Morgunblaðið - 28.10.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.10.1961, Blaðsíða 15
Laugardagur 28. okt. 1961 MOnCVKBLAÐiÐ 15 Frá Hæstarétti: Auður, Richard og Elín, rétt áður en Opal-pakkinn var keyptur. Askja Framh. af bis. 10. „Eg var forvitinn að sjá hvernig eldgos væru,“ sagði Leo Löve, strákur á að gizka 12—14 ára. „Eg hafði séð Heklugosið á kvikmynd, en þetta var ekkert líkt því. Nei, ég var ekki vitund smeykur,“ sagði hann mannalega og stakk höndunum í buxnavas- ann. Þetta var bara gaman.“ „Þetta er einstakt tæki- færi, að sjá hraungos, sem eng inn Islendingur ætti að láta sér úr greipum ganga,“ sagði frú Rannveig Löve, móðir Le- ós litla. Skyggni var gott mest- an hluta leiðarinnar og okkur gafst tækifæri til að virða fyr- ir okkur þann hluta landsins, sem við flugum yfir. Við sá- um m. a. Gullfoss úr lofti. Það var dýrðleg sjón að sjá eldtungurnar úr öskju bera við himininn og snjóinn í kríng. Eg sé ekki eftir að hafa farið í þessa för með son minn. Það voru nokkuð margir for- eldrar í flugvélinni með börn sín og er ég viss um að þau haía haft gagn og gaman að.“ ♦ * * 3úna Bína Sigtryggsdóttir, flugfreyja, sat að snæðingi á- samt óhöfninni, í afgreiðsiu- sal Flugfélagsins, góðri stundu eftir að flugvélin hafði lent. „Jú, ég var eina flugfreyjan með vébnni,“ sagði hún og hressti sig á kaffi og snæddi teboliu. „Það er sama sem ekkert að gera í svona ferð- um,“ bætti hún við, „farþeg- unum aðeins boðinn brjósts- sykur og búið heilagur." Því ber ek'ki að neita, að fólkið var býsna flugveikt, meðan flugvélin sveimaði yf- ir öskju. Hitinn frá gosinu var að sjálfsögðu gífurlegur og orsakaði allskyns titring og Rúna Bína: — Flugveikj um borð yfir Öskju. Rannveig og Leo Löve: — Ekkert líkt Heklugosiiru. velting á flugvélinni, sem kom innyflum farþeganna á hreyf- ingu. Eg var á þöwum fram og aftur með poka og þess háttar, og mátti naumast vera að því að kíkja út. Það er mikið að gera hjá flugfreyjunum þeg- ar loftveiki er um borð. Eg má segja að þetta sé eftirminni legasta útsýnisferða-lagið, sem ég hef farið L * * * Nú var mikill fjöldi fólks kominn út á flugvöll. Farþeg- arnir, sem áttu far með Sól- fáxa aðra ferðina létu ekki á sér standa. Viscount var líka á heknleið úr fyrstu ferðinni — og farþegar í næstu ferð voru farnir að bíða. Þarna voru ungir og gamlir, karlar og konur. Einn pabbi var mætt ur með tvö börn, sem ljómuðu af eftirvæntingu. Þetta voru Richard og Elín, sem aldrei sögðust hafa séð eldgos. Ric- hard sagði, að eldgos væru aldrei 1 Kópavogi þar sem hann ætti heima — og þá Ikímdi systir hans og gaut til hans augunum, enda er hún fyrir löngu farin að ganga í skóla og veit allt um eldgos. Skólasystir hennar, Auður Sigurjónsdóttir, var mieð þeim og hún sagði, að eldgos væru víst voða spennandL Ók á rjðandi mann, dæmdur til bótagreiðslna A MIÐVIKUDAG var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í skaða- bótamáli, er reis út af því, að ekið var á mann, sem var ríð- andi á ferð hér í bænum. Lyktir málsins urðu þær, að bifreiða- stjórinn var dæmdur til að greiða stefnanda í málinu all- verulegar skaðabætur. Málavextir eru á þessa leið: Föstudaginn 6. marz 1959 var stefnandi í málinu á ferð ríð- andi sunnan úr Skerjafirði. Var með honum stúlka, sem sömu- leiðir var á hestbaki, og voru hvort um sig einhesta. Snjór var á jörðu og hált. Riðu þau á hægri vegarbrún, en allháir snjóruðningar voru á báðum jöðrum götunnar. Fjöldi fólks