Morgunblaðið - 22.10.1961, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.10.1961, Qupperneq 17
Sunnudagur 22. okt. 1961 MOnGVTSBLAÐ I Ð 1? kmm— ■■ ■ ———« —■—— — Ræða Ingóífs Jónssonar Frh. af bls. 8. því, hvemig leysa mefei raf- onagnsmál þeirra byggða, sem eru utan við 10 ára áætlunina. Að undanfömu hefir verið unnið að virkjunarrannsóknum og var ið til þess allt að 4 millj. kr. á ári. Á yfirstandandi ári mun verða varið 15,2 millj. kr. til virkjunarrannsókna. Verja verð- ur á næstu 2—3 árum veru- legri upphæð til framhaldsrann- eókna. Nokkrar rannsóknir fara fram á Vestfjörðum, Austfjörðum og á Norðurlandi, en umfangsmestu virkjunarrannsóknirnar fara fram á vatnasvæðum Þjórsár og Hvítár. Ekki verður enn fullyrt, hvar næst verður virkjað. Til mála getur komið, að virkja gufu í Hveragerði, 15.000 KW, sem millistig, en ekkert verður fullyrt um það fyrr en í byrj- un næsta árs, hvort það þykir heppilegt. Vitað er, að mikil verðmæti eru í jarðhitanum og ýmsar athuganir eru á því, hvernig þjóðin gæti bezt hag- nýtt sér jarðhitann og notið þeirra verðmæta, sem þar eru fólgin. Hinar umfangsmiklu virkjunarrannsóknir byggjast meðal annars á því, að gera at- hugun á stórvirkjum á okkar mælikvarða, t. d. 120.000 KW virkjun í Þjórsá, Hvítá eða Jökulsá. Verði horfið að þvíráði að virkja svo stórt, leiðir af sjálfu sér að iðnaður, sem á okkar mælikvarða teldist til stóriðju, þyrfti að koma til, til þess að afl hinnar stóru stöðvar yrði hagnýtt og fjár- hagslegur grundvöllur fengist fyrir virkjuninni. Fiskieldi Þar sem hér hefir áður á þessum fundi talsvert verið rætt um stóriðju, er ekki á- stæða til að fjölyrða meira um það mál að sinni. Það verður þó aldrei of oft vakin athygli á þeirri brýnu nauðsyn að gera atvinnulífið fjölbreyttara og leggja þannig undirstöðu að því að útflutningsverðmætin geti aukizt, svo að þjóðin þurfi ekki eftirleiðis að búa við gjaldeyr- isskort, eins og svo oft áður. Möguleikar til nýrra atvinnu- greina í landinu eru margvísleg- ir. Ríkisstjórnin hefir á þessu ári stofnað til fiskeldisstöðvar í Kollafirði. Veiðimálastjóri var el. ár erlendis, til þess að kynna sér nýjungar á sviði fiskirækt- aró Fróðir menn telja, að hér á landi séu skilyrði mjög góð til þess að rækta sjóbirting og lax. Markaður er nægur fyrir þess ar fisktegundir og verðið geysi- iega hátt. Útflutningsverð á laxi á þessu ári mun vera 70—80 fcr. kg. Bjartsýnir menn telja, að íslendingar geti að fáum ár- um liðnum flutt út lax og sjó- foirting fyrir hundruð milljóna króna. Ýmsir menn. sem ég hefi rætt þessi mál við, telja að þeir séu ekki aðeins bjartsýnir um fram gang fiskiræktar, heldur einn- ig raunsæir, þar sem staðreynd- irnar tali sínu máli, bæði í ná- grannalöndunum og einnig í hin um fjarlægari löndum og þar sem skilyrði eru hér á landi sízt lak- ari en annars staðar, sé engin ástæða til annars en bjartsýni, hvað þessa atvinnugrein snertir. A þessum forsendum hefir Fisk ræktunarstöð ríkisins verið stofn sett, en áætlað er að stofnköstn- aður hennar verði um 8 millj. fcr. Um leið og framleiðslan er aukin með stofnun nýrra at- vinnugreina, er nauðsynlegt að tæknin sé hagnýtt til aukinna af- fcasta og sparnaðar á vinnuafli, sem