Morgunblaðið - 11.10.1961, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.10.1961, Qupperneq 14
14 MORGUTSBLÁÐlb Miðvikudagur 11. okt. 1961 Ég þakka innilega þeim mörgu, sem glöddu mig og sýndu mér vináttu á sextíu ára afmæli mínu 7. þ.m. með heimsóknum, gjöfum, símtölum, blómum og skeytum. Guð blessi ykkur. Kristín Friðriksdóttir, Grettisgötu 4, Reykjavík. Eiginmaður minn og íaðir okkar ÞÓRARINN BENEDIKZ lézt 2. október. Útförin hefur farið fram. Þökkum inni- lega sýnda samúð. María Benedikz og synir. Útför konunnar minnar AÐALHEIÐAR AÐALSTEINSDÓTTUR frá Þúfnavöllum og LITL.A SONAR okkar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtud. 12. okt. kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd aðstandenda. Sævar Sigurpálsson. Jarðarför konunnar minnar og móður okkar HELGU JÓNSDÓTTUR (áður til heimilis að Þrastagötu 9), fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 12. þ.m. kl. 13,30. Jarðað verður í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Jón Jónsson frá Þinganesi, og börn hinnar látnu. Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu HÓLMFRÍDAR BJÖRN SDÓTTUR frá Litla Hálsi í Grafningi, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. október kl. 1,30. Jóhannes Helgason, Eirný Guðlaugsáóttir, Sigurbjörn Á. Einarsson, Helga Halldórsdóttir, og barnabörn. Jarðarför eiginmanns míns og föður okkar FRIÐRIKS HAFLIÐA LÚDVÍGSSONAR Vesturgötu 11, fer fram fimmtudaginr. 12. okt. kl. 2,30 frá Dómkirkjunni. Anna Benediktsdóttir, Guðmundur Friðriksson, Guðrún og Brían Holt. Jarðarför föður okkar INGVARS S. JÓNSSONAR frá Seyðisfirði, fer fram föstudaginn 13. október kl. 1,30 frá Foss- vogskirkju. Jón Örn Ingvarsson, Ólafur Ingvarsson Jarðarför HANNESAR GÍSLASONAR frá Eskiholti, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. þ.m. kl. 3. Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda . Guðrún Halldórsdóftir, Sigfús Magnússon. Jarðarför VIGDÍSAR KRISTMUNDSDÓTTUR Suðurgötu 26, er andaðist 5. þ.m. fer fram föstudaginn 13. október kl. 1,30 e.h. frá Fríkirkjunni. — Afþökkum blóm og kransa. Systur hinnar látnu. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför ÞORSTEINS LOFTSSONAR véltræðiráðunauts. Pálína Vigfúsdóttir, Sólveig Þorsteinsdóttir, Erna Mattíasdóttir, Loftur Þorsteinsson, Friðrika Geirsdóttir, Leifur Þorsteinsson, Helga Snæbjörnsdóttir, Gústaf Þórðarson. Um bleyjur Það vakti mikla kátínu, þeg- ar fyrirtæki eitt hér í bæ sendi okkur bleyjupakka „til reynslu“. En þar sem allir eru vaxnir úr grasi hér og löngu hættir að nota bleyjur, send- um við tveim systkinum í Há- túni 5 pakkann. Þau heita Sól- veig, sem er á fyrsta árinu, og Gunnar, sem er á öðru árinu. Umræddar bleyjur eru þann ig úr garði gerðar að þær er aðeins hægt að nota einu sinni. Þær eru í lengjum, hæfilega stór bútur er klipptur af og settur á barnið, og honum síð- an fleygt, þegar barnið er bú- ið að væta sig. Þegar við spurðam Gunnar hvernig hann kynni við bleyj- urnar, kom út úr honum runa af allskyns orðum: ísa, bílla, golla, eda, dudu, pabba, bíla — en þau voru túlkuð jafnóðum Listsmíði úr stáli í stað silf- urs eru æ tíðari á listasýning- um