Morgunblaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 2
2
MORCVNRLAÐIÐ
Föstudagur 20. okt. 1961
Stuðningur við bændur
til umrœðu
í Efri deild
í GÆR kom til 1. umræðu á
fundi Efri deildar frumvarp nokk
urra þingmanna Framsóknar-
flokksins um stuðning við bænd
ur til bústofnaukningar og véla
kaupa, en frumvarpið var einnig
flutt á síðasta bingi og náði þá
ekki fram að ganga.
Nýr lána- og styrktarsjóður.
Ólafur Jóhannesson fylgdi frum
varpinu úr hlaði af hálfu flutn-
ingsmanna og rakti ýtarlega efni
>ess. Með því er lagt til, að stofn
aður verði sérstakur lána- og
styrktarsj óður, er nefnist bú-
etofnslánasjóður, og hafi hann
það hlutverk að veita frumbýl-
ingum og efnalitlum bændum
hagstæð lán til bústofns- og véla
kaupa eða til greiðslu þungbærra
iausaskulda. Er
gert ráð fyrir,
að stofnfé sjóðs
ins verði 50
milljónir, þar af
20 millj. kr. óaft
urkræft framlag
rikissjóðs, sem
greitt verði á
næstu fimm ár-
um, en afgangs-
ins aflað með lánum, er ríkis-
ábyrgð verði fyrir. Að því er út
lán úr sjóðnum snertir er m.a. í
frumvarpinu ákvæði um að vext
ir skuli aldrei vera hærri en 5%
og lánstími aldrei lengri en 12
ár, minni kröfur eru gerðar til
trygginga en nú tíðkast. I>á er
ætlazt til að sjóðurinn verði í
vörzlu Búnaðarbankans, en und
ir sérstakri stjórn 5 manna, fjög
urra er þingflokkamir tilnefni
og eins, sem skipaður sé eftir til
nefningu stéttarsambands
bænda, og verði hann formaður.
Þingmaðurinn gerði síðan m.a.
að umtalsefni þörfina á slíkum
sjóði og gagnrýndi í því sam-
bandi, hvernig núverandi ríkis-
stjóm hefði búið að bændum, en
efnahagsaðgerðir hennar ættu
sök á versnandi hag þeirra,
Efla þarf sjóði, sem fyrir eru.
Magnús Jónsson tók einnig til
máls um fmmvarpið og drap á
nokkur atriði, sem hann kvaðst
vilja koma á framfæri, áður en
málið færi til athugunar í nefnd.
i>ví miður hefði það oft viljað
brenna við, að sjóðir hefðu verið
settir á stofn, án þess að hafa
nokkra möguleika til að leysa
vandkvæði þeirra manna, sem
þeim hefði verið ætlað að
styrkja, og hefði af því leitt bæði
margvíslega erfiðleika og von-
brigði. Þó að sæmilega ætti að
sjá fyrir fé til bústofnslánasjóðs
væri það því athugunarefni,
hvort ekki væri heppilegri lausn
á þeim vanda, sem hér væri við
að fást, að undirbyggja betur þá
stofnlánasjóði, sem landbúnaður
heimild til að veita lán í um-
Kvikmyndasýning
Germaníu
Ntl MEÐ veturnóttum hefjast að
nýju kvikmyndasýningar félags-
ms Germanía, sem notið hafa
mikilla vinsælda undanfarna
vetur, svo að stundum komust
færri að en vildu. Verður fyrsta
sýnir.gin á morgun ,laugardag,
í Nýja bíó að venju.
Þar sem engar kvikmynda-
sýningar hafa verið í sumar, eru
fréttamyndirnar, sem nú verða
sýndar, frá helztu atburðum á
s.l. vori, þ. á. m. heimsókn dr.
Adenauers og utanríkisráðherra
V-Þýzkalands v. Brentanos hjá
Kennedy forseta Bandaríkjanna
og flóttamannabúðunum i Ber-
lín.
Fræðslumyndirnar á þessari
sýningu verða tvær. Er önnur
um lifnaðarhætti silungsins í
fjallalækjum og þar sýnt, hví-
líkur ránfiskur hann er, étur
jafnvel sinn eigin stofn. Mun
mörgum þykja fróðlegt að kynn
ast lifnaðarháttum þessa fallega
og eftirsótta fisks, sem heima á
einnig í ám og vötnum hér á
landi og lifir sama ló±i hér sem
annars staðar.