allt of lítið er af í okkar fá- menna landi. Símamál Landsímastjórnin hefir gert áætlun um nýskipan síma- mála, með því að koma upp sjálfvirku símakerfi sem víðast um landið. Hefur verið áætlað að framkvæmdum þessum verði lokið 1968 og er þá reiknað með að fækka megi starfsstúlkum við landssímann um 553. Vera má að framlkvæmdin taki þó lengri tíma en æakilegt væri að til þess þyrfti ekki að koma. Gert er ráð fyrir að landssíminn geti. af eigin rammleik staðið undir kostnaði með hinu nýja skipulagi. Með þessu móti veitir síminn betri þjónustu en áður án þess að hækka þjónustugjaldið vegna hins breytta skipulags. Dýrmætt vinnuafl losnar, sem gæti farið til framleiðslustarfa við iðnað í frystihúsum eða annarra nauð synlegra starfa. Oft er kvartað undan háum símagjöldum hér á landi. Ástæða er til að yekja at- hygli á því að afnotagjöld af síma eru lægri hér en í nágranna löndunum. Afnotagjald af sím- um við 1. flokks stöð hér á landi er 500 kr. ársfjórðungslega, í Noregi er afnotagjaldið 900 kr., Svíþjóð 577 og Danmörku 736. Alls staðar er reiknað með 600 samtölum á ársfjórðungi. Af þessum dæmum má ljóst vera að ekki er sanngjarnt, að tala um sérstaklega há afnotagjöld hjá Landssíma íslands. Síðustu mán uði hefir verið gerð víðtæk at- hugun á póstmálum víðsvegar um landið og með því tvennt unnist, að bæta póstþjónustuna og draga úr kostnaði með skipu- lagsbreytingu. Nemur sparnaður af þessu nokkrum hundrað þús unda. ★ Hér hefur áður verið ýtarlega rætt um 5 ára áætlun þá, sem ríkisstjórnin er að láta vinna að og koma skal til frarakvæmda á næsta ári. Eins og raun hefur komið, nær áætlunin til allra aðal þátt atvinnulífsins, landbúnaðar, sjávarútvegs, hvers konar iðnað ar og samgangna í lofti, landi og á sjó. Aætlunin miðar að því að auka framleiðsluna og leggja styrka undirstöðu að bættri af- komu þjóðarinnar í nútíð og fram tíð. Til framkvæmdanna þarf mik ið fjármagn, sem þjóðin lætur að nokkru leyti af hendi sjálf, með vægum vaxtakjörum til langs tíma. Þetta tekst því aðeins að þjóðin njóti trausts út á við og að fjárhagur okkar og atvinnu- vegir standi þannig að til fram- fara og heilla horfi. Endurheimt trausts Vinstri stjórnin var kómin vel á veg með að glata því trausti, sem okkar fámenna þjóðfélag hefir lengst af notið. Nauðsyn bar til að endurheimta þetta tr&Ust Og má segja að svo giftu- samlega hafi tekizt að þjóðin hafi öðJast það á ný. Stjórnarandstað- an segir, að þegar núverandi rík- isstjórn tók við völdum, hafi ekki verið þörf sérstakra aðgerða efnahagsmálum, þar sem flest mál hafi verið í ágætu lagi. Þegar slíkar fullyrðingar eru fram settar af stjórnarandstöðunni, er ástæða til að spyrja, hvers vegna vinst.ri stjórnin gafst upp. Var það af því að Hermann og Ey- steinn vildu ekki lengur vera ríkisstjórn? Var það af því að Framsóknarflokkurinn vildi ekki lengur hafa áhrif á stjórn lands ins? Þessum spurningum er áreið anlega rétt að svara neitandi og einnig á sama hátt fyrir hönd Alþýðubandalagsins. En hver var þá ástæðan. Astæðan var sú, sem Hermann Jónasson upplýsti um það leyti, sem hann lýsti upp gjöfinm í árslok 1958. Hermann sagði: „Oðaverðbólga er skollinn yfir og engin samstaða er í ríkis stjórnni