Morgunblaðið - 11.10.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.10.1961, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 11. okt. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 Saknar starfsins í Norræna ráðinu en ekki ríkisþingsins Viðtal við Nils Herlits EINN þeirra fraeðimanna, sem sæmdur var nafnbót heiðurs- doktors við Háskóla íslands á laugardag, var Svíinn dr. phil. et jur. Nils Herlitz, einn þekktasti sérfræðingur um stiórnarfar og stjórnlög, sem nú er uppi á Norðurlöndum. Morgunblaðið átti viðtal við hann á mánudags- morgun, en það varð styttra en etni stóðu til, þar eð prófessor Herlitz hafði kennt lasleika dag- inn áður, og var enn fremur máttfarinn. — Þér hafið bæði kennt sögu og lögfræði við háskóla, er ekki svo? — Jú, upphaflega var ég docent í sögu við Uppsalaháskóla, en á'hugi minn beindist smám sam- an að stjórnarfarsrétti. Fyrsta verk mitt var um pólitík Karls XII, en síðar skrifaði ég sögu Ibæjarstjórnar í Svíþjóð. Það verk var e.k. millistig, áður en ég sneri mér að lögfræði og lauk prófi í henni. Sérgreinar mínar eru ríkisréttur og þjóðaréttur, og érið 1927—1955 var ég prófessor í lögum við háskólann í Stokk- hólmi. 1938 hélt ég fyrirlestra við háskóla í Bandarikjunum. — Hvað fáizt þér einkum við um þessar mundir? — Seinustu árin hef ég lítið við ennað sýslað en samningu geysi- mikils ritverks, „Nordisk Offent- lig Rett“. Fyrstu tvö bindin eru komin út. í því sambandi hef ég feynt að ráða mig fram úr ,4,Stjórnarfarsrétti“ eftir Ólaf Jó- hannesson. Ég skil að vísu ekki mikið í íslenzku, en get þó skilið nokkurn veginn víðast hvar, við hvað er átt. Hér hef ég svo feng- ið aðstoð lögfræðinga við að lesa bókina. — Þér hafið haft talsverð af- skipti af stjórnmálum. — Á tímabili gerði ég það. Ég var kosinn fulltrúi hægri flokks- ins á ríkisþingið 1939 og sat á þingi í 17 ár. — Hvað viljið þér segja um stjórnmálaástandið í Svíþjóð? — Ég vil helzt tala sem minnst um það, þar sem ég er ekki leng- ur virkur þátttakandi í stjórn- málabaráttunni. Ég sit við skrif- borðið og stunda fræði mín, sem liggja á öðru sviði. Ég er ekki nógu vel að mér lengur um gang stjórnmálanna. .— En viljið þér segja nokkuð um samstarfstilráunir borgara- flokkanna? — Þær ganga ekki nógu vel. Hægri flokkurinn og Þjóðflokk- urinn standa nærri hvor öðrum, en sá síðarnefndi kærir sig e.t.v. ekki um of náið samstarf af ótta við, að ýmsir hópar innan hans myndu þá fara yfir um til Hægri flokksins. Samstarfið ætti að vera betra en það nú er. Það er að visu töluvert, en þó ekki svip- að því eins mikið og t. d. sam- vinnan milli Vinstri manna og íhalcLsflokksins í Danmörku. Hins vegar er allt samstarf við Mið- flokkinn (Bændaflokkinn) örð- ugra, því að þeir reyna ávallt að stjórna hlutunum eftir sínu höfði. Þeir hafa líka viss tengsl við Sósíaldemókrataflokkinn. — Þér hafið dvalizt hér áður? — Já, tvívegis. í fyrra skiptið kom ég hingað árið 1936 til þess að halda fyrirlestur á „sænsku Nils Herlitz vikunni", sem þá var haldin hér. Það voru yndislegir og ógleym- anlegir dagar. Næst kom ég hing að í ágúst 1955. Þá var ég aðal- forseti þings Norræna ráðsins. Ég tel mig einn upphafsmanna