Morgunblaðið - 11.10.1961, Page 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 11. okt. 1961
ÍSLENZK fjósamenning stendur'
ekki á traustum fótum, fjósverk-
in hafa til þessa ekki notið mik-
ils álits, fjósamaður er hálfgert
háðs- og skammaryrði — lengra
erum við ekki komnir víðast
hvar. Og kUnnáttan á þessu sviði
er eftir þvi. Margur bóndinn sem
hefir aðaltekjur sínar af því að
framleiða mjólk, er í voða stadd-
ur ef hann nýtur þess eigi að
Gísli Kristjánsson útvegi honum
danskan fjósamann.
Mikil er menntunin orðin, en
dálítið vixluð og flöt, segir Jónas
Jónsson, og margir eru honum
sammála í hjarta sínu, þótt ekki
endist það til úrbóta. Enn ráða
þeir málum sem telja sjálfsagt
að óharðnaðir unglingar viti deili
á 5 fjörðum sem skerast inn í
Jótland að austan o. s. frv.
Bændaskólinn á Öxavarði á Jaðri.
Hundruð efnilegra manna hafa
sótt til útlanda búnaðarmenntun
margháttaða, kandídatar eru
orðnir fjölmennir, og hafa skipu-
lagt sjálfa.sig sem stétt, meistar-
ar í búfræði og doktorar eru jafn
vel að verða hverdagslegir menn
eins og við hinir. Allt er þetta vel
og gleðilegt. En undarlegt er þaðj
í öllu búnaðarnáminu, að síðustu
áratugum mun ekki nema einn
— segi og skrifa einn — íslenzk-
ur búnaðarnemi erlendis hafa
„lotið svo lágt“ að leggja fyrir
sig nám 1 fjósamennsku svo að
viðurkenndu skólanámi nemi í
þeirri grein, sá maður heitir Ing-
ólfur og var um nokkurtj
skeið fjósamaður á Hvanneyri.
Það er sannarlega þess vert að
nafni hans sé á lofti haldið, það
á heima í búnaðarsögunni. Ingólf
ur lauk námi í eins árs fjósa-
mennsku-skóla á Noregi. Ekki er
þetta sökum þess að erfitt sé að
afla sér gagngóðrar f jósamennsku
kunnáttu við búnaðar-mennta-
stofnanir á Norðurlöndum, fjósa-
mennskukennslu er haldið uppi
sérstaklega við flesta hina betri
bændaskóla. og við 'búnaðarhá-
skólann í Ási hefir t. d. verið
haldið uppi eins árs sérnámi í
fjósamennsku. En slíku námi
sinna ekki íslenzkir menn, ekki
erlendis og ekki heima fyrir. Ef
ég man rétt stóð til hér um árið
að efna til sérnáms i fjósa-
mennsku við bændaskólana okk-
ar, en það reyndist óframkvæm-
anlegt — enginn vildi sinna slíku.
En þess skal líka geta sem
gott er, nýlega frétti ég að norð-
lenzkur bóndi greiddi fjósamann-
inum sínum 6000 krónur á mán-
uði og fría vist, og áukaborgun
fyrir útiverk unnin á milli mála
þegar svo bæri undir, t. d. við
heyskap. Þannig vottar fyrir
Rösk stúlka
r
getur fengið atvimiu nú þegar hjá stóru fyrirtæki
í Miðbænum. Stúdents- eða verzlunarskólamenntun
æskileg. Eiginhandarumsókn er greini aldur, mennt-
un og fyrri störf sendist afgr. Mbl. sem fyrst merkt:
„Framtíð — 157“.
Sendisveinn óskast
Oss vantar sendisvein nú þegar.
Upplýsingar í síma 16600.
óskast í afgreiðslu.
Vinnutími frá kl. 6 f.h.
til kl. 12 á hádegi.
Sími 22480
Um fjós-
verkun og
snyrtitegan
trágang
I f/OSf
fullri virðingu á þessu sviði. —
Líklega verður það Mammon
gamli sem hér ræður úrslitum. —
í FYRRA skrifaði ég um þá
tækni, að gera fjósin hrein hátt
og lágt — þvo þau í hólf og gólf
— með gufutækjum, sem mjólk-
urbúin gera út til þeirra nota.
Nú ætla ég að minnast á annað
líks háttar. —
Ég ek suður Jaðar, um Klepp
og Time og allt til Nærbö. Á báð-
ar hendur bleikir akrar og slegin
tún, en nautgripir á beit í rækt-
uðum högum. Kornskurður er
óðum að hefjast, ég mæti sláttu-
þreski á veginum og hér og þar
dregur traktor kornsláttuvél sem
leggur bundin komkerfin frá
sér rólega og ekki án hátíðabrags. j
Á smábýli sé ég mann aka einum |
hesti og slá akur með sláttuvél
og afleggjara, en kona gengur á
eftir, gerir bendH kerfir og bind-
ur.
