Morgunblaðið - 27.10.1961, Page 4

Morgunblaðið - 27.10.1961, Page 4
4 MORGV1SBLAB1Ð Föstudagur 27. okt. 1961 Plymouth ’42 til sölu óclýr ef samið er strax Uppl. í síma 7582 — Sandgerði Tapast hefur Sl. laugardagskvöld tapað- ist svart seðlaveski ásamt ökuskýrteini Finnandi vin samlegast hringi í síma 10326. Þegar máninn kom upp, tók að flæða, og sjórinn hækkaði ört við ströndina. Brátt hrifu öldurnar timb- urflekana með sér. Spori leit enn einu sinni á stóra kassann, sem Júmbó var í, og svo hélt hann aftur til bæjarins. Hann Kafði nóg að gera næstu stundirnar. Atvinna Vetrarmann vantar að Set- bergi við Hafnarfjörð. — Sími 50221. Rauðamöl Seljum mjög fína rauða- möl. Ennfremur gróft og fínt vikurgjall. Sími 50997. Tii sölu vel með farin þvottavél — (Mjöll) Uppl. í síma 7493 Sandgerði. Seljum sterka og góða steypu, úr tunnubíl. — Uppl. í síma 12551. Ægissteypa hf. ISBÚÐIN, LAtGALÆK 8 Bjómaís, — mjólkurís Nougatís. ísbúðin, sérverzlun Forstofuherbergi til leigu með húsgöignum og sér snyrtingu í Miðbæn um. — Tilb. sendist Mbl. merkt „169“ Keflavík Stór stofa til leigu á Fram nesvegi 8, Símj 1173 Herhergi óskast Uppl i síma 24216. Weapon spil ásamt spilgír til söhi svo til ónotað. — Uppl. í síma 50916 laugardag og sunnu- dag Nýr sænskur ámoksturskrani fyrir vöru bíl til sölu. Sarmgjamt verð. Allar nánari upplýs- ingar í síma 37192 fyrir há degi og eftir kl. 7,30 á kv. 2ja eða 3ia herb. íbúð óskast til leigu. Vinn um úti. Uppl. í síma 33208 Tannsmiður óskast, háifan eða allan daginn. Tilb. sendist Mbl. merkt „Tannsmiður — 7018“ fyrir mánud. Hafnarfjörður óska eftir 3ja til 4ra herb. íbúð. Uppl. í síma 50397. Nú var búið að stoppa upp hina dauðu uglu galdramannsins, og Spori skyldi nú neyta færis að komahenni fyrir á sínum gamla stað í kletta- hellinum, í. von um, að galdramað- urinn hefði ekki enn orðið hvarfs hennar var. Það gekk betur en við mátti bú- ast. Spori setti ugluna þar, sem hún hafði verið, og muldraði ánægður á svip: — Þú ert nú satt að segja dá- lítið stíf á svipinn, gamla mín, — en af dauðri uglu að vera líturðu bara nokkuð eðlilega út! JÚ'MBÖ OG DREKINN Teiknari J. Mora f dag er föstudagurinn 27. október. 300. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 7:20. Síðdegisflæði kl. 19:40. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — Læknavörður L.R. (fyrlr vitjanir) er á sama stað frá kL 18—8. Símf 15030. Næturvörður vikuna 21.—28. okt. er í Ingólfsapóteki. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9 *15—4. helgid. frá 1—4 eJi. Sími 23100 Næturlæknir í Hafnarfirði 21.—28. okt. er Olafur Einarsson, sími 50952. Ljósastofa Hvítabandsins, Fornhaga 8: Ljósböð fyrir börn og fullorðna Uppl. í síma 16699. m I.O.O.F. 1 = 143102278^ = G.H. FRETIIR Frá Húsmæðrafélagi Reykjavíkur. Saumanámskeið hefst miðvikudaginn 1. nóv. Upplýsingar í símum: 11810 og 15236. Frá skrifstofu aðalræðismanns Kan- anda: Eins og s.l. vetur verða filmur um alls konar efni lánaðar til félaga, skóla og félagasamtaka. Nokkrar nýj ar filmur hafa bætzt við