Morgunblaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 8
8 MORCUNPT/AÐIÐ ÞriSjudagur . okt. 1961 Jóharm VÍJáEmarsson Skáld dttans Her gaar de udad, udad, unge Mænd som vi selv, og ingen af dem fik levet sit Liv, og ingen fi‘k sagt det Farvel. Mor.t : Nlelsen. ETNS og aðrar t' ðir varð hin friðsama dansk. ..jóð að færa fórnir í síðari heimsstyrjöld. Menn úr öllum stéttum fylktu sér um andspyrnuhreyfinguna gegn Þjóðverjum. Ungir ménn, nýsestir á bekki æðri skóla voru skyndilega kallaðir til baráttu. í staðinn fyrir bókina kom byss- an. Þetta voru lífsglaðir piltar með tni á framtíðina. Þeir komu til . borgarinnar við sundin, stað- ráðnir í að teyga andrúmsloft víðsýni og mennta. Óhörðnuð- um voru þeim fengin vopn og hlutverk þeirra var að drepa. Blóð, já mannsblóð, varð að lita jörðina. Hugsanir þeirra um ljóð rænan einfaldleik vorsins sem ber fjörmikil lauf á greinar trjánna, urðu sótúgar að morgni. Sveitapilturinn frá Jótlandi, jafnt sem drengurinn frá Ajmager, varð að beita stáli. Ætli það hefði ekki verið ólíkt skemmtilegra að fá sér pylsu með sinnepi, og bjór á eftir niður við Kóngsins Nýja- torg án þess að neyðast til að heyra stígvél reigingslegra sol- dáta skella á malbikinu eins og kjaftshögg lostamorðingja. Þá var erfitt að vera danskur mað- ur og þykja vænt um land beyki- trjánna umkringt söltu hafi. Marg ir hafa sennilega minnst þeirra daga, sem ástfangin æska gat tekið út hjól sín í friði, meðan fagnaðarlæti barnanna sem léku boltaleik á grasflötunum hljóm- aði eins og sætur undirtónn. Kaup mannahöfn var felmtri slegin. Djöfullinn sjálfur glötti í krók og kima. Hugsið ykkur þýsku hermennina marséra á hverjum morgni eftir Strauinu syngjandi Die Strasse Frei. Eitthvað varð að gera. Ekki mátti sitja lon og don reykjandi havannavindla þegar frelsið^var troðið fótum. Ungu mennirnir létu skrá sig til herþjónustu. Andspyrnuhreyfing- in varð samviska Danmerkur. Þótt við ofurefli væri að etja tókst þeSsum hugrökku mönnum stundum að slíta skrautfjaðrirnar úr brjósti þýska arnarins. Þeir voru hvergi óhultir. Á blýinu máttu þeir hvarvetna eiga von. Það var jafn raunverulegt dönsk- um manni og lagkage og smþrre- brpd. Stúdentarnir utan af landi leigðu sér ekki herbergi án þess að fullvissa sig áður um að það hefði fleiri en einar útgöngudyr, eða minnsta kosti væri mögulegt að forða sér um þakið. Þessvegna urðu kvistherbergi tíðum fyrir valinu. „Þegar ég Skoðaði slík herbergi, gekk ég alltaf að glugg- anum til þess að rannsaka þakið“, sagði einn þeirra. Hann hét Morten Nielsen og var ljóðskáld. Þetta umhverfi og þessir tímar mótuðu kvæðin sem hann orti. Kaupmannahöfn hernámsáranna gaf þeim sinn þunglynda tón. Morten Nielsen helgaði and- spyrnuhreyfingunni krafta sína og árið 1944, þá tuttugu og tveggja ára að aldri, féll hann fyrir slysaskoti. Þá hafði ,hann gefið ' út eina ljóðabók Krigere uden Vaaben, 1943. Bókin Efter- ladte Digte kom út 1945 á vegum Paul la Cour. Eftir lát Morten Nielsens fannst meðal handrita hans, formáli, sam hann hafði hugsað sér að birta með fyrri bók sinni, en ekki framkvæmt. Þar stendur meðal annars: „Það er hvorki skylda né nauð syn að skrifa formála fyrir ljóða- bókum. Samt sem áður læt ég nokkur orð fylgja þessari bók. Ekki til þess að afsaka hana — þótt ég sé einmitt sá, sem best veit hvað hana skortir. Heldur til að skýra, hvers vegna ég sendi hana frá mér núna. Við aðrar aðstæður hefði ég látið það bíða í nokkur ár. Tilveran er flestum erfið þessa dagana, en ég held, að hún sé þeim sárust, sem vegna þess að þeir eru ungir, hafa ekki lokið neinu. Og sem óttast það að geta aldrei bundið endahnútinn á neitt. Þegar þessi bók kemur nú fyr- ir almenningssjónir, er það vegna þess, að það er nauðsynlegt fyr- ir mig að hafa lokið við eitthvað, sem er mitt og sam ég einn ber ábyrgð á“. í ljóðum Mortens Nielsens er óttinn við dauðann, grundvallar- tema. Það er engu líkar en hann hafi fundið nályktina, því feigðin er aðalumræðuefnið. Ekki vegna þess að Morten Nielsen hafi ekki Morten Nielsen. getað tekið úrslitadóminum af svipuðu æðruleysi og aðrir menn, heldur það að skáldið grunaði að hann yrði kveðinn upp áður en tækifæri gæfist til að afreka ein- hverju. Um það ber fyrrnefndur formáli glöggt vitni, ásamt ljóð- inu Jeg ser nu i Nat: — Det hvisker i hjertet, besværligt og hedt: Du svigter for meget, du har bragt mig for lidt. Sá hvisker det angst: Ufuldbyrdet, forladt, staar din skæbne tilbage, hvis du gaar nu i nat. Du skal vokse og