Morgunblaðið - 10.10.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.10.1961, Blaðsíða 8
8 MORCUKBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. okt. 1961 Myndin var tekin þegar rektor Háskólans, Ármann Snævarr, ávarpar veizlugesti og býður þá velkomna. EIN S og getið hefur verið í Morgunblaðinu efndi Háskóli ís- lands til kvöldverðarboðs fyrir hina nýkjörnu heiðursdoktora og fleiri gesti á laugardags- kvöld að Hótel Borg. Er rektor Háskólans, Ármann Snævarr, hafði boðið gesti velkomna með stuttri ræðu, flutti dr. Ásmund- ur Guðmundsson, fyrrv. biskup, minni Háskóla Islands, en hann var meðal fyrstu kandidata, sem Háskólinn útskrifaði. Þá tal aði prófessor Einar Ól. Sveins- son til heiðursdoktoranna, en prófessor Oscar Borum varð fyrir svörum. Mæltu þeir báðir á enska tungu. Á sunnudagsmorgun kl. 10 fóru héiðursdoktorarnir og fleiri gestir í boði Reykjavíkur- bæjar að Þingvöllum. Þar rakti prófessor dr. phil. Steingrímur J. Þorsteinsson sögu staðarins. Þaðan var svo haldið að Sogi og setið hádegisverðarboð borg- arstjóra að írafossi. í ræðu sinni, sem borgarstjórinn hélt við það tækifæri, ræddi hann um tengsl Háskólans við Reykjavíkurbæ og brá upp mynd úr sögu Reykjavíkur, landnámi Ingólfs Arnarsonar. Rektor Kaupmannahafnarhá- skóla, Carl Iversen, varð fyrir svörum og gat þess m.a. að hann öfundaði Háskóla Islands af hinni góðu sambúð hans við Reykjavík, benti hann í því sambandi á hina miklu lóða- gjöf Reykjavíkurbæar til Há- skólans. Kl. hálf sex á sunnudag sátu svo gestirnir boð forseta ís- lands. L,étu erlendu gestirnir mikla hrifningu í Ijósi með há- tíðarhöldin og rektor Óslóarhá- skóla gat þess, að sunnudagur- inn væri að vissu leyti hápunkt ur hátíðarhaldanna, vegna hins góða veðurs og fegurðar Þing- valla. Margir hinna erle'ndu gesta munu fara utan í dag, en aðrir eru þegar farnir eða eru á för- um. Hér fara á eftir ræður þeirra dr. Ásmundar Guðmundssonar og dr. Einars Ól. Sveinssonar: ÁVARP ÁSMUNDAR GUÐMUNDSSONAR Herra forseti íslands, virðulega forsetafrú, háttvirti háskólarektor og aðrir hátíðargestir! ÉG hef verið beðinn að minn- ast hér nokkrum orðum Háskóla íslands. Mér er það ljúft, því að Háskólinn er sú stofnun, sem mér er kærust önnur en kirkja íslands, og við hann er líf mitt tengt bæði sem nemanda og kennara. Fimmtíu ár eru að vísu löng starfsævi einstaklings. Eru nú allir fyrstu kennarar Háskólans horfnir héðan af heimi að ein- um aukakennaranna undanskild um, og af 45 nemendum innrit- uðum haustið 1911 eru 18 á lífi. Við urðum 11 kandidatar fyrsta starfsár Háskólans, 3 úr guðfræðisdeild, 4 úr lagadeild og 4 úr læknadeild. Af þeim eru nú aðeins eftir 2 guðfræðingar og 2 læknar. En þótt við séum orðnir gamlir og hárir, þá er allt öðru máli að gegna um Há- skóla okkar. í sögu hans er hálf öld aðeins skammur áfangi. Hann stendur nú með sín fimmtíu ár að baki í frum- þrótti æskunnar, vaxinn af kröppum kjörum, svo að mér hefur fundizt hann vera „melgrasskúfurinn harði, runninn upp þar sem Kalda- kvísl kemur af Vonarskarði". Sumir töldu það ofrausn og ofdirfsku að stofna Háskóla ís- lands, þegar það var gjört. Af ytri gæðum var skortur á öllu, sem háskóli þarf að eiga. Fyrst og fremst skorti húsnæði. Við fengum að sönnu vist í flokka- herbergjum