erlendis. Þessi fallega stál- kanna var á sýningunni „Svensk form“, teiknuð af Folke Arström. af móður hans. Sagði hún, að þetta þýddi að hann væri næstum hættur að nota svOna hluti, þyrfti aðeins á þeim að halda á morgnana, þegar hann gerði „stórt“. Annars væri hann farinn að segja til. Sólveig litla brosti bara, þeg ar við spurðum sömu spurning ar. Brosið þýddi, að gott væri að hafa lengjubleyjurnar með í förum, þegar hún færi í heim sókn til ömmu og allra frænk- anna, og á daginn, þegar mamma væri vakandi til að skipta reglulega á henni. En betra væri að hafa grisjubleyj ur yfir nóttina, því þá vöknaði hún svo mikið að lengjubleyj- urnar leystust næstum upp. En aðalkostinn við bleyjurn ar taldi móðir hennar vera: þær spara bleyjuþvott. Fyrir altari Selárdalskirkju. Talið frá vlnistri: Sr. Þórarinn Þór, sr. Tómas Guðmundsson, Sigurbjörn Einarsson biskup, sr, Grímur Grímsson og Ingólfur Ástmarsson, biskupsritari. Ljósm.: V.B.O. Kirkfan í Selárdal 100 ára Skötuselur út- flutningsvara SKÖTU SELURINN, eða öðru nafni sædjöfullinn hefir lengi verið talinn með þeim allra ljót- ustu fiskum, sem hér við land finnast. Það ætlar að verða eins með þann fisk og marga aðra, sem áður voru taldir til ónytja, að hann færist ofar í virðingar- stigum fiska, þá er erlendir fara að leggja hann sér til munns, og gróði fer að verða að veiði hans og verkun. Á Hornafirði er nú byrjað að verka skötusel, bæði heilfrysta og flaka, og hefir fyrsta salan farið fram. Næstu daga tekur skip rúmt tonn af heilfrystum og nokkra tugi kassa af flökuðum skötusel og flytur á Frakklandsmarkað. Gæti hér orðið um að ræða nýja fiskteg- und til útflutnings. (Úr „Fréttir frá Sjávarafurðadeild SÍS“), Vinna óskast Norðlenskur búfræðingur sem er 25 ára og hefur bílpróf ósk ar eftir vinnu í Reykjavík frá miðjum nóv. næstkom andi, margskonar vinna kem- ur til greina, frekari uppl. gefur Jón Kjartansson sími 35381. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Austurstræti 10 A — Sími 11043 BÍLDUDAL, 28. sept. — Kirkjan í Selárdal í Arnarfirði átti 100 ára afmæli sl. sunnudag. Messað var ki. 2,30 e.h. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, end- urvígði kirkjuna. í prédikunar- stóli var sr. Tómas Guðmundsson, sóknarprestur á Patreksfirði. Einnig voru þarna viðstaddir sr. Þórarinn Þór, prófastur á Reykhólum, sr. Grímur Grímsson prestur í Sauðlauksdal og biskups ritari Ingólfur Ástmarsson. Kór Patreksfjarðarsafnaðar söng. Við Orgelið var Jón Bjarnason organ- isti frá Patreksfirði. Formaður Sóknarnefndar í Selárdal er Elías Melsted hreppstjórL Á sunnudaginn var veður hið ákjósanlegasta, margt var um manninn, sennilega 100—200 manns. Gerðar hafa verið miklar endur bætur á kirkjunni, sem var orðin hrörleg. M. a. var kirkjunni lyft upp og steyptir sökklar undir hana, en kirkjan var talsvert sig- in. Nýtt járn var sett á kirkjuna alla, ýmislegt tréverk að innan lagað, hún máluð að utan Og inn- an, en fyrra form á henni breytt- ist ekki. Umsjá með verkinu hafði Davíð Jónsso* frá Reykjavík, Bjarni Valdimarsson málari frá Bíldudal sá um málun. — Hannes,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.