Morgunblaðið - 22.10.1961, Side 3

Morgunblaðið - 22.10.1961, Side 3
Stinnudagur 22. okt. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 M. Sr. Jón Aubuns, dómprófastur: VETLR Nú kemur kaldur vetur, ó kom þú líka, Drottinn minn. Ert þú annað en strá andspæn- is þeim voðaöflum, sem með vetr inum búa, annað en umkomulítið barn andspænis jörmunöflum vetrar, sem taka jörðina þeim tröllatökum, að hún nötrar? Þetta fundu forfeður vorir sjálfsagt í miklu ríkara mæli en — og ég gat stunið kveðju til þeirra. Sveinn Þormóðsson með fjölskyldu sína eftir að hann kom heim af sjúkrahúsinu (Ljósm. Stdio). „Ég hætti að sætta mig við að deyja“ MAÐURINN, sem fór á þjóð- hátíðina i Vestmannaeyjum í sumar til þess að taka mynd- ir fyrir Morgunblaðið, er nú loksins kominn heim. Þetta var löng ferð, slysaferð, því tæpum sólarhringi eftir að Sveinn Þormóðsson kom til Eyja, lá hann í sjúkrahúsinu þar og líf hans hékk á veik- um þræði. Síðan er liðinn hálfur þriðji mánuður, mik- ill þjáningatími fyrir Svein. Nú er hann að hressast og þessi síungi og kappsfuili maður, sem alltaf var jafn léttur í lund, var aftur orð- inn broshýr, þegar fréttamað ur Mbl. hitti hann í gær heima hjá konu sinni og sjö börnum. Hann er enn mátt- farinn og sár hans eru langt frá því að vera gróin. á- Fann hættuna á sér Sveinn er ekki á fótum nema nokkrar stundir á dag og hann fær jafnvel nóg af þvf að ganga einu sinni upp stigann. Þjáningarnar hafa sett sín mörk á manninn. Sveinn er orðinn hvíthærður og hann er tekinn eftir leg- una. Honum er allerfitt að hreyfa hendur og fætur, því þar brenndist hann mest. En honum vex þróttur með hverjum degi sem líður og sennilega verður þess ekki langt að bíða, að hann mæti með ljósmyndavélina sína að Hálogalandi. Þar þekkir hann alla — og allir þekkja hann, því að öllum öðrum ljós- myndurum ólöstuðum hefur Sveinn verið fremstur íþrótta ljósmyndara blaðanna um íangt skeið. — Það er furðulegt, sagði Sveinn, en satt. Ég fann það á mér, að eitthvað kæmi fyr- lr. —- Ljósmyndun hefur jafnan verið aukastarf Sveins þar til í sumar að hann leysti Ól. K. M., ljósmyndara Mbl., af f sumarfríinu. Og það var að kvöldi fimmtudags, að ákveðið var, að Sveinn færi með Ingimar, einum blaða- mannanna, til Vestmanna- eyja morguninn eftir. i? Var með beyg - - Mi« dreymdi illa um nóttina. Um morguninn hafði ég einhvern veginn á tilfinningunni, að illt væri framundan, því að ég hef allt af verið berdreyminn. Þetta sat jafnvel svo fast í mér, að þegar við komum út á flug- völl datt mér í hug, að rétt væri, að ég tryggði mig. Það hefur aldrei hvarflað að mér fyrr á lífsleiðinni að tryggja mig. Mér hefur alltaf fund- izt, að fyrir mig gæti ekkert komið. Ég hef alltaf verið bjartsýnn. — En ég sló þessu upp í kæruleysi. Hvað gat svo sem komið fyrir mig? hugsaði ég — og hætti við að tryggja mig. —• En samt losnaði ég ekki við þennan beyg og ég var hálfáhyggjufullur í flugvél- inni, allan tímann til Vest- mannaeyja. Og þegar við lentum þar heilu og höldnu sagði ég við sjálfan mig: Þú ert orðinn ímyndunarveikur, Sveinn. Hvað heldurðu að geti komið fyrir þig? Hætt- an er liðin hjá. .—■ Og ég hugsaði ekki meira um það. ★ Ætlaði að ylja sér — Það var mikið um að vera þarna um kvöldið og ég var á þönum með myndavél- ina fram á nótt. Þegar ég loks fór í tjaldið mitt var ég orðinn mjög þreyttur. Þetta var um þrjú leytið um nótt- ina og það var hrollur í mér, þegar ég kom í tjaldið. — Við höfðum með okkur tveggja hólfa Kosangas-lampa og ég kveikti á honum til þess að ylja mér. Fleygði mér svo endilöngum í tjald- ið og dró fram Morgunblað- ið, sem við höfðum með okk- ur, til þess að Iesa á meðan það hlýnaði í tjaldinu. ir Féll yfir lampann — Ég geri mér ekki grein fyrir því hvort ég hef dottað. En ég man eftir því, að mér fannst ég vera orðinn svo skrýtinri í hausnum. Þetta