Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 15. okt. 1961 MORCVNRLiÐlfí 5 I MENN 06 = M/U£FNI= DANSKI leikstjórinn, Sven Age JLarsen, sem mun setja söngleikinn „My Fair Lady“ á Isvið í Þjóðleikhúsinu á vori komanda, dvelur um þessar mundir í Berlín við sviðsetn- ingu sama söngleiks. Á mynd- inni sézt hann (t.h.) ræða við leikarinn Paul Hubschmid, sem leikur Higgins, prófessor. 1 viðtali við danskt blað sagði Larsen: — Eg var hrædd ur um að ástandið í Berlín hefði ef til vill komið leikur- unum úr jafnvægi, en það er ekki að sjá, þegar þeir eru að störfum. Þeir hafa einnig van- izt því að ég gefi þeim fyrir- mæli á ensku. Erik Bidsted, sem var lengi hér við Þjóðleikhúsið, hefur I umsjón með dönsunum í „May í Fair Lady“ í Berlín. ij Er Sven Áge Larsen setur leikritið á svið hér í Reykjavík verður það í fimmta sinn, sem hann gerir það. 1 viðtalinu við danska blaðið sagði hann ennfremur: — Það, sem gerist á leik- sviðinu er alltaf það sama, en starfið er alltaf nýtt. Það koma aðrir leikarar, sem tala annað mál. — Við gerum ráð 1 fyrir að sýningar á „May Fair Lady“ í Berlín standi frá því í október fram í marz. Meira þorum við ekki að gera okk- ur vonir um, vegna þess að fólk frá Austur-Þýzkalandi get ur ekki lengur sótt leikhús í Vestur-Berlín. — Já, fílinn. Konan mín skaut hann eitt sinn er við vorum á tígrisdýraveiðum — hann var reiðskjóti hennar! Túnfiskveiðunum við Miðjarð- arhafsströnd Frakklands er lok- Rýrir eru tilberabaggarnir. Margt fæst á vorvöllum Þegjandi ganga þorskar í ála. Sá er ei þyrstur, sem síar vatnið. Meira má hagkeypi en harðkeypi. Ekki er hákarlinn hörundsár. Illt er að sjá við hags manns höggum. Lengi skyldi góðan graut á gólfi hræra (Islenzkir málshættir). | NÆSTKOMANDI einn og hálf an mánuð mun þýzk söngkona Margareth Calve, syngja með hljómsveit Grettis Björnsson- ar í Klúbbnum. Margareth er frá Hamborg og hefur m.a. sungið í Berlínarútvarpið. ið. Er einn þeirra manna, sem hefur veiðar þessar að íþrótt sagði, er hann kom úr síðustu ferð sinni: Túnfiskurinn er alveg eins og fína fólkið, hann skamm- ast sín fyrir að láta sjá sig hér við ströndina eftir 15. septemþer. Tveir ungir menn mættust á götu og annar var uppdubbaður. — Hvert ertu að fara? spurði hinn. — Eg er að fara á dansleik. — Þú, sem kannt ekki að dansa! — Það er satt. Eg kann ekki að dansa, en ég get haldið ut- an um stúlkurnar á meðan þaer dansa. Loftleiðir h.f.: Snorri Sturluson er væntanlegur kl. 18:00 frá NY. Fer til Osló og Helsingfors kl. 19:30. Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 19:00 frá NY. Fer til Gautaborgar, Khafnar og Hamborgar kl. 20:30. Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss er í Rvík. Dettifoss er á leið til Rvíkur Fjallfoss er í Rvík. Goðafoss er í hringferð austur og norður um land. Gullfoss er á leið til Hamborgar og Khafnar. Lagarfoss er í Ventspils. — Reykjafoss er á leið til Svíþjóðar. Sel foss er á leið til NY. Tröllafoss er á leið til Rotterdam. Tungufoss er í Hamborg. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Rvík. Askja er í Piraeus. Jöklar h.f.: Langjökull er á leið til Jakobstad. Vatnajökull er í Haifa. Skipadeild StS: Hvasaafell ©r í Onega. Arnarfell er á leið til Islands. Jökulfell er í London. Dísarfell er á Seyðisfirði. Litlafell losar á Austfj. höfnum. Helgafell er í Rvík. Hamrafell fer í dag frá Batumi til Rvíkur. Dora Horn lestar á Norðurlandshöfnum. Polarhav lestar á Austfjarðarhöfnum. + Gengið + Kaup Sala 1 SterlingspUnd 120,76 121,06 1 Bandaríkjadollar ~ 42,95 43,06 1 Kanadadollar 41,66 41,77 100 Danskar krónur .... 622.68 624.28 100 Norskar krónur .... 603,00 . 604,54 100 Sænskar krónur .... 831.70 833.85 100 Finnsk mörk ........ 13,39 13,42 100 Franskir frank. .... 872,72 874,96 100 Belgískir frankar 86,28 86,50 100 Gyllini 1.189,74 1.192,80 100 Svissneskir frank. 994,15 996,70 100 Tékkneskar kr 596.40 598.00 100 Austurr. sch 166,46 166,88 100 Vestur-þýzk mörk 1.077,54 1.080,30 100 Pesetar 71,60 71,80 1000 Lírur 69,20 69,38 Hammarskjöld Dimmir að og daprast ljós, dregur skugga á hauður: Ennþá dvínar heimsins hrós: Hammarskjöld er dauður. Móti Rússa refjaíjöld og rógi þjóða milli, beitti hetjan Hammarskjöld hugarprýði og snilli. Vildi fjóna frið á storð, frelsi þjóðum búa. Merkra raka máttarorð menningunni hlúa. Vildi leysa úr höftum hann, hluta rétta ins sanna. Öllum huga að því vann áþján stilla og banna. Fyrir að verja frelsis vé, firra stríði nauða, þarna norræn hetja hné, hjartaprúð, í dauða. Harmur svall að Svíaströnd. Sagan vofeilega nístir gervöll Norðurlönd nöprum hugartrega. P.A, Pocket-bækur og skemmtirit kaupum við og seljum. — Tvö einka- söfn næstu daga. — Sími 15046. — Bókaskemman Hverfisgötu 16. Bókaútsala í Traðakotssundi 3 (gegnt Þjóðleikhúsinu) fyrst um sinn. Búðin er flutt að Hverfisgötu 16. Bókaskemman. Notað orgel óskast til kaupe. Tilb. á- samt uppl. og verði sendist MbL fyrir miðvikudaigskv. 18. okt., merkt: „Orgel — 1061“. Bazar verður í Vörubílastöð Keflavikur í dag, sunnud. 15. okt. ‘kl. 4. Styrktarfélag Aðvents-safnaðarins. Kaffisala Laugarnesdeildar KFUK og KFUM verður að Kirkjuteig 33 í dag, til styrktar starfinu þar. — Verið velkomin í kaffi þangað frá kl. 3—6 og 9—10,30. Endurskoðun Ungur, reglusamur maður getur komist að sem nemandi á endurskoðunarskrifstofu hér í bæ. — Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl., merkt: „Endurskoðun — 7054“, fyrir miðvikudaginn 18. þ.m. Vil kaupa ibúð á hitaveitusvæðinu 4ra herb. eða stóra 3ja herb. Tilboð ásamt upplýsingum sendist afgr. Mbl. fyrir kl. 6, þriðjudag, m'erkt: „Góð íbúð — 7088“. Ein stofa og eldhus ásamt búri og sturtubaði í kjallara við Sigtún til sölu. Hitaveita Laust nú þegar. NÝJA FASTEIGNASALAN Bankastraíti 7 — Sími 24300 Fyrir fermingatelpur Hárskraut í úrvali, Vasaklútar, hanzkar og slæður. Hatta og Skermahúðin Nýkomið Hattar, húfur, hanzkar, slæður, herðasjöl, samkvæmistöskur, kvenpils og peysur. Hatta og Skermabúðin Til sölu stór peningaskápur, fundarborð, skrifborð ritvélaborð, skápar o. fl. Olíufélagið Skeljungur bí. Tryggvagötu 2 Til leigu 5—6 herbergja íbúð við Tjörnina. Tilboð merkt: „Fyrirframgreiðsla — 7122“ sendist blaðinu fyrir mánudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.