Morgunblaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 20. okt. 1961 BÖO keppenaur á handboltamóti Reykjavíkurmótið hefst á morgun 16. Handknattleiksmeistaramót Reykjavíkur hefst að Háloga- landi á morgun, laugardag og stendur til 10. desember. Verður þó leikið um hverja helgi, laug- ardagskvöld og sunnudaga auk þrigja annarra daga, sem notaðir eru. Leikkvöld að Hálogalandi eru samtals 16 en auk þess er leik ið í KR-húsinu og í Vals-húsinu. Keppt er í meistaraflokkum karla og kvenna, en auk þess í 1. fl. karla, 2. fl. karla (tvískipt- um) og 3. fl. karla (tvískiptum) og loks í 2. fl. kvenna (tvískipt- um). • Svipað fyrirkomulag. Handknattleiksmót Reykja- víkur mun vera annað stærsta mótið og umfangsmesta, sem hér í Reykjavík er haldið. Húsnæðis vandræði gera mikla erfiðleika viðframkvæmd slíkra móta. En nú fer mútið fram í endurnýjuðu húsnæði að Hálogalandi og mun allt hafa verið gert, sem unnt var til að bæta húsið sem frekast máttL Fyrirkomulag mótsins verður svipað nú og áður. A laugardags kvöldum leika kvennaflokkarnir og yngri flokkar. A sunnudags- kvöldum fara fram 3 meistara- Sala Víkings AKRANESI, 19. okt. — Togar.-.n Víkingur seldi afla sinn í Hull sl. miðvikudag. Aflamagn var milli 90 og 100 tonn, sem seld voru fyrir 7.430 sterlingspund. Einhver vanhöld munu hafa orð ið þar ytra, sem ekki er vitað nákvæmlega um. En þess er þá að gæta, að þetta er í fyrsta sinn, sem tilraun er gerð til að flytja út fisk á markað, ísaðan í 30 kg. kössum. — Oddur flokksleikir karla auk eins þriðja flokks leiks. • Fyrstu leikirnir. Undantekning frá þessari leikjaniðurröðun er þó fyrsta helgin, annað kvöld og á sunnu daginn. Fyrsti leikur mótsins annað kvöld verður í þriðja fl. karla A Valur og Armann leika. Síðan leika í m.flokki karla Þróttur gegn KR, Valur gegn ÍR og Fram gegn Armanni. A sunnudaskvöldið fara fram 3 leikir í meistaraflokki kvenna og 3 leikir í 2. fl. karla. Dönsku sérsamböndin fá alit aö Vi millj. styrk hvert ÞAÐ ER ekki ófróðlegt að glugga í skýrslu sem á miðvikudag birt ist í dönskum blöðum, um það hve mikinn fjárstyrk einstök í- þróttasambönd þar í landi fá frá getraunastarfseminni dönsku. — Það eru engir smápeningar sem þar koma til skipta. Að þessu sinni hefur danska íþróttasam- bandið úthlutað af þessu fé 1,2 millj. danskra króna — eða á 8. millj. ísl. króna. Og þessa upp hæð fá dönsku sérsamböndin til reksturs síns aðallega — til að kosta þjálfara og til alls kyns áhaldakaupa o.fl. Allt að háilf millj. ísl. kr. á samband. Styrkurinn sem sérsamböndin Frá Leikfélagi Hafnarfjarðar Rangæingar — Árnesingar Hringekjan sýnd á Hvoli, sunnudag' kl. 3 og Selfossi kl 9. Húsbyggjendur Byggingameistarar Nú getum við útvegað vikursand bæði sigtaðan og ósigtaðan. Malað vikurgjall í einangrun og steypu. Vikur-möl í einangrun. Milliveggja plötur úr vikurgjalli 5 cm, 7 cm. 10 mm. 3ja hólfa holsteinn 20 x 40 x 20 cm. Verzlið þar sem verðið er hagstæðast. Sendum heim. *• BRUNASTFYPAN H.F. — Sími 35785 Bifreiðasalan Laugaveg 90-92 