Morgunblaðið - 11.10.1961, Side 23
Miðvikudagur 11. okt. 1961
MORCVTSBLAÐIÐ
23
Látinna þingmanna
ÁÐUR EN gengið var til þing-
starfa, eftir setningu Alþingis í
igær, minntist aldursforseti, Gísli
Jónsson, þeirra manna, sem átt
hafa saeti á Alþingi og látizt hafa,
frá því er síðasta Alþingi var
slitið. — Birtist hér á eftir útdrátt
ur úr ummælum forseta.
Jóhann l'. Jósefsson fæddist í Vest-
mannaeyjum 17. júní 1886 og var því
tæplega 75 ára, þegar hann lézt.
Þingmaður Vestmannaeyinga var
Ihann á árunum 1924—1959, sat á 43
jþingum alls. Hann var forseti efri
deildar á sumarþinginu 1942 og forseti
neðri deildar á þinginu 1942—1943. A
árunum 1944—1947 átti hann sæti 1 ný-
byggingarráði og gegndi þar formanns-
etörfum. Fjármála- og sjávarútvegs-
análaráðherra var hann 1947—1949 og
E>j ávarútvegsmálaráðherra 1949—1950.
Arið 1950 var hann kjörinn einn þriggja
fulltra Islands á þingi Evrópuráðs, átti
þar sæti til æviloka og var á heimleið
af fundi þess, er hann lézt. Hann var
framkvæmdastjóri Samlags skreiðair-
framleiðenda frá stofnun þess 1953 til
érsloka 1960.
Jóhann Þ». Jósefsson naut ©kki ann-
arrar skólamenntunar en barnafræðslu,
en hann aflaði sér víðtækrar menntun-
ar af sjálfsdáðum og lagði einkum
Btund á tungumálanám. Með framúr-
ekarandi ástundun og dugnaði náði
hann slíkri leikni 1 mörgum tungumál-
um, að einsdæmi
mun vera um sjálf-
menntaðan mann,
sem hafði ekki hlot
ið aðra skólamennt
un en frumstig
bamafræðslu. Jók
hann allar stundiir
ævi sinnar við
þessa kunnáttu með
lestri úrvalsbóka,
ekki einasta á Norð
urlandamálum, held
ur og á þýzku,
ensku og frönsku, og skaraði á því
sviði fram úr öllum samtíðarmönnum
sínum óskólagengnum. Kom mála-
(kunnátta hans sér jafnan vel, ekki að-
eins í viðskiptum við erlenda menn,
er hann hafði allt frá æskuárum,
Iheldur og í erindarekstri hans erlend-
is fyrir þjóð sína og í starfi hans í
Evrópuráði. Þar átti hann sæti sem
einn af forsetum þingsins og stýrði
fundum með festu og virðingu og
mælti þá jafnan á franska tungu. Var
lítilli þjóð mikill sómi og landkynning
að slíkum fulltrúa. Hann kunni glögg
Bkil á atvinnumálum þjóðar sinnar,
einkum þó sjávarútvegsmálum og við-
skiptamálum. I störfum hans á Alþingi
og annars staðar að opinberum mál-
um kom þekking hans að góðu haldi.
A Alþingi vann hann ötullega að um-
bótum í sjávarútvegsmálum jafnframt
hagsmuna- og framfaramálum kjör-
dæmis síns, og í nýbyggingarráði hafði
Shann forustu um margs konar fram-
kvæmdir í atvinnumálum Islendinga.
I>ekking hans á viðskiptamálum reynd-
ist heilladrjúg í samningagerðum við
aðrar þjóðir, og að markaðsmálum
sjávarútvegsins vann hann mikið starf
í Sölusambandi íslenzkra fiskframleið-
enda og Samlagi skreiðarframleiðenda.
Hann var tillögugóður í mannúðarmál-
um, hafði sára reynslu af slysum á
hafi og í lofti og beitti sér fyrir raun-
hæfum ráðstöfunum til slysavama.
Jóhann Þ. Jósefsson var skörulegur
é velli og prúðmenni í framkomu.
