Morgunblaðið - 11.10.1961, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.10.1961, Qupperneq 12
12 MORGVNBLAÐ IÐ Miðvikudagur 11. okt. 1961 CTtgefandi: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) SigurSur Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: A.rni Garðar Kri.=tinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. SKATTGREIÐSLUR FYRIRTÆKJA umræður í bæjarstjórn * Reykjavíkur um fjárhags áætlunina, nú í sumar, bar það við, að einn af fulltrúum kommúnista hélt því fram f ræðu, að ástæðan til þess að meiri afslátt var hægt að veita frá útsvarsstiga en áð- ur, væri sú, að menn hefðu nú talið meira og réttar fram vegna skattalagabreytinga þeirra, sem gerðar voru á síðasta þingi. Sérstaklega taldi hann, að atvinnurekend ur hefðu nú talið fram meiri einkatekjur en áður. Sjálfsagt á þessi skoðun bæjarfulltrúa kommúnista við nokkur rök að styðjast. Áður voru skattalög þannig, að beinlínis þótti sjálfsagt að skjóta undan skatti eins og frekast var kostur. Nú hafa skattgreiðslur einstaklinga hins vegar verið færðar í það horf, að menn geta talið rétt fram til skatts og samt haldið eftir nægilegu til lífs- framfæris. Þessi skattalaga- breyting er ein af þýðingar- mestu réttarbótum, sem nú- verandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir, því að sann- ast sagna var hið almenna virðingarleysi fyrir skattalög rxm stórhættulegt, auk þess sem það hlaut að koma mis- jafnt niður, eftir því hve hæga aðstöðu menn höfðu til að skjóta undan skatti. Viðreisnarstjórnin hét einn ig gagngerri endurbót á skattgreiðslum fyrirtækja. Gunnar Thoroddsen fjármála ráðherra hefur skýrt frá því, að frumvörp til laga um þau mál séu nú fullsamin og verði lögð fyrir Alþingí það, sem kom saman í gær. Hafa þau frumvörp að geyma ým- is mjög þýðingarmikil ný- mæli, sem miða að því að koma á heilbrigðri skipan skattamála og gera rekstur fyrirtækja kleifan, án þess að menn þurfi stöðugt að sniðganga lögin. Skjót og heilbrigð af- greiðsla þessa stórmáls er vissulega meðal mikilvæg- ustu verkefna Alþingis, og verður það mikið gæfuspor fyrir hina íslenzku þjóð, þeg ar Viðreisnarstjórnin hefur framkvæmt fyrirheit sín í þessu efni. HEILBRIGÐUR EINKAREKSTUR Qjálfsagt munu einhverjar ^ lítilsigldar sálir reyna að þyrla upp moldviðri um það, að nú eigi að bæta hag hinna efnamestu. I öllum lýðræðis- ríkjum, hvort sem við völd eru stjórnir íhaldsmanna, frjálslyndra eða sósíaldemó- krata, er þó einróma álit, að skattgreiðslúm fyrirtækja eigi að haga þannig, að þau geti örugglega safnað sjóðum til nýrrar uppbyggingar og skilað eðlilegum hagnaði til þeirra, sem fjármunum sín- um verja í atvinnurekstur. Hérlendis hefur það hins vegaf verið talið vænlegast til að afla sér fylgis að níð- ast á atvinnufyrirtækjum og telja fólki trú um, að þess hagur væri bezt tryggður með því að girða fyrir mynd un einkafjármagns í fyrir- tækjunum. Þessi skammsýni hefur svo leitt til þess, að at- vinnuuppbygging hérlendis hefur í mörgum tilvikum ver ið óhagkvæmari en annars staðar, og hvers kyns ábyrgð arleysi hefur þróazt á „tím- um vinstri stefnu“. Ef menn á annað borð vilja búa við lýðræðislega stjórnarhætti verða þeir að gera sér grein fyrir því, að þeir byggjast meðal annars á því, að heilbrigður einka- atvinnurekstur geti þróazt, og óumdeilanleg staðreynd er það, að þar sem atvinnu- rekstri eru sköpuð heilbrigð skilyrði, eins og nú er hvar vetna í nágrannalöndum okkar, þá eru framfarirnar geysihraðfara og hagur al- mennings batnar í réttu hlut falli við frjálsræði í atvinnu- rekstri og heilbrigð skatta- lög. Þar að auki er svo rétt að menn hafi í huga þá skoðun bæjarfulltrúa komm- únista, sem áður var minnzt á, að heilbrigð skattalög eru ekki líkleg til þess að rýra tekjur ríkisins. Hins vegar gera þau fyrirtækjunum kleift að starfa á þann hátt, sem heppilegast er, án þess að þurfa sífellt að hafa á- hyggjur af því að heilbrigð- ar ráðstafanir verði drepnar í fæðingu vegna ofsköttunar. NU ÞEGJA ÞEIR t'ftirtektarvert er, hvehjarð ^ ir þær, sem kommúnist- ar hóa saman af og til, eru nú hljóðar. Menningar- og friðarsamtök kvenna eru mál laus og rúblupresturinn og aðrir forystumenn „Samtaka hernámsandstæðinga“ læðast með veggjum. Menn fara ekkert í graf- götur um það, hvers vegna þetta fína fólk klæðist .nú hversdagsfötunum og hefur Stefna Sovétríkjanna gagnvart SÞ — Gr/p/ð n/ður i grein eftir Walter Lippmann UNANFARIÐ hafa stjórn- málasérfræðingar heimsblað- anna