Morgunblaðið - 28.10.1961, Blaðsíða 23
Laugardagur 28. okt. 1961
MORCVTSB1 ÁÐlb
23
— Vísitalan
Frh. af bls. 8.
rót sína a'ð rekja til kauphœkk-
ana, til gengislækkunarinnar síð-
ustu, til hækkaðrar álagningar,
sem leyfð hefur verið á vörum
og þjónustu og til annarra á-
stæðna. Kauphækkanimar hækka
vísitöluna um 5,1 stig, en 1,2 stig
af þessum 5,1 stigi eiga rót sína
að rekja til kauphækkana við
vörudreifingu, sem taka varð
tillit til með hækkaðri álagningu
í krónum. Gengislækkunin hækk
ar vísitöluna um 6,1 stig; 0,7 stig
af þessu 6,1-stigi eiga rót sína
að rekja til hækkaðs rekstrar-
kostnaðar við vörudreifingu
vegna gengislækkunarinnar, eh
til þessa aukna rekstrarkostnað-
ar hefur orðið að taka tillit í
álagningu. Visitalan hækkar um
0,4 stig vegna þess að álagning
hefur verið hækkuð nokkuð um-
fram það, sem beinlínis leiddi
af kauphækkunum og gengis-
lækkuninni.
Fjölskyldubætumar lialda
hækkun í skefjum
ÝmscLr aðrar ástæðUr valda
þvi, að vísitalan hækkar um 3,6
stig, svo sem fiskverðshækkun í
ágústmánuði, annarsvegar vegna
hærra fiskverðs til skipa
frá byrjun vetrarvertíðar 1961
og hins vegar vegna hækkaðrar
élagningar, vegna hækkunar á
útsvarshlið vísitölunnar, á al-
mannatrygginga.gjaldi og kirkju-
gjaldi, vegna hækkunar á verði
dagblaða, á strætisvagnagjöld-
um, hitaveitu o. fl. urnfram það,
sem telja má beina afleiðingu
kauphækkana og gengislækkun-
ar. Ennfremur er hér um að
ræða hækk-un á landbúnaðar-
vöruverði vegna hækkunar á
svonefndu kaupi bóndans, grund
velli landbúnaðarvöruverðs, í
kjölfar hækkunar tekna verka-
manna, sjómanna og iðnaðar-
manna. Þessar hækkanir nema
samtals 15,2 stigum, en frá því
dregst væntanleg hækkun fjöl-
skyldubóta um 13,8 sem svarar
til 1,2 stiga, þannig að nettó-
hækkun vísitölunnar verður 14
stig, svo sem ég gat um áðan.
Af þessum 14 stigum, sem
vitað er nú um, að vísitalan
muni hækka umfram það, sem
hún var 1. júli sl. eiga 10,4
stig rót sina að rekja til kaup-
hækkunarinnar sl. sumar, sem
nam 13—19% og gengisbreyt-
ingarinnar í ágúst. En þessi
10,4 stig fást þannig, að verð-
hækkunin brúttó nemur 11,6
stigum, en frá því verður að
draga 1,2 stiga lækkun á vísi-
tölunni vegna hækkaðra fjöl-
skyldubóta, sem nema 13,8%.
Tilraun til rangfærslna
í stuttum orðaskiptum, sem að
þessum upplýsingum gefnum
áttu sér stað milli ráðherra og
fyrirspyrjanda, Lúðvíks Jósefs-
sonar, reyndi sá síðarnefndi að
halda því fram, að tölumar
sýndu hækkunina af völdum
kauphækkananna aðeins 3,9%.
Vísaði ráðherra því gjörsamlega
á bug og kvað fráleitt að ætla
að túlka þær svo.
