Morgunblaðið - 10.10.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIh Þriðjudagur 10. okt. 1961 Dorothy Quentin: Þöglaey 10. Skdldsaga hefur saknað þín alveg hræði-1 lega. Já, meira en þú .... og vist ' meira en nokkur annar hér á eynni, hugsaði hún með sjálfri sér. f>ú ert alltaf með þessa með- aumkun með negrunum, sonur sæll, hvæsti Helena um leið og hún tók arm hans, til þess að reisa sig úr stólnum. Svörtu aug un hvörfluðu frá einu þeirra til annars, eins og með fyrirlitningu. Hún er gömul galdranorn hugs- aði Frankie með sér, og þegar André hló ofurlítið, minntist hún þess, að hann hafði verði sá eini, sem hún vissi óhræddan við móður hans.......Þið fáið að sjá það seinna, sagði hún. Einhvern daginn stofna þeir eitthvert fé- lag með sér og reka alla hvíta menn burt af eynni, bætti hún við eins og hrakspá. Því meiri ástæða er til að gera eilthvað fyrir þá, sagði hann glaðlega. Annars er engin hætta á, að Claudette taki þátt í neinni uppreisn. Hún er það húsbónda- holl, blessuniri sú arna. Já, hún hugsaði vel um hann frænda þinn, varð gamla konan nauðug að játa, en síðustu mán- uðina hefur hún verið þarna í 1 Laurier, án þess að gera hand- j tak. Eg vildi fá hana hingað og ' láta hana hafa eitthvað að gera daglega, en André vildi halda því fram, að henni liði betur í Laurier. Hún var að bíða eftir því, að þú kæmir heim — rétt eins og gamall, tryggur hundur. Rödd- in var ásakandi. Það hefði verið illa gert að fara að hrófla nokk- uð við henni. En Simone endurtók með fleð- urödd sinni: Eg held nú ekki, að Claudette yrði nægilegur fé- lagsskapur fyrir Frankie í þessu stóm, tóma húsi. Eg skyldi með ánægju koma og hjálpa þér, Frankie. , En hún verður bara ekki lengi ein í húsinu, svaraði André fyr- ir hana, hæðnislega. í morgun kom heill kvikmyndahópur með Eydrottningunni og Francoise hefur boðið þeim — öllum tólf — að vera gestir sínir. Þá færðu nóg að gera. En spennandi! Nú kom loksins eins og ofurlítil áhugaglampi í augu Simone, en það var eini áhuga- votturinn, sem hún hafði af sér sýnt, að undanteknu því þegar gamla konan hafði nefrut það, að stjúpi Frankie væri auðkýf- Alúminium handrið Smíðum alúmíníum handrið á svalir o. fl. Efnið er varið gegn tæringu og heldur sér ávalt gljáandi. — Málning og viðhald er óþörf. — Leitið upplýsinga. Jámsmiðja Grims & Páls Bjargi v/Sundlaugaveg sími 32673. bæfir að sé Ijótur eins og erfðasyndin! ingur. Og Frankie hafði þegar séð, að bak við alla þessa hæ- versku og óframfærni, hafði Simone fullan áhuga á fínum fötum, skrauti og peningum. Sennilega var hún dauðþreytt á því að vera þarna eins og bón- b j arga-f rænka. Er þetta fólk vinir þínir? spurði greifafrún drembilega, rétt eins og kvikmyndafólk væri ein hver önnur manntegund, og þó ekki alveg manneskjur. Þú hefur kannske hitt það í Hollywood? Ég hef nú aldrei til Hollywood komið, svaraði Frankie meinfýsn islega. Nei, nei, þetta er bara fólk, sem var mér samferða á skipinu. Mér datt í hug, að það gæti farið betur um það í Lau- rier en hjá Tony. Og ég held þessar tómu stofur hafi ekki nema gott af því, að einhver komi einhverntíma inn í þær. Það snörlaði í greifafrúnni. Svo að þú ætlar að gera hei#úli þitt að gistihúsi fyrir bláókunnugt fólk? Ég er hrædd um, að þú iðrist þessa fljótfærnislega heim boðs, áður en margir dagar eru liðnir, Francoise. Svona fólk bæði drekkur og reykir ofmikið og er á fótum fram eftir allri nóttu — en kannske er það þann ig lifnaðarhættir, sem þú ert vön? Vertu sæl! Verið þér sælar frú, og þakka yður fyrir þennan ágæta hádegis verð, tókst Francoise að segja sæmilega vingjarnlega. Nú tók Simone við af André og hjálpaði stirðu gömlu konunni inn í hús- ið. Á þröskuldinum leit hún um öxl og sagði brosandi: Ég skal áreiðanlega koma og hjálpa þér, Frankie. Það verður mikið að gera hjá þér og rúmfötin þarna í Laurier hafa víst fulla þörf á viðgerð. Frankie tautaði eitthvert þakk læti, en fannst hún vera að kafna o.g einhvernveginn fann hún það á sér, að André var að hlæja að henni, háðslega, enda þótt eng- in svipbrigði sæjust á andlitinu á honum