Morgunblaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.1961, Blaðsíða 1
24 síöiir - með trausti á Guði og göðum málstaö sagði Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra við setningu Landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins í gærkvoldi I GÆRKVÖLDI var Lands- fundur Sjálfstæðisflokksins settur í Gamla Bíó. Fund- inn setti varaformaður flokksins, Bjarni Benedikts- son, í fjarveru formanns, Ólafs Thors, og flutti síðan yfirgripsmikla ræðu um Btjórnmálaþróunina síðan á síðasta Landsfundi og við- ihorfin í íslenzkum stjórnmál- um almennt. í upphafi ræðu sinnar las Bjarni Benedikts- son bréf frá Ólafi Thors, for- manni Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann lýsir þeirri óbifanlegu ákvörðun sinni að iáta af formennsku flokks- ins. Síðan mælti forsætis- ráðherra þau þakkarorð og árnaðaróskir til Ólafs Thors og konu hans, sem birt eru á öðrum stað hér á síðunni, og fundarmenn tóku undir þakkirnar og óskirnar með dynjandi lófaklappi. Að lokinni ræðu varafor- manns Sj álfstæðisf lokksins, mælti Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, sem var fundarstjóri þessa fyrsta fundar, nokkur orð og kvaðst telja sig mæla fyrir munn allra fundarmanna, er hann bæri fram þakkir fyrir þessa snjöllu, fróðlegu og vitur- legu ræðu. Ræða Bjarna Benediktssonar, forsætisráð- herra, birtist í heild á öðr- um stað í blaðinu. Landsfundurinn er geysi- Frh. á bls. 2 Bjarni Benediktsson flftur ræðu sína. MHMHIilMMMnaMMHHHMiaHWHMnMPHMMNWBMIimM Ölafur Thors lætur af flokksformennsku f UPPHAFI Landsfundar Sjálf stæðistlokksins í gærkvöldi mælti varaformaður flokksins Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra á þessa leið: Ég leyfi mér hér með í for- föllum formanns Sjálfstæðis- flokksins að setja 14. Lands- fund Sjálfstæðisflokksins og býð alla fulltrúa velkomna til starfa. Eins og kunnugt er hefur formaður flokksins Ólafur Thors að læknisráði tekið sér frí frá störfum til næstu ára- móta. Dvelur hann nú ásamt frú sinni hjá dóttur þeirra og tengdasyni í Bandaríkjunum. Áður en hann hvarf af landi brott skrifaði hann mér svo- hljóðandi bréf: „Góði vinur. Enda þótt hvíldin sé enn ekki löng, finn ég að hún hefir gert mér mjög gott og auðvitað er ég því feg- inn og hlakka til að mega varpa af mér a.m.k. að mestu leyti daglegu striti og áhyggjum fram til ára- móta. Heilsan er eins og bezt verður á kosið. En þrátt fyrir það hefi ég nú tekið þá óbifanlegu ákvörðun að mælast undan endurkjöri sem formaður flokksins. Treysti ég því, að flokks- ráðið, landsfundurinn og aðrir flokksmenn geri sér ljóst, að það er ærið starf manni á mínum aldri að gegna því ábyrgðarmikla embætti, sem mér hefir ver ið trúað fyrir. Traustið, vináttuna og ástúðina, sem flokksmenn hafa sýnt mér og sem ég vona að mega njóta áfram, fæ ég aldrei full þakkað og freista þess ekki að lýsa með orðum, hver styrkur það hefir verið mér í starfi mínu. Ég vona, að nú sem fyrr svífi andi einingar og vin- áttu yfir vötnunum og að stórar og göfugar hugsjón- ir, samfara raunsæi, marki störf og stefnu fundarins, landi og lýð til blessunar. Með einlægum vinar- kveðjum til ykkar allra. Ekkí þarf að eyða orðum að því, að öllum er okkur það næst skapi að hafa að engu þá ákvörun Ölafs Thors, sem í þessu bréfi greinir. En sjálfur segir hann, að hún sé óbifan- leg, enda verðum við að játa, að hann hefur nú þegar lagt svo mikið af mörkum fyrir flokk okkar, að meira verður ekki krafizt. Hann á'tti manna mestan hlut að því, að Sjálf- stæðisflokkurinn var stofnað- ur með samruna Ihaldsflokks- ins og Frjálslyndaflokksins. Frá upphafi hefur hann helg- að Sjálfstæðisflokknum starfs- krafta sína og verið formaður flokksins frá 1934 fram á þenn an dag. Tilvera flokksins og viðgangur er Ólafi Thors frem ur að þakka en nokkrum öðr- um manni. Þakklæti okkar til hans er þess vegna meira en með orðum verði lýst. Hann hefur ekki aðeins verið ágæt- ur flokksforingi heldur varpað ljóma yfir flokkinn sem mikil hæfasti stjórnmálamaður sinn ar samtíðar á íslandi. Þó að hann hætti að vera formaður heldur hann áfram að vera að almaður Sjálfstæðisflokksins og auðvitað kjósum við hann í miðstjórn nú sem fyrr. Enda vorum við öll, að hann taki aftur við starfi forsætisráð- herra um áramótin og að hann eigi óunnin mörg afrek í ís- lenzkum stjórnmálum. Ég veit, að ekki þarf að bera undir atkvæði þá tillögu, að fyrsta verk fundarins verði að senda honum og hans góðu konu inni legar þakkir og árnaðaróskir. Ólafur Thora.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.