Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 13
/ Sunnudagur 15. okt. 1961 MORCVNBLÁÐIÐ 13 Frú Ragnhildur Helgadóttir í forsetastóli. Henni tii sinn hvorrar handar sitja skrifarar Nd., Pétur Sigurðsson (t.v.) og Björn Björnsson (t.h.) REYKJAVÍKURBRÉF LaugarcL 14. okt. 1 Landsfundurinn f* Svo sem á var cLrepið í síðasta Reykjavíkurbréfi, hefst Lands- íundur Sjálfstæðismanna næst- komandi fimmtudag hinn 19. okt. Fundarmenn hvaðanæva af land inu mun því koma til bæjarins lUnl og upp úr miðri vikunni. i (þann skugga ber á þetta fundar- ttiald, að nú verður Ólafur Thors ekki viðstaddur, í fyrsta skipti tfrá því að Landsfundir hófust. : Hann dvelur nú í Bandaríkjun- um hjá dóttur sinni, sem þar (býr, og hyggst verða þar næsfcu i fvikur. Allir Sjálfstæðismenn Bakna Ólafs og hans þróttmiklu Æorystu. Þrátt fyrir fjarveru hans lum sinn. munu þeir þó ganga ötrauðir að starfi. Auk fullnað- arákvörðunar um flokksreglur jnun Landsfundurinn marka stefnu flokksins í helztu vanda- málum þjóðarinnar, sem nú er við að etja. Efalaust verða efna- Ihagsmálin í þrengri merkingu, þar ofarlega á baugi og þá eink- um hvernig bregðast eigi við hót unum um nýjar tilraunir til ekemmdarverka gegn viðreisn- inni. Þá verður rætt um mögu- leika til stóriðju hér á landi og inotkun erlends fjármagns í því skyni, um aðild íslands að efna- hagsbandalagi Evrópu og önnur stórmál, sem örlögum munu ráða um framtíð íslenzku þjóðarinnar. Hátíð til heilla ! Háskólahátíðin fór með af- Ibrigðum vel fram. Enginn efi ér é, að hún hefur vakið mikla at- Ihygli, bæði innánlands og utan, á starfi og þýðingu Háskóla ís- lands. Framúrskarandi vísinda- tnenn úr mörgum löndum sóttu Ihátíðina og munu þegar heim Ikemur skýra frá merkilegu menn Sngarstarfi sem unnið er af lítilli / Iþjóð við erfiðar aðstæður. Skiln- ingur og velvild, sem þannig eru vakin, verða seint metin til fjár. En einnig má minnast hinna stór ihöfðinglegu gjafa, sem Háskólan um voru færðar. Gjafir Banda- ríkjastjórnar og hins ónefnda inorska íslandsvinar ber þar hæst, ásamt lóðafyrirheiti Reykjavík- urbæjar. Óráðshjal Þorvalds Þórarinssonar í Þjóðviljanum út af gjöf Bandaríkastjórnar stað- festir einungis þakklæti allra góðviljaðra manna. Köpuryrði Þjóðviljans út af því, að fyrirhugaðri handrita- stofnun, sem menntamálaráð- Iherra boðaði fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar, verði sniðinn of þröngur stakkur, láta einnig illa í eyrum, þegar blaðið vitnar máli sínu til stuðnings til prófessors Jóns Helgasonar í Kaupmanna- Ihöfn. Lýsir það einstöku smekk- Heysi að reyna að tengja nafn prófessors Jóns við áhuga fyrir endurheimt handritanna eftir allt sem á undan er gengið. Ekki sízt hið illræmda viðtal, sem Þjóðviljinn birti í sumar, þar sem Jón talaði með fyrirlitningu um „handritastaglið". Við nöldri Þjóðviljans mátti búast. Það Skiptir ekki máli. Aðalatriðið er, að hátíðin varð háskólanum tií sæmdar. Sumir fárast þó eflaust yfir kostnaðinum og gæta þess ekki til hvers var að vinna. Kona forseti Al- þingis í fyrsta skipti Svo sem lög gera ráð fyrir, var Alþingj isett nú i vikunni. Allur Bnnar svipur var yfir þingsetn- ingu að þessu sinni en í fyrra, þegar „hernámsandstæðingar“ reyndu að safna liði, settu vörð i kringum, þinghúsið og höfðu slíkan hávaða í frammi að trauðla mátti heyra orð forseta íslands, þegar han setti Al- |>ingi. Ólund stjórnarandstæðinga brauzt nú aðeins út í því, að Skúli Guðmundsson vildi ekki una því, að Gísli Jónsson lyki því verki sem forseti íslands hafði lögum samkvæmt kvatt hann til. JMteirihluti þingheims ákvað að bafa nöldur Skúla að engu, enda var það til þess eins að brosa að. [?