Norræna ráðsins, og ég ber mál- efni þess æ fyrir brjósti. Norræna ráðið er mér mikið hjartans mál. Ég sakna starfsins þar, en ég sakna ríkisþingsins ekki. Langhelle endur k j örinn OSLÓ, 6. okt. — Einkaskeyti til Mbl. Nils Langhelle var end- urkjörinn forseti Stórþingsins í dag en embætti varaforseta féll í hlut Hægri flokksins. — Skúli. S íldarverksm jð|usamtök Austur- og Norðurlands STOFNUÐ hafa verið samtök þeirra verksmiðja á Austur- og Norðurlandi, sem vinna sumar- veidda síld og eru í eign ein- etaklinga, félaga og bæja- eða rveitarfélaga, en innan þeirra •ru síldarverksmiðjur, er bræddu *im helming þess síldarafla, sem *1. sumar fór í bræðslu. Nefnast eamtökin Síldarverksmiðjusam- töik Austur- og Norðurlands, ekammstafað S.A.N. og eru stað •ett á Akureyri. Aðaltilgangur samtakanna er dð vinna að hagsmunamálum verksmiðjanna, m.a. að því: 1. Að tekið verði tillit til sjónar- miða þessara samtaka um verð- lagningu hráefnis. 2. Að endur- bæta skipulagningu á sölu af- urða, sjá um athugun á hag- kvæmum innkaupum reksturs- vara og miðlun tæknilegra upp- lýsinga. 3. Að samtökin styrki meðlimi gína við útvegun rekst- ur« og stofnlána. Tildrög stofnunar þessara sam taka voru þau að haustið 1960 komu fulltrúar frá síldarverk- smiðjum á Austur- og Norður- landi saman til fundar í Egils- staðakauptúni, en hvatamaður þess var Guðmundur Guðlaugs- son, framkvæmdastjóri Krossa- nesverksmiðjunnar. Var þá kos- in undirbúningsnefnd til stofnun ar samtakanna en hana skipuðu Thor R. Thors, Reykjavík, Sigur jón Þorbergsson, Vopnafirði og Jóhannes Stefánsson, Neskaup- stað. Hélt hún fund á Hjalteyri í byrjun september og varð síð- an boðað til stofnfundar á Akur eyri 23. þ.m. í Stjórn voru kosnir: Vésteinn Guðmundsson, Hjalteyri formað- ur, Sigurjón Þorbergsson, Vopna firði, gjaldkeri, Jóhannes Ste- fónsson, Neskaupstað, varafor- maður og varamenn Gunnlaugur Jónasson, Seyðisfirði, Thor R. Thors Reykjavík og Kristinn Jónsson, EskifirðL BARNIÐ fær fyrstu tennurn- ar um 6 mánaða gamalt og tveggja ára, er það oftast bú- ið að fá allar barnatennurn- ar. Nauðsynlegt er að hirðing tannanna hefjist eins fljótt og auðið er og alls ekki síðar en þegar barnið er tveggja ára, svo að hreinsun tannanna verði því eins sjálfsögð og að Hiröing tanna þvo sér um hendurnar og and- litið. Tennurnar þarf að bursta að lokinni hverri máltíð og um- fram allt að sofa með hreinar tennur. Börnin eru ekki sjálf fær ixm að annast hreinsun tanna sinna fyrr en þau eru 7—8 ára gömul og jafnvel eftir þann aldur þurfa foreldrarnir að fylgjast vel með því, að tann- burstunin sé rétt framkvæmd. Við burstun ber að gæta þess að hár burstans nái inn milli tannanna í skorur og ó- jöfnur á öllum flötum þeirra og fjarlægi leifar, sem þar kunna að leynast. Ein aðferð er sú, að leggja burstann þann ig að tönnum þeim, sem hreinsa skal, að hár hans bein ist að rótum. þeirra og leggist skáhallt að tannholdinu, en dragist síðan niður eftir því og eftir yfirborði tannanna í átt að bitfleti þeirra. Þannig eru tennur efri góms burstað- ar niður, en neðri tennur upp á við; bitfleti skal bursta fram og aftur. Tannbursti á að vera nægi- lega