Morgunblaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVISRL AÐIÐ Föstudagur 20. okt. 1961 Dorothy Quentin: Þöqlaey /9. Skdldsaga Hún heyrði ofurlítinn hlátur niðri í kverkum hans og hló sjálf. Hann er greindur maður og góður, að ég held. .undir þess um herrasvip,. sem er ekki nema sjálfsagður hér. En er móðir hans svona hræðileg? Það er ekkert orð yfir það, svaraði Frankie og spennti greip air um hnakkann og reyndi að fara að lýsa Helenu fyrir honúm. Hún er hreinasta nom. Hávaxin, dökk og vitleysislega hrokafull, alveg eins og galdrakerling úr Disneymynd. Svo er hún hrædd um André. Ég get aldrei skilið, hvernig hún hefur getað átt jafn góðan son og André er... .nema þá ef hann líkist föður sínum. Henry de Tourville var leik- brúða... .vingjamlegur og meii* laus, en samt var hann nú land- eigandi og þótti vænt um fólkið sitt. Núr það er það, sem hefur gert þennan unga lsekni að hugsjóna- manni. Já. Frankie horfði hugsandi niður eftir dalnum, þar sem glampandi mánaskinið gerði hvíta rönd á ána og Lúsíuflóann að silfurhafi. Það var svo fallegt, eð hún kenndi sársauka af að horfa á það. Hún hlýtur að hafa gert lífið hjá Henri aumingjanum að hrein asta helvíti, sagði hún allt í einu •neð snöggum ákafa. Hún var alltaf að gefa illt af sér og hundsa fólkið, sem' hann og André voru að reyna að vera góðir við, hún hataði móður tnína og var illa við, að við André skyldum vera kunningjar og nú hatar hún mig fyrir að koma heim. Og heldurðu nú, að þú þolir að lifa í nágrenni við allt þetta hatur, þegar André er giftur þessari dyggðadrós, ungfrú Fau- vaux? spurði Sol hóglega. Það veit ék ekki.... ennþá. Hún sneri sér og leit á hann. I hvítri tunglsbirtunni leit hún svo ung og varnarlaus út, að Sol komst við hennar vegna. Hérna, á stað sem var eins og sniðinn fyrir ástarævintýri, sat nú þessi veslings stúlka og syrgði horfinn draum sinn um ævilanga hamingju. Sol hafði haft vakandi auga með henni síðasta hálfa mánuðinn og ekki getað annað en dáðst að hug- rekki hennar, og kætinni, sem hún sýndi jafnan af sér, þegar aðrir voru viðstaddir. Enginn, sem ekki hefði heyrt það af hennar eigin vörum, hefði get- að haft grun um ást hennar á André de Tourville, en hún hafði lýst honum svo lifandi sem æskuvin og stóra bróður .... Og þau hæfðu svo vel hvort öðru...". já, þetta var sorglegt til að vita.... Hvernig lízt þér á Simone? spurði Frankie allt í einu, og röddin var hás. Sol var mikill mannþekkjari. Hún óskaði sér þess ákaft að vita, hvort óbeit hennar á stúlkunni stafaði ein- göngu af afbrýðisemi. Til þess að þóknast André hafði hún fengið Simone til sín, til þess að hjálpa sér við þessi óteljandi viðvik, sem af því leiddi að hafa tólf gesti í hús- inu, og hún hafði lagt sig í líma að vera vingjarnleg við hana. Og henni til mestu undr- unar, kom Simone til hennar síðdegis hvern einasta dag og þrælaði eins og forkur. Hún hjálpaði Frankie að semja mat- seðlana, kenndi Rose nýjar mat- aruppskriftir, hrelldi Claudette með því að gefa fyrirskipanir, sem hefðu átt að koma frá Frankie og virtist hafa nautn af að gera við koddaver og stoppa í lök. Það hafði því ver- ið óhjákvæmilegt að bjóða henni að taka þátt í kvöldsam- sætum þeirra á svölunum, sem þau höfðu þar eftir vinnutíma, svo að nú var Simone næstum daglegur þátttakandi í þessum glaðværu samkvæmum þarna. Alltaf sat hún afsíðis og lét sem minnst á sér bera, og alltaf var hún með einhverja sauma handa milli, og aldrei bragðaði hún neitt sterkara en sítrónu- safa. En hún virtist hafa ánægju af að hlusta á hitt fólkið, og stundum kom hún með furðu greindarlegar spurningar um Ameríku. Einn aðstoðarmaður- inn ók henni svo heim í bíl Frankies til þess að hún næði í kvöldmatinn. Stundum furðaði Frankie sig á öllum þessum áhuga hjá Simone á öllu því, sem fram fór í Laurier, eink- um vegna þess hve mjög greifa- frúin fyrirleit kvikmyndafólk. En Simone fyrirleit það hreint ekki, og oft hafði Frankie gam- an af að horfa á, hvað stúlkan var upp með sér yfir þeirri kurteislegu alúð, sem Rex og hinir mennirnir sýndu henni, og hve vandlega hún athugaði fatn- aðinn á Sally Harding og Frankie — enda þótt hún sjálf væri jafnan