ágerðist og mér fór að líða illa. Ég hélt enn á blað- inu, hafði einhvem veginn ekki kraft til að hreyfa mig. Allt í einu varð mér þungt um andardráttinn — og ég kastaði blaðinu frá mér, spratt á fsétur *g ætlaði að komast út. En um leið og ég stóð upp hringsnerist allt fyrir mér. Svo var eins og ég fengi högg á hnakkann, allt varð svart — og ég féll fram yfir mig, yfir Kosan- gas-lampann. — Næsta sem ég man var, að einhver var að stumra yf- ir mér og ég bað hann að koma ekki við mig, þetta væri svo sárt. Mér leið óskap lega — og svo man ég ekki meira. — Þegar ég fór að hugsa um þetta síðar kom mér helzt í hug, að báðir gasstút- arnir á lampanum hafi verið opnir, en ég kveikti aldrei nema á öðrum. Tjaldið hefur því fyllzt af gasi á skömm- um tíma. Vel getur verið, að sprenging hafi orðið í tjald- inu, þegar ég féll yfir lamp- ann. A. m. k. sögðust ein- hverjir hafa heyrt spreng- ingu — og tjaldið, sem ég hafði keypt til ferðarinnar, fuðraði upp á svipstundu. ★ Milli heims og helju Ég vissi svo ekkert af • mér fyrr en á laugardags- kvöldið, í sjúkrahúsinu. Kval irnar voru óskaplegar, þegar ég raknaði við. Ég gerði mér enga grein fyrir því hvar ég var, enda var ég víst ekki að hugsa um það. Ég sá ó- greinilega andlit yfir mér. Ég hafði á tilfinningunni, að ég gæti hvorki hreyft legg né lið, gæti ekki talað — og gerði mér grein fyrir því í mókinu, að ég var að slitna úr tengslum við lífið. Ég barðist við að reyna að koma upp orði, tala við þetta and- lit. En ég gat ekkert, það var myrkur — og ég hafði á tilfinningunni, að þetta væri þýðingarlaust, ég væri að deyja. Þetta var undarlegt. Ég vissi af mér, en var lam- aður, sljór — og lagði órar í bót. — Og í þessu móki flugu mér konan og börnin í hug og ég hætti að sætta mig við að deyja. Mér fannst ég fá nýjan kraft og ég reyndi að einbeita huganum eins og ég gat undir þessu þunga fargi ir Milli svefns og vöku — Nýr dagur var runn- inn, þegar ég vissi af mér næst. Þegar ég opnaði augun var konan mín hjá mér — og mér leið strax betur. Þess ir fyrstu dagar voru slitr- óttir. Ég var einhvern veg- inn milli svefns og vöku, vissi af mér aðra stundina — og þegar ég var fluttur flug- leiðis til Reykjavíkur á fjórða degi skildi ég að við vorum á heimleið og gladd- ist mikið. En svo slitnaði ég einhvern veginn úr sambandi og í bílnum út á flugvöll gerði ég mér enga grein fyr- ir því sem var að gerast. Ég leið þó óstjórnlegar kvalir. Þeir hafa sjálfsagt keyrt mjög hægt, en mér fannst, eins og verið væri að tæta af mér holdið, þegar bíllinn fór yfir ójöfnur. ★ Vonleysi í einverunni — En svo fór mér dag- batnandi. Næturnar voru samt erfiðar. Ég fékk oft ó- skaplega martröð, fannst ég vaða eld, vera inniluktur í eldi. Það var hræðilegt — og ég vaknaði fljótandi í svita. — Já, það er skammt á milli lífs og dauða — og þeim, sem aldrei hefur orðið | misdægurt — eins og mér, á bregður við að liggja allt í | einu bjargarlaus og geta | hvorki hreyft legg né lið. Það hefði strax verið skárra, ef ég hefði getað lesið. En ég var allur reifaður —■ og einverustundirnar voru oft ó- bærilegar. Mér fannst þá oft sem ég væri búinn að rnissa móðinn. — Bróðir minn skaðbrennd ist þegar hann var 7 ára, datl aftur á bak niður 1 stóran pott með sjóðandi kókói. Ég man hvílíkar þjáningar hann leið og hve lengi hann vai að ná sér. Ég hafði á tilfinn- ingunni, að ég yrði aldrei maður framar. Þetta lagðisl á mig með ógnar fargi — og það var í rauninni ekki fyrr en eftir hálfan annan mánuð, þegar ég komst í hjólastól, að vonin fór að glæðast. ic Skinnið flutt til — Ég lifði mikið á deyfi- lyfjum fyrstu sex vikurnar. Þegar ég fór að hjarna við fann ég hins vegar, að þau höfðu slæm áhrif ó mig and- lega. En það var svo gott að fá deyfinguna, að ég hafði ekki orð á þesu, óttaðist að læknarnir færu að halda í deyfilyfin við