Morgunblaðið - 28.10.1961, Blaðsíða 6
6
MORGVHBLAÐlh
Laugardagur 28. okt. 196J
Haustmót Taflfélagsins
hefst i dag
TAFLFÉLAG Reykjavíkur hefur
nú vetrarstarfsemi sína, að lokn-
um aðalfundi félagsins, sem hald
inn var í Breiðfirðingabúð
fimmtudaginn 26. okt. Á aðal-
fundinum var kjörin ný stjórn
og er hún skipuð sem hér segir:
Jóhann Þ. Jónsson, formaður;
Guðjón Jóhannsson, gjaldkeri;
Hilmar Viggósson, ritari; Jónas
Þorvaldsson, skákritari; Tryggvi
Arason, varaformaður (með-
stjórnandi); — Áhaldaverðir:
Andrés Fjelsted, Geirlaugur
Magnússon og Bjöm Theodórs-
son; Varamaður í stjórn: Björn
Þorsteinsson.
Fyrst á vetrardagskránni er
Haustmót T.R., sem hefst laugar-
SVEITAKEPPNI 1. flokks hjá
TBK hófst í Sjómannaskólanum
sl. mánudagskvöld, 23. þ.m. —
Úrslit:
Ólafur Gíslason vann
Tryggva Gíslason (82-56) 6-0
Guðlaugur Nielsen v.
Helga Jóhannsson (87-44) 6-0
Sig. Sigurkarlsson v.
Hafstein Ólafsson (106-89 6-0
Runólfur Sigurðsson v.
Braga Björnsson (gaf) 6-0
Næsta umferð verður spiluð í
Sjómannaskólanum 30. þ. m.
ENSKI spilarinn, PRIDAY, sem
var í ensika liðinu, sem sigraði á
nýafstöðnu Evrópumóti, ritaði
grein í Sunday Telegraph fyrir
nokkrum dögum. Ræðir hann þar
um gerfisagnir og segir að ítal-
irnir, sem eru taldir hvað verst-
ir í þessum efnum, hafi alls ekki
verið þeir verstu á þessu Evrópu
móti. Segir PRIDAY að t. d. hafi
Islendingar og FRAKKAR verið
mun verri. Máli sínu til stuðnings
varðandi ísl. spilarana nefnir
hann spil úr leik Englands við
ísland, og fer það hér á eftir.
Lárus Karlsson sat Norður og
hafði þessi spil:
S A-K-10-7-3
H. —
T. A-D-9-8-6-5
L. A-2
Guðlaugur Guðmundsson sat
Suður og hafði þessi spil:
S. D-G
H. s-8-6-3
T. 10-7-3
L. K-D-7-5
Og nú kemur að sögnunum,
sem PRIDAY telur að séu verri
en sagnir t. d. ítala, hvað snertir
tilbúnar sagnir.
LÁRUS—GUBLAUGUR
2 Lauf—2 Tíglar
2 Grönd—3 Spaðar
4 Lauf—4 Hjörtu
6 Tíglar—Pass.
Til skýringar skal þess getið að
2 Lauf er krafa um úttekt og jafn
fram spurning um Ása. 2 Tíglar
þýðir engann ás, 2 Grönd þýðir
að spurt er um lengd í þeirn lit
er síðast var sagður þ e. Tígli
og 3 Spaðar þýðir að svarhönd-
in hefur 3 Tígla. 4 Lauf er
spurnarsögn og 4 Hjörtu þýðir
að svarhöndin hefur Laufa Kon-
ung. Lárus segir því 1 6 Tígla,
sem er ágæt lokasögn. A.ð lokum
skal þess getið að spilið vannst
auðveldlega.
daginn 28. okt. eða í dag í Breið-
firðingabúð, uppi. Teflt verður í
öllum flokkum eftir Monrad
kerfi, 9 umferðir. Tíminn verður
2 klst. á 40 leiki fyrir hvern
keppanda og síðan 1 klst. á
hverja 20 leiki. Að þessu sinni
verður teflt nokkuð þéttar en
venjulega a m. k. fyrst í stað:
1. umferð 28. október ki 2 e. h.
2. umf. sunnudag 29. okt. kl. 2,
síðan biðskákir á þriðjudags-
kvöld kl. 8., 3. umf. miðvikudags
kvöld kl. 8. 4. umf. fimmtudags-
kvöld kl. 8, síðan biðskákir á
föstudagskvöld kl. 8. 5. umferð
laugardag kl. 2. 6. umferð sunnu-
dag kl. 2. Siðan biðskákir mánu-
dagskvöld kl. 8. 7. umferð laug-
ardag kl. 2. 8. umferð sunnudag
kl. 2. Biðskákir þriðjudag kl. 8.
9. umferð laugardag kl. 2 og
siðan biðskákir sunnudag kl. 2.