„ Við þingsetningu sætti það nú mestum tíðindum, að kona var í fyrsta skipti kjörin ein af aðal- forsetum Alþingis. Ragnhildur Helgadóttir var kosin forseti neðri deildar. Hún hafði raunar áður setið í forsetastól sem ann- ar varaforseti deildarinnar og gegnt því starfi með prýði. Ragn hildur er enn ung að árum en hefur þegar setið á Alþingi í fimm ár. Hún kemur ætíð fram af festu og virðuleik. Mun hún, ef marka má af fenginni reynslu, verða öruggur og réttlátur for- seti. Það er þess vegna full á- stæða til að óska henni til ham- ingju með þessa sæmd. Róa nú einir á báti Hermann Jónasson og Ey- steinn Jónsson lögðu strax á fyrsta degi þingsins fram tillögu um að lýsa vantrausti á ríkis- stjórninni. Sá tillöguflutningur er í sjálfu sér lítilla tíðinda verð ur. Alþjóð — hvað þá allir al- þingismenn, — veit fyrir löngu að þessir tveir heiðursmenn treysta oftast engum betur en sjálfum sér til að fara með stjórn landsins. Því var það, að þeirra gamli flokksforingi, Jónas Jóns- son, sagði um þá, meðan þeir allir þrír voru enn í sama flokki, að þeir teldu ráðherrastólana sér áskapaða. Gallinn er þó sá, að þegar verulega hefur reynt á, hefur sjálfstraustið brugðizt. Svo fór fyrst 1939. Eftir 5 ára stjórn þeirra var allt komið í óefni. Kunnu þeir þá ekki annað ráð en að kalla á Sjálfstæðismenn sér til hjálpar. Enn ömurlegri varð samt uppgjöf þeirra í árs- lok 1958. Ótti þeirra félaga, þeg- ar þeir sáu verðbólguölduna rísa þá, er aumlegasta uppgjöf, sem um getur í íslandssögu. Nú sýn- ist þeim betur horfa og vilja þess vegna minna á, að þeir séu aftur búnir að fá kjark og séu enn á ný reiðubúnir. Það gerðu þeir raunar þegar á síðasta þingi. Munurinn er sá, að þá var Her- mann, ásamt Karli Kristjánssyni í veikindaforföllum Eysteins, á einu blaði í tillögugerð með Hannibal Valdimarssyni og Lúð- vík Jósefssyni. F Ottast kommún- istadekrið Að þessu sinni hefur þeim fé- lögum þótt ráðlegra að skrifa ekki upp á sama blað og komm- únistar. Til þess liggja auðskild- ar ástæður. Innan Framsóknar- flokksins er vaxandi ókyrrð út af kommúnistadekri forystu- mannanna að undanförnu. Þar hefur hnífririn yfirleitt ekki gengið í milli. Ofstækisskrif Tím ans, svikasamningarnir í sumar og samstarf gegn vörnum lands- ins eru allt merki þeirrar nánu samvinnu, sem hin sameiginlega vantrauststillaga í fyrra var tákn ræn fyrir. En mikill fjöldi kjós- enda þeirra um aHt land og drjúg ur hluti þingflokksins hefur ími- gust á og ótta af þessu atferli. Gleggst birtist sú ókyrrð, þegar álitlegur hópur ungra manna gekk í lið með æskumönnum úr Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- flokknum, og þeir allir saman stofnuðu félag til styrktar vest- rænni samvinnu. Um svipað leyti urðu einnig auðsæ umskipti í skrifum Tímans. „Slæmur fyrirboði44 Síðustu vikurnar hefur Tíminn öðru hvoru verið að burðast við að hnýta í kommúnista og birt nokkrar skynsamlegar greinar um utanríkismál. Hefur kveðið svosvo rammt að þessu, að þótt kommúnistar telji sér það helzt til bjargar, að klessa sér sem fast ast upp að Framsókn, þá er Þjóð viljinn upp á síðkastið farinn að senda Framsókn hnútur, svo sem hann áður tíðkaði. Nú bætist það við, að Hermann og Eysteinn þykjast hreinsa sig af