Morgunblaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 15
Föstudagur 20. okt. 1961 ftf O IX G V /V fí 1. 4 Ð I Ð 15 'Ú Fann nýja haf þess, sem koma skal. Jafn- vel þótt engin gerbreyting yrði á. þarf stöðugt að bæta við það afl, er þjóðin þarf til daglegrar neyzlu. Virkjanir verða því hag- kvæmari sem þær verða stærri. Þess vegna er eðlilegt að kann- að sé, með hverjum hætti tryggð verði fyrirsjáanleg orkuþörf í svipað vaxandi mæli og verið hefur hin síðustu ár og orkufram leiðsla, sem orðið gæti undir- staða nýrrar atvinnugreinar, stóriðju. Það orð lætur illa í j eyrum sumra en verkar lokk- andi á aðra. Þarna er þó einung is um að ræða eðlilegt framhald fþess, sem þegar er orðið og verða hlýtur í náiiyii framtíð, enda lík- legasta leiðin til að fá ódýra orku, sem gæti orðið aflgjafi margháttaðs smáiðnaðar. I Til slíkra framkvæmda þarf mikið fé á okkar mælikvarða. Hugsanlegt er, að við viljum einir verða eigendur allra mann virkja og þar með taka á okkur áhættu af sjálfri stóriðjunni og sölu þeirra afurða, sem þar væru framleiddar. Þess er ekki að dyljast, að slíkt yrði í fyrstu mikil áhætta fyrír ekki fjársterk ari þjóð en okkur Islendinga. Hætt er við, að ýmsum vand- kvæðum yrði bundið að fá nægi legt, hag’kvæmt lánsfé í þessu skyni, þegar fyrsta tilraunin er gerð. 1 Sá möguleiki er og fyrir hendi, að samið yrði við erlendan aðila um að hann resti t. d. alúmíníum verxsmiðju á sinn kostnað og sina ábyrgð gegn því, að hann keypti rafmagnsorku af okkur gegn ákveðnu verði um tiltek’.ð árabil. Þá mundum við sjálfir eiga orkuverið, og sjálfir þurfa að afla l'ánsfjár til þess. En það yrði mun auðveldara en ella, ef sala orkunnar er fyrirfram tryggð, með því verði, sem undir lánum getur staðið. Svissneskt stórfyrirtæki hefir þreifað fyrir í sér um samvinnu á þessum grund velli. Ríkisstjómin er nú að láta kanna þá möguleika frá grunni.' of hægt væri af stað farið um einstaklingar og félög ráða þar Um árangur þeirrar könnunar endurbætur. Nú er eftir að sjá, skal ég ekkert segja fyrirfram,1 hvernig gengur að afla nauðsyn- en hér er tvímælalaust um að legs fjár til framkvæmda, þegar ræða eitt veigamesta viðfangs- eftir því verður sótt af veruleg- efni næstu ára. Ef tekst að leysa um krafti og með stuðningi í (það á viðunandi hátt, þá verður j þeirri löggjöf, sem allsherjarsam- öryggi og jafnvægi efnahagslífs þykki var fyrir að sett skyldi. þjóðarinnar meira en áður og | FRA ÞVÍ VAR skýrt hér íj blaðinu nýlega, að kvikmynda stjarnan Vivi Ba’k sagði skil- ið við umboðsmann sinli Fritz Ruzickas, af því hann talaði illa um unnusta hennar. En ekki liðu margir dagar áður en umboðsmaðurinn fann nýja stúlku, sem hann hyggst gera að „stjörnu". Og þá má Vivi fara að vara sig. Stúlkan sem Ruzickas fann, heitir Ulla Darni og vakti fyrst athygli, þegar hún var kosin Marilyn Monroe Dan- merkur fyrir nokkrum árum. Eftir það tók hún nok'kra söngtíma; fékk aðalhlutverk í tyrkneslcri kvikmynd, og tvö lítil hlutverk hjá Nordisk Film. Þó hefur hún enn ekki vakið verulega athygli í kvik myndaheiminum. Nú ætlar Ruzickas að breyta Ullu Dami úr kyn- þokkadís í dramatiska