955. Þáverandi oddviti byggðarlags- ins, Hauge, nú skattstjóri, gat þess í ræðu, að þótt Dalsfirðingar hyggðust ekki segja lupp hollustu við Ólaf konung, þá teldu þeir samt Ásgeir Ásgeirs son forseta sinn. Og í öðrum ræðum og einkasamtölum var iðu lega beðið að skila kveðju til for- eetans. Þjóðhöfðingi er talinn tákn allr ar þjóðar sinnar. Þegar hann er í senn höfðinglegur og viðfelld- inn maður, þá er flestum svo farið, að þeim þykir meira koma til heimsókna hans og nærveru en annarra manna. Heimsóknir íorseta íslands hafa' hvarvetna þar sem hann hefur komið er- lendis vakið athygli á okkar litla og víða lítt þekkta landi. Herra Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir koma ætíð fram af virðuleik og látleysi, svo að ör- uggt er að vegur lands okkar og þjóðar verður meiri eftir kynni af þeim en áður. Slíkar ferðir eru engar skemmtifarir fyrir þá, sem í þeim eru. Þar er yfirleitt á- skipað frá morgni til kvölds og ætíð verður að gæta þess að vera vel upplagður. Forsetahjónin Ikoma nú um helgina úr Kanada- för sinni, eftir langa og stranga útivist, þar sem þau, eins og í sínum fyrri heimsóknum, hafa igert þjóðinni mikilsvert gagn. Allir íslendingar samfagna þeim oneð árangurinn og bjóða þau velkomin heim. Bjartari horfur í hcimsmálum? Svo virðist sem andrúmsloftið á þingi Sameinuðu þjóðanna og í alþjóðamálum yfirleitt sé ívið léttara en menn óttuðust, eink- um er þeir heyrðu um dauða Hammarskjölds. Enn hefur þó enginn vandi verið leystur. Sam- komulag um bráðabirgðaskipun á æðstu framkvæmdastjóm Sam einuðu þjóðanna hefur einu sinni ekki náðst. Vonlaust er, að það takist á meðan Sovétstjórnin heimtar neitunarvald sér til handa um allar aðgerðir fram- kvæmdastjórans. Slíkt mundi hafa í för með sér lömun samtak- anna. Sumir halda að Sovétstjóm in muni að lokum slaka til í þessu þegar hún finnur, hversu almenn um andbyr tillögur hennar mæta. Kennedy Bandarikjaforseti túlk- aði ekki einungis skoðanir sínar og Bandaríkjamanna heldur miklu fleiri, þegar hann minnti á, að þótt þrír hestar, „troika“, séu látnir draga sleða þá séu þeir ekki stjórnlausir, heldur sitji í sleðanum maður, er stýri þeim öllum. Auðvitað veit Sovét- stjórnin þetta jafnvel og aðrir, en svo er að sjá sem hún hafi engan áhuga á starfi Sameinuðu þjóðanna, nema hún ein geti stöðvað allar framkvæmdir þeirra. Um lausn þessa vanda eru stöðugar umræður að tjalda- baki þessa dagana, og á meðan menn halda áfram að tala saman má segja, að von sé fyrir hendi. Tilbúinn að taka því, sem verða vill Svipuðu máli gegnir um Berl- ínarmálið. Við því hafði ætíð verið búizt, að viðræður um það yrðu teknar upp að loknum þýzku kosningunum. Ummæli CJays, fulltrúa Kennedys í Vest- ur-Berlín, voru af sumum skilin svo, sem Vesturveldin væru nú reiðubúin til að fórna réttmæt- um hagsmunum Þjóðverja til að ná samkomulagi við Rússa. Af þessu hefur orðið nokkur úlfa- þytur í Þýzkalandi, þótt forystu- menn þár leggi á það ríka á- herzlu, að þeir hafi enga ástæðu til að efast um, að Bandaríkja- menn haldi gefin loforð við þýzku þjóðina. Af ræðu Kennedys á allsherj-, arþinginu varð ráðið, að þótt hann að sjálfsögðu sé fús til að taka upp samninga við Sovét- stjórnina uim Berlínarmálið, þá ætlar hann ekki að ofurselja íbúa Vestur-Berlínar undir kommún- íska kúgun. Hann er staðráðinn í að taka fremur hverju, sem koma kann, en ganga að baki orða sinna og annarra íorystu manna Vesturveldanna í þessum efnum. Manngerðsú, sem byrgir alla glugga Erfiðleikinn hér er sá, að óvíst er, hvort einræðisherrarnir 1 Moskvu gera sér fulla grein fyrir hver alvara er á ferðum. Þeir hlaða ekki einungis kínverskan múr um þegna sína, heldur og sjálfa sig. Enn á við sú lýsing, sem birtist hér í blaðinu fyrir nokkrum árum, meðan Molotov enn var við völd og mótmælti því eindregið á Genfarráðstefnu, að gluggar fundarsalarins væru hafðir opnir. Þetta þótti tákn- rænt mjög fyrir manninn og stefnu hans í alþjóðamálum og var þá kveðið: Vor heimur hefur enn að engu bréytzt og alltaf ræður stefnu hinn gamii siður, að