þegar hann opnaði fyr- ix henni vagndyrnar. Loks var stundin komin, sem hún hafði þráð svo lengi. Hún var ein með André. Og þegar stundin var loks kómin, var hann eins og bláókunnugur maður, svo að hennj gat ekkert dottið í hug að segja við hann, nema hvað þessi orð duttu út úr henni og það á barnalegan hátt, að henni fannst. Hversvegna hatar mamma þín mömmu mína svona eins og hún gerir? Þetta var sá tími dagsins, þeg ar enginn hreyfing var á neinu, svo að skarkið í gamla bílnum var helgispjöllum líkast. Ekkert annað kvikindi bærði á sér. Nokkrir innlendir menn og krakkasnáðar sváfu í skugganum af trjánum, ásamt hundunum, rétt eins og allt væri steindautt. Það var því líkast, sem maðurinn og konan í bílnum hefðu allan heiminn fyrir sig ein. André leit á hana hornauga og ofurlítið bros færðist um varir hans. Svo sagði, hann rétt eins og í meðaumkunartón: Veslings mamma og veslings Louise! Þær voru tvær helztu konurnar hér á eynni og þar af leiðandi keppi- náutar. Frankie hló og alveg eðlilega. Mamma hafði enga metorðagirnd á því sviði. Að minnsta kosti ekki meðan hún var hér. Ég held hún hafi gefið gefið greifafrúnni eftir drottningarsætið með mestu ánægju bæði fyrr og síðar. André hægði á bílnum og stanz aði loks rétt við hliðið að mílu- j langri heimreiðinni, sem lá til Laurier frá strandveginum. Hann starði ósýnum augum á glitrandi | sjóinn og sagði síðan, hóglega eins og hann væri að tala við heimskan krakka: Mamma þín var ung og kát og falleg . . . Eg held, að hvert mannsbarn hér á eynni hafi elsk að hana, hver á sinn hátt. Jafn- vel pabbi dáðist að henni, og það er það, sem mamma hefur aldrei getað gleymt. Já, vissulega hafði greifafrúin aldrei verið kát eða falleg. Það var varla hægt að trúa því, að hún hefði nokkurntíma verið ung. Hún hafði stjórnað eigin- manni sínum, sem var vingjarn- legur og hæggerður, með járn- hendi — og að eigin áliti, honum til góðs. Allt í einu voru þau bæði far in að hlæja, eins og þau höfðu gert þegar þau voru krakkar, og voru nýsloppin undan refsivendi greifafrúarinnar og nú horfðu þau hvort í annars augu og voru aftur orðin unglingar. Nú er pabbi dáirin og mamma þín ólíkleg til að koma hingað aftur, svo að þessi fjandskapur ætti að geta verið gleymdur og grafinn, sagði hann, þegar þau hættu að hlæja. En ég hef bara erft þennan fjandskap eftir mömmu.. og nú er hún hrædd um ,að ég kunni að hafa einhver ill áhrif á þig og rugla fyrirætlanir hennar, hugs- aði Frankie, en sagð ekki neitt, því að þetta gat hún ekki sagt við André. Hann seildist í aftursætið í bíln um og tók fram ferska blóma- keðju og setti um háls hennar í stað hinnar, sem var orðin visin. Hún hneigði höfuðið til að taka á móti henni og hann sagði ekki orð. -Velkomin heim.. þetta er frá mér, Francoise, sagði hann lágt, og hún sat grafkyrr með hend- urnar í kjöltunni og leit niður fyrir sig, yfirkomin af einhverri óskiljanlegri feimni við André.. hún, sem hafði aldrei á ævinni verið feimin við nokkum karl- mann! Og kossiim, sem hann gaf henni á ennið, fannst henni rétt eins og fiðrildi hefði strokið hana með vængnum. Hann misskildi þessa þögn hennar sem feimni við þessa blómaskreytingu og hló um leið og hann þeytti visnaða kransin- um út á sjóinn og setti bílinn í gang aftur. Ertu búin að gleyma siðvenjun um hér á eynni? spurði hann hæðnislega. Þú átt að bera blóm in þangað til þau eru orðin visin, FrancQise, og síðan fleygja þeim í sjóinn. Þá kemurðu hingað allt af aftur, hversu oft sem þú ferð úr eynni. Þessi blíða hans var henni við- brigði eftir öll áfölln, sem hún hafði orðið fyrir um morguninn. Og hún fann, að tárin ætluðu að fara að koma fram í augu hennar þegar hann bætti við í sama glettnisrómnum. Þessi blóm eru ekki eins viðkvæm og þau sýn- ast. Eyjarbúar l.alla þau ástar- keðjur og segja þáu mjög sterk. Ástarkeðjur! Hún hugsaði til bréfanna, sem hann hafði aldrei skrifað. Hún sá fyrir sér slétta andlitið og svarta hárið á Simone, og fleðu- brosið á vörum hennar. Reiðin blossaðf upp í henni. Nú gat írska bráðlyndið, sem hún hafði frá móður sinni og stoltið