Höfum flutt bifreiðasölu vora á Laugaveg 90—92, af Frakkastíg 6. Rúmgott sýningarsvæði! Ávallt stærsta úrval alls konar bifreiða. Salan er ávallt örugg hjá okkur. BIFREIÐASALAN, Laugavegi 90 Símar: 19092, 18966 og 19168. Tvo vana beitingamean vantar á bat frá Ólafsvík. — Upplýsingar á Hótel Skjaldbreið, herbergi nr. 9, kl. 1—3 í dag. fengu nú var meiri en nokkru sinni. Ef við lítum í skýrsluna og tök um aðallega þau sérsambönd sem einnig starfa hér á landi — en að sjálfsögðu eru mun fleiri sérsambönd í Danmörku en hér t.d. íþróttasambönd verkalýðs- ins, badminton samband, borð- tennis samband o.fl. o.fl. Frjálsíþróttasambandið danska fær 34.200 d. kr. til rekstur síns, 35.000 kr. til þjálfunar og 14.300 til kaupa á ýmsum hlutum eða samtals 83.500 d. kr. — nær hálf millj. ísl. kr. Körfuknattleikssambandið fær 9.600 d. kr. til reksturs síns, 4.200 d. kr. til þjáifunar og 3.250 til ýmissa kaupa. Knattspyrnusambandið fær 46.800 d. kr. til rekstursins og 31.200 til kaupa á ýmsum hlutum. Golfsambandið fær 10.800 d. kr. til rekstursins, 3000 d. kr. til þjálfunar og 1950 d. kr. til ýmissa kaupa. Handknattleikssambandið fær 38.200 d. kr. til rekstursins, 20.000 d. kr. til þjáifunar og 15.600 d. kr. til ýmissa kaupa. Skíðasambandið fær 7.800 d. kr. til rekstursins, 2.800 d. kr. til þjálfunar og 1300 d. kr. til ýmissa kaupa. Sundsambandið fær 34.200 d. kr. til rekstursins, 15.400 d. kr. til þjálfunar og 6.500 d. kr. til ýmissa kaupa. —★— Það er ólíkur aðbúnaður fyr ir danska forystumenn og ís- lenzka. Það er meira og betur Félagslíf Körfuknattleiksdeild Í.R. Æfingatafla. — f.R. húsið: Mánud. 5.20—6.10 IV. d. drengir. Þriðjud. 6.20—7.10 II. fl. b. stúlkur. 7.10—8.00 IV. fl. b. drengir. 8.00—8.50 II. fl. a. stúlkur. 8.50—9.40 III fl. drengir. 9.40—10.30 II. fl. drengir. Miðvikud. 8.50—10.30 nafl. karla. Fimmtud. 7.10—8.00 III. fl. dreng. 8.00—8.50 II. fl. drengir 8.50—9.40 II. fl. b. stúlkur. 9.40— 10.30 II. fl. a. stúlkur. Laugard. 1.00—2.00 I. fl. karla. 5.20—6.10 IV. fl. b. drengir. Hálogaland: Föstud. 6.50—7.40 II. fl. drengir. 7.40— 8.30 mfl. karla. Sunnud. 4.40—6.20 mfl. karla. Langholtsskólinn: Mánud. 6.50—7.40 IV. fl. a dreng. 7.40—8.30 IV. fl a drengir. Fimmtud. 6.50—7.40 IV. fl. a drengir. 7.40—8.30 IV. fl. a drengir. fþróttahús Háskólans: Sunnud. 10.15—11 III. fl. drengir. hægt að búa að hinum virku íþróttamönnum og öllum al- menningi, sem vill stunda þess ar greinar. Og við skulum at- huga, að þessi f járupphæð er ekki neinn viðburður — svona eru styrkirnir til sér- sambandanna ár eftir ár og eins og fram kemur í upp- hafi, þá fara þeir heldur stíg- andi ár hvert. Goliat knattspyrnunnar Cambridge, Massachu- setts, 19. okt. (AP). Tuttugu og tveggja ára stúd- ent frá Nigeríu Chris Ohiri hefur vakið feikna athygli í Bandaríkjunum fyrir frammi- stöðu sína í knattspyrnuliði Harvard-háskóla. Er hann svo harðskeyttur að markmenn andstæðinganna falla hver af öðrum fyrir skotum hans. Eft ir keppni Cornell háskóla og Harvard, þar sem Ohiri