Morgunblaðið - 11.10.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.10.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 11. okt. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Burt með kommúnismann úr landinu Eftir Jón H. Þorbergsson, Laxamýri EF kommúnistar hér í landi geta I ir mikið skoðanaleysi og hálf- ekki hreinsað sig af því að þeir gangi erinda ,,höfðingjanna“ í Kreml og vinni að því að koma íslandi undir rússnesk yfirráð, þá eru þeir landráðamenn, sekir við íslenzk lög og réttlausir þjóð- félagsþegnar. Starfsaðferðir kommúnista fara ekki leynt: að koma þeim glundroða á hjá þjóðum, sem eiga að verða fórnardýr þeirra, að þær fái ekki haldið sjálfstæði eínu, svo að þeir geti tekið við ítjórninni. Það sem kommúnistar vilja með okkur íslendinga, er að við verðum ósjálfstæð þjóð, bæði fjárhagslega Og andlega. Andlega þannig, að við verðum hugsjóna- lausir og skoðanalausir aumingj- ar, en þó fullir andúðar og lítils- virðingar gagnvart guðdóminum, eða hreinir Og beinir heiðingjar. Trúarsannindi kristninnar vilja þeir og verða að strika út, til að koma fram sínum guðlausu áformum. Mannréttindi, kærleik og sannleik meta þeir að engu gagnvart náunganum, Og hika ekki við að myrða hann með köldu blóði, ef hann gerir kröfu til að njóta sjálfsagðra mannrétt- inda, samanber Ungverjaland, Eystrasaltslöndin o. fl., o. fl. Eg hef heyrt hérlendan komm- únista segja á fjölmennum stjórn- málafundi, að hér í landi þyrfti að renna blóð. Svo að ekki fellur þá eplið hér langt frá eikinnL Næðu „höfðingjarnir“ í Kreml yfirráðum hér í landi, mundu þeir ekki taka okkur neinum vettlingatökum. Þeir myndu afmá okkar litlu þjóð og alla hennar menningu. Kommúnistar hér á landi eru ginningarfífl þessara fanta Og láta þá teyma sig, án möglunar, út í hvaða ófæru sem er gagnvart þjóð sinni og bræðra þjóðum. Það hefir bandarískur stjórn- málamaður sagt að ráðandi komm únistar í Rússlandi ljúgi öllu og sviki allt, sem þeir segja og lofa í rnilliríkjamálum. Blað páfastóls- ins segir meðal annars um komm- únismann: „Þessi tilfinningar- 'lausa dýrkun efnishyggjunnar hef ír ekki neinar hugsjónir, enga trú og engan Guð.“ Það er vissulega ólík aðstaða — menningarlega séð — á milli þeirra, sem trúa á skaparann og þexrra, sem trúa á mátt fjand- ans í kommúnismanum. Eg hefi heyrt hérlendan kommúnista segja það að engir ættu hugsjón- ir í heiminum nema kommúnist- ar. Það, sem átt er við með orð- inu hugsjónir, er að þá stefnir hugur fólks í fullri einlægni að því, sem er nauðsynlegt, háleitt og göfugt og fullkomið. Þetta fólk getur haft nautn af því að fórna fyrir hugsjónir sínar en fæst minna um tímanleg gæði og gerir ekki kröfur til annarra, néma til aukinna lifnaðarhátta. Allar framfarir í mannheimi eru ár- angur fólks, sem lifað hefir og lifir fyrir hugsjónir. Sterkar hug- sjónir geta orðið að vakningu í orði Drottins. En þá er fólkið komið á næsta svið mannlegra hugsjóna, því að þær eru á vegi trúarinnar. Hún er ekki eingöngu undirstaða allrar menningar, heldur menningin sjálf. Er þá glöggt hvar kommúnisminn stendur? Hann er hugsjónalaus. En þjóð, sem á ekkert hugsjónafólk er dauð þjóð, menningarlega séð. iÞví þarf vissulega að koma inn hjá öllu fólki. Það mundi slá á kommúnismann. Hér í landi rík- velgja í hugsun fólks, gagnvart þessari voðalegu stefnu, sem kommúnisminn er. Fólk hér á landi skortir mjög tilfinnanlega hreinar línur í hugsun sinni, í stjórnmálum, í trúmálum o. s. frv. Hugsanagrauturinn — að gera ekki hrein skil milli þess, sem er eftirsóknarvert og þess, sem miðar til tjóns fyrir þjóðar- sálina — er vissulega ekki sigur- sælt. En þessi sálarlegi kvilli þjá- ir fjölda fólks í landinu. — Svo langt hefir þetta gengið hér gagnvart kommúnismanum, að þjónar Rússa hér hafa skipað sæti í ráðherrastólum og forseta stólum á Alþingi. Á sama tíma hafa nágrannaþjóðir okkar losað sig við þennan ófögnuð, sem kommúnisminn er. íslenzku þjóð- inni er það mikill álitshnekkir meðal menningarþjóðanna að kommúnisminn skuli vera svo að- sópsmikill í landinu sem raun ber vitni, af því þær vita að hann er hættulegur allri monningu og míðar til ills eins. Þar, sem mikil menning er, hefir hann eng an farveg. Atlantshafsbandalagið er stofn- að til að vernda þjóðirnar fyrir þessu hræðilega afli, kommúnism anum. íslenzkir kommúnistar vilja hrekja þjóðina úr því skjóli, sjálfsagt að boði húsbændanna í Kreml. En án Atlantshafsbanda- lagsins getur þjóðin alls ekki ver- ið, eins og nú