Hann var laginn samningamaður, ötull
málafylgjumaður og lét ekki hlut sinn
eftir liggja í umræðum um þau efni,
Bem voru honum hugfólgin. Hann var
þó ekki einungis traustur og öruggur
samherji, heldur jafnframt réttsýnn,
prúður og rökfastur andstæðingur
þeirra, sem áttu ekki samstöðu með
ihonum um lausn vandamála. Hann var
vinnusamur og afkastamikill, þótti góð
ur húsbóndi og var reglusamur á öll-
um sviðum. Síðustu missirin var hann
ekki heill heilsu, en gekk að verki,
meðan kraftar entust. Við fráfall hans
er á bak að sjá heilsteyptum og mikil-
hæfum athafnamanni og virðulegum og
mikilsvirtum fulltrúa, ekki aðeins á Al-
þingi, heldur og á hverjum þeim stað,
þar sem hann kom fram fyrir þjóð
eína.
t
Gunnar Ólafsson fæddist 18. febrúar
1864 1 Sumarliðabæ í Holtum. Hann
varð því 97 ára gamall og hefur náð
hæstum aldri þeirra manna, sem átt
hafa sæti á Alþingi á tímabilinu frá
1845, varð rúmum mánuði eldri en
Páll Melsted sagnfræðingur, sem and-
eðist á sama aldursári og Gunnar.
Gunnari Olafssyni voru falin ýmis
trúnaðarstörf. I Skaftafellssýslu var
ftiann m.a. hreppsnefndaroddviti og
jrBýsIunefndarmaður, og í Vestmannaeyj
um átti hann sæti í
sýslunefnd og hafn-
arnefnd og gegndi
þ a r sýslumanns-
störf um í f j arvist
sýslumanns. I Vest-
mannaeyjum t ó k
hann einnig þátt í
margs konar félags
skap um atvinnu-
rekstur. Hann var
einn hinna mörgu
nýju alþingismanna
eftir kosningarnar
1908 og sat á þingi fyrir Vestur-Skaft-
fellinga 1909 og 1911, en gaf þá ekki
kost á sér til lengri þingsetu. A Al-
þingi 1926 tók hann sæti sem lands-
Ikjörinn þingmaður eftir fráfall Hjart-
ar Snorrasonar. Alls sat hann því á
þremur þingum.
Gunnar Olafsson var ungur settur til
minnzt
vinnu og reyndist dugandi verkmaður,
enda þrekmenni. Hann átti lítinn kost
skólagöngu, en hvarf um hálfþrítugt
að verzlunarstörfum, og þau urðu ævi-
starf hans, sem hann rækti jafnan
vel. Hann var mikill að vallafsýn,
traustur í viðskiptum, hagsýnn og ein-
beittur. Hann afsalaði sér starfi, sem
hann undi þó vel, frekar en hvika frá
þeirri stefnu, sem hann hafði markað
sér. Hann var ómyrkur í máli, sjálf-
stæður í skoðunum sínum og ódeigur
að beriast fyrir þeim. Hann var vel
ritfær og hélt jafnan fast á málstað sín-
um 1 rökræðum. Æviminningar slnar
samdi hann, og er þar mörgum fróð-
leik um samtíð hans bjargað frá
gleymsku. Við fráfall hans er lokið
löngu ævistarfi mikils athafnamanns,
og með honum er genginn óvenjuleg-
ur og sterkur persónuleiki.
t
Angantýr Guðjónsson fæddist í
Reykjavík 22. maí 1917 og var því 44
ára, þegar hann andaðist.
Æviferill Angantýrs Guðjónssonar
varð hvorki langur né fjölbreyttur.