Hvenær verðlaunaafhending fer
fram verður ákveðið meðan á
mótinu stendur. Birt verða úrslit
hverrar umferðar svo fljótt sem
auðið er. í vetur er ætlunin að
taka upp þá nýjung að halda
regluleg hraðskákmót með hálfs
mánaðar eða þriggja vikna
fresti, og að öllum líkindum
keppt um verðlaunagrip sem
vinnst til eignar eftir að sami
maðurinn hefur sigrað nokkrum
sinnum í röð eða þá fleiri skipti
í heild (t. d. 5 sinnum í röð eða
10 sinnum í allt).
ÞESSI skemmtilega mynd var «<?*
tekin á barnaskemmtun Leik- '
félags Reykjavíkur í Háskóla-
bíói á sunnudaginn var. Börn-
in taka þátt í því sem fram fer
á sviðinu og syngja með
skemmtikiröftunum „Fram og
til baka . . Það fer ekki
milli mála að þau eru með af
lífi og sál, enda var salurinn
þéttskipaður börnum og und-
irtektir mjög góðar.
Sýníng á listakeramik
NÝLEGA er lokið í Washington
borg í Bandaríkjunum alþjóð-
legri sýningu á listkeramik hinni
áttundu í röðinni (International
Exhibition of Ceramic Art). Að
tilhlutan vörusýningarnefndar
tók eitt íslenzkt fyrirtæki, Glit
hf., þátt í sýningunni, en hlut-
irnir, sem sýndir voru eru unnir
af keramiklistamönnunum Ragn-
ari Kjartanssyni og Steinunni
Marteinsdóttur.
. Sýning fór fram í Smithsonian
Institution á vegum fklagsskap-
ar um listkeramik — the Kiln
Club of Washington.
Sýningin þykir merkisviðburð-
ur í listalífi Bandaríkjanna og
er einhver viðurkenndasta sýn-
in,g í þessari listgrein, sem stofn-
að er til og taka ávallt þátt í
henni margir heimsþekktir lista-
menn.
Þetta var í fyrsta skipti, sem
íslenzkir aðilar taka þátt í þess-
ari sýningu og í fyrsta skipti,
sem íslenzkir keramikmunir fá
samanburð við það bezta, sem er
að finna á þessu sviði í dag.
Fullyrða má, að þessi fyrsta
tilraun hafi tekizt ágætavel.
Hinna íslenzku listamanna og
listmuna var mjög lofsamlega
getið og talar listagagnrýnandi
The Washington Post um frá-
bærlega gott framlag íslands til
sýningarinnar. Er íslands ásamt
fjórum öðrum af samtals 17 þátt-
tökuþjóðum getið sérstaklega
lofsamlega. Segir svo orðrétt í
listdómnum:
skálar eftir listamennina Ragn-
ar Kjartansson og Steinunni
Marteinsdóttur. Munir þessir eru
einfaldir í formi, skreyttir
„Af öðrum löndum, sem tóku
þátt í sýningunni, sendu ísland,
írland, Svíþjóð og Japan frá-
bærlega góða gripi. ísland sendir
eingöngu stóra vasa, diska og
abstrakt munstri í dempuðum
litum, allt sérlega (excellent)
smekklegt."
Fréttatilkynning
frá vörusýningarnefnd.
Vandamálið við höfnína
I TILEFNI af frásögn í Mbl. 15.
okt. sl. undir fyrirsögninni:
„Skæruhernaður við höfnina“,
tel ég nauðsynlega að eftirfarandi
komi fram: 1 frásögninni segir
sjáanlega vegna ókunnugleika, að
verkamenn hjá Eimskip hefji
vinnu kl. 7,30 á sumrin en kl. 8
eftir 1. okt. og vinni því ekki
af sér laugardagstímann eftir há-
degi. En sannleikurinn er hins
vegar sá, að verkamenn hjá Eim-
skip byrja að vinna kl. 8 allan
ársins hring, einnig á sumrin en
fá borgað helgidagakaup eftir há-
degi é laugardögum ef unnið er
á tímabiiinu frá 1. maí til 30.
sept.
Það er samskonar fyrirkomulag
sem uppskipunarverkamenn vilja
einnig eftir -. okt. á þeirri for-
sendu að þeir séu ekki fastráðn-
ir hjá félaginu og hafa þar af leið
endi ekki stöðuga vinnu yfirleitt.
En hins vegar er atvinnurek-
andi ekki skyldugur samkvæmt
samningi að hafa menn í vinnu
sé vinna ekki fyrir hendi og get-
ur þá krafist að vinna á tímabil-
inu frá 1. okt. til 1. maí sé innt
af hendi á tímanum 8—5 alla
virka daga vikunnar nema öðru
vísi sé um samið.
Þar sem verkamenn skila ekki
nema 44 tímum í dagvinnu, á
viku hjá félaginu frá 1. maí til
30. sept. og t. d. mönnum í vöru-
skálunum sagt að fara heim e.h.
á iaugardögum eftir 1. okt. vegna
verkeínaskorts. Þá tapast því 4
tímar £ dagvinnu og greiðsla sem
því nemur eins og á sumrin.
En þetta tap er hægt að fyr-
irbyggja með afvinnslu á eftir-
faranai hátt:
Með því að hefja vinnu kl.