kvik- myndaleikkonu, ríka af per- sónutöfrum. Hann hefur góð sambönd í þýzka kvikmynda- heiminum og telur sig hafa góða möguleika á að gera Ullu fræga, ef hún hlýðir öll- um hans ráðum. Þau hafa þegar gert samninga; hann fær 25% af tekjum leikkon- unnar, sem hann áætlar að nemi 200 þúsund árlega. I vændum eru ýmsar breyt- þýzku og ýmislegt fleira. Fn ingar á Úllu Darni. Hún mun um það. hvort Ruzicka tekst eiga að skipta um háralit, að gera hana fræga, sker fram breyta um göngulag, læra tíðin Ulla Darni og Ruzicka. opnuð leið til þeirrar hagnýting ar auðlinda landsins, sem við þurfum til allsherjaruppbygging ar þjóðfélagsins. Mörg verkefni framundan Við verðum að gera okkur þess' hrinda áleiðis samtímis. Þetta hef grein, að atvinnulíf okkar er ur orðið til þess, að öllu hefur ekki einungis einhæft um of, seinkað, og leitt til mikillar fjár- íheldur skortir okkur ýmsar þær muna-sóunnar og skorts á erlend stofnanir, sem erfitt er án að um gjaldeyri. Meðal annars af Fimm ára framkvæmdaáætlun En þá er komið að því, sem lengi hefur legið í landi, að oft höfum við keppst við að gera allt í senn og ráðizt í að framkvæma miklu meira en unnt var að vera í nútíma þjóðfélagi. Stjórn- arráð, þinghús, skólar, spítalar, þessum orsökum er ríkisstjórnin nú að láta vinna að samningu fangelsi og ótalmargt fleira, allt framkvæmdaáætlunar • fyrir er þetta raunar að nafninu til næstu fimm ár. Þar eru að verki fyrir hendi, en flest af slíkum sérfræðingar, sem norska ríkis- vanefnum gert, að ekki er viðhlít \ stjómin var svo vinsamleg að andi. Vegna þess að fangelsin eru láta okkur í té. Eru það menn, óvinsælust þessara stofnana, j sem hafa mikla reynslu í þess- skal ég fara örfáum orðum um um efnum og hér hafa unnið og þörf umbóta á þeim. Þó að við vinna ágætt verk í samvinnu við séum ekki sömu skoðunar og fjölmarga innlenda aðila. valdhafarnir úti í Dammörku, þeg Efni þessarar áætlunar má ar þeir fyrir 200 árum, tóku að skipta í þrjá meginþætti. í Ihugsa um endurreisn íslands og fyrsta lagi verður samið almennt töldu landið helzt af öllu vanta i yfirlit eða heildarmynd af þjóð- ibetrumarhús, sem reist var af arbúskapnum og væntanlegri og slíkum höfðingsskap, að það varð æskilegri þróun hans á árunum síðar og er enn aðsetur hinnar 1962—1966. Þessu heildaryfir- æðstu innlendu stjórnar, þá verð liti verður fyrst og fremst ætlað ur lögbundnu skipulagi ekki að sýna, hvaða fjármunum þjóð- haldið uppi nema fangelsi séu til. j in muni væntanlega ráða yfir til Á síðustu áratugum hafa menn þeSs að fullnægja þörfum sín- 'þó aldrei fengizt til að sinna því Um og óskum, bæði um neyzlu verkefni af neinni alvöru. Það | og framkvæmdir. Á grundvelli var einungis, ef skamma þurfti þess verður hægt að ákveða, ráðherra fyrir hirðuleysi, að hve mikið megi í ráðast án maenn vöknuðu til vitundar um þess að bera getu þjóðarinn- Iþá skömm og hættu, sem niður- [ ar ofurliði. í öðru lagi verður lægingu fangelsismálanna er sam reynt að semja rækilegar og fara. Ef sótt var eftir fjárhæðum í heilsteyptar áætlanir um opin- til lítilsháttar endurbóta, var það j berar framkvæmdir á þessu hins vegar oft