Morgunblaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 6
6 MORCTJNBLAÐIÐ Fðstudagur 20. okt. 1961 Vetrarstarfsemi Leikfélags Hafnarf jarðar er hafin. TJm siðustu helgi var farin leik- för til Ólafsvíkur og Stykk- ishólms og haldnar 4 sýning ar við góða aðsókn. f kvöld er fyrsta sýning í Bæjar- híó. Um næstu helgi verður sýnt á Hvoli og Selfossi. — Á myndinni eru Friðieifur Guðmundsson, Auður Guð- mundsdóttir og Sigurður Kristiinsson í hlutverkum sínum í „Hringekjunni“. Tíma þurfti til nýrra samninga Bráðabirgðalögin í læknamálinu rædd i Neðri deild BRÁÐABIRGÐALÖGIN um framlengingu á samningum milli læknafélaga og sjúkra- samlaga um 3 mánuði — eða til loka þessa árs — voru tals vert rædd á fundi Neðri deild ar Alþingis í gær, en þá var þar til 1. umr. frumv. um stað festingu á lögunum. Emil Jóns son, félagsmálaráðherra, gerði af hálfu stjórnarinnar grein fyrir þeim röksemdum, sem hnigið hefðu til útgáfu lag- anna, en úr hópi stjórnarand- stæðinga töluðu þeir Hanni- bal Valdimarsson, Þórarinn Þórarinsson og Lúðvík Jósefs son, sem andmæltu setningu laganna. — Umræðunni varð ekki lokið. Félagsmálaráðherra, Emil Jóns son, fylgdi frumvarpinu úr hlaði \ Bréf sent Morgunblaðiiif’ ,Jón Reykvíkingur' UM SÍÐUSTU helgi var mér sagt að mín væri getið í einhverju nýju vikublaði, sem heitir „Ný vikutíðindi1*. Ritstjóri þess er skráður einhver Baldur Hólm- geirsson, og kann ég engin deili á honum. Nokkrum dögum seinna náði ég í eitt eintak af blaði þessu, og er það dagsett 13. okt. 1961. Þar var feitletruð á öftustu síðu eftirfarandi klausa, og vil ég biðja Morgunblaðið að birta hana, svo að fleiri en þeir, sem standa á því stigi, að þeir lesi „Ný Vikutíðindi" að jafnaði, geti áttað sig á, hvernig prentfrelsi er notað á íslandi' sér til lífsfram- færis. Klausan er svona: „Lengi hefur verið leitað um höfund þeirra greina, sem skrif- aðar hafa verið undir dulnefninu Jón Reykvíkingur í Mánudags- blaðinu. Nú síðast hefur nafn Einars Magnússonar Mennta- skólakennara mjög borið á góma — og það ekki alveg af ástæðu- lausu. Hann hefur aldrei farið í felur með listamannahatur sitt, auk þess sem hann er samkenn- ari Ólafs Hanssonar og Sigurðar Bogasonar (Agnarsbróður).“ í klausu þessari er aðeins eitt atriði satt; að ég er samkennari Ólafs Hanssonar, allt hitt er ó- satt. Meinlaust hefði verið að segja satt um það, að Sigurður Bogason er ekki kennari við Menntaskólann, en það hefur lík lega þótt í of miklu ósamræmi við málsmeðferðina að öðru leyti. Mér hefur verið sagt að í Mánu dagsblaðinu hafi nýlega birzt grein undir dulnefninu „Jón Reykvíkingur“ um Kristmann Guðmundsson rithöfund. Grein þessa hef ég ekki séð, og kann ég því ekki um hana að dæma. En ég sá fyrir skemmstu frá því sagt í einhverju blaði, ég held Morgunblaðinu að Kristmann hafi hafið málsókn á hendur rit stjóra Mánudagsblaðsins, Agnari Bogasyni út af grein þessari, með því að í henni fælust ærumeið- andi ummæli og atvinnurógur. í hinni tilfærðu klausu í „Nýj um Vikutíðindum“ er ótvírætt gefið í skyn, að ég sé líklegur til að vera Jón Reykvíkingur og þar af leiðandi höfundur greinar þess arar um Kristmann og rökin virð ast þau, að ég hati listamenn og þá vitanlega líka Kristmann, og því hafi þeim vondu mönnum Ó1 afi Hansyni og Sigurði Bogasyni tekizt að fá mig til að skrifa um rædda grein, sem Kristmann tel ur ganga nærri æru sinni og at- vinnu! Vitanlega dettur mér ekki í hug, að nokkur sem þekkir mig trúi því, að ég hafi skrifað níð- grein imdir dulnefni um forn- kunningja minn