Morgunblaðið - 27.10.1961, Síða 14

Morgunblaðið - 27.10.1961, Síða 14
/ 14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 27. okt. 1961 # KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * kvikmyndir * skrifar um kvikmyndir * kvikmyndir N Ý J A B I o : Æðstu gæðin Í>ESSI ameríska mynd, sem tekin er í litum og Cinemascope, gerist í New York. Segir þarna frá ung- um stúlkum, sem starfa við stórt útgáfufyrirtæki í borginni, bar- 20 þús. fjár slátrað í Búðardal BÚÐARDAL, 24. okt. — Sauð- fjárslátrun lauk í gær hjá Kau'p félagi Hvammsfj arðar. Hefur hún staðið yfir í 31 dag. Daglega hafa unnið við slátrun uim og yfir 60 manns. Slátrað var alls um 20.500 fjár. í fyrra var slátr- að um 16.500. Meðalþungi dilka mun vera heldur betri eða jafn- vel heldur betri en í fyrrahaust. 1 yngsti dilkskrokkur vóg 27 kg. Eigandi er Jón Jósefsscxn. bóudi, Núpi, Haukadal. í>á er lokið slátrun í Hjalla- nesi á Fellsströnd. Slátrað var um 1100 fjár. í Hnúksnesi uam 1400 fjár. I Skarðsstöð um 1200 fjár. Kaupfélag Saurbæinga hef ur látið slátra um 7000 fjár í Salthólmavik. Loks hefur verið slátrað í Brautarholti í Hauka- dal um 3000 fjár á vegum Verzl- unarfélags Borgarfjarðar. I dag hefst stóirgripaslátrun hjá K. Hv. í Búðardal og stendur væntanlega yfir í 3—4 daga að ' , sinmi. — F. Þ. áttu þeirra fyrir frama og ör- uggri stöðu, og þrá þeirra til að njóta hamingju ástarinnar, að eignast menn og börn og gott heimili. Barátta þeirra er örðug og þær verða margar fyrir sár- um vonbrigðum, sem reynast sum um þeirra um megn og aðrar verða að vera eftirlátar yfirboð- uium sínum og kaupa þannig dýru verði oft aðeins stundar frama. Stúlkur þessar eru yfir- leitt gott fólk, en margar þeirra verða leiksoppar ófyrirleitinna manna, sem nota aðstöðu sína til þess að tæla þær til fylgilags við sig, en kasta þeim frá sér, þegar þeir eru orðnir leiðir á þeim. Mynd.þessi er mjög efnismikil, sönn og áhrifarik lýsing á þeim erfiðieikum og hættum, sem verða á vegi ungra kvenna, sem leita sér frama og lífsfyllingar í stórborgum heimsins, en varast ekki, í reynsluleysi sinu Og trúnni á samferðarmönnunum, þær hætt ur og blekkingar, sem svo oft villa þeim sýn og ráða þungbær- um örlögum þeirra. Lað yrði of langt mál að rekja hér frekar efni myndarinnar, enda gerist þess ekki þörf því að hún talar glöggt sínu máli. Þess skal aðeins getið að myndin er afbragðs vel gerð og leikurinn ágætur, enda fara þarna margir mikilhæfir leikarar með hlutverk svo sem Hope Lange, Stephen Boyd, Martha Hyer og síðast en ekki sízt Joan Crawford og Louis Jourdan. Fimleikadeild KR ÆFINGATAFLA: Karlar 16 ára ogf eldri: Iþróttahús Háskólans: Mánud., fimmtud., föstud. kl. 9,15. Öldungaflokkur (menn á öllum aldri): Austurbæjarskólanum: Mánud., miðvikud. kl. 7,15. Drengjaflokkur 14 ára og eldri: Austurbæjarskólanum: Mánud., miðvikud. kl. S. Frúarflokkur: Miðbæjarskólanum: Mánud., fimmtud. kl. 9,30. Kennarar eru: Benedikt Jakobsson, Jónas Jónsson, Þór Olafsson og Gunnvör Björnsdóttir. VELKOMIN Á ÆFINGAR! KOPAVOGSBIO Blái engillinn Þeir munu margir hér, sem kannast við efni þessarar