talið merki um j tímabili, svo að þær megi verða grimmdaræði eða ofsóknarhneigð sem mestar og hagkvæmastar. hjá þeim ráðherra, sem fram á J Má hér til nefna áætlanir um Blíkt fór. Það er því ánægjulegt raforkuframkvæmdir, vegagerð, tímanna tákn, að í vetur skyldi hafnarmannvirki, skólabygging- fást samþykkt heildarlöggjöf um ar, heilsuhæli o. fl. í þriðja lagi fangelsismál. Enginn hafði þar verða gerðar áætlanir um þró- neitt út á að setja annað en, að un atvinnuveganna, en þarsem sjálf mestu um framkvæmdir, getur sú áætlun ekki orðið ann- að en almennur rammi, er mundi hafa þá meginþýðingu að skapa grundvöll fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar og opinberra aðila varðandi þróun atvinnu- veganna. Markmið þessararfram kvæmdaáætlunar er ekki að skipuleggja allt og alla eða hneppa menn í fjötra áætlunar- búskapar. Tilgangur hennar er tvíþættur, annars vegar að koma fastri skipan á fram- kvæmdir ríkisins og annarra opinberra aðila og marka stefnu ríkisins í atvinnumálum, en hins vegar að sýna einstaklingum og samtökum landsmanna, hverju þjóðin getur áorkað, ef hún sam einar krafta sína til skipulegrar, en frjálsrar uppbyggingar á efna hagskerfi landsins. Úrelt réttarskipun En það er ekki einungis svo, að okkur vanti ýmsar þær bygg- ingar eða stofnanir, sem hvar- vetna þykja sjálfsagðar í sið- menntuðu þjóðfélagi. Réttarskip- un okkar er að ýmsu leyti ger- samlega úrelt og helgast einung- is af því, hversu byggðin er dreifð í okkar tiltölulega stóra landi og því erfitt að hafa þar þá starfs- greiningu, sem er frumskilyrði réttaröryggis. Hættan af þessu var ef til vill ekki ýkja mikil í óbrotnu bændaþjóðfélagi, þar sem flest, er gerðist, var gegnum sætt, ef svo má segja. En eftir því sem þjóðfélagið verður flókn- ara, tilfellin fleiri og margbreytt- ari, sem úr þarf að leysa, og margs konar þrýstingur og áhrif á valdsmenn og dómendur meiri en við áður höfum þekkt, þá komumst við ekki hjá því að taka upp svipaða hætti og aðrir. Stofnun embættis saksóknara ríkisins, jafnframt því sem ákæru vald var tekið af ráðherra og fengið ópólitískum embættis- manni, er ánægjulegt vitni um vaxandi skilning á þessu við- fangsefni. Þetta er þó einungis upphaf. Ein af orsökum hinnar taum- lausu kröfugerðar, sem hér tíðk- ast í efnahagsmálum, er tor- tryggni um, að ekki sé rétt haft við í skiptum þjóðfélags-þegn- anna. Hinir stóru sleppi en þeir litlu séu dæmdir og það sé kom- ið undir vild eða óvild dómara, valdsmanns eða ráðherra, hvort menn þurfi að taka afleiðingum verka sinna. Níðhöggar nota sér þennan hugsunarhátt og ala á honum í því skyni að naga und- an réttaröryggi og öðrum stoð- um lýðræðis-þjóðfélags. Dómsvald í hendur almennings Heilbrigð réttarvitund almenn ings er bezta vörnin gegn þessu niðurrifsstarfi. Hún eflist bezt með því, að sem flestir taki þátt í dómsstörfum og kveði á um það, hvort sá, sem fyrir sökum er hafður, sé sýkn eða sekur. Engin tilviljun er, að í engil-saxnesk- um löndum, þar sem lýðræði hef- ur þróazt lengst samfellt og steiid ur föstum fótum, er aðild almenn ings að dómsstörfum og réttar- gæzlu með þátttöku hans í