Morgunblaðið - 28.10.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.10.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. okt. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 Skelin sekkur ALLT ætlaði um koll að keyra í rokinu á miðvikudag. Sendisveinninn á Mbl. varð að fara af baki og teyma reið- hjólið siitt, eins og baldinn fola. Fötin urðu snarlifandi utan á fólki og reyndu að rífa sig laus, til þess að fljúga eitthvað út í buskann. Þvílík- ur galskapur. Járnplöturnar tóku að dansa á sumum hús- þökunum vjö Laugaveginn í rock and roll stíl. Laufið fór í eltingaleik um garðana og gangstígana. Siðasta, sögðu þau, þegar þau rákust hvert á annað. Ekkert þeirra vildi verða síðasta lauf haustsins. Það er svo einmanalegt. Vindurinn var ekki ein- mana. Hann var eins Og hljóm sveitarstjóri og beindi sprota sínum að hverju fyrirbæri og fékk það til að hljóma í Sin- fóníu haustsins, eftir Guð. öldurnar voru eins og gáska- fullar og kaldlyndar dans- meyjar og löðrunguðu bát- ana í höfninni. Þær gerðu sér einkum dælt við lítinn bát, sem lá við bauju fyrir vestan Ingólfsgarð. Hann heitir Skel. Lengi vel lét hann sem ekkert væri, en það espaði þær bara. Að lokum stigu þær yfir borð- stokkinn og söktu honum 1 faðm sinn. Þannig leið nóttin, og um morguninn var hljómsveitar- stjórinn sofnaður, úrvinda af þreytu og sælu, eftir að hafa stjórnað þessari . stórbrotnu sinfóníu. Þá fóru eigendur bátsins, sem sökk, að huga að honum. Sveinn Þormóðsson, ljósmyndari, lét sig heldur ekki vanta, því hann var sloppinn af spítalanum, og Svona er bátunum lyft upp úr sjónum við Örfirisey. (Ljósm. Mbl. Sveinn Þormóðsson) smellti mynd af honum, þar sem hann lá með stefnið uppi í fjörunni, eins og hann væri að reyna að halda því upp úr til að anda, en skutinn fullan af söltum veigum. — Haldið þið, að hann hafi brotnað? spurði Sveinn eig- endurna. — Það kemur í ljós, þegar við náum honum upp, sögðu þeir og stigu upp í bíl og óku í burtu. Seinna um daginn rakst Sveinn á þá aftur, ásamt blaðamanni Mbl., úti í Örfiris- ey. Þeir voru búnir að ná bátn um upp með kranabíl og voru að koma honum fyrir á þurru landi. Kjölurinn hafði skemmst lítils háttar, en það var allt og sumt. — Þarna fær hann að dúsa, þangað til í apríl, sagði annar eigandinn. — Hann gerir þá ekkert af sér á meðan, sagði hinn. — Hefur hann verið ert- inn? — Já, hann byrjaði með því að sökkva í vor, sagði annar, en við náðuin honum heilum upp aftur. — Þetta er að verða ávani hjá honum, sagði hinn. — En hafið þið fiskað sæmi lega á honum? — Við höfum nú lítið skak- að í sumar, sagði annar. — Hvað hafið þið verið að gera? — Við höfum aðallega skak að í landi, sagði hinn. — Setjið þið kubba undir hann, kallaði kranamaðurinn, svo við getum náð stroffunum undan honum. Lítill strákur stóð þarna skammt frá og kastaði í sí- fellu smásteinum í báitinn — Hvað ertu að gera? — Ég má þetta vel. — Nú? — Pabbi minn á bátinn. — Heldurðu að hann kenni ekki til, þegar þú kastar í hann grjóti? — Nei, hann er ekki lifandi. — Hvað veizt þú um það? — Hann getur ekki labbað. — Vertu ekki að kasita í bátinn, kallaði faðir hans. — Blessaðir, hafið þið hann ekki alveg utan í hinufti bátn- um, sagði aðkomumaður, eins og þeir séu að eðla sig. Skelin fyrir vestan Ingóifsgarð. — Ég held þeim sé það ekki of gott, sagði annar. Þeir voru nú búnir að koma bátnum fyrir og hölluðu sér á borðstokkinn á honum og horfðu tjáningarlaust á um- hverfið. — Er ekki hægt að græða mikið á svona báit? — Græða, sagðirðu, þetta er bara sport hjá okkur, góði, sagði annar. — Við gerum þetta til að hressa upp á sálina, sagði hinn, og fá hreint loft í lung- un. — Eitthvað hljó.tið þið að fiska? — Við fengum þrjá kola síðast, sagði annar, en við er- um bara tveir, svo við fleygð- um þeim þriðja aftur í sjóinn, til þess að fullnægja réttlæt- inu. — Hvað kostar þetta mik- ið? spurði hinn kranabílstjór- ann. — Tvö hundruð krónur. — Hann er billegastur þessi, sagði hann, þegar krana bíllinn var farinn, hinir taka þrjú hundruð. — Þá þarf maður að fá hundrað krónur fyrir kolann, sagði annar, til þess að út- gerðin beri sig. — Ætlarðu að fara að setja mynd af honum í Mbl.? spurði hinn Svein. — Ertu eitthvað á móti því? — Nei en hann er búinn að vera í öllum blöðum, og það hefur ekkert bætt hann. — Nei, hann hefur ekki verið í Mogganum, sagði ann- ar. — Hvernig- stóð á þvi, að hann var í blöðunum? — Hann var alltaf með á myndunum, sem voru teknar