Morgunblaðið - 28.10.1961, Blaðsíða 17
Laugardagur 28. okt. 1961
M ORCVNBL AÐIÐ
17
_^^:g:;:i
Fólk hópast inn
Á þriðja hundrað manns flaug þar yhr
í gær — sæluhusið í Herðubreiðalindum
fullskipað
— Ekkert lát á
Öskju
Framh. af bls. 1
mestur. Tryggvi segir að upp
úr honum hafi staðið allt að
400 metra há stöðug eldsúla,
en gos hafi verið minni úr hin-
Um gígunum og misjöfn.
Gufu- og leirhverirnir, sem
fyrst varð vart við á sínum
tíma, er umbrotin hófust í
Öskju, eru um það bil hálfan
kílómetra frá hraungígunum, í
átt að Öskjuvatni, og virðast
þar enn gufu- og vatnsgos að
sögn Tryggva. Hafa þau heldur
aukizt en hvergi sá Tryggvi þar
þó í eld.
Ekki sá Tryggvi neinar breyt-
ingar í Víti.
Hraunið rennur í austur
Tryggvi sagði að hraunstraum-
urinn út um Öskjuop væri mjög
breiður og rynni hann meir í
austurátt en í fyrstu hefði verið
aetlað. Virtist Tryggva hraunið
vera 9—10 km langt, og sagði að
af því, sem hann hafj getað ráð-
ið í ferðum sínum þremur að
Öskju í gær, hafi hraunstraum-
urinn lengst um allt að 100 metr-
uin á klukkustund.
Meginhluta leiðarinnar, sem
hraunið rennur var það rauðgló-
andi, að sögn Tryggva, en aðeins
við jaðrana og fjærsta endann
var það dekkra. Þar sem hraun-
jð snerti snjó, stigu upp miklir
gufumekikir. Tryggvi sagði að
ihraunið rynni ekki í átt að öskju
vatni eins og í fyrstu var haldið
að það e.t. v. gerði, heldur ein-
vörðungu út um öskjuop.
Er hann flaug niður að gíg-
unum sjálfum var hitinn svo
mikill, að þrátt fyrir að flug-
vélin væri alllangt frá gígun-
um og vindur stæði af henni á
gígana, var hitinn svo mikill
inni að nær óbæriiegt var.
„Mikið lán“
Blaðamaður Mbl., Elín Pálma-
dóttir, átti tal við Sigurð Þór-
arinsson jarðfræðing á Aikureyri
í gær eftir að Sigurður hafði
flogið yfir öskju með Birni Páls-
syni og fleirum um tvöleytið í
gær.
„Það var mikið lán að sjá þetta
í nótt, því að í dag var miklu
minna að sjá. Skýjað var og við
eáum aldrei ofan í gígina, en á
flugvél Björns gátum við stungið
okkur undir skýin og séð hraun-
rennslið“.
Sigurður sagði að þá hafi hraun
gosið verið miklu minna en nótt-
ina áður er hann flaug með frétta
imiönnum Morgunblaðsins yfir
öskju, nema ef vera kynni að
gosið hefði eitthvað breytt sér
og rynni inn í öskjudal, en þang-
að komst flugvélin ekiki.
Sigurður sagði að hraunflóðið
hefði lítið lengzt frá nóttin,ni áð-
ur, en hins vegar breitt úr sér.
Þótt minna væri að sjá en nótt-
ina áður sagði Sigurður að vafa-
laust mundi glytta laglega í glóð-
ina að næturlagi.
Mikil gufusúla
Sígurður hélt ásamt fleiri jarð
fræðingum áleiðis að Öskju síðd.
í gær og var ætlunin að aka
dagfari og náttfari að gosinu.
Edvard Sigufgeirsson ljósmynd
ari, flaug með Tryggva Helga-
syni yfir Öskju á 11 tímanum í
gærmorgun. Var þá lágskýjað, en
Tryggvi náði þó að komast undir
skýin. Komst flugvélin all nærri
gosinu og að sögn Edvards sáu
iþeir rauða eldstólpa leggja 150
metra í loft upp. Gufusúlu bar
við heiðann himin í 12 þúsund
feta hæð.
Hraunhellur byltast
Björn Pálsson, sem flaug með
Sigurð síðar um daginn, saigði að
hraunstraumurinn hafi þá lítið
lengzt frá því í gær .Hafi hann
allur verið svartur að sjá, utan
þegar hraunhellur byltust ofan
á honum, en þá hefði sézt í rauð-
glóandi hraunleðjuna undir.