kvið- dómum talin ein bezta trygging mannréttinda og meðal horn- steina frjáls þjóðfélags. Einn mesti lögfræðingur íslendinga fyrr og síðar, Vilhjálmur Finsen, eini fslendingurinn, sem átt hef- ur sæti í Hæstarétti Dana, skrif- aði á æskuárum sínum í Ný fé- lagsrit 1851, grein, þar sem hann rökstuddi, að rétt mundi að taka upp kviðdóma á íslandi. Þessi hugmynd hefur hingað til ekki fengið byr, e.t.v. vegna þess að við höfum um of „dependerað" af Dönum í þessu og þó ekki síð- ur af því, að menn hafa óttazt, ; að í okkar litla þjóðfélagi væri erfitt að finna hlutlausa kvið- dómendur, svo að persónuleg sjón armið mundu ráða of miklu. En í öllum meiriháttar málum tekur almenningur, hvort eð er afstöðu, of oft án nægilegs kunnugleika og ábyrgðartilfinningar. Eins og nú háttar deemir hér- aðsdómari um of um eigið verk, þegar hann kveður upp dóm í máli, sem hann sjálfur hefur rann sakað. Og hæstiréttur er mjög háður rannsókn og bókunum und irdómara og kynnist ekki sak- borning af eigin raun. Oftast skað ar þetta ekki og trauðla mun koma fyrir, að saklaus maður sé dæmdur. En heilbrigð dómgreind almennings er stundum úrskurð- arbetri um einfaldar staðreyndir en vangaveltur löglærðra dóm- ara, sem fyrirvara hafa á flestu. Allir viljxun við gera rétt og j einmitt þess vegna eigum við að búa þannig um, að allir geti sann- færzt um, að við gerum það. Með því að láta úrslitavaldið í hinum þýðingarmestu dómsmál- um í hendur sjálfum almenningi, verður og unnt að greina dóms- störf betur frá gerólíkum störf- urn en hingað til hefur verið gert. Einangrun og niðurlæging héldust í hendur Eg hefi drepið á, hvernig ytri aðstæður og skortur ýmsra frum- stofnana gera þjóðfélag okkar ó- tryggara en skyldi. f engu birtist þetta þó augljósar en í varnar- leysi landsins. Til varnarleysisins fundum við lítt á meðan landið var einangrað og úr alfaraleið. Hvort sem mönnum líkar betur eða ver, er einangruninni nú lok- ið. Ferðir flugvéla á nótt sem degi og stórir erlendir skipaflot- ar við landið, stundum á meðan heimsfriður hefur hangið á blá- þræði, hafa sannfært okkur um, að ekkert væri hægara en að setja á svipstundu óvígan her á land, ef engar varnir væru fyr- ir hendi. Sumir harma, að einangruninni sé lokið og segja, að samskipti okkar við erlendar þjóðir, jafnvel dvöl nokkurra þúsunda erlendra manna á útskaga, tefli tilveru þjóðarinnar í hættu. Sannleikur- inn er sá, að einangrun og nið- urlæging þjóðarinnar hafa jafn- an haldizt í hendur. Á síðastliðn- um vetri var deilt um það í Danmörku, hvort hin fornu hand rit væru íslenzk að uppruna eða norræn. Auðvitað eru þau ís- lenak, en þau fræði, kvæði og --------------------------------“1 sagnir, sem í handritin eru skráð, eru að því leyti norræn, meira að segja germönsk Oig engilsax- nesk, að uppruna, að á þeim öld- um höfðu íslendingar náin skipti við allar þessar þjóðir, tileink- uðu sér margt úr menningu þeirra, og gerðu úr þeim efnivið beztu bókmenntir, sem til urðu á nokkurra alda bili. En þegar einangrunin umlukti íslendinga Og allar bjargir voru bannaðar, varð niðurlægingin svo mikil, að jafnvel þessi merki fornrar