skor- aði fimm mörk, fór markvörð ur Cornell til læknis til að láta gegnumlýsa úlnliði beggja handa. Ottaðist hann að báð ir úlnliðir væru brotriir. Svo var þó ekki, heldur voru þeir aðeins brákaðir. Þjálfari Harvardliðsins segir að Ohiri sé að öllum ikind- um bezti knattspyrnumaður bandarískra háskóla. „Eitt sinn skoraði hann mark, sem dómarinn dæmdi ógilt. Dóm arinn trúði því nefnilega ekki að nokkur gæti stokkið svo hátt til að skalla boltann“, sagði þjálfarinn. -Y Á síðasta álri skoraði Ohiri 36 mörk í níu kappleikjum. Fjór ir markmenn féllu undan skot um hans og sá fimmti rotaöist. í ár hefir Ohiri skorað 14 mörk í 3 Ieikjum. Fyrsti leik urinn var gegn Tufts háskóla og þar skoraði Ohiri öll fimm mörk leiksins. Þá skoraði hann fimm mörk og aðstoðaði við þrjú mörk til viðbótar í 9:1 sigri Harvards gegn Cornell. Loks skoraði hann öll fjögur mörkin í leik gegn Amherst, sem Harvard vann 4:2. Belgía og Frakkland léku lands leik í gærkvöldi og fór hann fram í Brussel. Belgía vann með 3 mörkum gegn 0. 1 hálfleik stóð 1:0. LUNDÚNUM, 18. okt. — Aust- ur-þýzka liðið Jena vann í dag stórsigur yfir enska liðinu Svan- sea. Unnu Þjóðverjar með 5—1. Leikurinn var liður í keppninni um Evrópubikarinn (1. umferð). Fyrri leiknum hafði lyktað 2—2, svo Þjóðverjarnir komast í 2. umferð. Leikurinn í dag fór fram í London. Sá dökki lengst t.v. er einn af beztu spretthlaupurum heimsins, Frank Budd, Bandarikjunum. Hann er hér að vinna 100 m hluap á 10.3 sek í landskeppni Bandaríkjamnna og Rússa. Landi hans Drayton (t.h.) varð annar, en Rússarnir eru Prokhorovski og Vino- gradov nr. 2 frá v.). Bílakvöld B F Ö og Volkswagenumboðið á Islandi efna til bílakvölds í sam- komusalnum að Freyjugötu 27 i kvöld kl. 20,30. Þetta er fræðslu- og skemmti- kvöld þar sem þeir Finnbogi Eyj ólfsson verzlunarstjóri og Helgi Hannesson fulltrúi munu kynna starfsemi Volkswagen umboðsins og B F Ö. Einnig yerða sýndar kvikmynd ir varðandi B F Ö og Volks- wagen. Þetta er einn þáttur í auknu starfi B F Ö, og hyggur það á fleiri slík fræðslu og skemmti- kvöld. En eins og mörgum mun kunn ugt er fyrir nokkru lokið góð- aksturkeppni á vegum B F Ö. S.l. sunnudag fór fram verðlauna afhending til 8 efstu maixna í keppninni. (Fréttartilkyning frá BFO), Skáldsaga, er vekur hneykslun NÝLEGA er kömin út hjá „Det Schönberske Förlag" í Kaup- mannahöfn skáldsagan „Pigen Céleste" eftir sænska rithöfund- inn Janne Bergquist, ,j Bókin fjallar um líf bílstjór-w anna, sem aka dagblöðunum á næturna frá Stokkhólmi til nær- liggjandi borga í kapphlaupi við tímann. Sérstaklega eru þó tekin til meðferðar skipti þeirra við stúlkurnar, sem sækjast eftir að ferðast með þeim — og gera sér enga rellu út af greiðslunni. — Céltsle er ein þeirra, en þó mjög frábrugðin hinum. Bóain vakti hneykslun margra, þegar hún kom fyrst út í Svíþjóð og fjöldi bóksala neitaði að selja hana. Bókinni hefur verið — og það ekki að ástæðulausu — líkt við „Rauða rúbíninn“ eftir Mykle.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.