sorgarklædd. Ekki gat hún verið þarna til að hafa auga með André, því að hann kom sárasjaldan til Lau- rier. Það var svo skipað á tíma hans, að hann hitti aldrei kvik- myndafólkið nema helzt þegar hann fór í sjóinn að synda. Hún er hættuleg sú litla, sagði Sol, eftir svo langa þögn, að Frankie var farin að halda, að hann hefði alls ekki heyrt spurninguna. Hún eltir mig með augunum, eins og köttur mús, játaði Frankie þurrlega, og ég efast ekki um, að hún hlaupi til greifafrúarinnar með hvert smá- atriði, sem hér gerist og hún heyrir eða sér. Hún rak upp stuttan hlátur og leyfði Sol að kveykja í vindlingnum hjá sér, og svo blés hún ögrandi frá sér nokkrum reykjarhringum sem liðuðust glettnislega upp í tunglskininu. Þær voru búnar að samþykkja það áður en ég kom, að ég væri skemmtana- fíkin amerísk iðjuleysisbrúða, bætti hún við.... og ég er að reyna, að halda þeim í þeirri sælu trú. Það er öruggara. Já, hún eltir þig með augun- um. Hún er að bíða eftir, að þér verði á einhver alvarleg skyssa, held ég.,.. eitthvað, sem hún getur sagt André. Hún er illviljuð og auk þess hrædd við þig. Hrædd við mig? Hún starði á hann þarna í tunglskininu, gal- opnum -augum, en hlátur og undrun komu í senn upp í huga hennar. Hversvegna í dauðan- um ætti hún að vera hrædd við mig? Ég gæti með mestu ánægju farið með hana út á sjó og fleygt henni fyrir borð, en ég held bara, að það myndi ekkert gera henni til. Hún er eign Andrés, svo að henni ætti að vera óhætt, skilurðu. Hún er hrædd um, að hann verði ástfanginn af þér aftur, sem uppkominni stúlku, svaraði Sol rólega og Xyfti höndunum, sem voru eins og klær. Og hún sleppir honum aldrei. Fyrr mundi hún ganga af þér dauðri. Ég þekki þessar rólegu og hæg- fara stúlkur — þær eru hættu- legastar allra. Frankie fékk dálítinn kulda- hroll niður eftir bakinu, enda þótt hlýtt væri þarna inni. Þetta, sem Sol var að segja svona ró- lega og blátt áfram var ótrúlegt, en ótrúlegt var líka sumt, sem hann hafði orðið fyrir í fangabúð unum. Sol þekkti grimmd og sviksemi mannshjartans, engu miður en mikilleik þess. Hún svaraði dræmt: Hún hefur ekkert að óttast frá minni hendi André elskaði mig aldrei á þann hátt, sem ég hélt, annars hefði hann skrifað mér. Hefurðu spurt hann hvers- vegna hann hafi ekki skrifað? Ég gat ekki komið mér að því Hún var þurr í munninum. Hún stóð upp og gekk órólega yfir að limgirðingunni í garðinum. Áður en André fór frá Laur- ier daginn eftir að hún kom, hafði hann sagt Noel meiningu sína um ástand garðsins. Frankie ,gat ekki annað en brosað, þrátt fyrir hryggð sína, þegar henni varð hugsað til svertingjadrengs ins, sem hafði ekki haft við að segja: „Já, herra greifi! Sjálfsagt herra greifi!" og svo hvílíkum ó- trúlegum stakkaskiptum garður inn hafði tekið á þessum fáu dögum. Akbrautin heim liafði líka verið löguð, fyllt upp í hol urnar og brúnirnar snyrtar. Gat, sem var á þakinu á hesthúsinu hafði verið þakið, svo að nú var vel hægt að geyma nýja bílinn þar. Enda þótt André kæmi sjaldan tii Laurier, var eins og hann væri þar allstaðar nálægur. — Hann hafði fengið henni mánað- arpeninga til heimilisins, al- varlegur á svip, rétt eins og Xiann hefði enga hugmynd um, að hún ætti neina pæninga sjálf. Láttu þetta endast til maíloka, ef þú getur, hafði hann sagt, eins og kaupmaður, og henni hafði verið innanbrjósts eins og tólf ára krakka. Hún sagði við Sol. Hvernig gat ég gert það án þess að segja honum um leið frá öllum bréf unum, sem ég skrifaði honum? Þessi bjánalegu krakkabréf! — Hann vildi sýnilega gleyma öll um þessum barnaskap okkar, enda bezt að hann gleymizt. — Hún bætti við, ögrandi: Ég er fegin, að ég skyldi hætta að skrifa. Og ég er fegin, að hann — og þau* öll — skuli halda, að ég hafi verið svo hrifin af þessu nýja lífi í Ameríku, að ég hafi gleymt Þögluey og hætt að hugsa um hana. Sol stóð upp með erfiðismun- um — hann hafði alltaf mikið fyrir.