Ennfremur vakti ráðherrann
athygli á, að kauphækkanirnar
hefðu almennt numið 13—19%,
en sú hækkun, sem þær — og
afleiðing þeirra gengislækkunin
yllu á vísitölunni næmi, sam-
kvæmt framansögðum upplýs-
dngum Hagstofunnar, 10,4%. Eft-
ir stæðu því hjá þeim, sem
minnsta launahækkun hefðu
fengið, a. m. k. 1,6%. önnur
atriði, sem þátt ættu i hinni
14% hækkun framfærsluvísitöl-
unnar, hefðu verið fyrirsjáan-
leg — og komið til framkvæmda,
hvort sem kaup hefði hækkað
eða ekkL
800 tunnur til
Keflavíkur
Keflavík, 27. okt.
ÞRIR bátar komu hér i dag með
samtals 800 tunnur af síld, sem
öll fer í söltun. Bátarnir eru Ingi-
ber Olafsson, 450 tunnur, Manni
150 tunnur og Hilmir 200. Síldin
véiddist á svipuðum slóðum Og
verið hefur undan JöklL
Saturnus eldfiaug skotið á loft
Vel heppnuð tilraun, er stærstu eldflaug
heims var skotið frd Kanaveralhofða
Canaveralhöföa, 27. ókt. (AP)
BANDARÍKJAMENN skutu
í dag á loft eldflaug af gerð-
inni Saturnus — hinni
stærstu eldflaug, sem vitað
er að gerð hafi verið í heim-
inum til þessa. — Tilraunin
heppnaðist mjög vel og hef-
ur með henni verið stigið
stórt skref í áttina til þess
áfanga að senda mann til
tunglsins. Það vonast Banda-
ríkjamenn til að geta gert
fyrir lok þessa áratugs.
Saturnus-eldflaugin er tvö-
fallt öflugri en öflugustu eld-
flaugar Sovétríkjanna og
þrefalt öflugri en aðrar öfl-
ugustu eldflaugar Bandaríkja
manna.
Flauginni var skotið á loft frá
Canaveralhöfða að viðstöddum
fjölda vísindamanna, frétta-
manna og annarra áhorfenda. —
Meðal vísindamannanna voru
þýzkfæddu vísindamennirnir
Kurt Debus og Hans Griine,
sem meðal annars hafa haft
forystu um smíði eldflaugarinn-
ar — og einnig var þar staddur
Vemer von Braun.
Saturnus-flaugin vegur rúmar
460 lestir I þetta sinn var að-
eins notað fyrsta þrep flaugar-
innar og mun væntanlega taka
þrjú ár að fullkomna hana svo
að hún geti flutt byrðar út í
geiminn.
—★—
Þessi fyrsta Saturnus-flaug
Söfnun hondn
Sveini Þormóðs
sym
HUSVERÐIRNIR að Háloga-
landi, Agnar Jónsson og Gunn-
ar Guðmannsson hafa nú beitt
sér fyrir söfnun til handa
Sveini Þormóðssyni. _ Sveinn
var starfsmaður íþróttavalla
og Hálogalands áður en hann
brenndist við ljósmyndatöku
í Eyjum. Hefur Sveinn síðan
legið þunga legu og á fyrir
höndum langan atvinnumissi
— utan það að hann getur að
litlu leyti tekið upp ljósmynid-
un aftur, en einmitt fyrir ljós-
myndun er Sveinn þekktast-
ur — og landskunnur.
Sveinn á stórri fjölskyldu
fyrir að sjá og hefur löng lega
og framundan lanigur tekju-
missir gert honum erfitt fyrir.
I ávarpi sem húsverðirnir
haía látið prenta segja þeir að
söfnuninni eigi að ljúka fyrir
mánaðamótin nóv.—des.
Heita þeir á allt íþróttafólk
og aðra að leggja í sjóðinn,
sem verður að Hálogalandi.
Þar skrifa meiui nöfn sín en
enga upphæð — svo allir eru
óháðir með framlög.
verður merkt C-l. Hún hefur
nær tveggja milljóna punda
upphafsþrýsting og annað þrep
hennar 90 þús. punda þrýsting.