myndar því að Þjóðverjar gerðu kvik- mynd um þetta efni 1930, með hina frægu kvikmyndaleikara Marlene Dietrich og Emil Jamings í aðalhlutverkunum. Var sú mynd sýnd hér á sínum tíma við mikla hrifningu áhorfenda: Marlene Dietrich varð filmstjarna fyrir leik sinn i þessari mynd enda var hún fríð og heillandi kona og söngur hennar mjög að- laðandi. Emil Jannings var og einn af mikilhæfustu leikurum síns tíma. Fyrir frábæran leik þessara tveggja leikenda varð myndin áhrifarík og minnisstæð. „Blái engillinn*, sem hér er um að ræða er amerísk útgáfa með May Britt hinni sænsku kvik- myndaleikkonu og Curt Júrgens í aðalhlutverkunum. — Myndin fjallar um miðaldra prófessor, sem er virðulegur kennari við þýzkan Menntaskóla. Hann verð- ur svo gagntekinn af dans- og söngkonunni Lola-Lola að hann kvænist henni og fórnar henni öllum frama sínum, lífsstarfi og áliti samborgara sinna og starfs- bræðra. Hann sekkur æ dýpra í niðurlægingu og vonleysi og ger- ist að lokum trúður í heimaborg sinnL En þegar hann er á svið- inu, sér hann konu sína daðra við ungan flagara að tjaldabaki. Þá er mælirinn fullur. Hann þýt- ur af sviðinu, ræðst á konu sína og ætlar að kyrkja hana. . . Mynd þessi er ekki nema svip- ur hjá sjón í samanburði við hina gömlu þýzku mynd, fyrst og fremst vegna þess að May Britt skortir allan þokka og söngur hennar er auk þess leiðinlegur, enda röddin fremur gróf. Júrgens fer hinsvegar mjög vel með hlut- verk prófessorsins þó að hann að vísu, þoli ekki samanburð við Janning. Myndin er áhrifamikill harm- leikur að efni til, með léttu ívafi í byrjun, — og þó að hún standi að baki þýzku útgáfunni, sem að framan greinir, er hún vissulega þess virði að hjá hana. Dr. Jan Seex Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu og gerðu mér daginn ógleyman- legan. Margrét Þorsteinsdóttir, Kambsveg 36.. Hjartanlega þakka ég öllum vinum mínum og vanda- mönnum, sem á einn og annan hátt sýndu mér ógleyman- lega vinsemd og vinarhug á sjötugsafmæli mínu þann 20. okt. sL — bæði með gjöfum, heimsóknum og heilla- óskum. Guð blessi ykkur öli á ókomnum árum. jF Akranesi, 25. okt. 1961. Jón Bjarnason. Maðurinn minn ÓLAFLR ÞÓRARINSSON andaðist að heirnili sínu Njálsgötu 32 B 26. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Björnína Kristjánsdóttir. Elsku litli drengurinn okkar GUÐJÓN YNGVI andaðist í Bæjarsjúkrahúsinu 18. október. Útförin hefur farið fram. Ragna Eyjólfsdóttir, Ingimar Guðjónsson. látinn Þann 5. þ. m. lézt háls-, nef- og eyrnalæknirinn dr. Jan Seex í Inverness í Skotlandi. 54 ára að aldri. Banamein hans var hjartabilun, en bame hafði kennt sjúkleika undasnfarin ár. Dr. Seex var mörgum íslend- ingum að góðu kunmur en til hains munu hafa leitað hátt á 2. hundrað íslendingar. Naut 'hann álits sem mjög fær sérfræð ingur á símu sviði. Það tengdi hamn og íslandi, að hann var kvæntur íslenzkri komu, frú Esther Poulsen. dóttur frú Kir- sten og Valdemars Poulsen kaup manms hér í bæ, og lifir hún mamn sinin ásamt tveimur böm- um þeirra. 