Morgunblaðið - 28.10.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.10.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. okt. 1961 ÍTtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: A.rni Garðar Kriptinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ELDUR I ÖSKJU Tj’í þau tíðindi hefðu fyrr á öldum verið sögð, að eldur væri í Öskju, þá lætur að líkum að þau mundu hafa vakið ótta. í dag aftur á móti finnst mönnum stórfrétt þessi fremur forvitnileg en ógn- vekjandi. Fyrrum boðuðu eldsum- brot oft á tíðum harðrétti og hallæri. Enn í dag geta þau vissulega bakað stórfellt tjón, sérstaklega vegna öskufalls eða jarðskjálfta, sem þeim er tfðum samfara, en mönn- um finnst það engu að síð- ur svo fjarlægt að ekkiþurfi að kvíða. Hlnar gífurlegu framfarir síðustu áratuga gera það að verkum, að ógnir eldsum- brota hérlendis eru aðeins svipur hjá sjón, miðað við það sem áður var, eins og glöggt sást á Heklugosinu. Engu að síður er enn fjar- stætt að hafa náttúruham- farir f flimtingum á þann veg sem hér hefur verið gert, þegar góðærum nútímans hef ur verið líkt við sjálf móðu- harðindin. Vonandi verður ekkert tjón samfara gosi Öskju, en hamfarlrnar mættu gjaman minna okkur á, hve van- máttugir við erum gagnvart höfuðskepnunum, þrátt fyrir allar framfarirnar. ur kommúnistum tekizt með atbeina Framsóknarflokksins að ná mjög miklum völdum, sem þeir hafa óspart notað til óþurftar alþýðu. Innan skamms fæst tækifæri til þess í almennum kosningum í verkalýðsfélögunum að heimta vald þetta úr hönd- um kommúnista. í flestum eða öllum verkalýðsfélögum ætti það að vera unnt, ef allir lýðræðissinnar sameinuðust og berðust sem einn maður gegn erindrekum erlends valds. Brátt kemur því að því, að Framsóknarflokkur- inn fær tækifæri til að beita áhrifum sínum til þess að mikið þjóðfélagslegt vald verði heimt úr höndum þeirra manna, sem Framsóknar- flokkurinn nú fordæmir rétti lega. Tíminn hefur líkt Krúsjeff við sjálfan Hitler og almennt virðast Framsóknarmenn um þessar mundir gera sér grein fyrir því, að lítill sem eng- inn munur er á nazistum og kommúnistum. Að óreyndu vill Morgunblaðið ekki þurfa að trúa öðru en að Fram- sóknarmenn komi til liðs við aðra lýðræðissinna og heyi heiðarlega baráttu við hlið þeirra í þeim kosningum í verkalýðsfélögunum sem framundan eru. HVAÐ GETUM VIÐ? Handieggurinn brenndist allur — en aðeins framhandleggnum var stunrgið í vatn Munurinn er greinilegur. — Og „Time“ segir undir þessari mynd: — Áfram með kalda vatnið! Sagt frá lækningaaöferð Öfeigs J. Úfeigssonar í „Time“ brenndu hendi niður í kalt vatn. Sársaukinn hvarf. Hann. hélt hendinni í vatni í klukku- stund. Losnaði alveg við sárs- aukann — og sárið greri vel. Síðan hefur hann. beitt þess- ari aðferð á öðrum nær 200 sinnum. Læknisfræðin gefur ekki mikið fyrir þessa aðferð, en Dr. Shulman komst að því, að þessi aðferð hefur lengi verið notuð á Islandi. AÐFER.