Morgunblaðið - 27.10.1961, Side 20

Morgunblaðið - 27.10.1961, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 27. okt. 1961 Dorothy Quentin: Þöglaey 25 Skdldsaga stúlkan brosandi og flýtti sér að framkvæma skipunina. Rose og Joseph voru farin að fylgja henni eins og tryggir skuggar. Kaupafólkið, sem hafði verið ráðið þarna, kom lítið í húsið en þessi tvö fylgdu hús- móður sinni hvert sem hún fór, rétt eins og þau væru að bíða eft- ir óskum hennar og reyna að verða fyrri til að uppfylla þær. Frankie reyndi að forðast að vera ein með þessari laglegu, svörtu stúlku og kveið fyrir þeim degi, þegar hún færi að spyrja hana beint, hvort hún ætlaði að gera Laurier að framtíðarheimili sínu. Claudette hafði sagt henni, að þau hjónaleysin væru aðeins að bíða eftir þessari fullvissu, til þess að geta gift sig. Segðu þeim bara, að þau geti gift sig ef þau vilja, hafði Claud ette sagt einn daginn og brosað breitt. í>að er enginn hægðarleik ur að halda í hjú hér á eynni, nú orðið. og þessi tvö eru trygg við staðinn og þig.. Það -er nógur tími til að segja þeim það, þegar ég er orðin lög legur eigandi, hafði Frankie sagt og færzt undan. Hversu stór orð sem hún hafði um það haft við sjálfa sig og Sol, að hún ætlaði að eyða þv’', sem eftir væri æv- innar hér, þá efaðist hún nú um það innst í huga sínum, að hún mundi þola það — í svona miklu nágrenni við André og Simone. Vera góður nágranni þeirra! — Taka þátt í málefnum eyjarinnar — því að Laurier gekk næst Tourville að stærð — og hitta André hvar og hvenær sem væri. Hann mundi auðvitað halda á- fram að sýna af sér umhyggju fyrir sykurræktinni enda hafði hann meira vald yfir stóra Bensa og öðrum verkamönnum en hún gæti nokkru sinni haft. Þau yrðu sífellt að hittast, og svo þegar árin liðu og hún yrðí gömul pip armey, yrði hún að horfa á André og Simone koma sér upp barnahóp, sem hún ætti engan þátt í. Nei, hún gat ekki hugsað sér sjálfa sig sem einhleypa búkonu og piparfrænku fyrir börnin hans André! Hún reið í hægðum sínum nið ur að Lúsíuflóanum, eftir hádegis verð og reyndi að hrinda frá sér öllum hugsunum um fjarlæga framtíð, en fyrst um sinn yrði hún að minnsta kosti kyrr hérna, eða nógu lengi til að uppfylla skilyrði Edvards frænda.. Ef André fengi Laurier fyrir fæð- ingardeid skyldi það að minnsta kosti vera sem gjöf frá henni. Þá lágmarkskröfu gerði stolt hennar, En það sem mest lá á í bili var að tala út við Rex. Hún rildi sízt af öllu, að síðasta hluta tímans, sem kvikmyndafólkið dveldi þarna, yrði spillt af leið- inlegu andrúmslofti. . Hún fann hópinn að vinnu á sviðinu, sem hann hafði valið sér. Það var í lítilli vík, með ofur litlu smáþorpi infæddra, þar sem voru bátar á hvolfi í fjörunni og nokkrir krakkasnáðar sváfu í skugga pálmanna. Getur þú sagt mér, hvernig er farið að því að halda þessum gríslingum vakandi, Frankie? sagði Bert Adams, aðstoðarleik- stjórinn og klóraði sér í höfðinu. Þeir eru prýðilegir leikarar — svona eins og þeir koma af skepnunni — en þeir mega bara ekki leggjast niður, þá sofna þeir, rétt eins og þeir hefðu orðið fyrir göldrum! Hún hló. Auð itað vita krakk arnir, að þetta er það skynsam- legasta, sem þeir geta gert — að sofa þangað til sólin er farin að lækka á lofti. Það er sagt, að að- eins óðir hundar og Englendingar vinni fullan vinnudag í hitabelt iu, en hér við mætti bæta vit- leysingum, sem eru að taka kvik myndir.! Bert glotti. Þetta er víst ekki nema satt. Ég hef þegar létzt um fimm kíló. Sally og Hex eru uppi í kókuslundinum, ef þú ert að leita að þeim. Hún tjóðraði Celestine í skugg anum af stóru tré og gekk síðan inn í kókuslundinn þangað til hún kom í rjóður, þar sem Jeffer son Jones, sem lék útilegumann, átti kofann sinn. í kofa þennan vantaði 4. vegginn og nú