Er áætlað, að hún geti flutt
fullbúin 20 þúsund punda farm
Nýjungar í lax-
íiskaeldi
Á SAMKOMU Hins íslenzka
náttúrufræðifélags í 1. kennslu-
stofu Háskólans næstkomandi
mánudagskvöld kl. 20,20, mim
mag. scient. Þór Guðjónsson,
veiðimálastjóri, flytja erindi um
laxfiskaeldi í Bandaríkjunum.
Þór er nýkominn heim eftir árs-
dvöl þar í landi við að kynna
sér nýjungar á þessu sviði, m.a.
hinar gagnmerku kynbótatil-
raunir á laxfiskum, sem kennd-
ar eru við próf. Donaldson við
Washingtonháskóla í Seattle. —
Slíkar kynbætur hafa þegar
gefið mjög góða raun og eru
einkar athyglisverðar fyrir þá,
sem hafa áhuga á fiskirækt í ís-
lenzkum vötnum.
umhverfis jörð eða átta þúsund
pund af rannsóknartækjum. —
iiin endurbætta gerð, sem
merkt verður C-3 mun hafa
3—4 milljóna punda upphafs-
þrýsting, annað þrepið 800 þús.
punda þrýsting og hið þriðja 90
þús. punda þrýsting. Sú flaug
mun geta borið 45 þús. punda
farm umhverfis jörðu, flutt
Apollo-geimskip til mánans og
margar lestir vísindatækja til
mánans, Marz eða Venusar.
Gangi allt að óskum, verður
flaugin látin flytja þriggja
þrepa geimskip umhverfis jörðu
árið 1964—65.
Saturnus-flaugin, sem send
var á loft í dag fór fyrst í 150
km hæð, en sveigði síðan og
fór um 300 km vegalengd yfir
Atlantshaf. Hún kom niður 11
km frá tilætluðum stað. Flaug-
in er á hæð við 16 hæða hús
og hin dýrasta, sem til þessa
hefur verið smíðuð í Banda-
ríkjunum.
25. sprengjan
Washington. 27. okt. (NTB-AP).
RÚSSAR sprengdu enn í dag
kjarnorkusprengju við Novaja
Semlja og er það 25. tilraun
þeirra síðan 1. september s.l.
Sprengjan var lítil — undir
meðalstyrkleika, a‘5 því er kjarn
orkumálastofnun Bandaríkjanna
tilkynnir.
Rafstreng-
ur til Eyja
INGÓLFUR Jónsson, raforku-
málaráðherra, skýrði frá því á
Alþingi í gær, að ekkert virtist
nú því til fyrirstöðu, að á kom
andi sumri verði lagður raf-
strengur til Vestmannaeyja.
Áformað hafði verið, að streng
urinn yrði lagður á _ síðasta
sumri, en afgreiðsludráttur og
nýjar athuganir, sem leiddu í
ljós möguleika á að hafa
strenginn mun styttri en ráð
var fyrir gert — urðu til þess
að fresta málinu. Mun streng-
urinn nú væntanlega verða
um 12,5 km í stað 18,5, sem
spara mun verulegt fé, jafnvel
3—4 millj. kr. Mánuðirnir júlí
<}g ágúst eru taldir heppileg-
astir til lagningar strengsins.
Upplýsingar sínar gaf ráð-
herrann til svars við fyrir-
spurn frá nokkrum þingmönn
um Suðurlandskjördæmis,
sem áður hafði verið getið hér
í blaðinu.
— Borgarafundur
Framhald af bls. 13.
ar hefði komið á daginn, að
meðan rússnesku fulltrúarnir í
Genf teygðu lopann og eyði-
lögðu tilraunir til samkomu-
lags, voru þeir önnum kafnir
við að undirbúa þær 23 spreng-
ingar, sem nú hafa verið gerð-
ar. Þannig væri einlægni komm-
únista í því máli, sem mest
skipti öryggi og velferð alls
mannkyns.