Alþingis, þegar þau voru ekki teppt. En þar vant- aði þó svo sæti stundum, að stúdentarnir urðu að sitja í gluggakistunum og skrifa á knjám sér. Engin aðstaða var til sameiginlegra funda né fé- lagslífs stúdenta, ekkert há- skólabókasafn, engar eignir að kalla, nálega engin kennslu- tæki, og þannig mætti lengur telja. Ég man, hve ýmsir fóru um þetta þungum orðum, t.d. var það sagt um fyrstu árbókar- ritgjörð Háskólans, að heiti hennar væri táknrænt um stofn- unina: Stúfs saga blinda. En setningarræða fyrsta rekt- ors Háskólans, Bjarnar Ólsens, var sannarlega laus við allt vol og víl. Hann markar þegar í upphafi, hver framtíðarstefna Háskólans á að vera. Mér finnst það naumast hefði getað orðið betur með öðrum hætti og orð hans standa í fullu gildi enn í dag. Ég ætla því að rifja upp nokkur þeirra: „Markmið háskóla er fyrst og fremst þetta tvennt: 1) að leita sannleikans í hverri fræði- grein fyrir sig, og 2) að leið- beina þeim, sem eru í sannleiks leit í hverri grein um sig. Með öðrum orðum: Háskólinn er vís- indaleg rannsóknarstofnun og vísindaleg fræðslustofnun. .... Reynslan hefur sýnt, að fullkomið rannsóknarfrelsi og fullkomið kennslufrelsi er nauð- synlegt skilyrði fyrir því, að starf háskóla geti blessast. .... Frjáls rannsókn og frjáls kennsla er eins nauðsynleg fyr- ir háskólana og andardrátturinn er fyrir einstaklinginn. Land- stjórnin á því að láta sér nægja að hafa eftirlit með því, að há- skóla skorti ekki fé til nauð- synlegra útgjalda og að þeir fylgi þeim lögum, sem þeim eru sett, en láta þá að öðru leyti hafa sem frjálsastar hendur um starf þeirra og málefni“. Svo mælti Björn Ólsen. Mér verður einnig hugsað til þess mannvals, sem skipaði sér við hlið háskólarektor, fyrstu kennara Háskólans. Þeir voru allir samhuga um að marka svo stefnu hans og reyndust henni trúir. Stúdontar og kennarar síðan hafa leitazt við að gjöra sitt til að halda í horfinu. Það er fyrst og fremst þessu að þakka, að Háskólinn er það, sem hann er í dag, og alþjóð veit. Innri þroski veldur og ytri þroska. Líf sér haminn prjónar. Þau ’ eru vel valin einkunnar- orðin yfir dyrum hátíðarsalar Háskólans: Vísindin efla alla dáð. Við erum alltaf að reyna sannindi þeirra og að „fyrir andans framför eina fólksins hönd er sterk“. Vegur Háskólans vex og itök hans í þjóðfélaginu. Menn finna nú, að ísland getur ekki án hans verið. Verkefnum hans fjölgar. Og nú roðar af nýjum degi, sem við þorðum varla að vona, að við mundum lifa: Há- skóli okkar mun verða Sú mið- stöð rannsókna á norrænum fræðum, sem við höfum þráð, við endurheimt handrita okkar. Nýjar heillandi rannsóknir eru framundan, er kyrrlát önn skal klungrin erja, kafa til alls, þótt djúpt sé að grafa. Þeim, sem ekki hefur skilizt það áður, mun skiljast það á ókomn um tímum, og alltaf betur og betur, að Háskólinn er stofnun sannleiksleitar. Vígsluræðu Háskólans lauk með fagurri og brennandi bæn rektors til sannleikans Guðs um blessun hans yfir hinn unga Háskóla íslands og allt starf kennenda hans og nemenda. Það mundi gleðja anda þessa göfga manns, ef hann vissi, að nú er í húsakynnum Háskólans kap- ella, helgidómur þagnar og til- beiðslu, þar sem letrað er á altarið: Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. Um einn