lítill til þess að auðvelt sé að koma honum að öllum flötum tanna að utan og inn- an. Burstunarflötur hans skal vera beinn og hárin stinn. Bezt er að eiga tvo bursta, nota þá til skiptis, hreinsa þá og láta þorna vel milli notkun- ar. — (Frá Tannlæknafélagi ísl.). Yfirmerm á sildarbátum vilja fá ákveðið verð á haustsíldirmi LAUGARDAGINN 30. septem- ber sl. boðaði stjórn Farmanna- og fiskimannasambands íslands til sameiginlegs fundar í Reykja vík með yfirmönnum á síldveiði- skipum við Faxaflóa. Tilefni fund arins var mikil óánægja yfir- manna útaf því, að ekki hefir ennþá verið ákveðið verð á haust síldinni, hvorki í salt, frystingu, bræðslu, eða annarar vinnslu. — Fundinn sóttu um 50 yfirmenn á síldveiðiskipum við Faxaflóa og urðu miklar umræður um ýms hagsmunamál sjómanna á síld- veiðiskipunum. Eftirfarandi á- lyktun var samþykkt samhljóða: „Fjölmennur fundur yfirmanna á fiskibátaflotanum haldinn að Bárugötu 11 hinn 30. sept. 1961 skorar á ríkisstjórn og viðkom- andi aðila, að ákveða nú þegar verð á Suðvesturlandssjld og að undirbúin verði móttaka og hag- nýting aflans þannig, að þessar veiðar megi koma að sem mest- um notum fyrir sjómenn, útgerð armenn og þjóðina í heild. Fund urinn lýsir megnri óánægju yfir því sleifarlagi, sem verið hefir á verðlagningu og nýtingu sjávar afurða á undanförnum árum. Fundurinn kaus fimm manna nefnd til þess að fylgja þessum málum eftir og hlutu eftirtaldir menn kosningu. Andrés Finnbogason, skipstjóri Reykjavík, Gunnar Hermanns- son skipstjóri Hafnarfirði, Egg- ert Gíslason skipstjóri Árbæ Garðahreppi, Ingimundur Ingi- mundarson skipstjórf Akranesi, Einar Guðmundsson skipstjóri Keflavík. Fundarmenn voru sammála um, að teljast mætti ótímabært að hefja síldveiðar fyrr en ákveð ið hefði verið fast verð á haust- síldinni til allrar vinnslu og var skorað á sjómenn og viðkomandi útgerðarmenn, að sameinast um aðgerðir í því efni. Fundurinn skoraði ennfremur á alla þá yfirmenn á fiskibátaflot anum, sem kynnu að vera ófé- lagsbundnir, að láta án tafar skrá sig í viðkomandi félag. Að öðr- um kosti væri hætta á, að samn- ingsbundin tryggingarskylda á- samt fleiru gæti fallið niður. (Fréttatilkynning frá Farmanna og fiskimannasambandi íslands) Mannfall í Vietnam SAIGON, 7. okt. (AP) — Stjórn Suður-Vietnam skýrði frá því í dag, að herir hennar hefðu síð- ustu 14 dagana fellt 374 kommún- íska uppreisnarmenn og væri þetta fremur rólegt tímabil. Harð ari átök virtust hins vegar vera framundan. — Ekki liggja á lausu opinberar tölur um mann- fall í liði Suður-Vietnamstjórnar, en nýlega var því haldið fram. að um 1500 suður-víetnamiskir menn létu lífið hvern mánuð. Siiffóniuhljómsveit íslands Ríkisútvarpið Fyrstu tónleikar ársins í Háskólabíói á fimmtudags- kvöld kl. 9. Verkefni: Dvorák, Mendelssohn og Rimsky-Korsakoff Einleikari: M. RABIN Áskriftir fást í Ríkisútvarpinu. Lausir miðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Lárus- ar Blöndal. Penrose Annual 1961 Nauðsynleg handbók fyrir prentara. teiknara og bókautgefendur Smty örtutonssím& Co.h.f THE ENGLISH B00KSH0P Hafnarstrœti 9 — Símar 1/936 10103

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.