olþokkar Rússaboð Kaupmannahöfn, 27. okt, (Frá Páli Jónssyni) SENDIHERRA Sovétríkjanna hefir sent út hundruð boðs- korta fyrir veizlu í sendiráðinu hér hinn 7. nóvember — á af- mæli rússnesku byltingarinn- Nú hefir brugðið svo við — eflaust vegna kjarnorkutil- raana Rússa — að sentdiherr- ann hefir nú þegar fengið f jölda boðskorta send til baka, með kurteislegri afþökkun. Hér er um að ræða bæði ó- nafngreinda einstaklinga og stjórnmálamenn úr nær öll- um stjórnmálaflokkunum, sem ekki hafa talið sér samboðið að sitja fagnað hjá Rússunum eins og nú stendur á. Er þau voru stödd á Suður- götu, skammt frá mótum henn- ar og Hörpugötu, bar þar að leigubifreið og skipti það eng- um togum, að bifreiðin lenti á hesti stefnanda, svo að hann féll af baki og slasaðist nokkuð. Sá, er fyrir slysinu varð, höfðaði mál á hendur leigubif- reiðarstjóranum og krafði hann skaðabóta vegna slyssins. Taldi hann, að sér yrði á engan hátt um slysið kennt. Hann hafi riðið á hægri vegarbrún, eins og þá þá var skylt að gera samkv. umferðarlögum. Stefndi, leigubifreiðarstjórinn, krafðist hins vegar sýknu og taldi, að reiðmaðurinn hefði með gáleysi sínu einn átt sök á slys- inu. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að hinn slasaði hefði hegðað sér eins og honum bar samkvæmt umferðarlögum með því að halda sig á hægri vegar- brún og ekki hefði verið sýnt fram á, að hann hefði að öðru leyti verið meðvaldur að slys- inu. Því bæri að leggja á leigu- bifreiðastjórann óskoraða fébóta ábyrgð á tjóni stefnanda af völd um slyssins. 1 Ijós kom, að reiðmaðurinn hafði hlotið slæmt fótbrot, sem greri seint og olli varanlegum skemmdum á fætinum. Niðurstöður héraðsdóms og Hæstaréttar voru samhlhljóða bæði að því er snertir fébóta- ábyrgðina, svo og upphæðina og var leigubifreiðarstjórinn endan- lega dæmdur til að greiða kr. 135.879.05 í skaðabætur. Hann var og dæmdur til að greiða málskostnað og viðurkennt lög- veð stefnanda í bifreiðinni til tryggingar framangreindum upp- hæðum. Þess skal að lokum getið, að nú hefur því ákvæði umferðar- laganna, er fjallar um ríðandi menn, verið breytt á þann veg, að þeir skulu nú halda sig á vinstri vegarbrún, en ekki á hægri vegarhelmingi. Þetta er ein af myndum Guðmunrdu Andrésdóttur, listmálara, er hún sýnir í Bogasalnum um þessar mundir. Myndina nefn- ir hún Leysingu. Á sýningunni eru 26 málverk og vatnslita- myndir. Hún var vel sótt um síðustu helgi og eru nokkrar myndir seldar. Sýningunni lýkur á sunmudagskvöld. Þorstelnn flugstjóri fékk sér hressingu. Þá var þögnin rofin í far- þegasalnum. Tilkynnt var í hátalara, að því miður yrði að fresta förinni. Askja væri hulin skýjum og lítið hægt að sjá. Viscount var þá rétt ó- kominn og hafði flugstjórinn, Jóhannes Snorrason, ráðið frá að lagt yrði strax af stað, held i ur beðið betra skyggnis. Þetta urðu mikil vonbrigði, sérstaklega Richard, Elínu og Auði. Pabbi gaf Richard Opal- I pakka í sárabætur og það hýrn ( aði heldur en ekki yfir pilti. í gærkvöldi létti til yfir gos stöðvunum. Douglasvél á leið til Egilsstaða tilkynnti klukík- an 8, að heiðskírt væri nú orðið við öskju og Fluigfélagið ' boðaði farþegana þegar í stað út á flugvöll. Richard, Auður og Elín sluppu nú við að fara í rúmið á réttum tíma hreint eins og á jólunum, því þau voru mætt með pabba á flug- vellinum klukkan hálf tíu. Nú þurfti smáfólkið ekkert Opal, því þau sáu líka öskju í gær- kvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.