um fátt meira skrifað en framtíð Sameinuðu þjóð- anna — einkum með tilliti til fráfalls Dags Hammarskjölds og þeirra samkomulagsum- leitana um skipun eftirmanns hans, eða eftirmanna, sem fram hafa farið. — Flestir vestrænir blaðamenn, sem um þessi efni hafa ritað, eru sam mála um, að jafnvel þótt Rússar kunni að fást til að slá af „þríeykiskröfum“ sín- um varðandi stjórn SÞ næsta eitt og hálft ár (þ.e. þar til kjörtímabil Hammarskjölds er útrunnið), þá muni þeir staðráðnir í að tryggja það, að SÞ fái ekki framar jafn- sterkan og sjálfstæðan fram- kvæmdastjóra og Hammar- skjöld var. Þannig segir hinn kunni, bandaríski blaðamaður Walter Lippmann t.d. í grein, sem hann skrifaði á dögun- um um þessi mál í „New York Þessi „táknmynd" af húsi SÞ í New York birtist á forsíðu bandaríska vikuritsins „Newsweek“ 2. okt. sl. — Það má segja, að hún sé táknræn fyrir það, hvernig vestrænir menn líta á tilraunir Rússa til þess að knýja fram „þrístjórnar“-kerfi sitt í framkvæmdastjórn samtakanna. Og nú er spurningin: Fá SÞ staðizt þetta óveður? hljótt um sig. Átrúnaðargoð- in austur í Kreml sprengja sem sagt hverja kjarnorku- sprengjuna af annarri í há- loftunum og geislavirkni eykst svo geigvænlega, að slíks eru engin dæmi áður. Austur í Rússlandi er líka hljótt um sprengjutilraun- irnar. Sýnir, það, að ráða- mönnunum austur frá er ljóst, að fólkið þar í landi, ekki síður en annars staðar, er andvígt hótunum þeim, sem fylgt er eftir með vopna sýningum, gaddavírsgirðing- um og múrveggjum. Þögnin í Rússlandi talar sínu máli. En þögn „friðar- vinanna“ íslenzku er ekki síður hrópandi. Héðan í frá ætti enginn að þurfa að vera í vafa um hinn eiginlega til- gang þeirra samtaka, sem Moskvukommúnisminn skipu leggur og kostar hér á landi. fHerald Tribune“, að „megin- markmið Sovétríkjanna“ sé það, að „enginn raunveruleg- ur eftirmaður hans“ (Hamm- arskjölds) verði kjörinn. * ALÞJÓÐLEGT VALD Lippmann rekur lauslega, hvernig SÞ hafi, undir forustu Hammarskjölds, þróazt frá því að vera einungis umræðuvettvangur til þess að verða „tilraun til al- þjóðlegrar stjórnar“. Hann kveðst engan veginn hafa gleymt hin- um miklu lögregluaðgerðum SÞ í Kóreu, fyrir daga Hammar- skjölds. — „En Kóreuaðgerðirnar voru einsdæmi“, segir hann. „Af einhverjum orsökum, sem aldrei hefir tekizt að upplýsa til fulís, voru Sovétríkin hvergi nærri — ög beittu því ekki neitunarvaldi sínu, þegar öryggisráðið mælti fyrir um lögregluaðgerðirnar í Kóreu. Engar líkur virðast til, að slíkt gæti endurtekið sig, ög því tel ég ekki of mælt að segja, að SÞ hafi aðeins verið umræðu vettvangur, þar til Hammar- skjöld varð framkvæmdastjóri". Lippmann minnir á, hvernig Hammarskjöld var hlutlaus og gerði SÞ að alþjóðlegu v«ildi. Litlar líkur eru til, að fyllt verði í skarðið, sem varð við fráfall hans. Hammarskjöld hafi umbreytt samtökunum og gert þau að „al- þjóðlegu valdi“ — í Laos, í Palestínu og loks í Kongó. I Kongó hafi aðgerðir fram- kvæmdastjórans farið í bága við og eyðilagt útþenslufyrirætlanir kommúnista (og að nokkru megi segja hið sama um Laos) — „og það er þess vegna sem sovétstjórn in er ákveðin í að hindra skipun framkvæmdastjóra á borð við Hammarskjöld". — Síðan segir blaðamaðurinn: ★ STUÐNINGUR í VESTRI Það verður að segjast eins og er, að í tilraunum sínum til þess að draga úr alþjóðlegu valdi SÞ hlýtur Krúsjeff allmikinn stuðn- ing í hinum vestræna heimi; þetta er aldrei játað, en engu að síður staðreynd. Slíkan stuðning fær hann hvað helzt frá Frakk- landi. Charles de Gaulle hefir reyndar ekki rifið sig úr skónum til þess að leggja áherzlu á andúð sína á SÞ, en hann hefir gert mik- ið til að veikja samtökin með þvi að sýna þeim, af ráðnum hug, fyrirlitningu og óvirðingu. Þetta er jafnhörmulegt fyrir vestræn samtök og sjálfar SÞ, því að það þýðir í rauninni, að Frakkland tekur ekki þátt í því að reyna að koma á reglu í heiminum. * „KRAFTAVERK" Lippmann telur það ekkert minna en „kraftaverk“, ef stór- veldin, sem hafa neitunarvald i Öryggisráðinu, kæmu sér saman um framkvæmdastjóra til þesa að taka upp merkið, þar sem Hammarskjöld féll frá. Tilvera og þróun SÞ sé raunverulega al- gerlega háð einróma samþykki allra stórveldanna. Þau muni aldrei kom sér saman um breyt- ingar á stofnskrá samtakanna, er feli í sér samþykki á „þrístjórn“ Krúsjeffs. Á hinn bóginn sá harla ólíklegt, að hann sam- þykki skipun annars „sterks“ Framhald á bls, 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.