Sýningin hefst kl. 2 e. h., og
er öllum heimill aðgangur, böm
um þó einungis í fylgd með full-
orðnum,
(Frá Germaniu).
Kristmann Guðmundsson.
Loginn hvíti
66
Þriðja bindi sjólfsævisocru ICristinanns
Guðmundssonar kiomið ut
KOMIÐ er út þriðja bindið af
sjálfsævisögu Kristmanns Guð-
mundssonar, Sögu skálds, og
nefnist það „Loginn hvíti'*.
Frásögnin hefst 1921, en þá var
Kristmann enn búsettur í Noregi.
Hann segir í þessu bindi frá síð-
ustu árum sínum þar í landi,
ferðalögum erlendis, íslandsferð
og síðan frá dvöl sinni og búsetu
i Danmörku. Þá heldur frásögnin
áfram, þegar hann flytur alfar-
ALÞINCIS
A fundum Alþingis I dag kl. 13:30
oru dagskrár svohljóSandi: Efri deild:
1. Dómsmálastörf, lögreglustjórn,
gjaldheimta o.fl., frv. 3. Vegalög, frv.
— 1. umr.
Neöri deild: 1. Sildarútvegsnefnd o.fl.
frv. — 1. umr. — 2. Félagslegt öryggi,
frv. — l. umr.
inn hefði, en þeir hefðu fyrir
ræddu skyni.
Ótraustur grundvöllur.
Þá vakti ræðumaður athygli á
því, að þar sem gert væri ráð
fyrir að hinn nýi sjóður bæði
veitti styrki og tæki ekki nema
5% vexti af lánum sínum, væri
hætta á, að áður liðið að löngu
yrði sjóðurinn, sem byggjast ætti
upp af lánsfé að svo stórum
hluta, kominn í svipað ástand og
stofnlánasjóðir landbúnaðarins
væru nú í. Uppbygging þeirra
hefði verið með þeim hætti, að
stefnt hefði verið út í fullkomna
ófæru. Þeir
væru nú verr
staddir en eigna
lausir. Hér
mundi vafalaust
verða um að
ræða mjög veru
legan halla, sem
þá yrði að borg-
ast af því fé,
sem sjóðurinn
fengj í framlag frá ríkissjóði og
Frh. á bls. 23
fNAIShnúhr / 5* V SOhnútar ¥ Snjókomo f ÚSi 7 Skúrir K Þrumur WZs, KuUaskil Hihski! L ; Lmot
Háþrýstisvæðið fyrir sunn
an land fór heldur minnkandi
í gær og þokaðist austur á
bóginn. Milli hitaskilanna,
sem lágu yfir austanvert ís-
land og kuldaskilanna suðaust
ur af Grænlandi var víðáttu-
mikið þokusvæði og víða þétt
ur úði, eins og bæjarbúar
fundu í gær. Þetta þoku-
loft var mjög hlýtt miðað við
árstíma, og var kominn 15
stiga hiti á Akureyri kl. 15 í
gær. Hvergi á landinu var þá
kaldara en 7 stig á veðurstöðv
um. Svala skúraloftið suður af
Grænlandi mun sennilega
ryðja héðan þessari þoku í dag
eða á morgun.
Námsstyrkir í
Bandaríkjunum
inn heim til íslands skömmu fyr
ir síðarj heimsstyrjöld og sezt að
í Reykjavík, en í bókarlok er
skáldið komið til Hveragerðis.
Tvö fyrri bindi sjálfsævisögu
Kristmanns Guðmundssonar
hafa vakið mikla athygli. í fyrsta
bindinu fjallar hann um æskuár-
in hér heima, en í öðru dvelur
hann erlendis og fyrri heilmingi
þessa þriðja bindis, en svo kem-
ur hann aftur heim og er með
þjóð sinni.
Aftan á kápu þessa bindis seg
ir Kristmann:
„Góðfúsir lesendur eru beðnir
að athuga, að á þessar bækor hef
ég skráð sögu ævi minnar, en
hvorki annála né vísindalega
sagnfræði.“
Bbkfellsútgáfan gefur bókina
út mjög smekklega eins og hinar
fyrri. Hún er rúmar 300 bls. að
stærð.
