Morgunblaðið - 11.10.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.10.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 11. okt. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 IMh MFNN 06 = MALÍFNI = Ljósmyndarinn Anthony Armstrong-Jones, eiginmaður Margrétar Bretaprinsessu, hef ur nú verið aðlaður og heitir upp frá þessu jarlinn af Snow don. En brezka þjóðin er alls ekki uppnæm fyrir þess- ari útnefningu og umtalið, sem hún hefur vakið er sáralítið. Ritarar slúðurdálkanna hafa varla látið á sér kræla og flest ir tóku fréttinni með hóg- væru brosi. Fréttin hefur í sjálfu sér mjög litið gildi, en blöðin hefðu ekki látið hjá liða að gera mikið úr henni, ef þau hefðu fengið hana fyrir nokkr um mánuðum. Alvarlegri blöðin hafa að- eins minnst á þetta og nokkur hafa drepið á, að hver ríkis- erfingi eigi rétt á titli, en barnið, sem Margrét pnnsessa Sakrta herra Jones væntir um mánaðarmótin verður 5. í röðinni til ríkis- erfða. Hið íhaldsama blað Daily Telegraph fagnaði ekki einu sinni fréttinni. Daily Mirror lýsti sig hinsvegar andvígt útnefningunni og sú staðreynd fer sennilega ekki framhjá mörgum. Þó Daily Mirror sé ekki mikið iesið með al heldra fólks, þá líta flestar konur í það. Blaðið endur- speglar skoðanir almcnnings í Bretlamli á hinum ýmsu málum og stjórnmálamaður eða útlendingur vill kynnast þeim, er bezt fyrir hann að lesa Daily Mirror. Daily Mirror hefur hafnað hinum nýja titli og segir að blaðið muni halda áfram að kalla unga manninn hcrra Hennar konunglega tign Margrét prinsessa, greifafrú af Snowdon og jarlinn af Snowdon vænta barns síns um máu- aðarmótin. Armstrong-Jones, eða „Tony“. Það segir að flestir séu von- sviknir yfir því að ekki sé lengur neinn herra Jones með al alls íburðarins innan kon- ungsfjölskyldunnar. Auðvitað þykir sjálfsagt að aðla Armstrong-Jones og ómótmælanlegt meðal flestra þó að það veki enga hrifningu. Barnið, sem í vændum er og gengur næst hinum þremur börnum Elísabetar drottningar og móður sinni Margréti prins essu að ríkiserfðum, þykir næg ástæða. Sennilegt er að eftir einn eða tvo mánuði hafi Englend- ingar vanist hinu nýja nafni, en jarlinn mun áreiðanlega ekki vekja eins mikla athygli og herra Jones hefur gert til þessa, en það mun frekar gleðja hann en hryggja, 1 Fyrir síðustu helgi voru gefin saman í hjónaband af séra óóni Þorvarðssyni, ungfrú Ingibjörg Vigfúsdóttir, Blönduhlíð 4 og Baldur Davíðsson, mælingamað- ur, Framnesvegi 57. — Heimili þeirra verður að Framnesvegi 57. Ennfremur ungfrú Guðrún Hinriksdóttir, Eskihlíð 12b og Kristján Bernódusson, vélvirkja nemi, Lönguhlíð 29. Heimili þeirra er að Miklubraut 74. ÁHEIT OC GJAFIR. Áheit og gjafir til Barnaspítálasjóðs Hringsins: HCA 1000; J.Th. 150; Minn ingargjöf um Jónu Jóhannesdóttur frá Laxamýri, frá Arna Benediktssyni kr. 3000; Minningargjöf um Sigríðu Ing- veldi Asmundsdóttur, frá P.Þ. 1000; áheit frá AG 100, frá sjómanni 100; frá ónefndri konu í Borgarnesi 200. — Kvenfélagið Hringurinn færir gefend um sínar innilegustu þakkir. Gamla konan: HEA 100; KN 100; K og P 100, Jónína 500; IS 500. Fjölskyldan á Sauðárkróki: Bjarni Kolbeinsson, Njálsg. 