kommún- istum með því að lofa þeim ekki að skrifa upp á vantrauststillög- una. Varlega skyldu menn þó trúa því, áð þar væri um hugar- farsbreytingu að ræða. Hitt er líklegra, að þeim hafi þótt þetta hyggileg vinnubrögð til að sefa óánægjuölduna í eigin flokki. Allt mun þetta skýrast nánar, þegar fram á þingið kemur. En Þjóðviljinn er nú þegar sleginn ugg. Hann telur tillög- una benda til þess, að Framsókn vilji ólm komast í stjórn með nú verandi stjórnarflokkum. „Þann- ig virðist ýmsum vantrauststil- laga Framsóknar vera slæmur fyrirboði. Og til munu þeir Fram sóknarmenn sem hafa ekki meiri trú á leiðtogum sínum en svo, að þeir hugga sig helzt við það að vantraustið verði ekki samþykkt — að þessu sinni.“ Á þessa leið kemst Þjóðviljinn að orði sl. föstudag. Heilindin hjá stjórnar- andstæðingum eru söm við sig. „Caddavírsstreng- ir Rússa ekki komnir til sög- unnar Einn af hinum íhugulli Fram- sóknarmönnum, Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, skrifaði nýlega í Timann um varnarmálin og gat þess, að hann hefði ritað undir áskriftarskjal „hernámsandstæð- inga“ með þeim fyrirvara, að hann vildj ekki að ísland gengi úr Atlantshafsbandalaginu. síðan segir hann: „Þá voru gaddavírsstrengir Rússa ekki komnir til sögunnar og því síður hinar geigvænlegu kjarnorkutilraunir þeirra. Hygg ég að alþjóðavandamálin hafi nú snúizt á þann veg síðustu vik- urnar, að fleiri hafi slíka athuga semd viljað sett hafa við nafn sitt.“ Þessi fyrirvari og skýring eru einkennandi fyrir tvístig forystu manna Framsóknar í varnarmál- unum. Þeir skilja ekki eða þykj- ast ekki skilja, að á meðan mein- semdin sjálf, árásarhugur og ógn arafl honum til styrktar, er fyrir hendi, þá er voðinn vís. En í hvert skipti, sem einhver ein- kenni þessa brjótast fram, kipp- ast þeir við, og telja, að þá beri að breyta um afstöðu. Urðu aftur hræddir Þessi hugsunarháttur er meðal skýringanna á því, að mennirnir, sem voru sammála um að gera varnarsamninginn við Bandarík- in 1951, vildu láta reka varnar- liðið úr landi 1956, þó að allir skynibornir menn vissu, að enn logaði undir niðri, og að upp úr hlaut að blossa, áður en varði. Þegar raunin varð sú í Ungverja- landi 195-6, urðu þeir aftur hrædd ir, bæði við atburðina, sem þar gerðust, og viðbrögð almennings á íslandi. Þess vegna hurfu þeir frá heitstrengingunni um að betra væri að vanta brauð en hafa varnarlið í landi. Það á- stand hélzt meðan Framsókn var í stjórn, enda fór Hermann Jónas son á Parísarfund Atlantshafs- ráðsins 1957, og lýsti þar heil- huga stuðningi við Atlantshafs- bandalagið og minntist ekki einu orði á, að hann vildi losna við varnarliðið. Eftir að þeir komust í stjórnarandstöðu, fannst for- ingjunum heimsástandið enn á ný batna svo, að þeir ýmist ibeittu sér fyrir eða létu af- AÐALFUNDUR Fél. íslenzkra bifreiðaeftirlitsmanna var hald- inn í Reykjavík 7. okt. sl. — Fundinn sátu allflestir bifreiða- eftirlitsmenn landsins. Á fundinum voru gerðar þess- ar ályktanir: Aðalfundur Fél. ísl. bifreiða- eftirlitsmanna haldinn í Reykja- vík 7. október 1961 þakkar vega málastjórninni það sem gert hef ir verið í lagfæringu og merk- ingu vega, en beinir þeim til- mælum til vegamálastjóra, að meira verði unnið að því að breikka vegina á blindum hæð- um og bröttum brekkum og merkja vel alla slíka staði til öryggis fyrir alla vegfarendur. Þar sem slysum hefir stórlega fjölgað utan Reykjavíkur, í sam bandi við bifreiðar og dráttar- vélar, beinir