safnið. — Skrifstofan, Suðurlandsbraut 4, sinnir beiðnum um filmulán kl. 9—10:30 f.h. daglega, sími 3-81-00. Kvenfélag Neskirkju heldur bazar laugardaginn 11. nóv. n.k. Munum baz arinn, styrkjum bazarinn. Frá Guðspekifélaginu. Dögun heldur fund í kvöld kl. 8,30 í Guðspekifé- lagshúsinu. Sigvaldi Hjálmarsson flytur erindi: „Leið þín til þroska'*. Kaffi á eftir. Hallgrímskirkja. Hallgrímsmessa verður í kvöld kl. 8,30. Séra Sigur- jón Þ. Ámason prédikar og séra Jakob Jónsson þjónar fyrir altari. Frá skrifstofu borgarlæknis: Far- sóttir í Reykjavík vikuna 8.—14. októ- ber 1961 samkvæmt skýrslum 44 (35) starfandi lækna. Hálsbólga 87 (80) Kvefsótt .. 84 (105) Iðrakvef 106 (80) Influenza 2 ( 1) Hvotsótt 3 ( 0) Hettusótt 3 ( 7) Kveflungnabólga .... 9 ( 9) Munnangur 5 ( 7) Þeirra vegur blasir beinn byggðnr á ýmsar lundir, sólarvana sit ég einn svörtum kletti undir. Eins og fyrri er ég þinn, elsku-hjartans vina, trega þrútinn muni minn metur enga hina. Þ6 að fölni í frost og hríð fífilroði kinna, ertu drottning alla tíð ástardrauma minna. Sjón mín hvergi frá þér flýr, felld I rammar skorður. Öli mín hugsun að þér snýr, sem áttavitinn norður. (Úr „Nótt á sólmánuði'*, eftir Guðmund Friðjónsson). 75 ára er í dag Hakel Jónsdóttir frá Kálfsá í Ólafsfirði. Hún drvel- ur í dag á heimili dóttur sinnar, Flókagötu 5. Gefin voru saman í hjónaband í Fríkirkjunni þann 21. þ.m. af séra Þorsteini Björnssyni Edda Gísladóttir skrifstofumær og Guð mundur Eiríksson. Héimili þeirra verður fyrst um sinni 1 Barma- hlíð 5. Þann 18. þ.m. opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Þórunn Gests- dóttir, flugfreyja, Vesturgötu 45 og Guðmundur Arason, skrif- stofumaður, Fjólugötu 19B. Laugardaginn 21. okt. opinber uðu trúlofun sína ungfrú Sigríð ur Birna Halldórsdóttir, Grundar stíg 11 og Erlingur S. Bótólfsson Breiðholti við Laufásveg, Rvik. Eimskipafélag Islands h.f.: Brúarfoss fer frá Rotterdam á morgun til Ham- borgar. Dettifoss fór frá Dublin í gær til New York. Fjallfoss fór frá Norð- firði í gær til Lysekil, Gravama og Kaupmannahafnar. Goðafoss fór frá Reykjavík 24. til New York. Gullfoss fór frá Leith í gær til Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Leningrad 25. til Reykjavíkur. Reykjafoss fór frá Hels ingborg í gær til Antwerpen, Hull og Reykjavíkur. Selfoss fer frá New York í dag til Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá Rotterdam 15. til New York. Tungufoss kom til Jteykjavíku-r 23. frá Hamborg. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er á Raufarhöfn. Askja er á leið til íslands frá Spáni. Skipaútgerð ríkisins. Herjólfur fer frá Reykjavík kl. 23:00 1 kvöld til Vestmannaeyja og þaðan frá Vest- mannaeyjum aftur kl. 02:00 aðfaranótt sunnudagsins til Reykjavíkur. Flugfélag íslands h.f.: Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 07:00 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 21:30 í kvöld. Flug- vélin fer til Oslóar, Kaupmannahafn- ar og Hamborgar kl. 09:00 1 