Morgunblaðið - 22.10.1961, Page 9
Sunnudagur 22. oltt. 1961
MORGVKBLAÐIÐ
9
}
>f
MW
í VOR var sagt frá því í frétt-
um, að Alþjóða kjarnorku-
stofnunin hefði veitt íslending
um styrk til kaupa á geisla-
| 1 mælingatækjum, sem notuð
yrðu á Landspítalanum, og
mundi stofnunin jafnframt
senda hingað mann til að
koma tækjunum upp. Nýlega
var svo á ferðinni hér eðlis-
fræðingur frá Kj arnorkustofn
uninni. í því tilefni snerum
við okkur til prófessors Davíðs
Davíðssonar, sem veitir for-
stöðu rannsóknardeild Land-
spítalans, og spurðum hann
hvort geislamælingatækin
væru komin eða um það bil að
■ koma.
Próf. Davíð sagði að tækin
væru enn ókomin, eh húsnæði
er að verða tilbúið undir þau
í nýju Landspítalabygging-
unni, þar sem þeim verður
komið fyrir í f jórum herbergj-
!>etta eru dýrmæt tæki,
'
4
i
Próf, Davíð Davíðsson
Ný geislamælingatæki
Landspítalanum
munu kosta um 10600 dollara í
innkaupi og koma frá ýmsum
löndum, svo sem Englandi,
Bandaríkjunum og Rússlandi.
Kryfja lifandi líkama
— En hvað gera slík (geisla-
mælingatæki?
— Isotop er geislandi af-
brigði af fruimefni, segir próf.
Davíð. Það sem slík tæki gera
er að mæla þessi geislandi
afbrigði. Með þeim er því
hægt að rekja ferðir einstakra
efnasambanda og magn þeirra
í öllum líkamanum eða ein-
stökum hlutum hans.
Þetta hefur stundum verið
orðað þannig að með geisla-
mælingatækjum væri fært að
gera efnafræðilega krufningu
á lifandi líkama.
Þegar tækin verða komin
upp hér á spítalanum, verða
þau notuð í þrenns konar til-
gangi: 1) til að greina sjúk-
dóma 2) til lækninga 3) til
sjálfstæðra rannsókna.
— Hvers konar sjúkdómar
eru það helzt sem hægt verður
að greina með tækjunum. Gæt
irðu gefið okkur hugmynd um
það?
— T.d. verður þeim beitt við
greiningu skjaldkyrtilssjúk-
dóma, þegar um óeðlileg joð-
efnaskipti er að ræðá. Þar sem
geislavirk efni hegða sér eins
og náttúrleg frumefni, má
einnig merkja fitu með ísótóp
um og fylgjast þannig með nýt
ingu fæðuefna í þörmunum.
Þá má nota geislamælingatæki
við greiningu ýmissa blóðsjúk
dóma t.d. merguna, en þá er
raunverulega ákvörðuð nýting
merkts B 12 vítamíns í þörm
unum.
Blóðleysi stafar stundum af
því að rauðu blóðkornin eru
of skammlíf, en auðvelt er að
ákvarða meðalæfi þeirra með
því að merkja þau með ísótóp
um. í fyrstu heppnaðist að
ákvarða með ísótópum heild
armagn ýmissa efna í lifandi
líkama. Þeirri aðferð er nú
lækna og
greina
sfúkdóma
beitt til ákvörðunar ýrnissa ó-
lífrænna efna, svo sem ýmissa
málma, salta og vatns og rösk
un þessara efna í líkamanum.
Gegn hvítblæði og skjald-
kyrtilseitrun
— En á hverju byggist
lækningamáttur þessar nýju
geislamælingatækja?
— Það er eiginlega. mjög
einfalt lögmál. Geislandi efni
hafa þann eiginleika að stöðva
frumuvöxt og deyða frúmur.
— Gegn hvaða sjúkdómum
verður þessu beitt?
— Skjaldkyrtilseitrun t.d.
og þá með inntöku eða inn-
gjöf stórra skammta af geisla
joði. Einnig gegn blóðsjúk-
dómum, svo sem hvítblæði og
þá notaður geislafosfór. Þetta
eru þeir sjúkdómar sem þess
ari aðfefð verður áreiðanlega
beitt gegn, og svo ef til vill
‘
fleiri, sem ekki er tímabært að
tala um. Lækning með geisla
tækjunum verður undir stjórn
yfirlæknis röntgendeildarinn-
ar, dr. Gísla Petersen. '
— Þú talar um að geisla-
mælingatækin verði notuð til
sjálfstæðra rannsókna?-
— Já, það hafa komið fram
sjúkdómar, sem augljóst er
að heppilegt verður að beita
þessari rannsöknartækni við.
