Morgunblaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.10.1961, Blaðsíða 5
i,'östud%gur 27. okt. 1961 MOnaUNRL AÐ1Ð 5 w MENN 06 ! = mL£FNI= Friðarverðlaunuim Nobels hefur nú verið úthlutað fyrir árin 1960 ag 61. Friðarverð- launin fyrir árið 1961 voru veitt hinum nýlátna fram- k væmdastj ór a Sameinuðu Þjóðanna, Dag Hammarskjöld en fyrir árið 1960 Suður-Af- ríkubúanum, stj órnmálamann- inum Albert John Luthuli, en stjórn Verwoerds hefir bann- að honum að yfirgefa heima- borg sína. —★— Luthuli tilheyrir kristnum Zulu-ættflokki í héraðinu Na- tal. Han» stundaði nám við bandarískan trúboðsskóla og varð kennari við slíkan gkóla. Hann var áberandi maður innan héraðs síns og ríkis- stjórnin gerði hann að höfð- ingja, en það var með hálfum hug að hann skipti á hinni rólegu tilveru kennarans og hinu stormasama starfi stjórn andans. Oftar enn einu sinni var hann varaður við til hvers það gæti leitt fyrir hann að vera starfsmaður stjórnar- innar, en hann vísaði slíkum aðvörunum á bug, þar til hann fann sjálfur að stefna stjórn- arinnar var á móti sannfær- ingu hans. Þá breytti Luthuli um stefnu og fór að láta til sín taka á sviði stjórnmála og barðist gegn hinum evrópsku yfirmönnum sínum. Luthuli hefur alltaf reynt að berjast friðsamlega og forð ast valdbeitingu og hafa sam- herjar hans stundum gagnrýnt hann fyrir það. En er hann var eitt sinn á ferð í Indlandi hreifst hann af að- ferð Gandhis. Hann hefur í lengstu lög verið reiðubúinn áð reyna af skilja andstæðing sinn og meta hann sem mann. — Eg hef aldrei getað alið með mér hatur. Eg vil ekki Albert Luthuli. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels 1960. ásaka neinn einstakan hvítan mann. Eg hata ekki hvíta manninn. Vald hans hefur veikt siðgæði hans, við verð- um að hafa samúð með hon- um . . . Hann hlýtur að iðr- ast, þsð er kjarni máisins. Nú hafa Luthuli verið veitt friðarverðlaun. Hann er mað- urinn. sem vildi sætta hvíta menn og svarta á friðsamleg- an hátt og tryggja góða sam- búð þeirra í milli. En Luthuli er ekki frjáls ferða sinna. Stjórn Suður- Afríku svipti hann höfðingja- tign og hneppti hann í fang- elsi og er stutt 'síðan hann var látinn laus. En hann má ekki yfirgefa heimaborg sína og ekki skipta sér af stjórn- málum. Fleira er byr en vindur i voðum. Mörgum verður búningurinn að bana. Ekki eru bý bjarnar hrseða. Betri er þunnur bjór en þurr botn. Bregður hverjum bangsa við banaskot. Ekki eru blámenn til brúðsveina lientir Bjalla er bjórfullur maður. (íslenzkir málshættir). Barnakennari bað bekk sinn um að skrifa stutta ritgerð um vatn. Einn nemandinn virtist eiga í örðugleikum með það, en að síðustu skrifaði hann eftir- farandi á blað sitt: + Gengið + Kaup Sala 1 Sterlingspund 120,76 121,06 1 Bandaríkjadollar ~ 42,95 43,06 1 Kanadadollar 41,66 41,77 100 Danskar krónur 622.68 624.28 100 Norskar krónur .... 603,00 604.54 100 Sænskar krónur .... 831.70 833.85 100 Finnsk mörk 13,39 13,42 100 Franskir frank 872,72 874,96 100 Belgískir frankar 86,28 86,50 100 Svissneskir frank. 994,50 997,05 100 Gyllini 1.189,54 1.192,60 100 Tékkneskar kr. ... 