Morgunblaðið - 11.10.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. okt. 1961 * RÍKISRÁÐ. — Fundur var haldinn í ríkisráði i gær og féllst forseti Islands þar á tillögur ráðherranna um ýmis frumvörp, sem ríkisstjómin hefur undirbúið og hyggst leggja fyrir Ai- þingi nú í þingbyrjun; þ. á. m. frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1962. — Myndin var tekin á fundinum. - Alþíngi Framh. af bls. 1 sæti á Alþingi í fyrsta skipti Sveinn S. Einarsson, verkfræð- ingur í Kópavogi, varaþingmað- ur Sjálfstæðisflokksins í Reykja neskjördæmi. Aðrir varamenn sem taka munu þátt í þingstörf- um nú framan af, eru Hjörtur Hjálmarsson, skólastjóri, í stað Birgis Finnssonar, sem er í sendi nefnd íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, og þeir Jón Pálmason og Einar Sigurðs- son, er koma í'stað séra Gunn- ars Gislasonar og Jónasar Pét- urssonar, sem báðir eru forfall- aðir vegna mikilla anna heima fyrir. Forseti setur þi»g. Eftir að þingmenn voru komn- ir á sinn stað gekk forseti ís- lands í salinn og til ræðustóls. Las hann þar fyrst bréf hand- hafa forsetavalds frá 13. sept. 3.1. um að reglulegt Alþingi skyldi koma saman til starfa þriðjudaginn 10. október 1961, en lýsti þvínæst yfir því. að Al- þingi væri sett. Þá mælti forseti: „Ég áma Alþingi allra heilla í störfum, að það megi verða landi og þjóð til trausts og halds, til gæfu og gengis". Að lokum bað forseti alþingismenn að minnast ættjarðarinnar með því að rísa úr sætum. Þingmenn stóðu á fætur og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, mælti, „Heill forseta vorum og fóstur- jör'5! fsland lifi‘“. Var þá hróp- að ferfallt húrra. Alþingi til sóma og þjóðinni til heilla Eins og þingsköp mæla fyrir, tók aldursforseti, sem í þetta sinn var Gísli Jónsson, 1. þm. Vestfirðinga, nú við fundar- stjórn. Lýsti hann í örstuttu á- Spilakvöld Stefnis HAFNARFIRÐI — Stefnir, fél. ungra Sjálfstæðismanna, er nú að hefja vetrarstarfið og verður reynt að hafa það fjölbreytt í vetur eins og endranær. Annað kvöld kl. 8,30 verður spilað bingó og ýmis góð verðlaun veitt. Á eftir er kvikmyndasýning. Starfsemin verður í Sjálf- stæðishúsinn og er öllum heimil þátttaka meðan hús- rúm leyfir. Sýningu Vilhjálms lýkur í kvöld MÁLVERKASÝNING Vilhjálms Bergssonar í Ásmundarsal við Freyjugötu 41 hefur verið opin í ellefu daga og lýkur í kvöld. Sex myndir hafa selzt, og aðsókn hefur verið góð. varpi yfir ánægju þingsins vegna nærveru forsetans og flutti for- setahj ónunum þakkir fyrir þann sóma, er þau hefðu áxmnið þjóð- inni í nýafstaðinni för sinni um Kanada. Einnig bauð hann þá ráðherrana Bjarna Benediktsson og Jóhann Hafstein velkomna til sinna nýju trúnaðarstarfa og ósk aði þess um leið, að Ólafur Thors mætti öðlast góðan bata í þeirri hvíld, sem hann hefði nú tekið sér frá ráðherrastörfum. Aldurs- forseti kvaðst vona, að störf þingsins framundan mættu verða Alþingi til sóma og landi og þjóð til heilla. Látinna alþingismanna minnzt Að svo búnu minntist Gísli Jónsson, aldursforseti þingsins, 4 fyrrverandi alþingismanna, er látizt hafa, síðan þingi var slitið sl. vor. Það voru þeir Jóhann Þ. Jósefsson sem lézt í Hamborg 15. maí, Gunnar Ólafsson, er lézt í Vestmannaeyjum 26. júní, Angantýr Guðjónsson, sem einn- ig lézt í Vestmannaeyjum 6. á- gúst og Ásgeir Sigurðsson, er and aðist