Morgunblaðið - 11.10.1961, Qupperneq 3
MiSvikudagur 11. okt. 1961
MORGUNBLAÐ1Ð
3
I
Saknarðu
HVERNIG tilfinning skyldi
það vera að eignast nýjan bíl?
Á hlaðinu fyrir framan Kr.
Kristjánsson h.f. stendur gljá-
fægður Taunus 17 M. Það er
búið að selja þennan grip. Eig-
andi hans er Ágúst Hákonar-
son, sem rekur Skiltagerðina.
Hann stendur við bílinn og
spjallar við Sigurgeir Sigurðs-
son hjá Kr. Kristjánsson.
— Eg finn nú fyrst Og
fremst til öryggiskenndar, seg
ir Ágúst, ég er orðinn of gam-
all til að vera upp með mér og
vilja láta alla horfa á mig og
bílinn.
— Átturðu bíl áður?
— Þetta er sá fjórði í röð-
inni. Sá, sem ég átti síðast,
var orðinn 6 ára.
— Þetta eru þá viðbrigði fyr
ir þig?
— Nei, ekki svo mikil. Eg
liélt þeim gamita alltaf vel við.
En það er auðvitað munur
að þurfa ekki að vera að hugsa
um viðhald.
— Saknarðu þess gamla?
— Eg get ekki neitað því.
Hann var orðinn samgróinn
mér. Þessi verður það sjálf-
sagt líka, en það tekur sinn
tíma.
— Er nokkur skyldleiki með
þessu og hjónabandi?
— Við skulum sleppa því.
— Ertu ekki giftur?
Ágúst Hákonarson við stýrið á nýja bilnum.
gamla bílsins?
— Jú, en ég segi ekkert um •— Hefur konan þín bílpróf,
það. •— Já.
— Hefurðu nokkurn tíma — Er hún ekki hrifin af
átt hest? gripnum?
— Nei, ég get engan sam- — Þú getur nærri.
anburð gert á hesti og bíl. — Börnin?
CM
Ágúst Hákonarson og Sigurgeir Sigurðsson ræða um nýja bílinn. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
Strompleikurinn
kominn í bókabúðir
Handíða- og mynd-
listarskólinn
HANDÍÐA- og myndlistarskól-
inn var settur 3. þ. m. af Lúðvíg
Guðmundssyni, fyrrv. skólastj.
Kennsla í skólanum hófst þegar
næsta dag. f vetur verða nokk-
uð á þriðja hundrað nemenda í
skólanum. Dagdeildir skólans,
myndlistadeildin, kennsludeild
hagnýtrar myndlistar og vefn-
aðarkennaradeildin eru fullskip-
aðar. í þeim deildum er flesta
caga kennt 6—7 stundir. Flest
aíðdegis- og kvöldnámskeiðin
eru nú þegar fullskipuð.
Hinn nýi forstöðumaður skól-
ans, Kurt Zier rektor, kom til
landsins aðfaranótt 7. þ. m. og;
hefur 'hann nú þegar tekið við
Starfi sínu. Kennarar skólans
verða í vetur, eins og að undan-
gengnu, nál. 20 að tölu.
( Aðalkennarar í myndlistum
verða, auk forstöðumannsins,
Eigurður Sigurðsson, listm.,
Sverrir Haraldsson, listm., Bragi
'Ásgeirsson, listm. og frú Krist-
ín Jónsdóttir, Aðalkennarar í
vefnaðarkennaradeildinni e r u
frú Guðrún Jónasdóitir, frú Mar
grét Ólafsdóttir, frú Sigríður
Halldórsdóttir og frú Vigdís
Kristjánsdóttir, Listasögu í öll-
um lagadeildum kennir Björn
Th. Björnsson, listfr.
í KVÖLD frumsýnir Þjóðleik-
húsið hinn margumtalaða Stromp
leik Halldórs Kiljans Laxness,
Aðalfundur Kenn-
arafélags Mið-
vesturlands
Akranesi, 10. okt.
AÐALFUNDUR Kennarafélags
Miðvesturlands var haldinn hér í
barnaskólanum dagana 7. og 8.
þ.m. Þar flutti erindi Þórleifur
Bjarnason námstjóri, Aðalsteinn
Eiríksson námstjóri, sem jafn-
framt er fjármálaeftirlitsmaður
skóla, og Jónas B. Jónsson
fræðslumálafulltrúi Reykjavíkur-
bæjar. Að loknu síðasta erindinu
hafði bæjarstjórn Akraness boð
inni fyrir fundarmenn. Hálfdán
bæjarstjóri flutti stutt ávarp.
Milli 30 og 40 kennarar sóttu
fundinn. — Oddur.
og í dag kemur hann á markað-
inn í bókarformi hjá bókaútgáfu
Helgafells. Bókin er 133 bls. og
bundin í sama band og önnur
verk skáldsins 1 heildarútgáfu
Helgafells.
Strompleikurinn er gamanleik-
ur í þrem þáttum, og er annar
þáttur tvískiptur. Leikurinn á
sér stað um miðja 20. öld „í norð
lægu landi“. Fyrsti þáttur fer
fram í herbragga, annar þáttur
á sér stað þrem árum síðar og
fer fram í vöruskemmu og á flug
stöð, þriðji þáttur á sér stað
viku seinna og er sviðið hið
sama og í fyrsta þætti.
Persónur leiksins eru ellefu
talsins: Frú Ólfer. ekkja af góð-
um ættum; Ljóna Ólfer, dóttir
hennar; Útflytjandinn; Inn—
flytjandinn; Saungprófessorinn;
Kúnstner Larsen; Lambi miljón-
er sjómaður og barnakennari;
Útflytjendafrúin; Saungprófess-
orynjan; Óla og Fulltrúi Andans
úr Japan. Þá koma við sögu
„þrjú s-jógörl“, þrír lögregluþjón
ar, fiskimatsmaður og nokkrir
hátíðagestir.