því að standa upp úr djúp um og liágum stól. Hann gekk til hennar og lagði arminn um axlir hennar. Hann var farinn að ala svo hlýjan hug til þessa tilfinn- ingaríka barns — og orðinn svo kvíðinn um framtíð þess. Ég held nú, að bezt væri fyrir þig að fara aftur til Ameríku, þegar við erum búin með þessa mynd, sagði hann hægt. Xr >f * GEISLI GEIMFARI THAT'S Rl&\AT, K06EZS/ ONE fUOCOF TU\& SWITCH AND THE PISINTE&ZATOfZ BEAMS WIU FRY THEM / YOU'LL HEAI? TWEie DYIN<& SCREAMS EVEN UP Hl------- X- X- X- — Geisli, ef þú neitar að tala við eftirlitið, drepa þau stúlkurnar! . .— Það er rétt, Geisli! Ef ég kveiki á þessum rofa munu upplausnar- geislarnir steikja þær! Þú munt heyra dauðaóp þeirra hingað upp! _ — Hvað gerir það? Hvað varðar xnig um stúlkurnar? Og yfirgefa þetta allt? hún benti með hendinni út yfir lands lagið og sjóinn og stóð á öndinni af hneykslun. Þetta er heimilið mitt, Sol. Ætlar þú að fáíra að fá mig til að hlaupa burt frá öllu saman — þú, sem sagðir mér að halda fast í draumana mína? Hann andvarpaði og herti svo snögglega takið um axlir henni, áður en hann lét höndina síga. Það er svo fallegt hérna. En fegurðin særir þegar hjartað er Ijryggt.. Ég vil ekki, að þú og þessi ágæti André særið hvort annað meira.. en það verður, ef þú dvelur hér lengur. Mig er ekki hægt að særa meir en orðið er, svaraði hún hrana lega, en ófelld tárin blikuðu í augum hennar. Og það er ekki líklegt, að ég særi André mikið, úr því að hann elskar Simone. Nei, það þurfa engir að hafa áhyggju af þessu nema ég ein. Hann ætlar að ganga að eiga Simone, leiðrétti Pólverjinn hana Og hann er ekki þannig maður, að hann svíki loforð sín. En ég held, að.... ailltvarpiö Föstudagur 20. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón« leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilk.). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15::00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð- urfregnir). 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Hollenzk tónlist: Fantasía fyrir hörpu og hljómsveit eftir Marius Flothuis (Phia Berghout og Hol- lenzka kammerhljómsveitin leika — Henri Arends stjórnar). 20:15 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds son og Tómas Karlsson). 20:45 Operettulög eftir Johann Strauss — Sonja Schöner og Herbert Ernst Groh syngja með kór og hljómsveit. 21:00 Upplestur: Magnús Guðmunds- son les úr ljóðabókinni „Bratta- hlíð“ eftir Arna G. Eylands. 21:10 Píanótónleikar: Chiaralberta Pastorelli leikur. a) Tilbrigði um stef eftir Paisi- ello. b) Sónata í C-dúr eftir Galuppi. c) Sónata í f-moll op. 5 nr. 5 eftir Rutini. 21:30 Utvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmunds- son; XX. (Höfundur les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Erindi: t>jóðin og trúin (Jón H, Þorbergsson bóndi á Laxamýri), 22:30 I léttum tón: Lúðrasveit kana- díska flughersins leikur. Stjórn- andi: C. O. Hunt. 23:00 Dagskrárlok. Laugardagur 21. október (Fyrsti vetrardagur) 8:00 Morgunútvarp (Bæn.«— 8:05 Tón- leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvar (Tónleikar — 12:28 Fréttir og tilk.). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndis Sig- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. 15:00 Fréttir og tilkynningar. 15:20 Skákþáttur (Guðmundur Am- laugsson). 16:05 Bridgeþáttur (Stefán Guðjohn- sen). 16:30 Danskennsla (Heiðar Astvalds- son). 17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Bjarni Guðmundsson blaðafull- trúi velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18:00 Utvarpssaga barnanna: „A leiíl til Agra“ eftir Aimée Sommer- felt; I. (Sigurlaug Björnsdóttir þýðir og les). 18:30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Kvöldvaka: a) Hugleiðing við mlsseraskinti (Séra Bjami Sigurðsson á Mos felli). b) Islenzk og norsk lög: Karla- kórinn Fóstbræður, Karlakór Reykjavíkur, Kristinn Halls- son, Guðmundur Jónsson og Sinfóníuhljómsveit Island* flytja. Stjómendur: Ragnar Björnsson og Sigurður Þórð- arson. c) „Greiddi eg þér lokka**: Upp- lestur úr verkum Jónasar Hall grímssonar. Sigrún Ingólfsdótt ir flytur erindi: Síðustu ævi- ár Þóru Gunnarsdóttur. Enn- fremur tónleikar. — Andréa Björnsson setur saman dag- skrána. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög, þ. á. m. leikur dans- hljómsveit Svavars Gests. Söng- fólk: Helena Eyjólfsdóttir og Ragnar Bjarnason 02:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.