Hann átti heimili í Reykjavík allan
aldur sinn, hóf ung
ur störf hjá Reykja
víkurbæ og vann
þar til æviloka,
hafði verkstjóm
með höndum síð-
ustu árin. Hann
var vinsæll meðal
samstarfsmanna
sinna og greiðvik-
inn þeim, sem til
hans leituðu. —
Stefna hans í stjóm
málum var eindreg
in, og hreinskilinn var hann um skoð-
anir sínar. Hann var hlédrægur, en
komst ekki hjá trúnaðarstörfum I
flokki sínum, og sérhvert verkefni,
sem hann tók að sér að leysa, vann
hann af alúð. A Alþingi tók hann
sæti sem varaþingmaður vorið 1958.
Hann mun hafa átt við vanheilsu að
stríða um nokkurt skeið, og nú er
hann fallinn frá fyrir aldur fram.
t
Ásgeir Sigurðsson fæddist 28. nóv-
ember 1894 í Gerðiskoti í Sandvíkur-
hreppi í Arnessýslu og skorti því rúma
tvo mánuði á 67 ára aldur, þegar hann
féll frá.
Ævistarf Asgeirs Sigurðssonar var
sjómennska, lengst af skipstjórn í
strandferðum við Island. A fyrstu skip-
stjórnarámm hans voru siglingarskil-
yrði við strendur landsins allt önnur
og lakari en nú, er
tækniþróun síðustu
áratuga hefur mild
að erfiðleikana í
baráttu við storma
og myrkur. Var þá
engum meðalmanni
hent að stjórna
skipi við strendur
Islands, hvernig
sem viðraði, og
halda þó settri á-
ætlun um ferðir.
En í þessu starfi
aínu reyndist Aageir jafnan hinn
Kraustaati stjómandi, enda gerðist
hann þaulkunnugur öllum siglingaleið-
um umhverfis landið. Ur hverri raun
kom hann heill á húfi og reyndist far-
sæll í hvívetna. A styrjaldarárunurn
síðustu stjórnaði hann skipi sínu giftu
samlega í hættuför til að sækja Islend-
inga, sem tepptir voru erlendis.
Hafði hann mikil afskipti af málefn-
um sjómannastéttarinnar, barðist fyr-
ir menningar- og öryggismálum henn-
ar og hvers konar hagsmunamálum
öðrum. Hann átti sæti sem varaþing-
maður á þremur þingum á árunum
1956—1958 og beitti sér þar meðal ann-
ars fyrir umbótum í hafnarmálum.
Sem forseti Farmanna- og fiskimanna-
sambands Islands átti hann frá 1940
sæti 1 nefnd til að gera tillögur og
áætlun um fjárveitingar úr ríkissjóði
til vitamála.
Asgeir Sigurðsson var glæsilegur á
velli og stórbrotinn í lund. Persónu-
leiki hans var slíkur, að honum veitt-
ist létt að halda uppi stjórn og reglu á
skipum sínum. Virðuleg framkoma
hans og prúðmennska í Öllum háttum
gerðu hann að ákjósanlegum leiðtoga
áhafnar og farþega í sæförum.
— Járnskortur
Framh. af bls. 24.
4) efnaskiptasjúkdómum og
þunglyndi, 5) ýmsum „hjarta“-
óþægindum. Virðist ekki út í
hött að rekja verulegan hluta
kvartana til blóðleysis.
í greininni er sagt að oftast
sé mjög auðvelt að bæta úr
þessu og vísað um lækningaað-
gerðir til erindis Theodórs
Skúlasonar, sem einnig er birt
í sama Læknablaði, en þar seg-
ir m.a., að inntaka járnlyfja sé
nálega alltaf nægileg við blóð-
leysi vegna járnskorts og
skammtar þurfi ekki að vera
stórir.
Rússneski togarinn hálfsokkinn á skerinu Tat við Christiansey.