frægð ar voru flutt úr landi. Þetta er ekkert einsdæmi um íslendinga, margar kraftmiklar smáþjóðir hafa sömu sögu að segja. Fyrir rúmu ári skoðaði ég fornminjar í Grikklandi, á þeim. slóðum, þar sem menning hófst fyrst í Evr- ópu. Bor.gríki Grikkja voru þá mannfærri en við íslendingar er- um nú. Engu að síður sköpuðu þau menningu, sem menn dást en enn í dag, vegna þess að þáu áttu óhrædd samskipti við aðra og lærðu af þeim, en steyptu lærdóminn í sitt mót og kveiktu kyndil menningarinnar, sem lýsir fram á þennan dag. Dæmi þeirra og dæmi forfeðra okkar sýna, að smáþjóðir þurfa ekki að óttast samskipti við aðra, ef þær búa sjálfar yfir nægu innra afli. Hlutleysisyfirlýsing verri en sjálfsbiekking Um þetta mætti lengi ræða en hér skiptir máli, að hvort sem okk-ur líkar betur eða ver, er einangrunin úr sögunni og veit- ir okkur ekki lengur skjól. Enda getur ekkert sjálfstætt ríki látið undir höfuð leggjast að tryggja öryggi sitt. Það er meiningar- leysa, mótsögn í sjálfu sér, að tala um rlki, sem ekki reynir að tryggja sitt eigið öryggi. Hlut- leysisyfirlýsingin 1918 var gefin í því skyni að veita þvílíka trygg- ingu. Aðstæður í heiminum, þar á meðal hernaðarþýðing fslands, voru þá allt aðrar en nú. Engu að síður var hlutlysisyfirlýsing- in sjálfsblekking frá upphafi. Engir skýrðu það betur en ís- lenzkir kommúnistar á árunum fyrir 1939. Við förum nærri úm, hvaðan þeir fengu þann fróðleik. Frá þeim sömu, sem fyrir skemmstu fordæmdu harðast til- raunir með kjarnorkusprengjur, en hafa nú eitrað andrúmsloftið með tuguih þvílíkra tilrauna og hælast þessa dagana um yfir, að enn meirj. ógnir séu í vændum. Hernám fslands í maí 1940, aðr- ir atburðir seinni heimsstyrjald- arinnar og allt heimsástand sann- ar, að traust á hlutleysisyfirlýs- ingu væri nú verra en sjálfs- blekking. Það væri svik við ís- lenzku þjóðina, svik við’málstað frelsisins, svik við tilraunir til að hindra, að þriðja heimsstyrj- öldin brjótist út. Engin þjóð er vill halda uppi sjálfstæðu ríki, lætur sér nægja eina saman yfirlýsingu um hlut- leysi. Þær hafa allar sínar eigin varnir, sinn eigin her til að verja sig, ef á þær verður ráðizt. Her ir þeirra eru litlir eða stórir eft- ir atvikum, en þeir eru ætlaðir til að sýna, að þjóðirnar meti frelsi sitt og vilji einhverju fyrir það fórna. Jafnvel við veikburða her eru tengdar þær vonir, að hann geti varizt svo lengi, að öðrum gefist ráðrúm til að koma til hjálpar, ef í harðbakka slær. Þær vonir eru á mismunandi sterkum rök- um reistar. Ég skal ekki ræða um það í dag, hvort sá tími komi, að íslendingar stofni sitt eigið varn arlið og það geti orðið svo sterkt, að erlends liðs sé ekki þörf í land inu. Hitt segi ég, að á meðan við viljum ekkj eða teljum okfcur ekki fært að gera þetta, þá eigum við ekki annars úrkosta, ef við viljum teljast meðal sjálfstæðra þjóða en að tryggja okkur með bandalagi við aðra og með dvöl erlends varnarlis hér, meðan sama ástand helzt í heimsmálum og nú. Varnarlaust hlutleysi býður heim árás. Ef við rækjum varnarliðið úr landi og hyrfum úr Atlantshafs- Framhald á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.