til þess að vinna gegn þeim vanda, sem að steðjar Ljóst er að sá vandi var svo mik- ill, að vinstri stjórnin treysti _sér ekki að leysa hann. Því undrast menn að stjórnarandstaðan, sem flúði frá erfiðleikanum, þegar mest á reyndi, skuli nú reyna að telja fólki trú um að það hafi rauninni ekki verið sérstakra að gerða þörf. Islenzkt fólk fylgist betur með málunum en svo, að það láti bjóða sér slíkan mál- flutning. Sannleikurinn er sá, að ekkert gat lagfært þá skekkju. sem orðin var í efnahagslífinu og endurheimt það traust, sem þjóð in var að glata, nema rótttækar aðgerðir, sem urðu sársaukafull ar í bili, en leiddu til fulls bata að nokkrum tíma liðnum ef friður fengist um málin. Efna- hagsmálaíöggjöfin, sem sett var í ársbyrjun 1960, var þegar búin að sanna ágæti sitt fyrrí hluta árs 1961. Margs konar batamerki voru komin í ljós í atvinnu- og efnahagslífinu. Gjaldeyrisstaða þjóðarinnar hafði stórum batnað, sparifjáraukning landsmanna var meiri en áður, lánstraust þjóðar- innar var aftur endurheimt og at- vinnuvegir landsmanna gengu allir, þrátt fyrir aflaleysi og verð- fall á ýmsum sjávarafurðum. At- vinnuleysið, sem stjórnarandstað- an spáði um það leyti, sem efna- hagslöggjöfin var sett, hefir ekki komið sem betur fer. Allir hafa haft atvinnu eins og menn hafa þolaö að vinna Og þannig verður það að vera í okkar fámenna þjóð félagi, að hver hönd, sem vill vinna og getur leyst starf af hendi, hafi nægileg verkefni. Stjórnarandstaðan sá batamerk- in Og taldi að það væri of gott fyrir stjórnarflokkana, og auka fylgi þeirra, ef þeir kæmu mál- efnum þjóðarinnar í gott og far- sælt horf. Þess vegna tók Fram- sókn höndum saman við komm- únista til þess að vinna þau skemmdarverk, sem unnin voru s.l. sumri með verkföllum og óraunhæfum kaupkröfum, sem ekki gátu orðið kjarabót fyrir það fólk, sem æskilegt hefði ver- ið að veita kjarabætur. Stjórnar- andstaðan segir, að atvinnuveg- irnir hefðu getað tekið kauphækk unina á sig og fólkið þannig fengið kjarabætur með kaup- hækkuninni. Osamræmið og tví- söngurinn í málflutningi stjórn- ar .ndstöðunnar er dæmalaus. I marzmánuði 1961 fullyrða Tím- inn og Þjóðviljinn að atvinnu- vegirnir séu að sligast vegna við- reisnarinnar, svo að við stöðvun liggi. I júnímánuði sama sár segja hin sömu blöð að þeir hinir sömu atvinnuvegir, sem áður voru taldir í greiðsluþroti, geti tekið á sig 13—20% kauphækkun. Þótt viðreisnin hafi forðað atvinnuveg unum frá hruni og hafi verið kom in vel á veg með að koma atvinnu lífinu á traustan grundvöll, ligg- ur í augum uppi að til of mikils er ætlazt að þeir taki á sig á einu ári svo mikla hækkun í reksturs kostnaði, sem umræddri kaup- hækkun fyigir. Þetta vita stjórn- arandstöðuflokkarnir. Þetta kom fram á raunhæfan hátt hjá frysti húsum Sambandsins, þegar þau treystu sér ekki til að borga fisk- inn á óbreyttu verði, eftir að sam ið hafi verið um kauphækkun við landverkafóik. Krónan var fallin Eins og stjórnarandstaðan taldi aðgerðir stjórnarflokkanna í efnahagsmálum óþarfar í árs- ’oyrjun 1960 svo telur hún einnig ónauðsynlegar þær aðgerðir, sem gerðar voru í sumar vegna verk- fallanna og hinna óraunhæfu kauphækkana. Stjórnarandstaðan fullyrðir að ríkisstjórnin