Morgunblaðið - 11.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.10.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIfí Miðvikudagur 11. okt. 1961 Færeyska sendinefndin mðtmælti danska fánanum Fáni Færeyja blaktir nu einn við Listasafnið LEIÐINLEGUR atburður varð í sambandi við opnun færeysku listasýningarinnar í húsakynnum Listasafns ríkisins á laugardag- imn. Ákveðið hafði verið, að þar skyldu blakta þrír þjóðfánar: Færeyskur, danskur og íslenzkur. Færeyslka sendinefndin neitaði bins vegar að mæta við opnuniina, ef danski fáninn yrði ekki tekinn niður. Endanleg úrslit málsins urðu þau, að færeyski fáninn blaktir nú einn við Listasafnið og mun engin breyting verða þar á. — Samkvæmt upplýsingum, er Mbl. aflaði sér í stjórnarráðinu í gær, var forsendan fyrir upphaf- legri ákvörðun um að hafa fán- ana þrjá, sú, að samkvæmt regl- um, sem danska utanríkisráðu- neytið hefur birt, er færeyski fánánn einungis notaður í Færeyj um og á færeyska skipaflotanum. Annars danskur. Mun því hafa átt að gera báðum jafnhátt und- ir höfði með því að hafa bæði fána Danmerkur og Færeyja. ★ a Annars barst Mbl. í gær frétta- tilkynning frá menntamálaráðu- neytinu, sem skýrir málið frekar. Fer tilkynningin hér á eftir: „í dagblaðinu „Þjóðviljanum" f dag er grein undir fyrirsögn- unum „Heimtuðu danskan fána við færeyska myndlistarsýningul Furðuleg framkoma danska sendi herrans og Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráðherra“. í upphafi greinarinnar segir: „í sambandi við færeysku myndlistarsýning- una, sem hér er haldin um þess- ar mundir gerðust þeir furðu- legu og ósæmilegu atburðir, að sendiherra Dana á íslandi, Bjarne W. Paulson og Gylfi Þ. Gísla- son menntamálaráðherra kröfð- ust þess, að danski fáninn yrði látinn blakta fyrir utan Þjóð- minjasafnshúsið þar sem sýning- in er haldin. Gekk ofurkapp þeirra svo langt, að á sunnudag var enginn fáni fyrir utan húsið, þar sem menntamálaráðherra lagði bann við því, fyrst sá danski væri ekki hafður þar með. í gær gáfu þeir félagar sig loks og blaktir færeyski fáninn nú einn á stöng fyrir utan hina merku sýningu". Þar sem hér er rangt sagt frá því, sem gerzt hefur, telur menntamálaráðuneytið rétt að skýra frá gangi þess máls, sem um er rætt, að því er mennta- málaráðuneytið snertir. Fimmtudaginn, 5. október kom framkvæmdastjóri Menntamála- ráðs, Gils Guðmundsson, á fund ráðuneytisstjóra menntamálaráðu neytisins, Birgis Thorlacius, Og ræddi við hann um, hvaða til- högun skyldi hafa á notkun fána við opnun sýningarinnar. Taldi ráðuneytisstjórinn eðlilegast, að þrír fánar yrðu hafðir uppi við Opnun sýningarinnar, íslenzki, danski Og færeyski fáninn. Voru þeir fyrir sitt leyti sammála um þá tilhögun og að rétt væri að ræða hana við hlutaðeigandi að- ila. Skýrði ráðuneytisstjórinn menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni, frá þessu 'samdægurs. Hafði ráðherrann ekkert við þessa tilhögun að athuga, en bað um, að danska sendiráðinu yrði skýrt frá því fyrirfram, að til- högunin yrði þessi. Ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytisins skýrði sendiherra Dana, Bjarne W. Paulson, frá því, hvernig ætl- unin væri að haga notkun fána við opnun sýningarinnar, og hafði hann ekkert við það að athuga. Þegar menntamálaráðherra, sem Menntamálaráð hafði beðið að opna sýninguna, að viðstödd- um forseta íslands, kom til sýn- ingarinnar laust fyrir kl. 5, blöktu tveii' íslenzkir fánar Og einn fær- eyskur við hún. Þegar ráðherra spurði formann og framkvæmda- stjóra Menntamálaráðs, hvers vegna sú tilhögun væri ekki á höfð, sem um hefði verið rætt milli ráðuneytisstjórans og fram- kvæmdastjórans, kom í ljós, að af hálfu Menntamálaráðs hafði málið ekki verið rætt við fær- eysku listamennina fyrr en sama dag og sýninguna átti að opna, en þeir hafi þá skýrt frá því, að þeir mundu neita að vera við- staddir og jafnvel taka niður * Smáborgarháttur og stórborgarsnið Oft finnst okkur, sem í Reykjavík búum, bærinn helzt til lítill og smáborgaralegur og afskiptasemi íbúanna hvers um annars gerðir nær óþol- andi. Ekki sízt þar sem það virðist í mannlegu eðli að taka af litlum velvilja á málefnum sem lítt er um vitað jafnvel þó sjálfsagt þyki að fjalla um þau. En allt hefur tvær hliðar. Jafnvel smábæjarhátturinn getur haft sína kosti. Algert afskiptaleysi stórborgarbúans um örlög náungans er ekki alltaf sem geðfeldast. Það fannst mér a. m. k. er ég varð vitni að einu slíku atviki á götu í Paris fyrir skömmu. •jLítið^^atvil^ið^ignu Við vorum á gangi við Signu í glaða sólskini og hugs uðum okkur að taka okkur far með einum af skemmti- bátunum upp eftir ánni. Allt í einu komum við þar að sem nokkrir smábátar voru að myndir sínar, ef danski fáninn væri notaður. Ráðherrann lét í ljós óánægju yfir því, að fá ekki um þetta vandamál að vita fyrr en á síðustu stundu og taldi sér nauðsynlegt að skýra ríkisstjórn- inni frá málinu. Þar eð hann hafi ákveðið ferð í Borgarfjörð með Jörgen Jörgensen, fyrrverandi menntamálaráðherra Dana, á sunnudag, gat hann ekki náð til ráðherranna fyrr en á mánudags- morgun og taldi því rétt, að ekk- ert yrði flaggað við Þjóðminja- safnshúsið á sunnudag, eða þang- að til tóm hefði gefist til þess að ræða þetta deilumál. Fyrir hádegi á mánudag skýrði menntamála- herra samráðherrum sínum frá málavöxtum, og varð það ein- róma álit ráðherranna, að úr því að ágreiningur væri um þá til- högun, sem upphaflega hefði ver- ið rætt um væri heppilegast, að færeyski fáninn einn væri notað- ur. Var hann því dreginn að hún við Þjóðminjasafnið í gær. Sendiherra Dana á fslandi hef- ur engin afskipti haft af þessu máli, Og harmar ráðuneytið mjög, að honum skuli hafa verið bland- að í málið, eins og gert er í frá- sögn Þjóðviljans." ★ Mbl. náði í gær tali af formanni færeysku sendinefndarinnar, sveima. Þeir voru mannaðir björgunarmönnum sem voru með hjálma á höfði og árbakk inn var þakinn lögreglumönn um. Það leyndi sér ekki að þarna var verið að slæða og leita einhvers á botni árinnar. Rétt í þann mund sem við komum þarna að, sá á manns- fót, sem kom upp með einum bátnum, dreginn af kaðli. Mannslíkami fylgdi á eftir, óhugnanlega bleikur og linur, klæddur sundskýlu. Sá hafði sýnilega verið að synda í ánni, svo óhrein sem hún er. Maðurinn var dreginn upp í bátinn. Við undruðumst það, að ekki skyldu hafnar björgunar Hanusi við Högadalsá, og vildi hann fátt um atburðinn segja ann að en það að hann hefði ekkertvið endanlega niðurstöðu málsins að athuga. Sagði hann, að íslands- ferðin hefði verið mjög ánægju- leg að undanskildu fyrrnefndu atviki. Sá vandi hefði nú verið leystur og mundu Færeyingar fara ánægðir heim á fimmtudag- ínn. Ný tegund kartöfluupptöku- vélar AKUREYRI, 23. sept. — Ný- lega var tekin í notkun hjá Til- raunastöð ríkisins í Gróðrarstöð inni á Akureyri mjög fullkom- in