Björn sagði að þeir hefðu lit-
ast um eftir því sem hægt var í
góða stund, en þeim hefði síðan
komið saman um að ekkert væri
frekar að sjá þarna í bili. Hins
vegar hefði verið sjáanlegt á
gufumekkinum yfir öskju að þar
hafi verið áframhaldandi gos.
Um 260 manns fóru með flug-
vélum Flugfélags Islands í gær
og fram á nótt að skoða Öskju-
gosið. Lagði síðasta vélin af stað
klukkan eitt í nótt. Fullskipað
var í allar ferðirnar. Dimmt var
ytfir öskju síðdegis í gær og lágu
ferðirnar niðri um tíma, en veð-
ur fór batnandi með kvöldinu.
Er Morgunblaðið vísísí síðast til
í nótt var allt með svipuðum
hætti í öskju, og hraungosið enn
í fullum gangi.
MIKILL fjöldi manna brá
sér á loft í gær og flaug inn
að Öskju. í gærkvöldi var
vitað um 241 mann, sem
flaug frá Reykjavík; Flugfé-
lag íslands fór fjórar ferðir
með samtals 220 farþega, og
— Þriggja mann-
hæða
Framhald af bls. 1.
Þriggja mannhæða hraun
Við keyrðum framan við hin
ar kvíslarnar, sagði Pétur. —
Hraunjaðarinn er þar þriggja
mannhæða hár og hrapar stöð-
ugt úr lionum. Yzt er svört
skorpan, en, þegar hún ryður
fram af sér skín í rauðgló-
andi hraunið undir. 1 rökkr-
inu var þetta á að líta eins og
séð væri yfir stórborg. Alltaf
annað slagið komu hvítir gufu
mekkir upp úr hrauninu og
einnig kolsvartir. í útliti er
hraunið eins og Nýjahraun á
Mvvatnsfjöllum.
Talsverður snjór er þarna
innfrá og liggur hanu alveg að
lirauninu.
Öskjuop fullt milli hlíða
Hraunið var búið að fylla
Óskjuop milli hlíða og rennur
nú meira norður úr.
Við mættum 13 bílum á leið-
innj heim sagði Pétur, og tarði
það nokkuð ferð okkar af því
að öllum þurftum við að segja
eitthvað. Annars verð ég að
segja, sagði Pétur, að ég er feg-
inn því að vera kominn heim
aftur, því stórhætta getur ver-
ið þarna á ferðum, ef veður
versnar eitthvað. Talsverður
snjór er yfir öllu og má ekki
miklu á bæta til þess að leiðin
verði ófær. ^
Þrjár kindur
1 lok frásagnarinnar kom
bóndinnn upp í Pétri: — Við
fundum þrjár kindur í Herðu-
breiðarlindum í gær, sagði
hann, og settum þær í gamla
kofann hans Eyvindar. — Þær
verða sóttar þangað á morgun.
var fimmta flugferðin á-
kveðin klukkan hálf eitt um
nóttina. Bjöm Pálsson fór
eina ferð með sex farþega
og Þytur fjórar með fimmtán
farþega. Tryggvi Helgason
flaug þrjár ferðir frá Akur-
eyri með samtals 12 farþega.
★
Guðmundur Jónasson lagði af
stað í gærdag með tvær bifreiðir
frá Reykjavík og var farþegatala
hjá honum milli 40 og 50 manns,
þar á meðal um 10 jarðfræðingar
og vísindamenn. Frá Akureyri
lögðu af stað þrír jeppar upp úr
hádeginu, og voru í þeim dr.
Sigurður Þórarinsson, jarðfræð-
ingur, Guðm. Sigvaldason, jarð-
fræðingur; Árni Stefánsson, bif-
vélavirki; Þorleifur Einarsson,
jarðfræðingur; Jón Sigurgeirs-
son, Helluvaði; Kári Sigurjóns-
son, formaður Ferðafél. Akur-
eyrar o. fl. og ætluðu þeir að
Kom frá
og gifti
síg
BLAÐAMENN Morgunblaðs-
ins þurftu mikið að tala við
Xryggva Helgason, flugmann
á Akureyri, í gær, en eins og
kunnugt er sá han<n eldgosin
í Öskju manna bezt í gær og
tok af þeim frábærar Ijós-
myndir, sem birtast í blaðinu
í dag. Gekk vel að ná í
Tryggva fram eftir degi, en
undir kvöldið týndist hann, og
var ek.ki hægt að ná til hans
um hrið.
Seint í gærkvöldi kom skýr-
inigin: Tryggvi hafði verið að
gifta sig þann tíma, sem ekki
var hægt að ná til hans. Heitir
kona hans Petra Konráðsdótt-
ir, ljósmóðir, Sjúkrahúsi Ak-
ureyrar.