það, sem einn af alúð hefur reist, er annar jafnan fús að brjóta niður. Og enn við horfum huga þungum á hin hörðu' átök milli ljóss og skugga: Heilbrigða menn, er meiri birtu þrá, og.manngerð þá, er byrgir alla glugga. Læknadeilan er tilefni þessa gleðihróps Þjóðviljans. Sannar- lfega hefur hann ástæðu til að gleðjast, ef læknarnir fara því fram sem þeir hafa látið í veðri vaka. En þó er það svo, að jafnvel Þjóðviljinn verður að viður- kenna að hér er leikinn hættu- legur leikur. Fæstir telja, að læknar í Reykjavík búi við bág kjör. Þvert á móti hafa læknar sótt hingað í svo ríkum mæli, að erf- itt hefur reynzt að fá þá í stöð- ur úti á landi. Nú er unnið að tiliögum að því að jafna þau met nokkuð. Ef stórkostlegar kaup- hækkanir yrðu hjá sjúkrasamlags læknum hér, yrði læknaskortur- inn úti á landi enn óviðráðan- legri en ella. Af þessum ástæð- um og mörgum öðrum skilur al- menningur ekki, að lækar skuli vera ófáanlegir til að leita frið- samlegrar lausnar. Með tilliti til þessa almenningsálits segir Þjóð- viljinn, aldrei þessu vant rétti- lega: „Ef upplausnarástand það sem nú tolasir við stendur lengi, get- ur það haft mjög alvarlegar af- leiðingar fyrir fjölmarga sem þurfa á læknishjálp að halda. Það er því mjög almenn krafa að þegar í stað verði gerðar ráðstaf- anir til þess að leysa vandann. Læknar og Sjúkrasamlag Reykja víkur hljóta að geta komið sér saman um' eitthvert bráðabirgða- fyrirkomulag sem standi skamma stund meðan verið er að semja um varanlegar umbætur á vinnu- skilyrðum lækna. Læknar hafa hafnað þeim tillögum um bráða- birgðalausn sem fram hafa komið til þessa, en það hlýtur að vera hægt að finna eitthvert félags- legt fyrirkomulag sem menn láti sér lynda í nokkra mánuði með- an verið er að semja til frambúð- ar“. Minni munur á tekjum en annars- , staðar Á íslandi er minni munur á tekjum manna en hvarvetna ann- ars staðar, þar sem til hefur spurzt. Þettá er í vaxandi mæli að verða til þess, að þeir íslend- ihgar, er hlotið hafa menntun sem gerir þeim kleift að fá störf í öðrum löndum við sitt hæfi, bera samarn kjör sín við stéttar- Þeir, sem slíks aðbúnaðar njóta af hálfu þjóðarinnar, taka á sig skyldur gegn henni. Þeir verða að laga sig eftir háttum hennar og una því þjóðfélagi sem þeir eru fæddir og uppaldir í. Auð- vitað eiga þeir rétt til að fá því breytt eins og lög okkar standa til. En þeir mega ekki nota for- réttindin, sem þjóðin hefur veitt þeim til þess að setja henni ó- sanngjarna úrslitakosti. Að sjálfsögðu ber að meta hæfi leika og menntun. Eðlilegt er að það mat komi einnig fram í hærri launagreiðslum til þeirra, sem yfir slíku búa. En þess verð- ur að gæta, að oft er það tekið frá öðrum, sem hinum er veitt. Engan veginn þarf þó ætíð svo að vera. Hæfileg umbun kann að vera ráðið til þess, að menn leggi sig alla fram og fái það frjálsræði, sem geri þeim fært að nota krafta sína til hins ítr- asta. .Hér er mikill vandi á ferð- um og nauðsynlegt að hið rétt» meðalhóf sé fundið. Menntunarsnauð lágstétt má ekki myndast í þessu sambandi er hollt að minnast orða, sem höfð voru eft- ir Jóhanni Hannessyni, skóla- meistara, á dögunum: „------íslenzka þjóðin hefði lengi búið við og byggi enn við samfelda menningu, innlenda menningu, sem væri sameign þjóðarinnar. Væri kraftaverk, að hún væri enn við lýði á íslandi í dag. Þessi menning væri dýr- ust eign allrar þjóðarinnar og allt tilvinnandi að varðveita hana. ■— íslenzkt þjóðfélag var næsta stéttlaust þjóðfélag, sagði Jóhann Hannesson. Þótt hér hafi verið bæði herrar Og þjónar, iðkuðu allir sömu andlegu íþróttirnar og ræddust við á sömu tungu. Hér var engin rótgróin yfirstétt né menntunarsnauð lágstétt. Sér- kenni íslenzkrar menningar er að hún er sameign allra stétta. Lágstétt á íslandi er enn ekki til, sagði skólameistari, og von- andi að hún verði aldrei tU.-“ Allt er þetta hverju orði sann- ara og það verður vissulega að hafa í huga, þegar tilteknir hóp- ar krefjast þess að fá sérstöðu í þjóðfélaginu. /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.