fyrra- málið. — Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Fagurhólsmýrar, Homafjarð- ar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmannaeyja. — Á morgun ef áætlð að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Egilsstaða, Húsavíkur, ísafjarðar, Sauðárkróks og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f.: — Þorfinnur Karls- efni er væntanlegur kl. 05:30 frá New York. Fer til Luxemborgar kl. 07:00. Er væntanlegur aftur kl. 23:00. Fer til New York.kl. 24:30. Eiríkur rauði er væntanlegur kl. 08:00 frá New York. Fer til Osló, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 09:30. Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 12:00 frá New York. Fer til Luxemborgar kl. 13:30. Snorri Sturluson er væntanlegur kl. 22:00 frá Stavangri og Osló. Fer til New York kl. 23.30. BLÖÐ OG TÍMARIT Jökull, ársrit Jöklarannsóknarfélags íslands, er komið út. Eru í því mjög fróðlegar vísindale^ar greinar, á ís- lenzku og ensku. T.d. skrifar dr. Sig- urður I>órarinsson um þekkingu ís- lendinga á jöklum fram til 1800. Ey- steinn Tryggvason, veðurfræðingur skrifar um jarðskjálfta, jökulhlaup og eldgos undir jöklum. Jón Eyþórsson, veðurfræðingur birtir skýrslu um ís- rek við íslendsstrendur 1959—1960, og skrifar um jöklabreytingar 1958—1960. Auk þess er sagt frá erlendri bók um Vatnajökul, mælingaferðum á Vatna- jökul, úrkomumælingum í Jökulheim- um og frá aðalfundi Jöklarannsókn- arfélagsins. Ritið #er ákaflega vandað og myndskreytt. Á forsíðu er hrika- leg mynd úr stórugjá í Grímsvötnum vorið 1960. GEIMGIÐ UM BÆIIMIM BLÓMAFEGURÐ, blómailm- ur — blómasýningar í Alaska og Kjörgarði, blómaval í mörgum blómabúðum. Þetta hefði þótt ótrúleg spásögn ár ið 1919, þegar konur á Akur- eyri voru að safna saman blómum á fyrstu blómasýn- inguna á íslandi, þá umhaust ið í gagnfræðaskólanum. — Beizlun jarðhitans og gróður- húsin hafa gerbreytt viðhorf- inu. Risin er upp sérstök garðyrkjustétt, menntuð í Garðyrkjuskóla ríkisins og erlendis, bæði austan hafs og vestan. Hafa einkum danskir garðyrkjumenn átt drjúgan hlut að máli. í blómaskálanum í Alaska- stöðinni er eins og komið sé í suðrænan gróðurheim. Þar skarta blóm frá öllum álfum og fjölmörgum löndum ver- aldar. Hefur hver tegund sitt nafnspjald eins og vera ber. Ættu blómabúðirnar að taka upp þá reglu, viðskiptavinum til mikils hagræðis. Þarna eru fagurblómgaðar silfurfjaðrir, alpafjólur, prímúla, begóníur, fjöldi gróskumikilla blað- jurta, t. d. tígurskrúð (Crot- on) í öllum mögulegum litum og gerðum, Monstera með fáránlegu blómi, gulfreknótt rökkurlauf, sem þrífst úti í horni og hefur prýtt Landa- kotskirkju. Fátt er nú talið. Sjón er sögu ríkari. Hér hafa húsmæður úr mörgu að velja til stofuprýðis. Reykjavík þarf að eignast ,,stöðugan“ borgarblómaskála. I sambandi við hann ætti að rækta blóm handa skólum bæjarins. Nemendum mun vera sýnt skammarlega lítið af blómum. Vitanlega kostar eitthvað að rækta kennslu- blóm allan veturinn, og yrði fræðslumálastjóm (bærinn og ríkið) að kosta það eitt- hvað. B j a r k i.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.