Eg hefi rekist á sjúkdóma, sem
við getum ekki rannsakað hér
eins og er, en verður gert þeg-
ar þessi tæki eru komin í notk
un.
Hagnýtari vinnubrögð "
Herbergin fjögur, sem ætluð
eru undir nýju geislamælinga
tækin, eru í nýbyggingu Land
spítalans og verða tilbú-
in á næstu vikum. Það her-
bergið sem geymir ísótópana
er í tengiálmunni, þar sem
ekkert herbergi er uppi yfir.
Þetta er gert til öryggis. Þó
fullvissar próf. Davíð okkur
um að lítil hætta sé á geislun.
Sú hætta sem starfsfólki kunni
að stafa af þessu sé fjarlægð
með einum saman þrifnaði,
sem að sjálfsögðu þurfi að
vera í góðu lagi.
Þessi deild verður hluti af
rannsóknarstofu Landspítal-
ans. í sambandi við nýju við
bygginguna er verið að stækka
rannsóknardeild sjúkrahúss-
ins mikið. Er það í samræmi
við þá stefnu að um leið og
spítalinn er stækkaður sé
hann gerður færari til að
gegna hlutverki sínu, en þróun
in er hvarvetna í þá átt að
auka rannsóknarstarfsemina.
— Tilkcma þessara nýju
geislamælingatækja bætir (
mjög aðstöðu okkar hér, sagði
próf. Davíð í lok samtalsins.
Það þýðir færri legudaga,
hnitmiðaðri meðferð ýmissa
sjúkdóma og leiðir fljótt til
hagnýtari vinnubragða.
— E. Pá.
MW
‘
•V
Körfuknattleik.smeistaramót
Reykjavíkur
hefst laugardaginn 4. nóv. kl.
20 að Hálogalandi Keppt verður
í sömu flokkum og undanfarin
ár Þátttökutilkynningum sé skil
að á skrifstofu íþróttabandalags
Reykjavíkur fyrir 28. október. —
Þátttökugjald kr. 50 fyrir liðið
skal fylgja tilkynningu.
Stjórn K. K. R. R.
Knattspyrnufélagið Valur
Knattspyrnudeild
Aðalfundur deildarinnar verð-
ur haldinn mánudaginn 30. þ.m.
í félagsheimilinu að Hlíðarenda
kl. 8,30. Venjuleg aðalfundar-
störf. —
Stjórnin
Bifieiðoi lil sölc
Eftirtaldar vörubifreiðar okkar eru til sölu:
Austin, smíðaár 1964
Ford, smíðaár 1942
International, smíðaár 1942.
Star, smíðaár 1958.
Bifreiðarnar verða til sýnis á lóð verk-
smiðiu okkar við Köllunarklettsveg, mánu-
daginn 23. okt. n.k. Tilboð óskast.
Sanitas hf.
Glæsilegt einbýlishús (raðhiis)
Til sölu, fokhelt, stórt og glæsilegt raðhús (suðurendi)
við Hvassaleiti. Húsið er 95 ferm. að flatarmál, kjallari og
tvær hæðir með innbyggðum bílskúr, stórum.
í kjallara getur verið góð tveggja herb. íbúð með snyrt-
ingu ásamt þvottahúsi og geymslum.
Neðri hæð Hall, 3 svefnherbergi, bað og forstofuherbergi.
Efri hæð 2—3 stofur eftir vild(kamina) eldhús og snyrting.
Tvennar stórar svalir eru á efri hæð og einar minni á
neðri hæð með tröppum út ígarð. Góð lóð.
Til greina kemur að taka nýjan eða nýlegan evrópskan
bíl upp í kaupverðið.
Upplýsingar í dag í síma 36528.
Auhið yndisþokhonn
með snyrtivörum frá okkur.
SNYRTIVORUBUÐIN
Klapparstíg 27 (milli Hverfisgötu og Laugavegar),
pappaílát fyrir heita og kalda drykki, sultu o. fl.
PRAHA — CZECHOSLOAKIA
Upplýsingar gefur:
Páll Jóh. Þorleifsson h.f.
Reykjavík — Símar 15416—15417