Ð ÓFEIGS. Dr. Ófeigur J. Ófeigsson í Reykjavík gefur skýrar ráð- leggingar um fyrstu meðferð á brunasárum. Dr. Ófegiur segir svo frá, að eitt sinn hafi tveggja ára telpa brennzt mikið á hand- legg. Handlegg barnsins var stungið niður í kalt vatn, en aðeins upn að olnboga. Raun- in varð sú. að framhandlegg- urinn greri vel, en upphand- leggurinn ekki. A honum er mikið af örum. Og ráð Br Ófeigssonar við brunasárum, sem þekja minna en 20% líkamans. eru: • Kælið brunasárið fljótt með því að færa allan fatnað af bví, og, ef hægt er að koma því við, þá á hinn brenndi að stinga hinum skaðaða líkams- hluta niður í kalt vatn (mjólk eða annan vökva, sem tiltæk- ur er). Ef brunasárið er stórt, er óæskilegt að vatnið sé mjög kalt, því þá kólnar sjúklingn- um um of. • Færið hinn slasaða úr beim flíkum, sem hylja sár- ið, — en aðeins ef hægt er að lyfta þeim af sárinu. Annars á að skera fötin utan af mann- inum. „Horfið ekki í fötin, bjargið skinninu“. • Ef ekki er hægt að koma því við, að hin slasaði dýfi hinum brennda líkamshluta niður í vatn, notið þá kalda bakstra. < • Ef hrell setur að sjúkl- ingnum, gefið honum heita súpu, ekki áfengi — og bætið fötum á hina heilu líkams- hluta. • Byrjið á þessu öllu áður en kallað er á lækninn. Haf- ið síðan samband við lækni en haldið áfram „vatnskæl- ingar“-lækningunum. Stjórn Saiazars „dauövona" — segir uppreisnarforinginn Galvao, sem er að hefja fyrirlestraferð um Norðurlond MOSKVUMENN Á ISLANDI í ræðum þeim, sem fluttar voru á fundi Stúdentafé- lags Reykjavíkur og Stúd- entaráðs Háskóla íslands til að mótmæla ógnarspreng- ingum Rússa, var fordæmd afstaða kommúnistadeildar- innar á íslandi, sem styður illvirkjana austur í Moskvu í einu og öllu. Meðal ræðu- manna var einn af þingmönn um Framsóknarflokksins, Jón Skaftason, sem vakti máls á því, að tímabært væri að firra kommúnista áhrif- um hérlendis. Undir það sjónarmið ættu allir lýðræðissinnaðir menn að geta tekið. Það er ekki vansalaust að talsverður hluti íslenzku þjóðarinnar skuli veita mönnum, sem styðja hin verstu ógnaröfl nægilegt fylgi til þess að þeir fáí setið á sjálfu Alþingi ís- lendinga. En það er á fleiri sviðum, sem nauðsynlegt er að rýra vald kommúnista- deildarinnar. í verkalýðsfélögunum hef- Ifið Islendingar erum smæst * ir allra þjóða og þess vegna kann okkur stundum að finnast að það skipti ekki meginmáli, hver framvindan verður hérlendis. Úrslitin í alþjóðamálum séu ráðin af öðrum og voldugri aðilum. Sjónarmið þetta er þó rangt. I fyrsta lagi höfum við at- kvæði á alþjóðavettvangi til jafns við miklu stærri þjóð- ir, en í öðru lagi er baráttan í heiminum í dag háð um all- an hnöttinn. Hún stendur milli afla lýðræðis og frelsis annars vegar og kommúnist- ískrar ógnar hins vegar. Þátt taka í þeirri baráttu er jafn- mikilvæg hérlendis og ann- ars staðar. Ungverski rithöfundurinn Tibor Meray, sem hér flutti fyrirlestur fyrir nokkrum dögum á vegum Frjálsrar menningar, minnti okkur á þetta hlutverk. Hann segir orðrétt: „Ef þið spyrjið mig, vinir ; S SÍÐASTA hefti banda- ríska vikuritsins „Time“ ’ er sagt nokkuð frá lækn- ingaaðferð Ófeigs J. Ó- 1 feigssonar við brunasár — þeirri að kæla binn brennda líkamshluta þeg- ar í stað í vatni, en