horfir. — Eg hefi að sjálfsögðu oft átt tal við kommúnista. Mér hefir fundizt sameiginlegt með þeim, hvað sálin er lítil í þeim, jafn- vel þótt þetta séu rithöfundar. Það er af því að þeir elska hvorki né virða Guð og ekki heldur hið göfugasta í fari mannsins og eru hugsjónalausir. Flokkadrættirnir í stjórnmálum hér á landi eiga mikla sök á því, hve kommúnistar eru fyrirferð- armiklir hér. Flokkarnir hafa beinlínis og óbeinlínis, með of miklu þrasi og í þeirri óheilla- vænlegu von, að þeir gætu eflt sína flokka með stuðningi komm- únista, haldið þeim í vexti í land- inu. Nú þegar það er augljóst að sæmd þjóðarinnar Og sjálf- stæði eru í veði, ef kommúnism- inn næði hér yfirráðum, ættu hinir innlendu stjórnmálaflokkar að sjá sóma sinn í þessu máli og leggjast allir á eitt um það að útrýma kommúnismanum úr landinu. Við öll, sem viljum okkar þjóð gæfu og gengi til vaxandi menn- ingar, verðum nú þegar að hefja harða baráttu til að losa hana við kommúnismann. í þeirri baráttu verður að skýra línurnar: Segja eins Og er að kommúnistar hér, sem vinna fyrir Rússa eru ginn- ingarfífl þeirra eru landráðamenn eru hugsjónalausir, ganga eins og blindir inn í heiðindóm, og dæma þar með sjálfa sig úr leik sem menningarfólk. En við megum ekki hata þá, heldur í fullum drengskap reyna óaflátanlega að géra úr þeim nothæft fólk fyrir þjóðfélagið. íslenzka þjóðin er nýlega slopp- in undan erlendu valdi. Ef hún lenti undir Rússann væru taldir dagar hennar. En þetta væri bara orðið, ef við nytum ekki sam- taka þjóðanna á móti þessum ó- fögnuði. Hjá ýmsum þjóðum liggur líf- látsdómur við landráðastarfsemp Eg er persónulega mótfallinn öll- um líflátsdómum. Hér á landi getum við og verðum að útrýma kommúnismanum í „köldu stríði". Líta má á það, að í raun Og veru eru kommúnistar brjóstumkenn- anlegir. Þeir eru andlegir sjúk- lingar af því kommúnisminn er andleg pest. — Þetta fólk er eins og dæmt til þess að þjóna fjand- anum. Þetta er sannleikur, sem kommúnistar geta ekki skilið Og verður varla skilinn af miklum þorra annars fólks í landinu, sem er undir sefjun og situr fast í hálfum lærdómum gagnvart krist inni kenningu. Almenn trúarleg vakning, sem þjóðina skortir mest af öllu, mundi verða beitt- asta vopnið til útrýmingar komm únismanum úr landinu. Við verðum að trúa því, að hinn góði málstaður í menningu þjóðanna sigri að lokum og þá verður harðstjórn, yfirdrottnun, einvaldsstefna og guðleysi komm- únismans að láta i minni pokann. Eg bið alla góða krafta að koma í veg fyrir það, að okkar iitla íslenzka þjóð verði komm- únismanum að bráð. Það er mik- ið veikleikamerki í menningu þjóðarinnar, að kommúnisminn skuli vera til í landinu. Það hef- ir vitúr maður sagt: „Sá sem afneitar hinum eina sanna Guði, föður allra manna, hann eyði- ieggur í sjálfum sér og öðrum allt siðgæði, meðaumkvun, bróð- urást Og að lokum manneðlið sjálft.“ Vantrúin, trúleysið á skapar- ann, sem leiðir af sér hugsjóna- leysi, er banvænt eitur fyrir þjóð arsálina og loka henni leiðir til vaxandi menningar og til við- halds andlegra verðmæta. Jón H. Þorbergsson Samvínnuskólinn 1941 Vegna fyrirhugaðrar afmælissamkomu eru nem- endur útskrifaðir úr Samvinnuskólanum vorið 1941 vinsamlega beðnir að hafa samband við Hermann Þorsteinsson, Sambandshúsinu, Reykjavík — sími 17080. Undirbúningsnefndin. Blikksmiðir og aðstoðarmenn óskast. Blikksmiðjan Sorli Sörlaskjóli 66. Sendisveinn Röskur og ábygsilegur sendisveinn óskast hálfan daginn. CUDOGLER H.F. Brautarholti 4. Punkt suðuvél ákast til kaups eða leigu. Upplýsingar í síma 36562. Sendisveinn óskast strax hálfan eða allan daginn. Heildverzlun KRISTJÁNS Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. Einbýlishús við Akurgerði 6 herbergi og bílskúr. Láust til íbúðar fljótlega. Sanngjarnt verð. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, hrl. Laufásvegi 2 — Sími 19960. ANGLIA De Luxe ANGLIA De Luxe bifreiðin hefir fjögurra strokka toppventlavél, 41 hestöfl. ANGLIA De Luxe hefir fjögurra gíra gírkassa. ANGLIA De Luxe er bifreiðin, ásamt Ford Consul 315, með hina sérstöku gerð á afturrúðu sem fyrir- byggir, að á hana setjist snjór, vatn eða óhreinindi, því ætíð óhindrað útsýni yfir umferð sem á eftir kemur. VERÐ FRÁ 128 ÞOSUND KRÓNUM. Leitið nánari upplýsinga. ' FORD-nmboðið KR. KRISTJÁNSSOIM HF. Suðurlandsbraut 2 — Sími‘ 35-300. Rafvirkjar — Bílaverkstæði Prófunartæki fyrir anker og statora. Fyrirliggiandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.