kartöfluupptökuvél. Vél þessi er af svissneskri gerð — Samro Spezial. Vélin er dregin af meðal- stórri dráttarvél, en á sjálfri upptökuvélinni sitja 6 menn, og fjarlægja þeir mold og ræt- ur, sem kunna að sitja á kart- öflunum. Þessi hreinsun fer fram á færibandi úr rimlum. Moldin og annar úrgangur fell- ur niður, en kartöflumar halda áfram eftir færibandinu og falla síðan í poka, sem er fremst á vélinni. Er pokamir fyllast, skilur vélin þá eftir á jörðinni, en heldur áfram upptökunni. Ekki liggja fyrir neinar tölur um hraðvirkni vélar þessarar, en til að sjá virðist hún mjög fljótvirk og sérlega vandvirk. Ef þetta tæki reynist svo sem sýnist, mun vera komið hér kærkomið verkfæri fyrir þá, sem stunda kartöflurækt í stór- um stíl. — St. E. Sig. æfingar strax í bátnum, og enn meir er við sáum að róið var í land og lögregluþjónar tóku við líkamanum og stungu án frekari umsvifa undir strigaábreiðu. Nú fóru allir að tygja sig til brottfarar. Björgunarsveit- in tók saman áhöld sín, lög- regluþjónar og nokkrir aðrir menn stóðu við strigann og böðuðu út höndunum, voru sýnilega að ræða það hvernig slysið hefði orðið. áður en þeir tíndust í burtu, og áhorf- endur hurfu einnig á brott. Ein ung stúlka hallaði sér upp að manninum sem með henni var, hafði sýnilega orðið nokkuð urn þessa sýn. Lárus Halldórsson Lágafellsskóli settur í 40. sinn Reykjum, 3. okt. UNGLINGA og barnaskólinn að Brúarlandi var settur í g«er í Lágafellskirkju að viðstöddu fjöl menni. Hinn góðkunni skólamaður og æskulýðsleiðtogi Lárus Halldórs- son setti skóla sinn í fertugasta skipti. Á þessum merku tímamót um vill svo skemmtilega til að hluti af hinum nýja skóla verður tekinn í notkun. Með hinum nýja skóla leysast húsnæðisvan'dræði skólans en hann var tvísettur og hafði einnig húsnæði á leigu I Hlégarði. Hinn mikli fjöldi nem- enda Lárusar senda honum hlýjar kveðjur í tilefni af þessum tíma- mótum. um. Nokkru ofar sáum við hvar hópur manna stóð uppi á götunni og horfði niður á bakkann, þar sem maður hall- aðist upp að veggnum, drukk inn eða veikur? Er hann var að hverfa okkur sýn, sáum við að hann reikaði fram á bakkann og datt endilangur, án þess að hreyfa sig meir. Þá fyrst kom einn maður úr áhorfendahóp niður tröppurn- ar til hans. Er við 'sigldum fram hjá staðnum, þar sem líkið hafði verið slætt upp um tveimur tímum áður, var striginn þar enn og lögregluþjónn gekk þar fram og aftur, aleinn. Er við komum í land hálfri stundu síðar, fórum við á stað inn, kunnum ekki við þetta algera afskiptaleysi. Við spurð um lögregluþjóninn hvað þarna hefði gerzt og hvers vegna líkið væri ekki flutt í líkhús. — Ég hefi ekki hugmynd um það. Ég kom á vagt hér fyrir 15 mínútum og mér var bara sagt að standa hér vörð, var svarið. • 60% fleirum bjargað Nú héldum við á næsta kaffihús, pöntuðum okkur einn Dubonnet. veitti ekki af hressingu eftir þetta, og keypt um blaðið Figaro af næsta blaðastráki. Við opnuðum það. Þar blasti við heil síða, skreytt teikningum, um hina nýju aðferð til að lífga fólk úr dauðadái með því að anda ofan í lungu þess. Og yfir» skriftin var: „Nú er hægt að bjarga 60% fleirum frá drukknun ef strax er beitt öndunaraðferðinni“. • Efiir 2 '/■» tíma Við fórum líka. Náðum i skemmtiferðabátinn og sigld- um upp eftir ánni ásamt hollenzkum nunnum, Ame- ríkönum með kvikmyndavél- ar og nokkrum Englending-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.