af herskipunum, sem voru í kurteisisheimsóknum. — Hann er svo ókurteis, sagði hinn. — Ykkur þykir samt vænt um hann? — Já, eins og viðhaldið okkar. — Hvað heitið þið? — Kallaðu okkur bara fiska. — Djúpfiska? — Nei, við róum aldrei lengra en út undir Eyju. — Kallaðu okkur bara kola. Það var logn og náttúran var að prjóna hvíta húfu á hljómsveitarstjórann fyrir vet urinn. i.e.s. Hlaíta og lítihús brunnu • • á Ondverðarnesi í Grímsnesi I FYRRAKVÖLD brann hlaða, fjós og tveir geyimsluskúrar á öndverðarnesi í Grímsnesi. Eru þessar byggingar sambyggðar og brunnu til kaldra kola, en grip- um var bjargað. Kviknaði í hey- inu út frá olíulugt, sem bóndi var með í hlöðunni. A öndverðarnesi býr Halldór Guðlaugsson og er hann þar nú einn. í fyrra fluttu kona hans og börn burt, og var bóndi þá sakaður um misþyrmingar á þeim, eins og skýrt var frá í blöð- um á sínum tíma, en hið opin- bera fann ekki ástæðu til að lög- sækja hann eftir að rannsókn hafði farið fram. STÖÐ í BJÖRTU BÁLI Tilkynnt var um eldinm á seinni tímianum í 12 í fyrrakvöld. Fóru þá brunaliðin í Hveragerði og á Ljósafossi á vettvang, ásamt lög- reglumönnum frá Selfossi. Er þeir komu á staðinn var hlöðu þakið að falla og stóðu bygging- arnar í björtu báli. Var norðaust- an rok, en ekki voru þó önnur hús í hættu. Brunnu þarna all- ar heybirgðir bóndans, ásamt hús unum, en gripum hafði verið bjargað. Munu þeir hafa verið fluttir í bragga, er enn stendur uppi á túninu. Húsin voru skyldutryggð, en ekki er vitað um hvort meiri tryggingu var að ræða. SIAKSTtl WI! Forystumenn sjómanna Kjartan Helgason, frar.ikvæmda stjóri kommúnistablaðsins og einn af fasta-starfskröftum kommúnista við kosningar til Sjómannafélags Reykjavíkur um mörg ár, opinberar vonbrigði sín í Þjóðviljan- um í gær við að sjá mynd af nokkrum þeirra mörgu frammá'- manna sjómanna samtakanna sem sátu Landsfund Sjálfstæðis- flokksins. Á mynd þess- ari má sjá, ef ialið er frá vinstri: Jón Ólafsson, háseti og timburmaður á farskipum um mörg ár, en hefur seinustu árin róið á sínum eigin fiskibát, Bjöm Pálsson, háseti og bátsmaður af Fossunum, slasaðist fyrir nokkr- um árum við vinnu sína og varð að fara í land a.m.k. fyrst um sinn, gegnir trúnaðarstörfum fyr- ir Sjómannafélag Reykjavíkur; Egill Hjörvar, formaður Vélstjóra félags íslands og núverandi for- seti Farmanna og fiskimanna- sambands íslands; Pétur Sigurðs- son, ritari stærsta sjómannafélags landsins, fulltrúi í mörg ár á þingum A.S.I., alþingismaður fyr ir Reykjavík (svo ekki er að undra þótt hann þurfi að fara í land meðan þing stendur yfir). Hann mun nú bætast í hóp hinna er farið hafa i Iand til að vinna fyrir samtök sín m.a. Gunnar Júl íusson hefur verið starfandi sjó maður um tugi ára og er enn. Seinni árin hefur hann unnið verkamannavinnu hér í Reykja- vik samhliða sjómennskunni. Magnús Guðmundsson er formað ur Fiskimatsveinafélags islands og á sæti í aðalstjórn Sjómanna- sambands fslands og Haraldur Hjálmarsson er gjaldkeri í sama félagi. Þeir hafa báðir verið starf andi um tugi ára á fiskiskipum flotans, en farið fyrir nokkru í land, til að vinna að hugsmuna- málum stéttar sinnar. Allir þessir menn hafa orðið, þrátt fyrir mikilsháttar störf fyr ir stéttarfélög sín, sem flest eru ólaunuð, að leita sér að vinnu til framfærslu sinnar. Þar er ólíku saman að jafna við allan þann sæg flugumanna, sem kommúnist ar senda inn í stéttarfélögin til að reka áróður sinn, stunda enga vinnu aðra, en virðast lifa góðu . lífi samt. Kommúnistar klæðast peysum Á Landsfundi Sjálfstæðis- manna var f jöldi sjómanna, fiski menn og farmenn úr öllum lands- hlutum. Það er sammerkt með þeim öllum, ekki sízt þeim sem myndin birtist af, að þeir er» skeleggir andstæðingar kommún- ista, hvort þeir finnast í stéttar- félögum þeirra eða annarsstaðar. Nú væri gaman ef Kjartan léti birta mynd af „nokkrum“ sjó- mönnum, sem sátu síðasta flokks þing Sósíalistaflokksins. Komm- únistum ætti ekki að reynast það erfitt sbr. dæmi frá Sjómanna- félagi Reykjavíkur, en þar liafa þeir boðið fram til stjórnarkjörs afgreiðslumenn, skipstjóra og yf irstýrimenn, barnakennara, rit- höfunda og lækna. Þeir hafa ver- ið klæddir í peysur og fengið mynd af sér í Þjóðviljanum. Enda gengið undir nafninu: — „Peysuframbjóðendur kommún- ista“. En væntanlega getur Kjartan Helgason ekki sýnt slíka mynd frá flokksþingi sínu, enda mun hans myndaval vera á öðru sviðL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.