Þá sagði ræðumaður, að
vegna hinna miklu tilrauna
Rússa, mætti búast við. að
Vesturveldin sæu sig knúin til
að taka einnig upp nýjar kjarn-
orkuvopnatilraunir. Og enda
þótt Krúsjeff setti aftur upp
vængi friðardúfunnar á morgun,
þá gæti hann ekki stöðvað eftir-
leikinn af því ódæði, er hann
hefði framið.
Islendingar taka í dag undir
mótmæli frjálsra manna um all-
an heim: Við krefjumst þess,
sagði ræðumaður, að stórveldin
geri með sér samkomulag um
afnám á öllum tilraunum með
kjarnorkuvopn og tryggi það
bann með öflugu eftirliti.
Játa Kínverjar klofn-
ing kommúnismans?
Margt þykir nú benda til þess í Peking, að |
opinberrar tilkynningar um hugsjóna-
dgreininginn sé að vænta innan skamms
Peking, 26. okt. (NTB-Reuter)
ÞAÐ ER álit kunnugra ,,diplómata“ hér, að þess
muni nú skammt að bíða, að kínversk stjórnarvöld
greini opinberlega frá klofningi heimskommúnis-
mans. — Menn gera því nú sem sagt skóna, að eftir
að hafa þrætt fyrir það í 16 mánuði, að slíkur klofn-
ingur eigi sér stað, muni Pekingstjórnin nú ætla
sér að skýra skorinort frá því, að hún styðji Albaníu
gegn Krúsjeff og fylgifiskum hans, sem mjög hafa
úthúðað stjórn Albaníu á flokksþinginu í Moskvu.
★ ATHYGLISVERÐAR STAÐ-
REYNDIR
ING
ENGIN SKYR-
Það vakti athygli, ©r Sjú
En-lai, forsætisráðherra Kína,
hvarf af flokksþinginu á dögun-
um og hélt heimleiðis — og sömu
leiðis sú staðreynd, að hinir kín-
versku fulltrúar hafa ekki fylgzt
með öðrum erlendum fulltrúum
á flokksþinginu, sem nú eru á
skemmtireisu um Rússland, held-
ur tekið sig út úr og haldið til
Leningrad. Blöðin í Peking hafa
enga skýringu gefið á þessu.
Þá hafa menn einnig furðað
sig á því, að stjómarmálgagnið
hér, „Alþýðudagblaðið“, hefir
birt orðrétt árásarræðu Krúsjeffs
gtgn Albaniu — svo og svar al-
bönsku kommúnistastjórnarinn-
ar. Kvöldblöðin birta í kvöld
með stórum fyrirsögnum fréttina
um heimsókn kínversku fulltrú-
anna í Leningrad, sem fyrr get-
ur. Þau hafa einnig á forsíðum
sínum myndir af albönskum iðn-
aðar- og landbúnaðarverkamönn
um — og fyrirsagnimar á svari
albönsku kommúnistanna til
Krúsjeffs eru í þeim dúr, að AI-
bania sæki fram til uppbygging-
ar sósíalisma — og að þjóðin
standi óskipt að baki flokknum.
★
Af þessu og fleiri atriðum
draga margir þá ályktun, að
stjómarvöldin séu að búa fólkið
undir opinbera tilkynningu um
hugsjónaklofning hins alþjóðlega
kommúnisma.
Vorboða-fundur
HAFNARFIRÐI: _ Vorboð-
inn heldur fund í Sjálfstæðis-
húsinu á mánudagskvöld kl.
8,30. f ram fara venjuleg fund
arstörf og siðan verða skemmti
atriði, spurningaþáttur o. fL
Kaffi verður framreitt.
Félagsmönnum úr Fram,
Þór og Stefni er boðið á fund-
-K
SPILAÐ verður bingó í Hótel
Akranesi sunnudaginn 29. okt.
kl. 8,30 stundvíslega. Glæsileg
verðlaun. Dansað til klukkan
eitt. —