blomstre og sætte dine fr0. Du er endnu for ringe til at d0. Annarsstaðar talar hartn um unga menn, sem hverfi án þess að hafa lifað og án þess að hafa kvatt. Jafnvel ástarljóðin eru heltek- in þessum dauðageig. Það er eins og ekkert geti fengið hann til að gleyma örlögum sínum. Hundar skelfingarinnar eru sífellt á þön- um við dyrnar. í ljóði eins og Við erum ein, verður dögunin til að staðfesta boð rifflanna: Við erum ein. Við eigum' aðeins hvort annað. Láttu þig dreyma um sumarið. Það rignir í nótt. Sofðu í faðmi mínum. Kannski er þetta síðasta nóttin. Þeir vilja okkur illt. Finndu hvað ég er heitur. Það birtir. Öry.ggi mínu er lökið og ég er feigur og glataður og trúi á vopn. Vertu lítil, láttu þig dreyma Það ert þú, sem þeir bíða eftir með hlaðna riffla andspænis veggnum þarna. Það rignir í nótt. Myrkrið er kvíðagráth Ég gef þér andartaksgleymsku og hverfulan draum. Á undan sól dagsins rís ótt- inn. í Ijóðinu Ingen skal flygte herfra, segir Morten Nielsen að orðin hafi hræðilega merkingu sem hann þekki ekki. Orð skilji maður loks, þegar það sé lesið upp fyrir manni sem dómur. Og hann minnist vinar síns sem einn- ig orti Ijóð: Husik din anden Ven, fra Aftneme her, den lange, regnende Efteraars- m0rke, I gik i, han talte nervþst om sine egne Vers (sine egne Ting, stadig sine egne) den samme usikre, kraftige Stemme som din. Hans blege, klodsede Ansigt, te tunge 0jne og de desperate Vaabenhænder, som kun skrev Vers — Tyve Aar gammel og alene i en Lejlighed, kvælende hed af Sommer, var han tre D0gn om at d0. Hvordan t0r du skrive D0den — Morten Nielsen hefur sýnt okk- ur kaunum slegið andlit striðs- ins. Hernámsár Danmerkur eru varla nokkurs staðar jafn lifandi staðreynd og í verkum hans. En ljóð hans hafa meira en sögulegt gildi. Dapurlegur undirtónn þeirra er sannur, lífsvilji þeirra óvéfengjanlegur. Atburðir líðandi stundar hertu þessi ljóð og gáfu þeim sérstakt bragð. Þó er mest um vert að kynnast djúpstæðu skáldi. Ef Morten Nielsen hefði ekki verið það, gini aðeins við okkur enn eitt dæmið um inni- haldslaust frelsistal, sem _ hefði geispað golunni um leið og sein- asta þýska byssan hætti að gelta , á danskri grund. Ljóð sín vann Morten Nielsen af samviskusemi. Þótt hann næði ekki háum aldri vitna mörg þeirra um kunnáttu- samt skáld. Sum þeirra voru reyndar ekki fullgerð þegar hann dó. Eflaust væru þau öðruvísi að heiman búin, hefði honum enst aldur til að vega þau og meta. En ætli þau hefðu þá ekki glat- að miklu af upprunaleik sínum. Því skal látið ósvarað, aðeins þeirri skoðun komið á framfæri, að verk Mortens Nielsens séu með því lífvænlegasta í nýrri ljóðagerð Dana. Bæði sem skáld og félagi hafði Morten Nielsen víðtæk áhrif á ung dönsk skáld. Halfdan Rasmus sen hefur ort um hann eftirminni- legt kvæði. í því er þetta erindi: Ung, men med verdens hjeffte unárende i din hánd gik du med tusind andre ind til dit efterár. Somre skal blive tilbage, b01ger af sol og 'regn. Meget blev taget fra os. Alt, hvad du var, bestár. Hið merka skáld og bókmenta- maður Paul la Cour segir um hernámstímana, „að þessi ár verði ekki eingöngu kölluð ó- gæfuár, vegna þess að þau sköp- uðu þá æsku, sem Morten Niel- sen tjáði ógleymanlega í skáld- skap sínum“. Þetta er bent á mönnum til íhugunar, en ég álít að stríð sé undantekningalaust ljótt, þótt það geti orðið til að rum,ska við ýmsu, sem annars hefði verið sungið í Ijúfan svefn. Æska kölluð til að deyja hefur af því vafasaman ávinning. (Heimildir: Paul la Cours forord til Efterladte Digte, og Sven M011- er Kristensen: Dansk Litteratur 1918—1950. Ljóðið Vi er alene, hef- ur Vílborg Dagbjartsdóttir þýtt. Birtist það hér i endanlegri gerS með leyfi skáldkonunnar). Danski rithöfundurinn og presturinn Kaj Munk barðist gegn hernáminu í ræðu og riti. Launin voru þýzkt blý. Hér sést minnisvarði, sem Danir reistu þ essum hugdjarfa landa sínum. Fágætar bækur óskast tli sölu á næsta uppboð. — Ennfremur vantar onnkur góð málverk eftir þekkta íslenzka málara. Hringið í síma 13715 f.h. Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar, Austurstræti 12, sími 13715 Vörður Hvöt — Heimdallur Óðinn Spilakvöld halda Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík í Sjálfstæðishúsinu í kvöld 3. okt. kl. 20,30. Húsið opnað kl. 20.00 — Lokað kl. 20,30. 1. Spiluð félagsvist 2. Ávarp: Ágúst Hafberg framkv.stj. 3. Spilaverðlaun afhent 4. Dregið í happdrættinu 5. Kvikmyndasýning y Skemmtinefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.