Morgunblaðið - 11.10.1961, Page 17

Morgunblaðið - 11.10.1961, Page 17
Miðvikudagur 11. okt. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 17 Ragnheiður Bjarnadótfir frá Reykhólum — Minningarorð FRÚ Ragnheiður Bjarnadóttir frá Reykhólum andaðist að heim ili sínu Bókhlöðustíg 2 þann 30. f. m. nærri 88 ára að aldri. — Hún var jarðsungin frá Frí- kirkjunni 4. þ. m. að viðstöddu fjölmenni. Húskveðju á heimil- inu flutti Jón Auðuns dóm- prófastur og líkræðu í kirkj- unni flutti séra Árelíus Níelsson. Sagðist báðum mjög vel. —Jarð að var í gamla kirkjugarðinum. — Að athöfn lokinni var stór- veizla haldin heima á Bókhlöðu- stíg. Margbreyttur matur með kaffi og víni á eftir. Mun það fágætt hér í höfuðborginni, að svo fjölmenn og vegleg veizla sé að lokinni jarðarför. ' Frú Ragnheiður Bjarnadóttir var ágæt kona og mikilhæf, enda víðkunn norðanlands og sunnan. Hún var fædd að höfuðbólinu Reykhólum við Breiðafjörð 7. des. 1873, dóttir hinna merku hjóna Þóreyjar Pálsdóttur og Bjarna Þórðarsonar er þar bjuggu lengi. Eignaðist hann 17 börn er upp komust og var heimili þeirra hjóna eitt fjöl- mennasta og landskunnasta rausnarheimili á löngu tímabili. Ragnheiður fór ung til mennta til Reykjavíkur og Kaupmanna- hafnar. Stundaði hún marg- breyttan iðnað, auk andlegs lær dóms er fullkomnastur þekktist fyrir ungar stúlkur á þeirri tið. Árið 1893, þann 9. sept., gift- ist hún Þorleifi Jónssyni alþm. frá Stóradal. Fóru þau árið eft- ir að búa í Stóradal og bjuggu þar eitt ár. Síðan eitt ár á Syðri-Löngumýri, en árin 1896 •—1900 bjuggu þau á Sólheim- um. Eru allar þessar jarðir í Svínavatnshreppi í Austur-Húna vatnssýslu. Þorleifur Jónsson var alþingis maður Húnvetninga árin 1886— 1900. Hann var ritstjóri Þjóð- ólfs 1886—91, en þegar hann var fluttur norður gerðist hann brátt mikill forystumaður í fé- lagsmálum Húnvetninga. Hann var aðalhvatamaður að stofnun Kaupfélags Húnvetninga og for- maður þess frá byrjun þar til hann flutti burt. Hann var um skeið oddviti í hreppi sínum og mörg önnur afskipti hafði hann af félagsmálum í sveit sinni og sýslu. Hin unga og glæsilega hús- freyja fékk því brátt að kynn- ast miklum gestagangi á heim- ili sínu. Kom undir eins í ljós hvílíkur skörungur hún var. Það leyndi sér ekki, að þar fór höfðingskona: gestrisin, híbýla- prúð og örugg til úrlausnar í hverjum vanda. Vinsældir henn ar og traust fór dagvaxandi meðal sveitunga og annarra hér- aðsmanna. Hún var fögur kona, alúðleg og sköruleg, hvernig sem á stóð. Þótti mikill sjónar- sviptir vorið 1900 þegar þessi ágætu hjón, Sólheimahjónin Bagnheiður og Þorleifur, fluttu til Reykjavíkur. Og sumum Hún vetningum þótti ekki að svo miklu að hverfa, sem gerði þessa ráðabreytni sjálfsagða. Horfið var frá þingmennsku, kaupfélagsstjórn, oddvitastarfi ©g fleiru, að því veglega hlut- verki, að gerast póstafgreiðslu- maður í Reykjavík með 15 hundruð króna árslaunum. Það Btarf stundaði Þorleifur með frábærri árvekni og skyldu- rækni til æviloka og hlaut allra manna lof eins og efni stóðu til. — En eg hefi vissu fyrir þvi, eamkvæmt bréfum til föður míns, Pálma Jónssonar, bróður Þorleifs, að embættislaunin dugðu illa til framfærslu á heim ili og fjölskyldu. Mundi og eng- vm nútíðarmanni þykja það und arlegt. En hin dugmikla hús- freyja bjargaði þeim vanda, inn aa fárra ára. Hún stofnaði verzl un er bar nafnið „Silkibúðin“. Því fyrirtæki stjórnaði hún af frábærum dugnaði og smekkvísi um margra áratuga skeið. Og börnin, einkum Þórey, studdu þar að með óbrigðulli árvekni. Var