596.40 598.00 100 Austurr. sch 166,46 166,88 100 Vestur-þýzk mörk 1.073,96 1.076,72 100 Pesetar 71,60 71,80 /000 Lírur 69,20 69,38 '1 Mynd þessi var tekin í Tar bes í Suður-Frakklandi, er turn, sem verið var að rífa, hrundi. Verkamennirnir, sem unnu að því að rífa turn inn höfðu fyrst ætlað að j rykkja honum niður með köðl um, en það bar engan árangur, þá fóru þeir að nota gufuknú- inn hamar og árangurinn lét ekki á sér standa, turninn hrundi með þeim afleiðingum að tveir verkamenn grófust1 undir. Annar þeirra beið bana, en hinn er mikið særður. — Vatn er nærri því litlaus vökvi, sem dökknar, þegar mað- ur þvær sér upp úr honum. —★- — Af hverju veitið þér fyrir- lestri mínum enga athygli? spurði prófessorinn einn nem- endanna. — Ég þarf þess ekki, herra, svaraði nemandinn. — Afi minn skrifaði fyrirlestrana niður og ég nota þá. —★— — Skelfing er hann ókurteis. Hann tekur ekki ofan fyrir dömum, þegar hann heilsar þeim. Tapast hefur Sl. laugardag tapaðist gull armband með rúbinstein. Vinsamlegast skilist á lög- reglustöðina gegn fundar- launum. Ungur reglusamur piltur óskar eftir herb. — Uppl. í síma 32666 eftir kl. 6 á kvöldin. Smurbrauðsdama óskast strax, góð vinnuskil yrði. Tilb. sendist til Mbl. merkt „Expresso 100“ fyr- ir 30. þ.m. Stór stofa með innbyggðum skápum til leigu við öldugötu fyrir reglusaman karlmann. — Uppl. í sima 16813. Olíukynntur miðstöðvarketill með spíral og tilheyrandi einnig hita vatnsdúnkur óskast. Simi 50264 Stúlka óskast til afgreiðslustarfa Vakta skipti. Uppl. í Söluturnin- um Álfheimum 2 5 manna bíll Tilboð óskast í 5 manna Wolsley módel 1947. Bíll- inn er skemmdur eftir á- rekstur. Uppl í síma 19683 Óska eftir íbúð í Hlíðunum sem fyrst. — Uppl. í síma 50447 Ung stúlka óskast um Ví—1 árs tíma á ágætu ensku heimili til barna- gæzlu. Fyrirspurnir merkt- ar .Barnagæzla í Englandi' sendist í pósth. 733, Rvk. Til leigu 2ja herb. íbúð að Austurbrún 2. — Nokkur fjTÍrframgreiðsla. Tilb. merkt „27000 — 7024“ leggisit inn á afgr. blaðsins Kynning Einhleypur maður óskar eftir sambandi við stúlku 40—45 ára, um varanlegan framtíðarfélagsskap að ræða. Tilb. til Mbl. merkt „Prúðmennska x — 1785“ A T H U G I Ð að borið saman að útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en ðörum blöðum. — Leikfélag Reykjavíkur Háskólabíó. Barnaskemmtun til ágóða fyrir húsbyggingasjóð L.R. verður haldin sunnudaginn 29. okt. kl. 3. Skemnitiatriði m. a. út myndabók Jónasar Hallgrímssonar. Karíus og Baktus. Hljómsveit Svavars Gests. Hljómsveit leikara. Aðgöngum. í Háskólabíói og Iðnó frá kl. 2 á morgun. Innritun í Haustmót Taflfélags Reykjavíkur verður í Breið- firðingabúð uppi i kvöld kl. 20 e.h. T. R. íbúðir við Kleppsveg í sambýlishúsi við Kleppsveg eru til sölu 1 rúmgóð 2ja herbergja íbúð og rúmgóðar 3ja, 4ra og 5 her- bergja íbúðir. Eru seldar með tvöföldu gleri, full- gerðri miðstöð og sameign inni, múrhúðaðar eða til- búnar undir tréverk. Eru í fullgerðu hverfi með verzlunum og öðrum þægindum. Hitaveita væntan- leg. Hagstætt verð, ef samið er strax. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl., Málflutningur — Fasteignasala. Suðurgötu 4 — Sími: 14314.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.