frá franska aðlinum, verið henni >— Ef ég get losað hendurnar,. — Ég sé ekki fyrir reyknum' tréin! Hann hlýtur að vera á'fylgst með honum vísar hann hálsbrýt ég mig á leið niður hvert Andy hefur farið. .. Nú, flugi yfir Andy. .. Ef ég get, mér eftil vill leiðina til Sirri! tröppurnar! I þarna er Afi steggur fyrir ofan I vörn, þegar hvortveggja kom saman. Þakka þér fyrir André, en þig langaði ekkert til, að ég kæmi aftur, eða var það? sváraði hún kuldalega um leið og hún starði upp eftir vanrækta stígnum milli tígulegra pálmanna. Þarna höfðu einusinni verið velhirtar flatir og blómabeð, en nú var allt í órækt Það var reyndar nóg um runna, sem nú voru orðnir að trjám, en rósirnar og úlfabaun- irnar, sem Louise hafði gróður- sett, voru horfnar. Svo var braut in orðin holótt og André smá- bölvaði, þegar bíllinn hossaðist og stakkst í einni holunni, sem hann hafði ekki tekið eftir. Nú, nú! Ég sagði þó Ben að gera við þetta í vikunni, sem leið, sagði hann glottandi og gaut hornauga til hehnar. Þeim veitir ekki af húsbónda hérna, til að halda þeim vakandi, þessum let ingjum. Heldur þú, að stelpu- krakki eins og þú geti stjórnað svona búgarði? Því miðux hef ég sjálfur ekki mikinn tíma af- lögu fyrir Laurier. Ég hef mína eigin jarðeign og svo tuttugu þúsund sjúklinga að stjórna, og eignin verður að gefa einhevrn ábata til þess að standa undir sjúkrahúsinu. ÍBtltvarpiö Þriðjudagur 10. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Oskar J. I>orláksson. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar, — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —• 12:25 Fréttir og tilk.). 13:30 Utvarp frá setningu Alþingis: a) Guðsþjónusta í Dómkirkjunni Prestur: Séra Jón Auðuns, dómprófastur. Organleikari: • Dr. Páll Isólfsson). b) Þingsetning. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 IÞingfréttir. — Tónleikaa*. 18:50 Tilkynningar. 19:00 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir 20:00 Tónleikar: Sinfónískir dansar nr. 1 og 3 op. 64 eftir Grieg (Sin- fóníuhljómsveitin í Bamberg leikur; Fritz Lehmann stjórnar). 20:10 Aldarminning norska landkönn- uðarins og minnvinarins Frið- þjófs Nansens. — Vilhjálmur t». Gíslason útvarpsstjóri tekur dag- skrána saman. 20:55 Hljómsveitarlög úr óperum eftir Wagner: Cleveland hljómsveitin leikur „Valkyrjureiðina" og Sorgargöngu Siegfrieds"; George Szell stjórnar. 21:10 Ur ýmsum áttum (Ævar R. Kvar an leikari). 21:30 ,,I skógum og á heiðum**: Þýzk þjóðlagasyrpa í útsetningu eftir Conny Odd, sungin og leikin af þarlendu listafólki. 21:45 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Guðrún As- mundsdóttir). 23:00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 11. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 ,,Við vinnuna** Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:00 Tónleikar — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 Píanótónleikar: „Estampes", tón myndir eftir Debussy (Rudolf Firksny leikur). 20:15 Kveðjur til heimalandsins! Prófessor Richard Beck forsetl Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi og Gunnar Matthíaa son tala. , 20:40 Islenzk tónlist: a) Þrjú lög úr lagaflokki yfir miðaldakveðskap eftir Jón Nordal (Karlakórinn Fóstbræð ur syngur; Ragnar Björnsson stjórnar). b) „Jón Arason", forleikur eftir Karl O. Runólfsson (Hljóm- sveit Ríkisútvarpsins leikur; Bohdan Wodiczko stjómar). 21:00 Erindi: Uppeldisáhrif íslenzkrar náttúru, eftir Guðgeir Jóhanns- son (Eiríkur Stefánsson kennari flytur). 21:25 Frá tónlistarhátíðinni í Salzburg í júlí s.l.: Hátíðarhljómsveitin I Luzem leikur Divertimento í F* dúr (K138) eftir Mozart og Div- ertimento í Es-dúr (Bergmálið) eftir Haydn; Rudolf Baumgartn er stjórnar. 21:50 Upplestur: „Fátækt fólk", smá- saga eftir Liam O’Flaherty, í þýð ingu Málfríðar Einarsdóttur — (Gestur Pálsson leikari). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn'* eftlíp Arthur Omre; XIX. (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22:30 Djassþáttur (Jón Múli Arnason.), 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.