hafi fellt gengi íslenzkrar krónu. Þetta er vitanlega með öllu rangt. Ríkis- stjórninai hefir ekki fellt gengi íslenzKU krónunnar. Krónan var felld á valdatímabili vinstri stjórnarinnar og þess vegna varð að gera efnahagsráðstafanirnar 1960 og skrá gengið í samræmi við það, sem gildi krónunnar raunverulega var. Gengisskrán- ingin í sumar er afleiðing þess, að krónan var felld með því að knýja fram hærra kaupgjald en atvinnuvegirnir gátu staðið und ir. Seðlabankinn lét reikna út hvert ráunverulegt gengi krón- unnar var eftir að skemmdar verkið hafði verið unnið og var krónan skráð í samræmi við það Krónan var þess vegna fallin áður heldur en Seðlabankinn fékk reikningsdæmið í hendur. Það sem deilt er um, er þess vegna ekki það, hvort fella ætti krónuna eða ekki, heldur um það, hvort gengið ætti að vera rétt og raunhæft eða falskt gengi og þá ef til vill mörg gengi, eins og var á meðan uppbótakerfið var notað. Stjórnarandstaðan hef ir deilt á ríkisstjórnin fyrir það að fela Seðlabankanum að reikna út hvert er rétt gengi íslenzkrar krónu. Þess ber að geta að öll v'estræn Evrópulönd, að einu undanskildu, hafa þann hátt sem nú hefir verið upp tekinn hér á landi um gengisskráningu Stjórnarandstaðan reynir að æsa upp allar stéttir þessa þjóðfélags gegn þeim ráðstöfúnum, sem rík isstjórnin gerir Og nauðsynlegar eru til þess að halda hér uppi sjálfstæðu þjóðfélagi. Raunhæfar kjarabætur eða verkföll Nærtækasta dæmið má nefna þegar Tíminn telur eðlilegt að taka undir kröfu læknanna um ,100% hækkun á töxtum. Vera má að læknar eigi rétt á ein- hverri lagfæringu, en allir hljóta að sjá, hvaða afleiðingar það hefði, ef sú stétt þjóðfélagsins, sein hæstar tekjur hefur, kæmist upp með að fá hækkuð laun, sem þessu nemur. Islenzka þjóðin getur fengið kjarabætur og lifað við góð lífskjör, ef rétt er á mál- um haldið Það þarf að kasta fyrir borð þeirri stefnu, sem verkfalls- menn hafa haldið á lofti síðustu árin, þar sem það er staðreynd að sú stefna færir alþýðu manna litlar eða engar kjarabætur. Sé aðeins athugað tímabilið frá stríðslokum eða 15—16 ár, þá er ljóst að á þessum tíma hafa oft verið háð verkföll og verkfalls- foringjar ætíð fagnað miklum sigri yfir því, að kaupgjaldið hefur verið hækkað í krónum. Þessir sömu verkfallsforingjar játa það nú, að lífskjörin séu sízt betri heldur en þau voru fyrir 15—16 árum. Ástæðan fyrir því er vitan- lega sú að í hvert skipti, sem verkfall hefur verið háð, hafa verið gerðar hærri kröfur til at- vinnuveganna en þeir hafa getað borið. Stjórnarvöldin hafa því á hverjum tíma, og er sama hverjir hafa verið í stjórn og hvaða flokk ar, gert ráðstafanir til þess að koma atvinnuvegunum til hjálp- ar, en þær ráðstafanir hafa leitt til þess og ekki sízt á vinstri stjórnartímanum, að kauphækk- unin hefur verið tekin að mestu aftur af launþegum í einu eða öðru formi. Nú hefir þaðv erið útreiknað að framleiðsluaukning þjóðarinnar er 4—5% á ári og svara það til að kaupgjald mætti hækka um 3% árlega án þess að það fram kallaði ráðstafanir til þess að kauphækkunin væri tekin aftur af launþegum. Ef sá háttur hefði verið á hafður síðustu 15—16 árin, að hækka kaupið árlega sem þessu nemur, þá byggju launþeg- ar