færð- ust ljósmyndavélamar og hljóð- upptökuvélarnar hægt og hægt að, en Sol sat 1 strigastólnum sínum, með alla sína athygli við atriðið, sem verið var að taka. Jefferson lá í einhverju bæli á gólfinu, en Sally og Rex stóðu sitt til hvorrar hliðar við hann og horfðu á hann með djúpri meðaumkun og áhyggjusvip. Allt í lagi. Við tökum þetta svona, sagði Sol. Enginn tók eftir Frankie, sem hafði sig sem minnst í frammi. Það mátti alls ekki trufla neitt, þegar verið var að mynda atriðin og gilti það jafnt fyrir hana sem aðra. Hún horfði stundarkorn með mikilli athygli á atriðið, sem þarna var verið að le’ka í kofanum. Boglamparnir vörpuðu sterkri birtu á veðurbarið andlit ið á Jefferson og þriggja daga skeggið, og á sorgmætt andlitið á Sally, er hann greip hönd henn ar og á Rex, sem sagði huggandi röddu við gamla manninn: Þú ferð ekki að deyja strax, gamli minn. Frankie tók eftir hinni miklu einbeitingu, sem allir sýndu af sér, og þetta sýndist næstum eðli legt, þrátt fyrir boglampana og hljóðpemana. Gott og vel! Við látum þetta duga. Tíu mínútna hv'ld! Jefferson reis upp við dogg, geispaði og strauk skeggbrodd- ana, og sagði. Bölvaðar ekkisens flugurnar. Þær bíta gegn um þumlungs þykka málningu. Mar ion fór að laga málninguna á Sally og Rex ranglaði út úr kof anum, til að kveikja sér í vind- lingi. Hvað hann gat verið falleg ur, jafnvel með alla þessa máln- ingu á andlitinu, hugsaði Fran- kie ósjálfrátt, og líklega mætti hún taka sér ásókn hans til inn tekta. Hún gat ekki annað en orðið hrærð, þegar hún sá gleðisvipinn, sem á hann kom við að sjá hana. Hann var laglegur og upprenn- andi stjarna, en þó ekki orðinn spilltur enn sem komið var. Hann kom nú á möti henni og rétti fram höndina. Ég var hræddur um, að þú kæmir ekki, sagði hann, blátt áfram. Ég hef verið að taka saman dótið mitt í hugan um, allan daginn, því að ég bjós,t við að verða á leiðinni til Tonys um sólarlag. Geturðu fyrirgefið mér, Frankie? Vitanlega. Ekki get ég látið stjörnugestinn minn fara og setj ast að hjá Tony, sagði hún hlæj andi og leyfði honum að halda í höndina, áður en hún dró hana að sér. Það yrði komið út um alla eyna um miðjan dag á morg tm, ef okkur hefði lent saman! Æ.. var það einasta ástæðan til þess, að þú komst? Rex varð allt í einu niðurdreginn. Hann starði á hana og andlitið var með sorgarsvip undir allri glitrandi málningunni. Ég hlýt að hafa ver ið dálítið brjálaður, sagði bann hægt, — að vera að halda sýn- ingu á okkur báðum innan um fullt hús af gestum. Fyrirgefðu mér, ef þú getur, þú veiz,t ekki, hvað mikið ég skammast mín! Já, við skulum fyrirgefa og gleyma, sagði hún léttilega, og halda áfram að vera vinir. Ég hef ekki nema gaman af að hafa þig og öll hin í Lurier. Við meg um ekki spilla öllu með því að fara að taka þetta of alvarlega, sem skeði í gærkvöldi. Mér fannst nú greifinn, vinur þinn, taka það sæmilega alvar- lega — hann gaf mér einhverja — Kauphækkun? Jú, ég get ekki fengið af mér að neita yður um hækkun, jafnstutt og það annars er þar til þér hættið að vinna hér. >f X- >f GEISLI GEIMFARI >f >f >f B6FOR6 VV6 TOOIC OFF FOK PFOEBE, ROC HU6I? aeMINDBD MB TUATTWIS MOObi'S ATOtf.- POWBEED WEATIN& UNlTSARB CONTBOU.ED BY IfADIO SISNAU FPOMTHE NEXTMOON, IAPETUS.' IT'S A SAFESUARD A&AINST — Segðu mér hvernig þú gerðir eyðingargeislana, sem ég beindi að stúlkunum, óvirka. Þær hafa ekkert orkusvið sér til varnar! — Áður en við lögðum af stað til Föbe, minnti doktor Hjalti mig á að kjarnorkuverum þessa tungls er stjómað frá næsta tungli, Japet- usi, með loftskeytamerkjum. Það er trygging gegn byltingu. Áður en við fórum frá jörðinni lét ég til vonar og vara stöðva sendingarnar frá Japetusi! — Jæja? Hvers vegna virkar þá sendistöðin okkar? þá verstu augnagotu, sem