EINS og mörg undanfarin ár hef-
ir íslenzk-ameriska félagið milli
göngu um útvegun námsstyrkja
til Bandaríkjanna. Er um tvenns
konar styrki að ræða. er sækja
þarf um nú þegar, og skulu um-
sóknir sendar skrifstofu félagsins,
Hafnarstræti 19, fyrir 5. nóv.
n.k.:
Annars vegar eru styrkir fyrir
íslenzka framhaldsskólanemend-
ur til eins árs náms við banda-
ríska menntaskóla á skólaárinu
1962—63 á vegum American Field
Service. Styrkir þessir nema
skólagjöldum. húsnæði, fæði,
sjúkrakostnaði og ferðalöguim
innan Bandaríkjanna, en nemend
ur búa hjá bandariskum fjöl.
skyldum í námunda við viðkom-
andi skóla. Ætlazt er til, að þeir
er styrkina hljóta. greiði sjálfir
ferðakostnað frá íslandi til New
York og heim aftur. Ennfremur
þurfa þeir að sjá sér fyrir ein-
hverjum vasapeningum. Umsækj
endur um þessa styrki skulu vera
framhaldsskólanemendur á aldr-
inum 16 til 18 ára, jafnt piltar
sem stúlkur. Þeir þurfa að hafa
góða námshæfileika, prúða fram-
komu, vera vel hraustir og hafa
nokkurt vald á enskri tungu.
Hins vegar er-u námsstyrkir
fyrir íslenzka stúdenta til náms
við bandarísk-a háskóla. en ís-
lenzk-ameríska félagið hefir um
mörg undanfarin ár haft sam-
band við stofnun þá i Bandaríkj-
unum, Institute og International
Eduoation, er annast fyrirgreiðslu
um útvegun námsstyrkja fyrir
erlenda stúdenta, er hyggja á
háskólanám vestan hafs. Styrkir
þessir eru veittir af ýmsum há-
skólum í Bandaríkjuaum. og eru
mismunandi, nema skólagjöldum
og/eða húsnæði og fæði, o. s. frv.
Styrkirnir eru eingöngu ætlaðir
námsmönnum, er ekki hafa lokið
báskólaprófi. Þess skal getið. að
nemend'um, er ljúka stúdents-
prófi á vori komanda og hyggj-
ast hefja háskólanám næsta
haust, er heimilt að sækja um
þessa styrki, en hámarksaldur
umsækjenda er 22 ár.
Þá standa vonir til. að Britt-
ingham-styrkirnir verði veittir
á næsta ári, en þeir lögðust nið-
ur vð fráfall hans. Ennfremur
eru svokallaðir tæknistyrkir,
sem veittir eru á vegum Ameri
can and Scandinavian Founda
tion, en þeir eru í því fólgnir,
að ungu fólki geÆst kostur á frek
ari þjálfun í starfsgrein sinni
með því að starfa í ýmsum fyrir-
tækjum vestra. Mestur áhugi
núna er að fá fólk til landbúnað-
arstarfa, garðræktar og einnig
bóksölu. Verða þessir tveir síðast
nefndu styrkir auglýstir sérstak-
lega síðar.
Þá stendur til að fá hingað
bandaríska fyrirlesara, en það
var gert fyrir tveim til þremur
Érum og gafst mjög vel. Þrjár til
fjórar kvikmyndasýningar fyrir
almenning verða og í vetur að
venju. en það eru aðallega fræð-
andi bandarískar kvikmyndir,
sem sýndar eru í samvinnu við
upplýsingaþjónustu Bandaríkj-
anna.
Allar nánari upplýsingar um
námsstyrkina verða veittar á
skrifstofu Íslenzk-ameríska fé-
lagsins, Hafnarstræti 19. 2. hæð,
á þriðjudögum og fimmtudögum
kl. 6—7 e. h. Umsóknareyðublöð
verða einnig afhent í Upplýsinga
þjónustu Bandaríkjamna, Lauga-
vegi 13, 5. hæð, alla virka daga
kl. 9—6.
Veðurspáin kl. 10 í gærkv.:
SV-land til Breiðafjarðar og
miðin: SV gola og þokusúld í
nótt, SA kaldi og víða dálítil
rigning á morgun.
Vestfirðir, Vestfj.mið ög
Norðumið: SV stinningskaldi,
síðar hægari, rigning með köfl
um.
Norðurland, NA-land og NA
mið: Vestan gola og skýjað í
nótt, hægviðri og léttskýjað
með köflum á morgun.