Ég beygi út af þjóðleið 40 —
aðalveginum milli Stafangurs og
Óslóar, það sett spjald við veg-
inn „Fjósmálning, sýniskennsla“.
Og ég rek mig eftir fleiri spjöld-
um heim til Toroll Vigre, bónda
sem mér er ókunnur, en mjólkur- |
búið á Nærbö hefir auglýst að í I
dag verði fjósið hjá bónda þess- ,
um málað, og er mönnum boðið
að koma og líta á handaverkin.
Er í hlað kemur verða fyrst fyr-1
ir, til vinstri handar útihús forn
og eigi hrjáleg, hlaðan söðulbök-1
uð og stafnar skekktir. Á hægri
hönd allreisulegt íbúðarhús með1
fornu Jaðarsniði, reynist vera 130
ára og hið vistlegasta þegar inn
er komið, en býður ekki fram hin
nýju þægindi til verka fyrir kven
þjóðina. En sunnan við þetta húsa
hlað getur að líta framtíðina,
mikla útihúsbyggingu, að nokkru
nýstárlega en þó í þeim „upp á
við“ stíl sem hér gerist mest, en
sem ég er ekki trúaður á að eigi
að verða langlífur' í landinu hér
eftir. Þessi upp á við stíll, sem
ég kalla svo er með þeim hætti
að undir er kjallari alsteyptur, j
þ. e. mykjuhús, hlandfor og
geymslur stórar. Á jarðhæð yfir
kjallaranum eru svo gripahús öll,1
einnig alsteypt, og er steypt
hlöðubrú upp að aka og inn i
á fjósloftið. Þar yfir fjós- j
inu og gripahúsunum öllum eins
og byggingin nær. er háreistur
geimur, bitalaus hlaða, hér þann- j
ig gerð að veggir eru alómíneum j
báruplötur á langböndum en þak j
— krossreist — venjulegt þakjárn
á langböndum.
Hér er fyrir öðrum enda bygg-
ingarinnar votheysturn um 8 m
á hæð og nær þak hlöðunnar út
yfir hann. Undir því yfir turn-
inum er komið fyrir hlaupaketti |
rafmögnuðum til þess að lyfta
steyptum steinum til þess að
fergja votheyið með. En í turn-
inn er látið að ísl. hætti, með sax
blásara. í hinum enda þessar j
ar háhlöðu eru tvær mjölgeymsl j
ur uppháar mjög og mjölrennur
niður úr botni þeirra niður í
svínahúsið. En utan á gafli hlöð-
unnar þarna meginn sá ég þegar
ég kom í hlað fylgifisk hinnar |
nýustu hátta við kjarnfóðursölu,'
það voru mjöipípurnar til þessi
að blása fóðurmjöli úr búlka-
vagni inn í mjölgeymslurnar. Um
búlkaflutning á fóðurbæti hefi j
ég áður ritað — líklega í Suður-
land. —
Gripahúsin á jarðhæðinni eru
þau, að í öðrum enda er svína- j
hús fyrir nokkra tugi svína, þá j
er fjós fyrir 26 kýr á bási. og
óaðskilið frá því ungnautafjós
með rimlagólfi, og eru gólfgrind-1
ui úr steyptum bjálkum um 3jaj
inetra löngum. Á sama hát* er
nokkur hluti gólfsins í svínahús- J
inu. Er ætlunin að kenna svínum
og grísum þá siði að hafa hluta
ai hverri stíu til hvíldar og huggu
iegheita, en að ganga örna sinna j
út á þann hluta gólfsins sem er
steingrindagólf. — Svo eru auð-
vitað á hæðinni anddyri. mjólk-1
urhús og önnur hreinlætisað-
staða.
MÁLNINGIN. — f fjósinu voru
margir menn að, flestir með mál-
ararúllur sem við heima á ís-
landi könnumst öll við. Það var
sem sé verið að mála fjós og
svínahús o. fl. með gúmmimáln-
ingu. Allt ósköp kunnuglegt mér
sem Reykvíkingi. En nýlundan
Skrifstofustúlka
Frímerkjaverzlun óskar eftir að ráða, nú þegar,
ábyggilegá, unga stúlku, til að starfa, til skiftis, í
Kaupmannahöfn og Torremolinos (Málaga). Nokkur
þýzku-kunnátta, fyrir utan dönsku-kunnáttu, nauð-
synleg. Reykingar ekki leyfðar innanhúss. Kaup-
krafa, fyrir utan fæði og húsnæði, óskast send. ásamt
mynd, til J. S. Kvaran, Oberst Kochs Allé 29,
Kþbenhavn-Kastrup.