ég hef orðið fyrir á ævinni! Rex glotti, hálf-skömmustulega. Ekki svo að skilja, að ég hefði ekki til þess unnið. En.. ég sleppti mér víst vegna þess, að ég var afbrýðis- samur! Við vorum búin að dansa þennan dásamlega vals, en svo eftir að hann kom, leiztu ekki á nokkurn mann annan, allt kvöld- ið. Hún roðnaði ofurlítið, og horfði milli trjánna á sjóinn sem lá blár og lygn fyrir augum hennar. Ef Rex héldi svona áfram, gat hann gert þeim André slæma brellu. Hún sneri sér við og sagði alv arlega: Rex, þe.tta er trúnaðar- mál: André og Simone eru trú- lofuð, en hafa bara ekki opinber að það enn. En þau gifta sig bráð um, eða undir eins og sorgartím inn er á enda hjá henni. Þú sérð af þessu, að þetta er algjör mis- skilningur hjá þér, að nokkuð sé á milli okkar André. Hann starði á hana, eins og hann vildi ekki trúa sínum eigin eyrum, svo brosti hann glaðlega, greip hönd hennar og vingsaði henni til og frá, eins og krakki, og þóttist nú allt í einu hafa him inn höndum tekið. illlltvarpiö Föstudagur 27. október. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — íhlO Veðurfregnir — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —• 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar. 17:00 Fréttir. — Tónleikar). 18:00 ,,Þá riðu hetjur um héruð“: GuS mundur M. Þorláksson segir frá Ingimundi gamla. 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þingfr. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20:30 Frægur söngvari: Enrico Car- uso syngur. 21:00 „Kvæði úr holti“: Séra Sigurður Einarsson les úr nýrri ljóðabók sinni. 21:15 Tónleikar: Tvö stutt verk fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Mozart. Adagio í E-dúr (K261) og Rondó í C-dúr (K273) (Nathan Milstein og Concert Arts hljómsveitin leika; Walter Sússkind stj.). 21:30 Utvarpssagan: „Gyðjan og ux- ínn“ eftir Kristmann Guðmunds son; XXI. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Erindi um bindindismál, flutt aö tilhlutan Landsambandsins gegn áf engisbölinu: Séra Kristinn Stefánsson áfengisvarnaráðunaut ur og Vilborg Helgadóttir hjúkr unarkona tala. ' 22:40 A síðdegiskvöldi: Létt-klassísk tónlist. a) Dansar úr óperunni „Igor fursti“ eftir Borodin (Kór og hljómsveit belgíska útvarps- ins; Franz André stj.). b) Mado Robin syngur flúr- söngva. c) Fyrsti þáttur úr píanókonsert í a-moll op. 16 eftir Grieg (Artur Rubinstein og RCA- Victor hljómsveitin leika; Al- fred Wallenstein stj.). 23:20 Dagskrárlok. Laugardagur 28. októb4v 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndis Sig- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. 15:00 Fréttir og tilkynningar. 15:20 Skákþáttur (Ingi R. Jóhanns- son). 16:00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur (Hallur Símonarson). 16:30 Danskennsla (Heiðar Astvald#. son). 17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Haukur Kristjánsson læknir vtí ur sér hljómplötur. 18:00 Utvarpssaga barnanna: „A lettl til Agra“ eftir Aimeé Sommer- felt; III. (Sigurlaug Bjömsdóttir) 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómsutndaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar í léttum tón. 19:10 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Píanómúsík: Louis Kentner leik ur etýður eftir Chopin. 20:10 Leikrit: „Skugginn og •fnið" eftir Paul Vincent Carroll, í þýí ingu Halldórs Stefánssonar. — Leikstjóri Gísli Halldórsson. — Leikendur: Brynjólfur Jóhannei son, Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Guðmundur Pálsson, Steindór Hjörleifsson, Helga VaJ týsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Bessi Bjarnason, Þóra Friðrik#- dóttir og Jón Sigurbjörnsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög — 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.