aðalfundur féla^s- ins því til Slysavarnafélags Is- lands og allra aðila, sem með þessi mál hafa að gera, að auk- skiptalaust, að flokksm-enn þeirra gerðust handbendi „hernámsand- stæðinga“. Nú hafa „gaddavírs- girðingar og geigvænlegar kjarn orkutilraunir" gert þá að nýju hrædda. Enn sem fyrr eru það bæði atburðirnir sjálfir og við- brögð almennings á íslandi, sem hræðslunni valda. Þeir menn, sem gera sig seka un slíka skammsýni æ ofan í æ eru sann arlega ekki til forystu fallnir. Skyldi það nægja? Ömurlegt er að heyra heims- fréttir þessa dagana, eins og oft áður. Að visu er það til góðs, að viðræður skuli hafa átt sér stað milli helztu ráðamanna í Banda- ríkjunum og Bretlandi og utan- ríkisráðherra Sovét-stjórnarinn- ar. En frásagnir af þeim viðræð- um gefa sannarlega tilefni til takmarkaðrar bjartsýni. Svo virð ist sem eina vonin, til að haldið verði aftur af Sovétstjórninni um ofbeldi gegn Vestur-Berlín, byggist á því, að utanríkisráð- herra hennar hafi nú verið kom- ið í skilning um, að af þvílíku ofbeldi mundi leiða kjarnorku- styrjöld. Það sannar, hversu mik ið er í húfi og hversu lilla trú þeir, sem bezt hafa kynnzt fyrirætlunum Sovétstjórnarinn- ar, hafa á friðarvilja hennar. Ein ungis vissa um allsherjar eyði- leggingu er talin nægja til að hindra ný ofbeldisáform Sovét- herranna. Áherzlan, sem nú er lögð á þetta, færir mönnum heim sanninn um, að hingað til hafi Sovétstjórnin ekki talið, að of- beldinu yrði veitt alvarlegt við- nám. En skilur hún þá það raun- verulega nú? Treystir hún ekki á það, að hinir muni hika, þegar til kastanna kemur? Og þá ber að hafa í huga, að styrjaldir hafa sjaldnast brotizt út, vegna þess að annar aðilinn í sjálfu sér sæktist eftir styrjöld, heldur vegna þess, að hann hefur talið, að undan ofbeldi hans yrði látið þegar á reyndi. Enn getur slíkur misreikningur valdið úrslitum. Á meðan slíku fer fram, eru það svik við frelsi og tilveru þjóð- anna, að skerast úr leik í við- leitninni til að halda ofbeldinu í skefjum. „Fara ekki í mann- greinarálit66? Varnarskrif Tímans fyrir r..is- beiting Framsóknar á samvinnu- félögunum eru stundum harla brosleg. Á dögunum var því þar m. a. s. haldið fram, að kaup- félögin fari „ekki í manngreinar- álit“! Þetta er borið á borð, þótt öllum séu enn í fersku minni að- farirnar í elzta kaupfélagi lands- ins, Kaupfélagi Þingeyinga, þar sem einum mikilsvirtasta bónda í héraði var vikið úr stjórn, ein- ungis vegna þess að hann hafði gerzt svo djarfur að taka sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. in verði fræðsla almennings á þeirri stórkostlegu hættu, sem misnotkun slíkra tækja hefir í för með sér. Þá skorar fundurinn á alla ökumenn að hafa öryggis- og ljósabúnað bifreiðanna í lagi, þar sem myrkur og vetur er að ganga í garð og haga akstrin- um samkvæmt 49. gr. umferða- laga. Almennt mót norrænna bif- reiðaeftirlitsmanna var haldið í Helsingfors dagana 27.—30. júlí sl. Bifreiðaeftirlitsmenn frá öll- um Norðurlöndunum ásamt vega málastjóra Finnlands, Noregs og Svíþjóðar sátu mótið. A mót- inu var meðal annars rætt um hin tíðu og alvarlegu umferða- slys er oft stafa af ógætilegum og gálausum akstri. Stjórn félagsins skipa: Gestur Ólafsson, form., Svavar Jóhannsson, ritari, Sverrir Samú elsson, gjaldkeri, — Meðstjórn- endur: Bergur Arnbjörnsson og Magnús Wium Vilhjálmsson. Hættulegir staðir séu vel merktir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.