7,45 f.h., stytta kaffitímann frá
ki. 9,40—10 um fimm mínútur og
verði því frá 9,4-5—10.
Eg vil helst ekki að hann sé
felldur niður vegna þess að menn
koma jafnvel næringarlausir að
heiman. Þá mætti fella niður
kaffitímann milli kl. 3,30—3,50.
Sé hins vegar unnin yfirvinna
þá geta menn, ef þeir óska með
samkomulagi við viðkomandi at-
vinnurekendur, fengið kaffitím-
ann írá kl. 5—5,15 enda yrði
hann þá greiddur einfaldur, þar
sem hann yrði ekki unninn.
Með þessu fyrirkomulagi vinnst
að helgidagakaup yrði greitt eft-
ir hádegi á laugardögum allt ár-
ið, sama tímafjölda skilað upp
á mínútu eins og þegar byrjað
er kl. 7,20.
Eins og frá greinir í samning-
unum í 2. grein: A timabilinu frá
1. maí tii 30. sept. skal dagvinnu
lokið kl. 11,40 á laugardögum
ef vinna er hafin kl. 7,20 o. s. frv.
Að lokum segir: Heimilt er að
haga vmnutíma á þennan hátt
allt árið ef vinnuveitandi og
verkamaður koma sér saman um
það. Miðað við núverandi ástand
gæti ég helst fellt mig við þann
hátt, sem ég nú hefi lýst
Halldór Þ. Briem.
LEIÐRÉTTING
EITT orð féll niður úr grein
Sigurðar Magnússonar frá Eski-
íirði í Mbl. í gær. Rétt er setn-
mgin þannig: Einna athyglis-
verðast fannst mér útreikningur
hans á hlutfallslegum aflahlut
togaranna miðað við aflahlut
bátanna í fiskveiðum okkar
landsmanna.
• Slysahætta
• Bach eftir
Schweitzer
Tónlistarunnandi skrifar:
Vegna þess, hve Ragnar
Jónsson er göfugur og óeigin-
gjarn listvinur. langar mig að
biðja yður að koma á fram-
færi þeirri áskorun til hans,
að hann gefi út á íslenzku
ævisögu Bachs eftir Albert
Sehweitzer — þá bók, er hann
reit á þýzku.
Sú bók er lykill að verkum
Bachs, og tónlist Bachs er lyk
ill að allri sannri hljómlist. Ég
man, er Arni Kristjánsson
þýddi og las í útvarp ævisögu
Bachs eftir Forkel. Ég hef
saknað, að bók Forkels var
ekki gefin út á íslenzku, er
hún hafði verið þýdd á svo
hreina og vandaða íslenzku.
Vildi ég helzt skora á Arna
Kristjánsson að þýða þessa
ævisögu líka og á alla unn-
endur Bachs að styðja að þess
an framkvæmd. Bók Schweitz
ers er ómetanleg til að auka
skilning og ást á verkum hins
mikla og göíuga meistara, og
sá, er stuðiaði að því, að ís-
lenzka þjóðin lærði að hlusta
á og njóta í ríkara mæli tón-
listar Bachs, hann gæfi þjóð
sinni mikla gjöf. Sá, er fær
notið tonlistar Bachs, hefur
öðlazt hlutdeild í því æðsta og
fegursía í menningu og list,
sem heimurinn hefur eignazt.
Ljós himinsins streymir yfir
mannssálina í hljómlist Jo-
hanns Sebastians Bachs.
Og Vesturbæingur skrifar:
Tvisvar hefir Velvakandi,
með ára millibili, léð mér rúm
í dáÍKum sínum til þess að
vekja athygli á þeirri hættu
er vegfarendum stafar af
trjám með fram strætum þeg-
ar gremar eru svo síðar að
ekki sé hæstu mönnum gengt
undir þær laufgaðar og ólaufg
aðar. Og vitaskuld eru grein-
arnar til muna síðari á sumrin,
þegar iaufið þyngir þær niður.
Ekki mun bendingin hafa haft
minnstu áhrif, og enginn tók
heldur undir hana. En núna
nýlega sýndi einhver þé menn-
ingu og ábyrgðartilfinnmgu
að minna á þessa hættu. Lík-
lega var það i dálkum Velvak-
anda en ekki man ég það fyrir
víst.
Þeir menn eiga þakkir skilið
sem prýða bæinn með trjá-
gróðn — en einungis svo lengi
sem ekki stafar hætta af þeirri
fegiun. Hætta af henni er aug
ljós og óumdeilanleg þegar
gkngandi fólk verður sökum
trjánna að fara út á akbraut-
ina. favo er þó hreint ekki
óvíða núna, og furða að lög-
reglan skuli láta það mál af-
skiptalaust.
Við kunnum ekki enn að
fara með trjágróðurinn, t. d.
ekki að kllppa tré svo að jafn
væg', s -’mmetri, sé í toppnum
eða krónunni. Mörg tré eru
hér lytt fyrir þetta skeytingar-
ieysi.
V esturbæingur.