— Já, og barnabörnin.
— Ertu svona gamall?
— Já, þó finnst mér ég ekki
vera gamall.
— Þú yngist auðvitað við að
fá þér nýjan bíl?
— Það er ekki ósennilegt.
— Finnst konunni þinni það
ekki?
— Við skulum ekki blanda
öðrum konum inn í þetta?
— Nei.
— Ætlarðu ekki í ferðalag
á nýja bílnum fyrir veturinn?
— Það er betra fyrir hann
að aka ekki bílnum mikið
fyrst, segir Sigurgeir hjá Kr.
Kristjánssön, eftir fyrstu 500
til 600 km tökum við bílinn
og mælum hann og stillum.
— Hafið þið selt marga bíla
eftir að innflutningurinn var
gefinn frjáls?
— Já, milli 60 og 70, Og fyr-
irspurnum linnir ekki eftir að
við höfðum sýninguna.
— Hvað kostar svona vagn?
— Standardverðið er 172
þúsundir.
— Þú ert svona ríkur,
Ágúst?
— Við skulum ekki fara út
í það.
— Hvenær tókstu bílpróf?
■— Árið 1926. Það var Egill
Vilhjálmsson, sem prófaði
mig. Þá varð maður að aka
Lækjartörg og upp að Vatns-
þró. Svona er maður orðinn
gamall.
Bókin kemur í bókabúðir í dag,
og má búast við að mörgum sé
forvitni á að kynna sér efni
leiksins, áðúr en þeir sjá hann.
STAKSTEIiVAR
Fræði Marx op- Lenins
Þjóðviljinn birtir í gær samtal
við mann þann, sem mynd birt-
ist hér af, og nefnist Þór Vig-
fússon. Blaðið segir Þór þennan
hafa stundað ná.m í Austur-
Þýzkalandi, sjálfsagt á styrk
frá menntamálaráði. Og hvert er
nú námsefni mannsins? Þjóðvilj-
inn lýsir því þannig:
„Fyrstu tvö árin voru kennd
grundvallarfræði, þ.e. almennr,
pólitísk hagfræði, farið yfir
kapital Marx og imperíalisma
Lenins, almenn hagfræði sósíal-
ismans, vörufræði og heimspeki.
Þór
Vigfússon
— Og er sú heimspeki eitthvaff
lík þeirri, sem kennd er við Há-
skólann hér?
— Ekki er nú hægt að segja
það. Það er kennd söguskoðun
Marxismans, dialektisk og sögu-
Ieg efnishyggja."
Menn furðar sjálfsagt ekki á
því, að þessi hámenntaði maffur
í hinum æðstu fræðum ofbeldis-
ins skuli hafa verið ráðinn starfs-
maður Sósíalistaflokksins. Þaff
er eins og vera ber, að mentn
snúi sér að þeim störfum, sem
þeir hafa hlotið sérmenntun L
Lízt illa á stjórnina
Þessi doktor i hernaöarfræð.
um Leninismans segir síðar í
viðtalinu við Þjóðviljann:
„Mér lízt illa á ríkisstjórnina
og hennar blöð.“
Þeirri yfirlýsingu hlýtur Morg
unMaðið að fagna. Ríkisstjórnin
er sjálfsagt á réttri leið, úr þvi
að hinum kommúnistíska fræði-
manni iizt svo bölvanlega á hana.
Og hann bætir því við, að ástand
ið sé nú mun verra hér á íslandi
en það var, þegar hann fór fyrir
fimm árum. Morgunblaðið getur
vel trúað. að þessum mannri finn-
ist það, enda var vinstri stjórnin
nýstofnuð um það leyti, sem
hann hóf hinn frækilega náms-
feril sinn og fannst kommúnist-
um að vonum að sem flest léki
þá í lyndi.
Að lokum spyr blaðamaður
Þjóðviljans spekinginn: „Lízt þér
þá vel á eitthvað?“ (hér á fs-
landi) — Já mér lízt vel á unga
fólkið ... ! !
• Bakþankar
í Tímanum í gær birtist grein
eftir Kristján Jónsson frá Garðs-
stöðum. Þar stendur m.a.:
„Ég skrifaði undir blöð þessi
(þ.e. plögg samtaka hernámsand-
stæðinga) með þeim fyrirvara aff
ég væri mótfallinn því að ísland
færi úr Atlantshafsbandalaginu
að svo stöddu.
Þá voru gaddavírsstreirgir
Rússa ekki komnir til sögunnar
og því síður hinar geigvænlegu
kjarnorkutilraunir þeirra. Hygg
ég að alþjóðavandamálin hafi
nú snúizt á þann veg síðustu vik-
urnar, að fleiri hefðu slíka at-
hugasemd viljað sett hafa viff
nafn sitt.“
Það er vissulega góðra gjalda
vert að fá bakþanka af því aff
hafa skrifað upp á siðferðisvott-
orðið fyrir Krúsjeff. Hitt mættu
þeir góðu menn gjarnan hafa
hugfast, sem lánuffu nafn sitt, aff
lítið verður austurfrá talið fara
fyrir athugasemdum á borð viff
þær, sem Kristján Jónsson segist
hafa gert. Aðalatriðið er að finna
út, hve víðtækt það ístöðuleysi
lýðræðissinna sé, að Ijá nöfn sín
í þeim áróðursherferffum, sem
skipulagðar eru austur í Moskvu
og kostaðar þaðan.
s
•0