Þórey sáluga og alla ævi til ómetanlegrar aðstoðar í öllu er heimilið varðaði. Hún giftist ekki. Með verzluninni var hag heimilisins og menntun barn- anna borgið. Þessi ágætu hjón, Ragnheiður og Þorleifur, eignuðust 5 börn er upp komust. Þrjá sonu og tvær dætur. Þau hétu, talin eft- ir aldursröð: Bjarni, Þórey, Salóme, Jón og Páll. Öll fædd fyrir norðan nema Páll. — En hjónin önnuðust fleira. Þau tóku til fósturs systurdóttur Ragn- heiðar, Soffíu Sigurðardóttur. Og svo gerðist það, að systkin- in frá Stóradal, bróðurbörn Þor- leifs, misstu foreldra sína á unga aldri. Þau fluttu suður áð- ur en þau náðu fullum þroska, og öll fórnu þau til frændfólks- ins á Bókhlöðustíg 2. Hin ágætu hjón önnuðust um þau á tíma- bili eins og sín eigin börn. Heimilishaldið var því nokk- uð kostnaðarsamt. Er þó með þessu eigi nema hálfsögð sag- an, því svo stóðu sakir, að þeg- ar þessi landskunnu hjón höfðu sitt heimili í miðri höfuðborg íslands, þá sótti þangað mikill fjöldi frænda, kunningja og venzlamanna af Vestur- og Norð urlandi, auk vina- og félags- manna innan höfuðborgarinnar sjáfrar. Þar var því á öllum árstímum mikill fjöldi gesta og kunningja. Þar var öllum tekið með alúð og góðvilja. Ekkert til sparað, að hinum stóra hóp gæti liðið sem bezt. Þar gilti líka hið forna og alkunna orð, að öll risna tekur meira til hús- móður en húsbónda. Var þar og líka öllum augljóát, að frú Ragn heiður var engin liðleskja eða meðalkona í sínu starfi. Það var eins og hún væri algerlega við- búin hverjum þeim vanda sem að höndum bar. Hennar fyrir- hyggja, reglusemi og úrræði virtist engin takmörk eiga. Hversu margir sem að heimil- inú komu, þá var eins og við þeim hefði verið búizt. Matur og aðrar veitingar voru alltaf til reiðu. Alúðin, góðviljinn og glaðværðin létu ekki á sér standa. Var þarna oft því lík- ast, sem þar stæði opið veitinga- hús, án allrar greiðslu. Að- komufólki var tekið svo sem það væri húsbændanna hagnað- ur, að það kom. Þarna þekkt- ist eigi þurrð á neinu og allra sízt alúðinni. Það var því aug- Ijóst kunnugum, að frú Ragn- heiður hafði fyrirhyggju fyrir öllu sem að höndum kynni að bera. Og börnin ólust upp við þann sama anda. Það var því í fullu samræmi við hugarfar þessarar ágætu konu, að haldin skyldi fjölmenn matarveizla á hennar útfarardegi. En verksvið þessarar konu var ekki eingöngu bundið við heimilið og verzlunina. Þar var fleira í takinu, svo sem alkunn- ugt er. Þessi gæðakona var fé- lagslynd í bezta lagi og hún lét ekkert tækifæri fram hjá sér fara er orðið gæti til þess, að hún léti gott af sér leiða. Þess vegna tók hún ríkulegan þátt í félagsstarfi reykvískra kvenna og að þýðingarmiklu starfi í þágu almennings lét hún ekki sitt eftir liggja. Hún var í Thorvaldsensfélag- inu, kvenfél. „Hringurinn" og hjúkrunarfél. „Líkn“. Var meðal stofnenda þessa merka félags og var að lokum ein eftir af stofnendum þess. — í öllum þessum félögum lagði hún fram mikið starf, enda var hún frá- hverf því, að vera aðgerðarlaus á hvaða sviði sem var. Hún var í Fríkirkjusöfnuðinum og lagði þar fram mikið starf og gaf merkar gjafir. í Sálarrannsóknarfél. Íslands, sem fyrstu. árin hét „Tilrauna- félagið" var frú Ragnheiður frá því það var stofnað og til ævi- loka. Þar var hún sem víðar virkur starfsaðili og var mjög Minningargjöf um Ragnheiði Bjarna- dóttur frá Reykhólum Á FUNDI i stjórn STEFs hinn 6. okt. s.l. samþykktu undirritað- ir stjórnarmenn, að félagið heiðr- aði með fjárframlagi í „Minning- arsjóð um látin íslenzk tónskáld" minningu