Verkstjdroíélag Suðurnesja
Fundur verður haldinn í Vörubílastöð Keflavíkur
föstudaginn 13. okt kl. 8,30.
STJÓRNIN.
stóra var að mála fjós og svína*
hús, veggi, þak, glugga og hurðir.
byrðslur og jafnvel fóðurgangur-
inn (upphækkaður) var málaður
sérstakri málningu sem á að
standast sýru í votheyi.
Ég rek ekki skýringar málara-
meistarans, um kröfur sem gera
skal og gera verður til fjósmáln-
ingar, bæðd efnis og vinnu. En
er ég ræddi við hann að loknum
skýringum, og hann varð þess
vís hvaðan mig bar að, að ég var
utan af íslandi, sagði hann allt
í einu: „Pétursson í Reykjavík
getur búið til fyrsta flokks fjós-
málningu". — „Hvaða Péturs-
son“, sagði ég, „það hafa margir
Pétrar eignast syni á voru landi“.
Þá stóð í þessum Óslóar-manni.
En mér varð fljótt hugsað að
Þórustöðum í Ölfusi, og ég
spurði: ,,Er það Kolbeinn Péturs-
son?“ — „Já, einmitt, Kolbeinn
var það víst.“
Á hádegi bauð bóndinn öllum
til hádegrsverðar, sátum við um
20 við borðin og var ekki neitt
til sparað. Sumir af þeim sem
unnu að því að mála voru menn
úr nágrenninu, sem gerðu það
sér til gamans og fróðleiks að
kynnast þessari fjósamennsku.
Áður en ég fór ræddi ég nokk-
uð við gamlann mann föðurbróð-
ur bóndans. Jörðin er 100 mál
(10 ha) akurland og svo rækt-
aður bithagi að auki. Taldi gamli
maðurinn að bóndi hefði átt að
byggja stærra, hann gæti vel haft
fleiri gripi á þessum 100 málum
lands. Er fróðlegt að heyra það.
Alls tekur fjósið að minnsta
kosti 40 gripi. mjólkurkýr 26 og
eigi minna en 15 kálfa og stút-
unga. Það verður sem næst einn
fullorðinn nautgripur á dagsláttu
akurræktaðs lands. — ekki
minna. — „En hann vill ekki hafa
fleiri gripi“, sagði gamli maður-
inn, „vill ekki leggja það á sig“.
„Þetta verður dýr bygging". —
„Það gerir ekkert til“ — sagði
sá gamli. — „En svo er eftir að
byggja nýtt íbúðarhús", og hann
bennti mér á staðinn sem því er
ætlaður. — „Hvernig er það á
íslandi er jafn erfitt að fá keypta
jörð þar eins og hérna á Jaðri,
hér er ekki hlaupið að því“. —
Það var enginn uppgjafartónn í
gamla manninum, síður en svo.
— „Það er bara verst að hann er
ógiftur". bóndinn, sagði hann,
eins og dálítið hugsi. —
Á HEIMLEIÐINNI áði ég um
stund á Öxnavaði, bændaskóla
þeirra Jaðarbyggja, og tal okkar
Ulvund rektors barst að fjósa-
mennsku og málningu. „Já, við
ætlum líka að mála fjósið. það
hefir verið kalkað innan eins og
þú veizt, og það er gríðarmikil
vinna að skrapa kalkið af veggj-
um og lofti áður en málið verð-
ur, en það verður að gerast og
gerast vel. Það er ekkert að
hreinsa skít og óhreinindi nógu
vel af undir málningu, á móti
því að hieinsa kalkið. Við þurf-
um að Ijúka þessu áður en við
förum að hýsa kýrnar". Þannig
fórust rektor orð. „Og svo er
næst að skipta um mjaltavélar,
hætta við gömlu venjulegu
mjaltavélarnar og koma fyrir
mjaltavélum með mjólkurgeymi
í staðinn, releaser-vélum.“ -»
Hver kemur með gott orð ís-
lenzkt í stað orðsins „releaser“?
Og svo er það skólinn, þessa
dagana er verið að senda pilt-
unum sem sótt hafa um skóla.
vist svör — hverjir komist að,
— hér sækja alltaf fleiri en hægt
er að taka á móti. —
Já, auðvitað á að mála fjósið á
Öxnavaði. Fjósamaðurinn þar
skammast sín ekki fyrir að vera
fjósamaður, og engum kemur til
hugar að líta hann auga sem
„fjósamann úr Flóanum". hann
telst með kennaraliði skólans, og
er að ég hygg sá kennarinn sem
nýtur mests álits í sveitunum á
Jaðri. Bændur á Jaðri eru nefni-
léga með hugann nokkurnveginn
allan við baulurnar og búskap-
inn, — og skammast sín ekkert
fyrir það.
Jaðri 31. ágúst 1961.
Árni G. Eylands.