mig. — Það var aðallega á hönd um, handleggjum og fótleggj- um sem ég brenndist og mjög fljótlega byrjuðu þeir að flytja til skinn, taka það af heilbrigðum hlutum líkamans og setja yfir sárin. Þetta var gert á 5—6 daga fresti og ég var þá alltaf svæfður eins og lög gera ráð fyrir. Hver að- gerð stóð yfirleitt 2—3 klukkustundir. ★ Það birti, þegar dr. Snorri kom inn — Þegar hendurnar á mér voru orðnar það góðar, að ég gæti haldið á blaði, fékk ég Morgunblaðið sent upp eftir á hverjum morgni. Þetta var geysileg uppörvun fyrir mig. Mér fannst að nú væri ég að komast í tengsl við kunningja mína og starf- Frh. á bls. 23 vér. Þá voru föngin til að verjast vétrinum svo miklu færri en nú. eru orðin. En þrátt fyrir alltar breytingar á ytri kjörum knýr tilfinningin fyrir eigin smæð and spænis tröllauknum öflum mannssálina enn til að falla aS fótskör æðri máttar og leita frið ar og öryggis þar, sem kynslóð fram af kynslóð hefir áður fund ið frið og skjól. En einmitt þetta er trú. Ekki fþað, að leggja trúnað á meira eða minna vafasamar kennisetn ingar, heldur það að finna með óhagganlegri vi&su sjálfan siig með sorgir sínar og sorgarefni, vonir sínar og kvíða, í þeim eilífu föðurörmum, sem í senn eru mild ir og sterkari en stormar vetrar. Hver er Guð, að maðurinn skuli þora að binda við hana slíka trú? Hver svarar því, svo að t£ fulls verði svarað? Hver lýsir honum, sem engin orð fá lýst? Þeir, sem mest vita um efnis- heiminn, hinn sýnilega, áþreifan lega skynheim, vita bezt, hve lít ið þeir vita. Og hvað mun þá um þekkingu vora á höfundi alheims ins sjálfum? Vér reynum að hugamynda ose veru hans, þá opnast hvert djúp ið af öðru, hver leyndardómurinn af öðrum. Og þó þykjast menn vita einhver kynstur um veru hans, fordæma annarra manna hugmyndir um hann, hneykslast fyrir hönd hans, móta skaparann sjálfan eftir mynd skepnunar. ■ En trúartilfinningin segir oas, og vitnisburður innblásinna, jstórra anda segir oss, að hinn ó» mælanlegi skapari aíls fylii aHa tilveruna voldugri veru sinni, að í hálofltum himingeimsins, í heim um imdirdjúpanna, í eldbjarma sólarupprásarinnar jafnt og t myrkrum skammdegisnæturinn- ar vaki hann, sem elskar um- komulausasta smælingjann engu síður en dýrð sólkerfanna sjálfra Hvar eigum vér að leita hans? Vér leitum hans í guðshúsunum og í sannindum, sem innblásnir þjónar hans hafa flutt oss og staðizt hafa reynslupróf aldanna, Vér leitum hans í verkum hans, sem sjálfum honum bera vitnL Eins og vér sáum hann í fegurð sumardaganna, eigum vér að finna hann í viðburðum vetrar ins, sem hóf sína göngu í gær. Þú segist sjá hann í bjarma sólarupprásarinnar en ekki f myrkrinu, það sé andstaða ljóss og ekki af Guði. Jú einnig i myrkrinu, því að „Guðs er líka hin langa nótt**. í myrkri hennar lætur Guð ger ast mikla sköpun. í myrkri móð- ur lífsins fær jarðneskur líkami vor sinn fyrsta vöxt. Margoft hafa menn séð það síðar, er daga fo” af sorganóttinni, að í nætur- myrkri mannlifsins fæddust þaa fræ, sem báru síðar mikinn á- vöxt til blessunar. Hugsaðu um það á komanda vetri, ef þér ægir myrkrið, að „Guðs er líka hin langa nótt“, og að í myrkrj hennar kunna þau fræ að vera að fæðast, sem síðar bera blóma ómælanlegrar bless- unar í aldir fram. í vetrarmyrkrunum kann að reyna á trú vora. En höfum vér ekki séð hvernig hann notar ■myrkrið til þess að láta hið mikla, hið mesta fæðast? Er þá j'ekki myrkrið í hendi hans? Um myrka nótt fæddist sjálfur 1 frelsari mannanna, um myrka nótt fæddist Ijós heimsins. Óhult og örugg skulum vér ffela Guði komandi vetrardaga. Óttumst eigi storma, hel né stríð, því að hann, sem er voldugri en vetrarhríðin, sterkari en aliir stormar, er með oss. Óttumst eigi, því að skamm- degisnóttin er engu síðúr í hendi hans en Jónsmess1 rnótt eða júrií- dagur. f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.