í dag við allt að 30—40% betri launakjör en þeir nú gera. Verk fallsforingjarnir ættu að þekkja þetta dæmi og vita að þau vinnu brögð, sem þeir hafa við haft, leiða ekki til velfarnaðarar eða kjarabóta. Þeir vita annað með vissu og það er; ef verkamenn og launþegar fá raunhæfar kjara- bætur og batnandi lífskjör, þá iiætta þeir að hlusta á upphróp- amr og yfirboð verkfallsforingj- anna og við það óttast kommún- istar að fólkið, sem fram að þessu hefur greitt þeim atkvæði, hætti að Ijá þeim fylgi. Þetta er skýringingin á því, hvers vegna kommúnistar reyna ekki að vinna að raunhæfum kjarabótum almenningi til handa. Það verður að ætlast til að reynsl- an og staðreyndirnar hafi nú kennt launþegum nægilega mikið til þess að þeir geri kröfur til annarra og betri vinnubragða í kjaramalum. Þeim sem að undan förnu hafa unnið gegn hagsmun- um almennings, með öfgum og verkfallsbrölti, bera að refsa með því að svipta þá trúnaðarstörf- um í samtökum launþega. Nauð- syn ber til að gera vinnulög- gjöfina þannig úr garði, að hún tryggi, að lýðræðislegar reglur verði við hafðar í verkalýðsfé- lögunum, svo meirihluti félags- manna geti á hverjum tíma ráð- ið stefnunni. A þetta skortir mjög eins Og verkalýðsfélögunum er nú stjórnað, þar sem mörg dæmi eru til þess að örfáir menn taka mikilsverðar ákvarðanir, svo sem um uppsögn samninga, en fjöld- inn, hinn stóri meirihluti, oft ekki um það spurður. þjóðskipulag. Það er ekki lýðræð isþjóðfélag, sem léti það gerast að y3 eða jafnvel Vi hluti þjóð- arinnar gæti náð meiri hluta á Alþingi. Það er nú viðurkennt að um leið og kjördæmabreytingin er lýðræðisleg, og treystir þingræð ið í landinu, tryggir hin breytta skipan hag hinna strjálu by.ggða mun betur heldur ei gamla fyrir komulagið gerði. Gegn öfgum Sjálfstæðisflokkurinn er það afl í þjóðfélaginu, sem vinnur gegn öfgum og óheillavænlegum yfirboðum. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur að jafnvægi og samstarfi hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins. Fylgi flokksins er traust í öllum atvinnustéttum landsins. Bænd- ur, verkamenn, sjómenn, iðnað- armenn, verzlunar- og skrifstofu- menn og aðrar stéttir þjóðfélags- ins hafa í vaxandi mæli gert sér ljóst að stefna Sjálfstæðisflokks- ins, sem byggir á frelsi og athöfn um einstaklinga og félaga, leiðir til framfara og batnandi þjóðfé- lags. Sjálfstæðismenn munu aldrei gleyma því að flokkur þeirra hefir mikilsverðu hlut- verki að gegna í þjóðfélaginu og að skyldurnar eru miklar og margvíslegar. Sjálfstæðismenn munu ekki hopa, þótt hart sé að þeim vegið af andstæðingunum. Það er háttur andstæðinganna að hrópa í andstöðunni og ekki sízt þegar unnið er að lausn nauð- synlegra og mikilsverðra m ála. Menn minnast stóryrðanna, sem Framsóknarmenn viðhöfðu í sam bandi við lausn kjördæmamáls- ins. Areiðanlega eru þeir nú marg ir, sem bera kinnroða fyrir sumt af því, sem sagt var um kjör- dæmamálið, þegar það var á dag skrá. Fáir skilja nú að þeir menn, sem voru á móti kjördæmabreyt- ingunni skuli á sama tíma hafa taiið sig aðhyllast lýðræðislegt Stjórnarandstaðan, Framsókn- armenn og kommúnistar, ætluðu að stofna til æsinga og gera hróp að ríkisstjórninni, þegar lausn