Neituðu
RtJSSNESKUR togari strand
aði um 10-leytið á laugar-
dagskvöld á skeri við Christ-
ianseyju, norð-austur a£
Bornholm í Eystrasalti. —
Skerið, sem ncfnist Tat, er
um 200 fermetrar og 6—7
metra hátt. ,
Tuttugu manna áhöfn var
á togaranum og hjörguðust
allir í land. Þegar í land
kom sendu Rússarnir frá sér
Hallbjörg skemmt-
ir úti á landi
Hallbjörg Bjarnadóttir hefir
síðustu skemmtun sína að þessu
sinni í Austurbæjarbíó á fimmtu
dagskvöld kl. 11,30. Að því loknu
ferðast Hallbjörg um landið og
heldur skemmtanir á vegum
ýmissa félaga. Að gefnu tilefni
skal þess getið að hún er ekki
samningsbundin neinum veitinga
stað hér í bænum eins og gefið
var í skyn í einu Reykjavíkur-
blaðanna.
— Spor 7 rétta átt
Framh. af bls. 1
ar hafi verið mjög gagnlegar og
athyglisverðar. Rætt hafi verið
um Þýzkalandsvandamálið og
væntanlega friðarsamninga
Rússa við Austur-Þýzkaland.
Skoðun mín eftir viðræður við
brezku ráðherrana og eftir við-
ræður við bandaríska stjórn-
málalejðtoga er sú að vaxandi
skilnings gæti á því að ábyrgar
ríkisstjórnir, og þá sérstaklega
i íkisstjórnir stórveldanna, verði
að gera allt, sem í þeirra valdi
stendur, til að fyrirbyggja
árekstra og finna friðsamlegar
lausnir á deilumálunum, sagði
Gromyko.
Aðspurður hvort hann teldi
að viðræðurnar hefðu aukið
möguleika á friðsamlegri lausn,
sagði Gromyko að þær hafi ver-
ið nytsamlegar og athyglisverð-
ar. „Ég álít að allar nytsamlegar
viðræður séu spor í rétta átt þótt
stundum sé ef til vili erfitt að
mæla hve mörg fet eða metra
okkur hefur miðað áleiðis."
í brezkum fréttum er frá því
skýrt að Macmillan muni hafa
aðvarað Gromyko um það að
einhliða aðgerðir kommúnista í
Berlín eða afskipti þeirra af að-
flutningsleiðum Vesturveldanna
til borgarinnar geti haft hættu-
legar afleiðingar. Forsætisráð-
herrann tók það fram á fundin-
um að Bretar fylgdu einhuga
' stefnu Bandaríkjanna í Þýzka-
i lands- og Berlínarmálunum.
björgun
neyðarskeýti og fóru dönsk
skip þegar á slysstaðinn. En
skipstjóri rússneska togarans
neitaði með öllu að yfirgefa
strandstaðinn fyrr en rúss-
neskir dráttarbátar kæmu
þangað frá Klaipeda í Litá-
en. —
Togarinn liggur með 45 gráðu
halla og er sokkinn að aftan.
— Askja
Framh. af bls. 1
ráðlegt að skreppa inn í öskju
Og litast þar um, og sáu þeir þá
gos þau, er fyrr greinir frá.
Fáir fslendingar munu
vera kunnugri öskju en Jón
Sigurgeirsson, en hann mun
hafa farið þangað marga tugi
ferða. Segist hann aldrei hafa
orðið var við neitt slíkt áður
á þessum stað. Síðast var hann
staddur þar 20. júlí, og var
þá allt þar með kyrrum kjör-
um. — St. E. Sig.
Gæti verið undanfari goss
Blaðið átti í gærkvöldi tal við
Trausta Einarsson, prófessor.
Sagði hann að hér myndi um
eitthvert jarðrask að ræða, sem
þyrfti ekki að vera annað og
meira en það, að opnazt hefði
útrás fyrir gufu. Hins vegar
gæti þetta verið imdanfari goss,
ekki sízt þar sem staðurinn væri
nálægt Víti, en þaðan kom ösku-
gosið mikla árið 1875. Sjálfsagt
væri að fylgjast með gufugosun-
um daglega.