Ragnheiðar Bjarnadótt ur frá Reykhólum. móður Jóns Leifs, tónskálds, stofnanda STEFs, en hún hafði stutt hann á ómetanlegan hátt, er hann vann að undirbúningi og uppbyggingu félagsins árum saman. Sigurður Reynir Pétursson. Skúli Halldórsson. Snæbjörn Kaldalóns. Þórarinn Jónsson. hrifin af starfi þess félags. Hún var líka einlæg trúkona og al- gerlega sannfærð um, að við burtförina úr hérvistarlífinu tæki annað líf, fullkomnara og fegurra við. Vegna sinnar öruggu trúar tók líka þessi ágæta kona öllum á- föllum og sorgum með frábærri stillingu og hugprýði. Fyrsta áfallið varð þá er hún missti elzta son sinn, Bjarna, árið 1913. Var hann þá rúmlega 19 ára og mjög efnilegur drengur, svo sem systkinin öll. Sinn á- gæta mann, Þorleif Jónsson, missti hún svo árið 1929. Hann varð 74 ára. Eldri dóttur sína, Þóreyju, missti Ragnheiður fyrir tveimur árum, þ.e. árið 1959 og svo yngsta soninn, Pál, nokkr- um mánuðum á undan sínum ævilokum. — Öll systkinin nutu góðrar menntunar og þau hafa líka öll gefizt vel hvert á sínu sviði. — Páll heitinn var kvænt- ur ágætri konu, Önnu Guð- mundsdótturjleikkonu. Lifir hún mann sinn, en börn eignuðust þau ekki. Salóme giftist þýzkum skóla- stjóra, Erich Nagel að nafni. Missti hún hann fyrir nokkrum árum. Flutti hún þá heim og hefir mikið starfað við hlið móð ur sinnar og að kennslu. Ann- aðist hún sína öldruðu móður síðustu árin af mikilli prýði. Hún á einn son, 24 ára gaml- an, Pétur Eiríksson að nafni. Stundar hann nú háskólanám í Vestur-Þýzkalandi. Jón Leifs tónskáld naut mennt unarinnar lengst og mest af syst kinunum. Studdu foreldrarnir hann á þeim vegi af mikilli alvöru og fórnfýsi. Var móðirin þar drjúg í öllum skiptum. — Jón er þríkvæntur. Giftist fyrst ungur konu að nafni Annie, ættaðri frá Bæheimi. Eignuðust þau tvær dætur og er önnur á lífi, Snót að nafni. — 1 ann- að sinn giftist hann sænskri konu. Þriðja konan er hans nú- verandi húsfreyja, Þorbjörg Möll er, dóttir Jóhanns Möller, er var lengi kaupmaður á Sauðár- króki. Eiga þau hjónin einn dreng, 4ra ára, Leif Leifs að nafni. Er það mjög efnilegt og fagurt barn. Á hinu þjóðkunna heimili, Bókhlöðustíg 2, lifði Ragnheið- ur Bjarnadóttir í 60 ár. - Eftir hana liggur mikið verk og marg Ingíbjörg Sigmundsdóttir Minning F. 25. júlí 1884, D. 5. okt. 1961. f DAG verður til moldar borin frú Ingibjörg Sigmundsdóttir, Bergstaðastræti 54, en hún and- aðist eftir stuttar legu hinn 5. október síðastliðinn. Ingibjörg var fædd að Vatns- enda í Villingaholtshreppi í Ár- nessýslu hinn 25. júlí 1884. Faðir hennar var Sigmundur Jónsson, bóndi að Vatnsenda í Villinga- holtshreppi, sonur Jóns hrepp- stjóra í Hörgsholti í Hrunamanna hreppi og konu hans, Guðrúnar Snorradóttur frá Kluftum, en móðir Ingibjargar var Guðrún Vigfúsdóttir frá Reykjum. Þau hjón Sigmundur og Guð- rún bjuggu lengst af á Vatns- enda og áttu tvær dætur barna, er til þroska komust, Ingibjörgu Og Guðrúnu. Árið 1909 andaðist Sigmundur bóndi, og tók þá Ingibjörg við búsforráðum að Vatnsenda ásamt ungum unnusta sínum, Helga Kristni Jónssyni frá Mjósundi í sömu sveit. Árið eftir giftust þau Ingibjörg og Helgi og bjuggu að Vatnsenda til ársins 1922, en Guð rún, móðir Ingibjargar dvaldist með þeim, meðan þau bjuggu þar. Árið 1922 brugðu þau Helgi og Ingibjörg búi og fluttust til Reykjavíkur og hafa átt þar heimili jafnan síðan. Helgi gerðist fyrst verzlunarmaður, en síðan starfsmaður hjá útgerðarfélaginu Alliance í Reykjavík og er flest- um eldri Reykvíkingum að góðu kunnur. Þau Ingibjörg