Morgunblaðið - 28.10.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.1961, Blaðsíða 1
I ‘álL síðioF og Lesbók Eldstrókarnir standa hátt í loft upp úr gígunum í Öskju. Til vinstri má sjá glóandi hraunleðjuna renna í stríðum straumum frá. gigunum. hessa einstöku mynd tók Tryggvi Helgason, flugmaður, úr flugvél sinni yfir eldstöðvunum síðdegis í gaer. Ilitinn var slíkur af eldstólpunum að nær óvært var í flugvélinni. — Sjá ennfremur myndir á baksiðu og bls. 17. Ekkert lót á ðskju í gær Fimmti gígurínn miðju Oskjuofji inn 400 metrar ER TRYGGVA Helgasyni flugmanni á Akureyri tókst að fljúga undir iágum skýjum inn í Öskju klukkan fjögur siðdegis í gær fékkst í fyrsta sinn heildarmynd af gosstöðvunum þar. Sá Tryggvi þá að fimmti gígurinn hafði bætzt við fyrir miðju Öskjuopi, og stóð glóandi hraunleðjan stöðugt í allt að 400 metra hæð í loft upp. Hinir gígirnir f jórir gusu misjafnt sitt á hvað. Trvggvi segir að hraunið renni meira í austur en fyrst hafi verið haldið og hafi lengzt um nálega 100 metra á klukkustund í gær eftir athugunum hans að dæma. Hann sá að gufu og leirhverirnir, sem fyrst sáust í Öskju, voru á sín- um stað um það bil hálfan kílómetra frá gígunum í átt að Öskjuvatni. Sigurður Þórarinsson og fleiri flugu með Birni Páls- syni yfir Öskju um tvöleytið í gær, og skýrði Sigurður Morgunblaðinu svo frá á Akureyri í gær, að hraun- gosið þá hafi verið miklu minna en í fyrrinótt. „Það var mikið lán að við flugum yfir Öskju í nótt, því myndaðist fyrir í gær í loft upp nú var miklu minna að sjá“, sagði Sigurður. Björn Pálsson tjáði Morg- unblaðinu í gærkvöldi að hraunstraumurinn hefði ver- ið nær alveg svartur orðinn er þeir Sigurður hefðu flog- ið yfir hann í gær. — Hefði eiginlega hvergi verið eld að sjá í hraunelfunni, nema þegar storknaðar hellur bylt ust til á yfirborðinu, en þá hafi eldglóðin sézt undir. Eins og fyrr segir tókst Tryggva Helgasyni að komast undir skýin, sem huldu Öskju, um fjögurleytið í gær. Var það þriðja ferð Tryggva að Öskju í gærdag, en í fyrstu ferðinni tókst honum einnig að komast niður úr skýjum, en sá þó ekki jafn vel niður og í þeirri síð- ustu. — Fimm gígir í beinni línu I viðtali við fréttaritara Morgunblaðsins á Akureyri, Stefán Sigurðsson, í gær, sagði Tryggvi að hann hefði flogið í 100—200 metra hæð yfir Öskju- vatn. Tryggvi segir svo frá að gíg- irnir hafi þá verið orðnir fimm, en er fréttamenn Mbl. flugu yfir Öskju í fyrrinótt með Sig- urði Þórarinssyni voru þeir fjórir. 400 metra eldsúla Hinn nýi gígur er fyrir miðju Öskjuopi og er hann þeirra Framhald á bls. 17. Þriggja mannhæða hraunjaðar Frásögn íyrstu sjónarvottanna, sem fóru landveg að Öskju BLAÐIÐ átti tal við Pétur Jónsson í Reynihlíð við Mý- vatn um miðnætti í nótt, en hann var þá að koma frá Öskju ásamt sjö öðrum Mý- vetningum. Mývetningarnir lögðu upp kl. 9 1 morgun í tveimur jeppum og sóttist ferðin inn að öskju vel. — Við fórum upp á íjöllin, sagði Pétur, og komum fram á brún- ina rétt við gígana. Gosmökkur- inn stoð þa upp fyrir fjöllin, gló- andi leðja og grjót. Þegar skyggja tók sio ævintýralegum roða á ioft ið og al't umhverfið. Okknr virtist hraunið hafa runn ið iengst i 8—9 km., og greimst það í þrjár kvíslar. Ein kvíslin rennur öeint i austur og er komin halía leið að Vikrafeili, önnur iennur suður með fjöllunum og er Komin að Nátttröilagili, en sú þnðja fer norður með. Við kom- um ekki að henni þar sem hún rennur um hraun, sem ekki er bílrært. Frh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.