Benda mætti á það, að oft
yrðu breytingar á jarðhitasvæð-
um i sambandi við jarðskjálfta,
og yrði því að athuga, hvort ein-
hverjar jarðhræringar hefðu orð
ið þarna nýverið. í Heklugosinu
1947 orsökuðu jarðskjálftar í
Hveragerði víkkun aðalhvera-
sprungunnar, svo að víða fossaði
upp sjóðandi vatn á nýjum stöð-
um, og mikil gufusprenging varð
þá í GufudaL
Ekki er vitað, hvort jarðhrær-
ingar hafa nýlega orðið við
Öskju, þar sem ekki hefur verið
lesið á jarðskjálftamæla frá síð-
ustu mánaðamótum.
Somkomor
Kristniboðssambandið
Almenn samkoma i kvöld kl.
8.30 í kristniboðshúsinu Betaníu
Laufásvegi 13, Ólafur Ólafsson
kristniboði talar. Allir eru hjart-
anlega velkomnir.
Fíladelfía
Biblíulestur kl. 5.
Almenn samkoma ki. 8.30.
Ingvar Kvarnström talar.
Allir velkomnir!
Heggur hann þarna á grjótinu
og talið að hann sé að brotna í
spón. En skipbrotsmenn hafa kom
ið sér fyrir með teppi og segl
á skerinu, og virðast hafa nægar
vistir.
Á Christiansey hafði verið und
irbúin móttaka á skipbrotsmönn-
um og þeim útvegaðir svefnstaðir
á heimilum eyjarinnar.
Eftir að björgunarskip sneru
aftur frá strandstaðnum, sneri
utanríkisráðuneytið í Moskvu sér
til danska sendiráðsins þar í borg
og bað um aðstoð. Björgunar-
skipin héldu þá enn á strand-
staðinn, en skipstjóri rússneska
togarans sat við sinn keip Og
neitaði að fara. Héldu þá skipin
aftur á brott. En frá vita í
Christiansey var fylgst með öllu,
sem gerðist á strandstaðnum.
Og þegar rökkva tók á sunnu-
dagskvöld fóru björgunarskipin
í þriðja sinn út að skerinu. Höfðu
þau þá lækni meðferðis, því vit-
að var að einn skipbrotsmanna
hafði meiðst á hnéi. En Rússarnir
neituðu allri aðstoð.
Á mánudagskvöld voru Rúss-
arnir enn á skerinu og biðu rúss-
nesku dráttarbátanna frá Klaá-
peda.
Loks komu rússnesku skipin
frá Klaipeda og tóku skipsbrots-
menn um borð. Bíða þeir nú
björgunarskip með dælur Og
flotholt til að reyna að bjarga
togaranum.
Félagslíl
Frá Farfuglum
Mynda- og skemmtifundurinn
er á morgun í Breiðfirðingabúð,
uppL Hefst hann stundvíslega kL
9, með sýningu litskuggamynda
frá ferðum sumarins, og er fólk
því vinsamlega beðið um að
mæta tímanlega. Á eftir verða
kaffiveitingar, en síðan fjörug
dansmúsík frá kl. 11.
— Stjórnin.
Knattspymufélagið Víkingur
Handknattleiksdeild
Aðalfundur handknattleiks-
deildarinnar verður haldinn í fé-
lagsheimilinu, laugardaginn 14.
okt. kl. 4.30. Dagskrá: Venjuleg
aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Handknattleiksdeild Víkings
Æfingar verða í vetur sem hér
segir:
Að Hálogalandi:
Mánudaga kl. 6, 4. flokkur karla.
KL 6.50 3. fl. karla.
Kl. 7.40 mfl., 1. og 2. fl. karla.
Fimmtud. kl. 9.30 mfl., 1. og 2. fl.
kvenna.
Kl. 10.10 mfl., 1. og 2. fl. karla
Laugardaga kl. 2.30 4. fl. karla.
Sunnudaga kl. 9.30 3. fl. kvenna.
Kl. 10.20 mfl., 1. og 2. flokkur
kvenna.
Kl. 11.10 3. fl. karla.
Laugardagsvöllur:
Þriðjudaga kl. 7.40 3. fl. kvenna.
Kl. 8.30 mfl., 1. og 2. fl. kvenna
Kl. 9.20 mfl., 1. og 2. fl. karla.
Þjálfarar.