Morgunblaðið sendir brúð-
hjónunum beztu árnaðaróskir.
að Úskju
reyna að komast að hrauninu í
nótt. Samtals munu hafa farið
átta bílar frá Akureyri, tveir frá
Húsavik og sömuleiðis nokkrir
jeppar úr Mývatnssveit.
★
Ferðaskrifstofan ,,Lönd og leið
ir“ ráðgerði að fara með
tvær fullskipaðar langferðabif-
reiðir kl. 8 í morgun. Skipta far-
þegamir um bifreiðir í Mývatns-
sveit og aka í fjallabílum inn að
hrauninu. „Lönd og leiðir“ ráð-
gerir fleiri ferðir inn að Öskju
næstu daga. Guðmundur Jónas-
son taldi í gær, að ekki væri
útilokað að hann færi aðra ferð
SL. MIÐVIKUDAG voru bænd-1
urnir Guðjón Jónsson, Litlu-;
Ávík og Gunnar Eiðsson, Víði-j
nesi, að bera saman rekavið á
Reykjanesströnd. Allt í einu sáu
þeir mink koma út úr holu. j
Bændurnir drápu minkinn eftirl
talsverðan eltingaleik, auðvitað
með rekavið því þeir böfðu ekk-
ert annað i höndunum. — Mink-
ur sást hér fyrst fyrir 4—5 ár-
um milli Reykjarfjarðar og
Neitar að hætta
Moskva. 27. okt. — (AP).
f DAG var birt bréf frá Nikita
Krúsjeff til leiðtoga ýmissa 1
þjóða og bandarískra vísinda
manna— þeirra á meðal Lin-1
us Paulin — sem hafa sent |
honum mótmælabréf vegna
kjarnorkutilrauna þeirra. í
bréfi sínu neitar hann ein-
dregirum bónum þessara aðúa
um að stöðva irú þegar til-
raunir með kjarnorkuvopn. j
Segir þær nauðsynlegar vörn-1
um Sovétríkjanna vegna
hins mikla herbúnaðar Vest-
urveldanna og storkandi
stefnu þeirra í heimsmálum.
Meðal þeirra sem fengu
slík bréf frá sovézka forsæt-
isráðherranum voru Kwame
Nkrumah forseti Ghana og
Ikeda, farsætisráðherra Jap-
ans, en báðir höfðu beir harð
lega mótmælt sprengingum
Rússa.
GÍGARNIR fimm eldspúanði
í Öskju. Ljósan gufumökk
leggur af gosinu, en hann náði
í allt að fjögurra kílómetra
hæð í gær. Að baki eldstöðv-
anna. begg.ia megin gufu-
stróksins, sér í sjálft Öskju-
vatn. — Tryggvi Helgason tók
bessa mynd úr flugvél sinni
i klukkan fiögur í gærdag. 1
í dag. Þá áætluðu Skagfirðingar
að fara í hópferð í nótt eða
snemma í mo-rgun inn að Öskju.
Ferðaþjónusta stúdenta befur
ákveðið flugferð kl. 8 í kvöld,
og veitir stúdentum afslátt á far-
gjöldum. Einnig fyrirhuga þeir
að fara landveg inn að Öskju
síðdegis í dag og koma aftur að-
faranótt miðvikudags.
Þe=s má geta, að Sæluhúsið i
Herðubreiðarlindum mun nú
vera fullskipað, og færri komast
þar að en vilja á morgun.
Naustvíkur, og drap Kjartan
Guðmundsson, Naustavík, þrjá
minka þá með skömmu milli-
bili. — Síðan hefur ekki sézt
hér minkur fyrr en á Reykja-
nesströnd í fyrradag.
Þess má geta að Reykjanes
hefur verið í eyði s.l. tvö ár og
hafa fyrrgreindir bændur Reykja
nes á leigu. Þeir Gunnar og Guð
jón segja að mikið af holum
hingað og þangað um hagann
og héldu þeir að það væru músa-
holur. Þess má einnig geta, að
þar hefur verið talsvert varp
svartbaks og ýmissa fugla, en
s.l. tvö vor hafa fuglar ekki orp-
ið á þessum slóðum. Er mér að
detta í hug að minkur muni hafa
verið kominn þarna fyrir tveim-
ur árum. — Regína.
Erlendar flug-
• •
vélar við Oskju
Flugmálastjórnin sendi í
fyrrakvöld skeyti til allra
þeirra landa, sem flugsam-
göngur hafa yfir Island eða
nágrenni, og varaði flugvél-
ar við að fljúga innan 25
mílna radíus frá Öskjusvæð
inu vegna eldgossins, en gos-
mökkinn leggur há.tt í loft
upp eins og kunnugt er.
Minkurinn unninn með
rekaviði á Ströndum