18 ára og 21 árs. Dr. Seex kom hingað oft í sumarleyfum ásamt fjölskyldu sinni og eignaðist hér marga kunningja, þar á meðal í lækna- hóp, em með honum og íslenzk- um starfsbræðrum muin hafa tekizt góð samvinna. bæði hér og í Ivemess. Dr. Seex var ridd- ari af hinni íslenzku fáfkaorðu. AA-samtökin svna norska kvikmynd AA-SAMTÖKIN hafa fengið að láni frá Noregi kvikmyndina „Leiðin til baka“, sem sýnd hef- ur verði víða á Norðurlöndum að undanfömu. Myndin fjallar um áfengisvandamálið og hlut- verk AA-samtakanna í sam- bandi við það. Þekktir norskir leikarar fara með aðalhlutverkin. Kvikmynd þessi verður sýnd í Tjarnarbíó laugardaginn 28. október kl. 3 og 9,15. A undan sýningu flytiur Jón- as Guðmundsson formaður AA- samtakanna erindi um starf- semi þeirra og Ævar Kvaran leikari les upp. Þetta er i fyrsta sinn sem AA- samtökin efna til opinberrar kynningar á starfsemi sinni hér á landi og gefst þeim sem vilja kynnast þessari starfsemi nú gott tækifæri til þess. N Y J U N G :-k K I W I m e < - SKÓREIMAR * A R S - end i ngu (Renna ekki til í hnútum) E HEILDSOLUBIRGÐIR: . JOHNSON & KAABER H/r Nýr prédikunarstóll í Grafarneskirkju SNÆBJÖRN Jónsson, húsgagna- smiður frá Sauðeyjum á Breiða- firði, hefur gert mjög vandaðan prédikunarstól, sem hann ætlar að gefa Grafamesskirkju. Mynd- Náðar fanga uppreisnarmanna Djakarta, Indónesíu, 21. okt. — (NTB — AFP). AHMED Sukarno, Indónesíufor- seti hefur náðað alla uppreisnar- menn, sem teknir hafa verið til fanga eða gefizt upp fyrir lög- reglu stjórnarinnar á síðustu þrem árum. Sukarno forseti undirritaði til- skipun um náðun allra slíkra fanga á mánudaginn, áður en hann hélt flugleiðis til Vínarborg ár, en þar verður gerður á hon- um nýrnauppskurður. Meðal hinna náðuðu verður flugmaður- inn Daniel Mauker, sem gerði á sl. ári harða skothríð að landsetri forsetans í því skyni að koma hom um fyrix kattarnef. irnar af stólnum eru innlagðar og útbúnar í Danmörku og er stóll- inn allur hið fegusta listaverk. Næstkomandi laugardag verð- ur hann afhentur prestinum f Grafarnesi, sr. Magnúsi Guð- mundssyni á Setbergi, og fer sú athöfn fram í Breiðfirðingabúð kl. 4 s.d. Æskilegt væri að Breið- firðingar hér í Reykjavík legðu þangað leið sína til að sjá þemnan fallega kirkjugrip áður en hann verður fluttur burt úr bænum. Stóllinn á að fara í hina nýju kirkju. sem hefur verið unnið við af fólki frá Alikirkj uráðinu. VINN A Menntuð stúlka 18—25 óskast til að búa hjá ungri hefðarkonu. —• Lítið nýtízku hús, mjög létt vinna og matreiðsla. Dagleg að- stoð. Einhver enskukunnátta æskileg, nægur frítími til lesturs. Frídagar eftir samkomulagi. Fap gjald borgað. Skrifið Miss Lud- man, 1, Nab Wood Drive, Shipley England. Til sölu Einbýlishús. Lítið og snyrtilegt með fallegum garði við Þrastargötu. Væg útborgun. Tækifæriskaup. EINAR ÁSMUNDSSON, hrl. Austurslræti 12 in hæð — Sími 15407. Prentarar Viljum ráða 2 prentara nú þegar. Kassagerð Reykjavíkur h.f. sími 38383. Húseignin Vík í er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Tilboðum sé skilað fyrir 31. þ.m. til Sveinlaugar Sveinsdóttur eða Péturs Björnssonar sama stað. Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.