og Helgi eign- uðust einn son, Sigmund Ragnar. Hann er stúdent og bankastarfs- maður í Reykjavík, kvæntur Pálínu Þ. Sigurjónsdóttur hjúkr- unarkonu. Ingibjörg var fríð kona sýn- um, grannvaxin^og tæplega með- alhá, lengst af kvik í hreyfingum og létt í spori. Hún var ágæta vel greind og vel verki farin. Hjálp- fús var hún og vildi hvers manns vanda leysa, — er t. d. varla of- mælt, að hún hafi gengið börn- um systur sinnar í móðurstað, er hún dó frá þeim ungum. Á hvers manns brestum kunni hún ein- hverja afsökun, og þess munu naumast dæmi, að hún hafi hall- mælt nokkrum manni. Frænd- rækni hennar var frábær, enda mun sá eiginleiki vera ættar- fylgja Hörgsholtsættar. Með nær gætni, alúð og hlýju annaðist hún hag eiginmanns sins Og sínar, tengdadóttur og sonardætra. Og þeirrar gæfu naut hún að mega umgangast sonardæturnar dag- lega, því að lengst af hefur heim- ili sonarins og hennar verið í sama húsi, eftir að hann kvæntist og stundum í sömu íbúðinni. Ingibjörg var um flesta hluti hamingjukona. Bar einkum til þess, að hún var búin þeim eðlis kostum, er vörpuðu birtu og yl á leið hennar sjálfrar og þeirra, er hún var samvistum við. Til þess bar einnig hitt, að hún átti góða vandamenn, sem kunnu svo breytt, svo sem hér hefir nokk- uð verið að vikið. Þegar nú að leiðarlokum er horft yfir ævi og ævistarf þess- arar gáfuðu, dugmiklu og fórn- fúsu höfðingskonu, þá er bjart um að lítast. Afkomendur, frændur og vinir, hafa henni mikið að þakka. Margar ánægju stundir og margvíslega fyrir- greiðslu í einu öðru. Minning- arnir um hana eru allar bjart- ar og skuggalausar, hreinar og fagrar. Á þeim öllum er svipur gæfu og veglyndis. — Þess vegna er minning 'hennar blessuð af mörg um. — Jón Pálmason. Nýtt litarefni í hrop;n EINS og kunnugt er, framleiðh Sambandið kavíar úr grásleppu- hrognum. Markaður hefir verið allgóður í Frakklandi og í nokkr um austantjalds-löndum, en t. d. í Bandaríkjunum og Bretlandi hefir innflutningur ekki verið leyfður vegna þess, að matvæla- eftirlit þeirra landa leyfa ekki notkun litarefnis þess, sem not- að er við að lita hrognin blá- svört. Nú eru Frakkar einnig að herða eftirlitið* með ýmis konar matarlitun og er vitað, að is- lenzki kavíarinn mun hætta að eiga greiðan aðgang að frönsk- um verzlunum. Ástæðan til þess að matarlitir eru nú mjög litnir hornauga er sú, að þeir eru taldif geta átt þátt í myndtm krabbameins. Vegna þessa hófst efnaverkfræðingur útflutnings- deildar SÍS, Jón Reynir Magnús- son, handa með tilraunir við notkun nýrra litarefna í islenzka kaviarinn, en matvælaeftirlit áðurnefndra landa hafa heimilað notkun vissra lita. Hefir Jóni tekizt að lita hrognin með hin- um nýju litum og verður nú reynt að vinna þeim markað í löndum, sem áður bönnuðu inn- flutning þeirra. (Úr „Fréttir frá Sjávarafurða- deild SÍS“). vel að meta mannkosti hennar, að hún hlaut að finna, hve mikils virði hún var þeim. Lengst af naut Ingibjörg góðrar heilsu. En fyrir um það bil fimm árum, tók hún að kenna sjúk- leiks, sem ágerðist smám saman. Eftir að hún tók sjúkdóm þennan, lá hún nokkrar langar legur, en hafði annars lengst af fótavist og annaðist nauðsynlegustu heim- ilisstörf. Síðasta lega hennar tók aðeins rúma viku, fyrst heima, en síðan í sjúkrahúsi. Um andlát hennar var sá friður og sú kyrrð, sem raunar var um ævi hennar alla. I dag færa vinir hennar og vandamenn henni síðustu kveðj- ur sínar, kveðjur saknaðar og þakklætis. Friður Guðs sé með henni. M. F.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.