Kristmann Guð mundsson, en vegna annarra vil ég biðja Morgunblaðið að birta eftirfarandi yfirlýsingu Agnars Bogasonar ritsjóra: „Reykjavík 19/10 1961. Hr. Einar Magnússon, yfirkenn ari við Menntaskólann í Reykja- vík, hefur að gefnu tilefni farið þess á leit, að ég lýsti yfir eftir farandi: Einar hefur aldrei, hvorki nú né fyrr, skrifað eitt einasta orð í Mánudagsblaðið, og fullyrðingar eða getgátur þess efnis eru algjörlega úr lausu lofti gripnar. Agnar Bogason" Ekki veit ég, hve mikið það hefur aukið sölu „Nýrra Vikutíð inda“ að birta þessa klausu um mig. Ég veit aðeins um þessar fjórar krónur, sem ég borgaði fyrir eintakið, sem ég keypti. En vonandi nýtur eigandi blaðsins þessara auknu tekna svo sem hann aflaði þeirra. Með þökk fyrir birtinguna. Einar Magnússon menntaskólakennari og rakti ýtarlega málavexti. Eftir að læknar hefðu sagt upp samn- ingum sínum við sjúkrasamlöin í júní, hefði orðið sá d^áttur á, að þeir gerðu grein fyrir ósk- um sínum um breytingar á starfs kjörum, að lítið sem ekkert svigrúm hefði verið fyrir sjúkrasamlögin að ganga frá gagntillögum fyrir 1. október, þegar gildandi samningar áttu að renna út. — Og launakröfur sínar hefðu læknar ekki lagt fram fyrr en aðeins vika var eftir af samn- ingstímanum. í tillögum lækn- anna, sem falið hefðu í sér gjör- breytingu á því fyrirkomulagi, sem ríkt hefði, hefðu bæði verið atriði, sem forráðamönnum sjúkrasamlaganna hefðu þótt óaðgengileg Og önnur, sem þeir hefðu talið mjög athygliverð. Ekki væri hægt að leiða málið til lykta á þeim aðeins 1% mán- uði, sem þá var til stefnu. Því hefði verið farið fram á, að til bráðabirgða og meðan u n n i ð væri að endan- legum samningum, yrði gerð sú breyting, að þóknum til lækn- anna svo Og allar greiðslur vegna kostnaðar við starf þeirra hækk- uðu um sömu upphæð og laun Opinberra starfsmanna. Var tekið vel í þetta af þeim, sem samn- ingaviðræður önnuðust fyrir lækna, svo og stjórn Læknafélags Rvíkur — en á félagsfundi hinn 13. sept. var það fellt. Þegar sýnt var, að samningar næðu ekki fram — og öll læknaþjónusta á vegum sjúkrasamlaganna félli niður, en við tæki taxti, sem fæli 1 sér um og yfir 100% hækkun á læknaþjónustu, hefði verið grip ið til setningar bráðabirgðalag- anna. Það hefði aðeins verið gert, til þess að frekara tóm gæfist til samningageröar, án þess að breyting yrði á læknaþjónust- unni. Að vísu sagði ráðherra, að til væri í lögum ákvæði, sem • Lífgun úr dauðadái^ Bréf frá „Sveitamedicusi“: ,,Það er nú svo um þá bless uðu aðferð sem nú er ker.nd, sem sé að leggja munn sinn við munn þess drukknaða eða sýndar-dauða, er ekki eins nýleg eins og sumir vilja vera láta. Að minnsta kosti segir heilög ritning að guð hafi „blásið lífsanda í nasir Adams“. Finnst mér það benda á, að aðferðin sem slík sé nálega jafn-gömul og' til- ferð mannanna til að lækna hver annan. Eg held, að lýs- ing á hversu gera skuli, sé einhversstaðar í heftum þeim um læknisfræði — skrifuðum á árunum 1934—39 í Vinar- borg — er Ars medici nefn- ast. Nokkuð er það, að ég mundi eftir þessu einn vetrar dag fyrir 8 árum, er ég tók á móti skrambi sýndar-dauð- um krakka (hjartsláttur þó merkjanlegur) og tók það mig ca. 35 mínútur með íblást ursaðferðinni að fá hann til að anda. Sveitamedicus". • Smjörverðið^offloforð JKrúsjeffs^ Kona ein hringdi til Vel- vakanda ,eftir að hlustað á það heilan dag í Ríkisútvarp- inu okkar hér á Íslandi, hveriu Krúsieff hafi lofað þegnum sínum. Þeir eiga að fá að hafa það ósköp gott, eiginlega öðlast á jörðunni sæluvist, en — eins og vant er — eftir talsverðan tíma. Um að gera að sýna þolin- mæði, bíta á jaxlinn og gleyma ófrelsinu og kúgun- inni, í þeirri veiku von að hafa það eitthvað betra ein- hvern tíma fyrir andlátið. Bezt af öllu sé, að barnabörn- in hafi von til þess að borða eins mikið af kjúklingum um aldamótin og Randaríkja- menn borði nú. (Þá verður kjúklingaát sennilega komið úr tízku vestra, svo að þá verður að miða við eitthvað annað). Konan sagði, að þessar marg veitt hefðu stjórninni heimild til að leysa þau vandræði, sem skap ast hefðu, með enn harkalegri hætti, en hún hefði ekki kosið að grípa til þeirra. Haunibal Valdimarsson tók næstur til máls og kvað hér að- eins vera um að ræða eitt þeirra mörgu bráðabirgðalaga, sem rík- isstjórnin hefði látið setja til að afstýra því, sem hún kallaði yfir- vöfandi vandræðaástand. Það sama hefði einnig verið gert við millilandaflugið, þar sem níðzt hefði verið á rétti verkamanna og staðið í vegi fyr- ir bættum hag þeirra. Skoðun sín væri sú, að öll kjaramál bæri að leysa með frjálsum samningum, sama hvOrt I hlut ætti hálaun uð eða láglaunuð stétt. Það gerði aðeins illt verra, þegar ríkisvaldið ræki hnefann í borðið milli samningsaðilanna, eins og gert hefði verið með setn ingu bráðabirgðalaganna. Lækn- ar teldu sig nú hafa ónóg laun Og af þeim sökum hlæðust á þá of mikil störf. Sjálfir orðuðu læknar það svo, að nú hefðu þeir verið „dæmdir í galeiðuþrældóm'* hjá hæstvirtum félagsmálaráð- herra, Emil Jónssyni. Bæta þyrfti kjör læknanna. Emil Jónsson svaraði ræðu HV með stuttri ræðu. Eki væri fátítt að þessi þingmaður skipti um skoðun á skömmum tíma. Sá ríki eiginleiki hefði líka kómið glöggt fram í ræðu hans nú. Hann hefði í upphafi lýst yfir mikilli um- hyggju fyrir þeim láglaunuðu verkamönnum, sem bráðabirgða- lögin um flugið hefðu náð tih En síðan hefði hann mótmælt harðlega setningu bráðabirgðalag anna um læknana og þar með virzt • steinhættur að hugsa um hag þeirra fátæku verkamanna, sem án laganna hefðu orðið að greiða 100% hærra gjald fyrir þjónustu lækna sinna. ítrekaði ráðherrann síðan nokkur atriði úr fyrri ræðu sinni og benti m. a. á, að sjúkrasamlögin hefðu ekki átt sök á því, að samningum varð ekki lokið í tíma, heldur Framh. á bls. 23. endurtekmu loforðaþulur hins austræna einræðisherra hefðu rifjað upp fyrir sér atvik frá því, er Krúsjeff var á ferð í Danmörku árið 1956. Hitti hann þá bændur að máli. Einn þeirra spurði hann, hvort það væri raúnverulega satt, að smjörkílóið kostaði 25 krón- ur (danskar) í Sovétríkjun- um. 1 Dammörku kostaði það ekki nema 4,90. „Elskan mín“. sagði Krúsjeff og breiddi út faðminn (eða hramminn eft- ir atvikum), ,,þetta getur vell verið, en eftir fjögur ár verð- ur smjörið orðið jafn ódýrt í Sovétríkjunum og í Dan- mörku“. Bóndinm spurði, hvort það væri nú alveg víst. Krúsjeff hélt það nú. Það væri alveg öruggt. En nú er spurningin: Hversu mikið kostar smjör- kílóið núna fyrir austan? Get ur það verið, að það sé enn jafn dýrt? Ojá, það er nefni- leaa enn jafn dýrt. • Draumar „Draumur Sigurþórs Run- ólfssonar (Mbl. 17. okt.) rifj- ar upp draumvísu Friðgeira Berg, sem honum þótti Þor- steinn Erlingsson (þá látinn) kveða: Setja’ um hauður sorgarvörð sólar rauðu glóðir þegar auð er orðin jörð eftir dauðar þjóðir. Ollum má vera það Ijóst, að hverfi ekki Rússar fré hel. stefnu sinni; er þess nú skammt að biða, að svo verði sem í vísunni segir, því sjélf- ir fara þá Rússar sömu/ leið og aðrar þjóðir. Lesandi"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.