80 250 kr.; í».H. 100; Bjöm 200. Lamaða stúlkan, afh. Mbl.: — K og P kr. 100. Ríkharður Jónsson: — Páll Jörunds- son kr. 200. Aldarafmæli séra Bjarna horsteins- sonar: — Guðrún Olafsdóttir kr. 100. Sjóslysið á Hornafirði: — LL kr. 100; NN 100; GG 100; PS og SP 500; NN 150; Skerfirðingur 200; mæðgur 100; ómerkt 200; HEA 200; K og P 300; HG 100; DF 100; HS 500; NN 100; Kristjana og Guðrún 1000; NB 100; NN 20; Krist- mundur Gíslason 200; Anna 50; Erla 200; Guðrún Olafsd. 200; Runólfur Jónsson 100; Sigríður Jónsd. 100; NN 200; SG 200; Starfsmenn Iþróttahall- arinnar í Laugardal: Kristján Friðriks son 100; Magnús Skarphéðinsson 100; Sig. Tryggvason 100; Magnús Gíslason 100; JHG 200; I>orsteinn Stefánsson 100; John Petersen 50; Sigurjón I>or- valdsson 150; Magnús Helgason 50; Guðm. Sigurðsson 100; Einar Sturlaugs son 50; Lúðvík Guðjónsson 100; Gunn- ar Kristjánsson 100; Þórður Kristjáns- son 50; Olafur Tynes Jónsson 100; Jón Hermannsson 50; Emil Gíslason 100; Karl Guðlaugsson 50; Höskuldur Guðmundsson 100; Gunnar Marinósson 100. Mynd þessl var tekin af hinum nýja forsætisráðherra Sýrlands, dr. Kuzbari og þremur af fjórum börnum harrs á heimili þeirra í Dama- scus. Börnin eru (frá vinstri) Chafic, 12 ára, Sahira 4 ára, situr í kjöltu föður síns og Safwan 8 ára. Frú Kuzbari ) sagðist ekki vilja sitja fyrir ^ í hjá ljósmyndurum. íbúð til leigu 2—4 herb. í steinhúsi. Tilb. sendist Mebl. fyrir annað kvöld merkt „Miðbær“ Ráðskona óskast í nágrenni Reykja- víkur. Öll þægindi má hafa með sér 1 eða 2 börn Uppl. í síma 16937 eða 22641 Verkamenn og húsasmiðir óskast nú þegar í byggingavinnu. — Innivinna að mestu. Uppl. í síma 16362 Vinna Óska eftir vinnu á kvöldin. Ræsting á skrifstofu eða verzlun æskileg. Tilb merkt „Húsmóðir — 5648 ' send- ist blaðinu fyrir laugardag Gítarkennsla Þau böm sem hafa áhuga á að læra á gitar hringi í síma 35725. Helga Jóns — Gullteig 4. Keflavík Kærustupar óskar eftir 1 herb. og eldhúsi nú þegar. Uppl. í síma 2394. Keflavík Vantar 1—2 herb. og eld- hús eða eldunarpláss. — Símaafnot nauðsynleg. Tilb sendist á afgr. Mbl. merkt „Sími 5646“ Rennibekkur óskast til leigu. Uppl. í síma 36562 A T H U G I Ð að borið saman ð útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðiuu, en öðium blöðum. — Keflavík Til sölu nýlegur stuttur pels að Faxabraut 35B. — Keflavík Húsnæði það sem Permanentstofan Ingólfs- stræti 6 hefir starfað í, er til leigu. — Uppl. í síma 11873. 3ja herbergja íbúð óskast til leigu 1 nóv. Hjón og tvö uppkomin börn. — . Reglusemi. — Uppl. í síma 50626 Til sölu ítalskur gólfdúkur A og C þykkt, ennfremur nokkrar rúllur múrhúðunarnet. — Uppl. í síma 33590 milli kL 7 og 8 e.h. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Kjötbúð Norðurmýrar Háteigsvegi 2. Sími 11439 og 16988. Húsbyggjendur Vantar 1x6 mótatimbur í skiptum fyrir efniskeyrslu Uppl í síma 34669. Stúlka c með barn óskar eftir ráðs konustöðu á fámennu heim ili. Tilb. ásamt helztu uppl sendist blaðinu fyrir 16 okt merkt „Reglusöm — 7066“ Gítarkennsla Uppl. í síma 33322 (milli kl 6—7) Svavar Lárusson Selvogsgrunni 3. Trérennibekkur óskast Uppl. í síma 32256. MUNIÐ smurbrauðssöluna SKIPHOLTI 21 Veizlubrauð og snittur afgreitt með stutt- um fyrirvara. Sæla café Sími 23935 eða 19521 íbúð óskast Höfum kaupanda að 5—6 herbergja nýlegri hæð, sem mest sér. Mjög mikil útborgun. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9 — Sími 14400. linglingar óskast TIL AÐ BERA BLAÐIÐ í EFTIRTALIN HVERFI Langhoftsveg II Ví&imel og Grettisgötu 1 Sími 22480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.