landhelgismálsins var á dagskrá. Landhelgismálið var leyst á far- sælan og heppilegan hátt. Land- helgin var færð út, dýrmæt fiski- mið eru nú aðeins fyrir Islend- inga eina, en voru áður þrautnýtt af erlendum fiskiskipum. Stjórn- arandstöðunni tókst ekki að stofna til æsinga út af þessu máli, af því að þjóðin sá og skildi að málið var vel og farsællega leyst fyrir Islendinga. Æsingafundir þeir, sem Eysteinn Jónsson boð- aði í Tímanum fjöruðu út eftir að fundurinn á Selfossi gufaði upp og fundarboðendur þorðu ekki að bera upp tillögu í land- helgismálinu, sem þeir höfðu upp á vasann. Um þessar mundir reynir stjórnarandstaðan að æsa almenn ing gegn viðreisnarráðstöfunum ríkisstjórnarinn. Því er haldið fram, að kjör almennings hafi verið þrengd'. A það er ekki minnzt, við hvaða kjör fólk mætti nú búa, ef ríkisstjórnin hefði ekki hafizt handa og gert viðreisnar- ráðstafanirnar. Hvernig væri þjóðarhagur nú, ef ekki hefði verið spyrnt við fót um en óðaverðbólga vinstri stjóm arinnar og það giftuleysi, sem því stjórnarfari fylgdi, hefði haldið áfram? Engan þarf að undra, þótt nökkurn tíma taki að bæta úr því, sem úr lagi var fært. Skemmdarverkin í sumar hafa tafið fyrir batanum. Eigi að síð ur er mögulegt að ná fullum ár- angri, ef komið verður í veg fyrir frekari skemimdarveifc. Það «r öruggt að ríkisstjórnin stendur styfkari nú en áður, ef til bar- áttu kemur á ný og skemmdar- verkamenn gera tilraun til þess að brjóta niður efnahagskerfið. Almenningur hefur nú gert sér gleggri grein fyrir því en áður, hvað í húfi er. Fjöldi manna, sem áður var blekktur, veit nú hinn raunverulega tilgang með verk- fallsbröltinu, að hann er ekki sá að vinna að kjarabótum almenn ingi til handa, heldur eingöngu til þess að hindra að viðreisnin geti heppnazt. ' Samspil Framsóknar ög komtn- únista og náin samivinna á síðustu misserum sýnir að í þjóðlífinu er nú barátta á milli tveggja afla. Annars vegar er stefna ríkis- stjórnarinnar, sem miðar að því að byggja upp og tryggja þjóð- inni batnandi hag, en hins vegar er stefna stjórnarandstöðunnar, sem dregur þjóðina niður, til hafta og ófrelsis, fátæktar og versnandi kjara. En takist nú að koma í veg fyrir frekari skemmd arverk, munu koma batnandi og betri tímar. 5 ára áætlunin mun verða framkvæmd. Áframhaldandi uppbygging og þróun atvinnuveganna, mun tryggja næga atvinnu fyrir alla og framleiðsla þjóðarbúsins mun vaxa. Tekjur einstaklinga muniu þá aukast og lífskjörin fara bantn andi. Góðir fundarmenn! „Þegar hugsjónir fæðast fer hitamagn um lönd“, vissulega ætti það að vera hvatning og auka kjark og baráttuhug allra góðra Islendinga að sjá hina mörgu og miklu möguleika, sem þjóð okkar á, vissulega ber að vinna með festu og dugnaði að því að gera hinar björtu og góðu hugsjónir að veruleika. Stefna Sjálfstæðisflokksins er vissulega Iíklegust til þess að leiða hin mörgu hagsmunamál þjóðarinnar fram til sigurs. Megi sú gifta fylgja þjóð okkar að hinn góði og þjóðholli málstaður nái að sigra. Megi hugsjónir rætast. DOMIJR Niðursett verð á höttum. Efni: Harðfyllt og velour. Komið og gerið góð kaup. HJÁ BÁRU, Austurstræti 14 Bezt að auglýsa í Morgunblaóinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.