Austfirðir, SA-land og mið-
in: NV gola, víða létt-skýjað í
nótt en skýjað á morgun.
— Lands-
fundurinn
Framh. af bls. 1
fjölmennur og voru í gær
mættir fulltrúar úr öllum
sýslum landsins.
í upphafi fundarins var fundar
stjóri kjörinn og tilnefndir sem
fundarritarar þeir Friðjón Þórð
arson, sýslumaður, og Stefán
Friðbjamarson, bæjarfulltrúi.
Að því búnu hóf Bjarni Bene-
diktsson, forsætisráðherra, ræðu
sína og í lok máls síns sagði
hann m.a.:
„Þannig vakna vandamálin eitt
af öðru. Við, sem settir höfum
verið til að leysa þau, getum ekki
lofað öðru en því að íeggja okkur
alla fram að gera það eitt, sem
við teljum rétt og gugna efeki,
né hlaupa af hólmi á hættunnar
sttmd. En einir ráum við ekki
við vandann. Þar verður stuðning
ur ykkar og meirihluta þjóðar-
innar, sem úrslitin hefur og unn-
er fyrir, einnig að koma til.
En samt skulum við vinna
hverja þraut. Með trausti á Guði
og góðum málstað, skulum við ó-
trauð sækja fram á veg, þann
I veg, sem horfir til heilla ís-
i lekri þjóð um alla framtíð“.
Fjáröflunardagur
Bamaverndarfélagsins er á laugardag
Á LAUGARDAG, fyrsta vetrar-
dag. er fjáröflunardagur Bama-
verndarfélagsins og munu börn
að venju selja merki þess og rit,
Sólhvörf, á götum úti. Á merk-
inu er táknræn mynd fyrir starf-
semi félagsins, vemdandi hend-
ur, sem grípa um litla stúlku á
hlaupahjóli.. sem er að fara sér
að voða á götunni. Sólhvörf
koma nú út í 12. skipti. Það er
bók handa börnum, prýdd f jöldia
myndum. og hefur Helga Magn-
úsdóttir séð um útgáfuna. Vin-
sæfldir bókarinnar má nokkuð
marka af því, að stjóm félagsins
er ekki í nokkrum vafa um, að
3500 eintök seljist. enda er _hún
jafnframt notuð sem lesbók í
skólunum. Merki félagsins og
Sólhvörf verða afhent söluböm-
um í öllum bamaskólum bæjar-
ins kl. 9 á laugardagsmorgun og
verður það nánar auglýst síðar.
Dr. Matthías Jónasson, form.
félagsins. lét þess getið við frétta
menn í gær, að sjóður félagsins
væri tómur. Þar veldur mestu
um, að síðustu 100 þúsund krón-
urnar fóru í sjóð til stofnunar
heimili fyrir taugaveikluð böm.
en það er mjög aðkallandi. Þau
væru mest misskilin af þegnum
þjóðfélagsins, þar sem ekki er
almennt litið á taugaveiklun sem
sjúkdóm. En oft er nauðsynlegt
að taka börnin úr sínu umhverfi
og fá þau í umsjón sérmenntaðs
og sérþjálfaðs fólks um lengri
eða skemmri tima. Þá hefur fé-
lagið ýmis önnur verkefni á
stefnuskrá sinni. m. a. að kosta
ungt fólk til námsdvalar erlendis
í þeim greinum uppeldisfræðinn
ar, sem ekki hafa verið ræktar,
Er þegar kominn upp töluverður
'hópur fólks, 'sem þessa styrkja
befur notið, og hefur starf þess
þegar borið ávöxt bæði beint og
óbeint. Þá hefur félagið styrkt
dvalarheimil fyrir vangefin böm,
bæði í Grímsnesi og á Skúlatúni
með mokkuð ríflegum fjárfram-
lögum. Að lokum lét svo dr,
Matthías þess getið. að á síðasta
þingi L. I. B. hefði verið tekið
fyrir vandamálið um ungar
stúlkur á gelgjuskeiðsaldri, er
lent hefðu á glapstigum. Var kos
in nefn dti lað semja lagafrv. um
stofnun skólaheimilis til hjálpar
þessum stúlkum, sem síðan
menntcunálaráðh. og aðrir þing-
menn. er það vildu, yrðu beðnír
um að bera fram. Bn nú eru
tvær_ stúlkur við nám erlendis
að búa sig undir að stjórna slíku
heimili. • .