í Stavanger 22. sept. sl. — Er nánar greint frá minningar- orðum forseta á bls. 23 í blaðinu í dag, en í lok þeirra risu al- þingismenn úr sætum í virðing- arskyni við hina látnu. Fjallað um kjörhréf Þegar hér var komið yfirgaf forseti íslands þingsalinn. Voru síðan lesin upp bréf þau er bor- izt höfðu með óskum um fjarvist- arleyfi og að áðurnefndir vara- menn tækju sæti. Þá voru settir þingskrifarar til bráðabirgða þeir Matthías Á. Mathiesen og Skúli Guðmundsson. Þar eð einn varamanna hafði eigi setið á þingi áður, var þingmönnum skipt í kjördeildir til að fjalla um kjörbréf hans en fundi síð- an frestað í tæpan stundarfjórð- ung, meðan athugunin fór fram. Aldursforsetavandamál Það bar svo til tíðinda, þegar fundur kom saman að nýju, að settur þingskrifari, Skúli Guð- mundsson, kvaddi sér hljóðs ut- an dagskrár og benti á, að með tilkomu Jóns Pálmasonar . sem varamanns hefði nýr aldursfor- seti tekið sæti á þingi. Vildi hann því skjóta fram til íhugunar, hvort ekki bæri samkvsem.t fyr- irmælum þingskapa um að ald- ursforseti skuli gegna störfum þingforseta, þar til kjör hefur far- ið fram — að fela Jóni að taka við forsetastörfum. Gísli Jónsson svaraði því til, að þetta atriði mundi hafa verið hugleitt nokkuð fyrirfram af skrifstofu Álþingis, og ekki verið talin ástæða til skipta. Urðu ekki frekari umræð- ur um málið, en þingmenn brostu góðlátlega að atviki þessu öllu, meðan það stóð yfir. Nýr þingmaður undirritar eiðstaf Alfreð Gíslason bæjarstjóri var framsögumaður kjördeildar þeirr ar, er fengið hafði kjörbréf Sveins S. Einarssonar til meðferðar. Hann benti á smávægilegan galla við útgáfu bréfsins, er athugun- in hafði leitt í ljós, en burtséð frá homum var einróma lagt til að varamaðurinn tæki sæti á þingi. Það var síðan samþykkt samhljóða af þingheimi og undir- ritaði Sveinn S. Einarsson að svo búnu eiðstaf þingmanna. — Fundi var þvínæst frestað. Þingforsetar kjörnir í dag Þingstörfum verður haldið á- fram í dag kl. 13:30 og verða þá m.a. kjörnir forsetar Sameinaðs þings og þingdeilda. Síldin dreifð AKRANESI, 10. okt. — Vélbát urinn Haraldur var úti 1 fyrri- nótt með hringnót og fékk ekk- ert. Hann varð þó var við síld, en hún var dreifð og stóð djúpt. Haraldur var sömuleiðis úti sl. nótt, en fékk enga síld. Nú er Haraldur staddur einhvers stað- ar úti af Jökli og reynix enn fyrir sér næstu nótt. Átta línubátar landa hér í dag. Aflinn er frá 3,5 til 5 tonn á bát. Togarasölur Á MÁNUDAG Og þriðjudag seldi Sléttbakur í Grimsby alls 99 lestir fyrir 7,581 pund. Á mánu- dag seldi Þormóður goði í Brem- erhaven um 100 lestir fyrir 68.500 mörk. 4 aðrir togarar munu selja í Bretlandi og Þýzkalandi í þess- ari viku, Fylkir, Jón Þorláksson, Norðlendingur og Haukur. Washington, 10. okt. (AP-NTB). UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Bandaríkjanna tilkynnti í dag að stjórnin hafi viður- kennt hina nýju ríkisstjórn Sýrlands. Segir í tilkynn- ingu ráðuneytisins að með sérstöku tilliti til yfirlýs- ingar Sýrlandsstjórnar um að hún muni virða allar skyldur sínar á alþjóðavett- vangi, hafi Bandaríkjastjórn ákveðið í dag að veita stjórn inni viðurkenningu. Áður hafa nokkur Araba- og kommúnistaríki viðurkennt Sýr- landsstjórn, þeirra á meðal Sovét ríkin, en ekkert Vesturveldanna. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins bandaríska segir að ríkis- i [Sambýli minks og roitu Á HÁALEITISVEGI 25 hefur 'verið stórt dúfnabú með 0—80 dúfum. Svo brá við á laugardaginn, að 95 dúfur ’fundust þar bitnar til dauða. Meindýraeyðir bæjarins, Leo Schmidt, kom á vettvang og ,gerði ráð fyrir, að hér væri um rottu að ræða og eitraði fyrir hana. Gerðist nú ekkert, fyrr en kl. 6 í gærkvöldi, að 15 dúfur fundust dauðar til viðbótar. Grunaði meindýra- eyði þá, að e. t. v. gæti verið um mink að ræða, þótt stað- urinn væri næstum í miðri byggð. Eitraði hann o*g setti upp gildrur. Á ellefta tíman- um var húsið opnað. Kom þá fyrst rotta í Ijós niðri við jörð, sem var þegar skotin, en síðan heyrðist minkur hvæsa fyrir inn- an. Hlaut hann sömu ör-] lög og rottan. Benda öll verl ummerki til þess, að rotta og inkur hafi átt þarna sam- býli og skipt þannig reitun-j um, að minkurinn hafði efri æðirnar, en rottan kjallar- ann. Sagði meindýravörður þetta vera algert einsdæmi, enda hefði hingað til veriði álitið, að minkurinn eyddi, trottu og mús, þar sem hann ifengi því við komið. stjórnin hafi ráðfært sig við stjórnir ýmissa annarra landa á.ð- ur en ákvörðun var tekin um að viðurkenna Sýrlandsstjórn. En hann neitaði að svara því hvort Arabiska sambandslýðveldið hafi verið með í ráðum. Snemma í síðustu viku skoraði Arabiska sambandslýðveldið á Bandaríkja- stjórn að fresta viðurkenningu 4 Sýr landsst j órn. ★ Þessi lönd hafa nú viOurkenht Sýrlandsstjórn: Jórdanía, Tyric- land, Formósa, Gautemala, íran, Sovétríkin, Búlgaría, Austur- Þýzkaland Kína, Pólland, írak, Rúmenía, Túnis, Bandaríkin og Spánn. Hæstu vinningar í Happdrætti Háskólans ÞRIÐJUDAGINN 10. október var dregið í 10. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 1,250 vinningar að fjárhæð 2.410.000 krónur. Hæsti vinningurinn, 200.000 kr. kom á heilmiða 41,211. Var hann se'dur í umboði Arndísar Þor- vaidsdóttur, Vesturgötu 10. 100.000 króna vinningurinn kom á hálfmiða númer 6.223. Var það númer einnig selt í umboði Arndísar Þorvaldsdóttur. 10.000 krónur: 2854 8962 9212 12404 13164 13544 14205 14698 14881 16924 18462 21309 22766 23992 26413 30377 30429 30926 31225 31683 32197 32539 33336 34575 36395 39020 39988 41210 41212 43189 46108 49911 51989 52230 55363 55532 57045 57055. (Birt án ábyrgðar) KeOovík Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn í Keflavík heldur aðalfund sinn í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 12. okt. kl. 9 síðdegis. Auk venju legra aðalfundarstarfa verða kjörnir fulltrúar á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Að fundi loknum verður sameiginleg kaffi- drykkja Og spiluð félagsvist. Þess er fastlega vænzt að sjálfstæðis- konur fjölmenni á fundinn. Mb Hinn 7. október s.l. voru Ulbricht leiðtogi austur- mikil hátíðahöld í Austur- þýzkra kommúnista og Ana- Berlín í tilefni þess að þann stas Mikoyan varaforsætis- dag voru liðin 12 ár frá valda ráðherra Sovétríkjanna í heið töku kommúnista. Útifundur urssætum. var haldinn á Marx-Enigels torgi, en þar voru þeir Walter Austur-þýzka ADN seglr ao á fundinuml hafi verið um 250 þú&undl manns, sem hafi ákaft hylltj leiðtogana tvo, en sjónar-| vottar í Vestur-Berlín áætlaf að þama hafi aðeins mætt um ] 20 þúsund manns. fréttastofan Bandaríkin viður- kenna Sýrlandsstjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.