þessi aðferð hefur vakið at- hygli, þótt hún muni ekki hafa hlotið almennt fylgi meðal lækna enn. „Time“ leiðir bandarískan lækni til vitnis um ágæti aðferð- arinnar — og er frásögn ritsins svohljóðandi: Dr. Alexander G. Shulman í Los Angeles er góður skurð- læknár, en lélegur matsveinn. Fyrir niu árum var hann eitt !sinn að fást við mateldun, en brenndist illa á sjóðandi sósu. Hann skellti skollaeyrum við læknisfræðikunnáttu sinoti, setti því ek'ki umbúðir um brunasárið, heldur stakk hinni mínir í Reykjavík, hvað þið getið gert fyrir Ungverja, mundi ég segja þetta: Gleymið okkur ekki, allra sízt þeim sem sitja í fang- elsum. Haldið áfram að mót- mæla meðferðinni á þeim. Haldið fast við frelsi ykk- ar, friðarvilja og eflingu vestrænnar einingar. Já, mér er það jafnljóst og ykkur, að þið getið ekki ein- ir út af fyrir ykkur, haggað valdajafnvæginu í heiminum; En trúnaður ykkar við hug- sjónir frelsis og friðar er eigi að síður mjög mikilvægur. Hann er heiminum dæmi um það, hvernig lítil þjóð getur varðveitt lýðræði, vináttu og framfaravilja í yiðsjárverð- um heimi, og hann örvar bræður okkar í Ungverja- landi, sem trúa á dag frels- isins.“ Þessi orð hins ungverska höfundar skulum við ætíð hafa hugföst. STOKKHÓLMI, 26. okt. (NTB). — Sú stund kemur, að hin lýð- ræðislega stjórnarandstaða í Portúgal steypir Salazar af stóli. Hvenær það verður, get ég ekki sagt — ef til vill á morgun, e.t.v. eftir ár. Á þessa leið mælti portúgalski uppreisnarforinginn Henrique Galvao m.a. á blaða- mannafundi, er hann kom til Stokkhólms í dag, en hann er að hefja fyrirlestraferð um Svíþjóð, Noreg og Finnland. Hann réðst hörðum orðum á stjórn Salazars í Portúgal og kvað nýlendu- stefnu stjómarinnar nú hafa leitt til algerrar ringulreiðar í Ang- óla —. Annars hélt hann því fram, að leiðtogar uppreisnar- manna væru kommúnistar, sem nytu aðstoðar frá Rússum. Hann kvaðst ekki vera ánægður með baráttuaðferðir uppreisnarmanna — en þeir berjast fyrir frelsi og verðskulda hjálp, sagði hann. Galvao varð frægur í janúar sl., er hann tók portúgalska lysti- skipið „Santa Maria“ herskildi úti á rúmsjó og sigldi því fram og aftur um sunnanvert Atlantshaf um nökkurra daga skeið — unz hann neyddist til að skila skip- inu í höfn í Brasilíu. — Hann sagði á blaðaimannaíundinuirn í dag, að hann hefði brugðið á þetta ráð til þess að „vekja at- hygli heimsins á einræðisstjórn Salazars". — „Santa Maria-mál- inu er ekki lokið“, sagði Galvao og kvað dag reikninggskilanna mundu renna upp fyrir einræðis- herrann, eins og segir hér að framan. — Ekkert vildi Galvao segja um framtíðaráform sín —- en lét svo um miælt, að stjórn Salazars væri „dauðvona". VEL HEPPNUÐ TILRAUN VESTRA Canaveralhöfði — Bandaríski flugherinn sendi á fimmtudag upp flugskeyti af Atlas-gerð og fór hún um 14.400 km vegalengd, áður en hún kom niður á tilsett um slóðum á Indlandshafi. Heppn aðist tilraunin í hvívetna vel. Hylki frá skeytinu, sem sveif niður í fall'hlíf, fannst eftir nokkra leit skipa og flugvéla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.