spámann Gamla testamentisins er þess getið, að hann hefði jafnan haft opinn glugga í átt til Jerúsalem, er hann gjörði bæn sína til Guðs. Mér virðist kapellan líkjast þeim glugga og horfa við himni pg blessun hans. Látum nú bænir okkar stíga upp fyrir Háskólanum og öllum, sem honum vinna, ungum og gömlum, og fyrir þjóð okkar og gjörvöllum mannheimi. Hlífi Háskólanum eins og hingað til hulinn verndarkraft- ur — um komandi ár og aldir, Valeat, vigeat, 'floreat Uni- versitas Islandiæ. Háskóli íslands lengi lifi. Hann lifi. RÆÐA EINARS ÓL. SVEINSSONAR ALDREI hefur Háskóli fslands haft svo marga og svo ágæta gesti eins og á þessum dögum. Aldrei hefur í veizlusal hans sézt jafn- mikið af þokka og af lærdómi. Vér íslendingar fögnum því að siá alla hina mörgu útlendu menn sem hafa sótt heim háskóla vorn á fimmtugsafmæli hans. Þegar ég lít á þann hóp, kemur mér í hug rúnasteinn, sem stendur á Got- landi í Svíþjóð og var reistur á 11. öld. Þar standa þessi orð: „Ormiga, Úlfar; Grikkjar, Jór- salir, fsland, Serkland.“ Tveir ferðalangar eru þar að telja upp þá staði, sem þeir hafa komizt lengst. Gestirnir hér eru frá mestu af þessu svæði, og það, sem vantar á, að unnt sé að nefna t.d. Serkland, það hafa þeir fram yfir á öðrum stað: Þeir Ormiga og Úlfar hafa ekki komið til lands þess, sem Bjarni Herjólfsson og Leifur heppni Eiríksson höfðu fundið nokkrum áratugum fyrr, en hér eru í kvöld komnir menn frá því mikla meginlandi. Koma manna frá svo miklu svæði vekur hugmjndina um hið víða sam- félag vort og hin miklu bönd, sem tengja ökkur saman, menn frá ýmsum löndum og með ýms- um móðurmálum. Meðal gesta vorra eru nokkr- ir, sem tengzt hafa háskóla vor- um með sérstökum hætti. Vor alma mater, Háskóli íslands, hef- ur gerzt móðir þeirra og þeir syn ir hennar. Það eru hinir nýju doktorar honoris causa. Sumir þeirra hafa fyrir löngu verið I skjóli hennar, flestir ekki fyrr en nú. Eg vildi kalla, að þeir væru endurbornir. Þeir líta kannske ekki út eins og nýfædd börn, en lífsglóð æskunnar býr þó undir og lifir í verkum þeirra og starfi. Og vor alma mater er stolt af þessum sonum. Þó að vísindagreinar séu marg- ar, eru vísindin ein, vér erum ailir í einu samfélagi. En hér kemur annað til: langflestir hinna nýju doktora eru á einn eða ann- an veg tengdir íslandi. Allir hafa þeir haft skipti við fslendinga og Framhald á bls. 10, 2 herb. jarðhœð til sölu við Grettisgötu 40 B. íbúðin er öll nýstand- sett, með sérinngangi og sérhitaveitu. Fyrsti veð- réttur laus. íbúðin er laus nú þegar.. Söluverð 205 þús með 160 þús. kr. útb. ef samið er strax. Núnari uppl. gefur SKIPA OG FASTEIGNASALAN (Jóhannes Lárusson, hdl.) Kirkjuhvoli Símar 14916 og 13842. Tvœr íbúðir í villubyggingu við Stóragerði til sölu. íbúðirnar eru fokheldar. Teikningar á skrifstofunni. Gjörið svo vel að líta inn. Fasteignasala GUOLAUGS EINARSSONAR, hdl., Freyjugötu 37 — Sími 19740. Stúlka Ábyggileg stúlka gctur fengið atvinnu við afgreiðslu störf í snyrtivöruverzlun í miðbænum. — Umsóknir sendist í Pósthóll 502, er tilgreini aldur og fyrri störf. Dugleg stúlka óskast til afgreiðslustarfa í þvottahúsinu Laug h.f. Laugavegi 48 B. Upplýsingar á vinnustað og í síma 14121 og 33209.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.