Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. nóv. 196* - ? Askja ekki hætt ennþá ATcureyri, 7. nóv. LEIÐANGUR Guðmundar Jónassonar kom til Akureyr- ar laust fyrir kl. 8 í kvöld. Þau voru 8 saman í leiðangr- inum í einni bifreið. í stuttu viðtali við Guðmund Jónas- son segir hann svo frá: — Við vorum 12 klukkutíma við gosstöðvarnar en úr þreamur gígum gýs óreglulega. í>ó virð- ist einn gígurinn alltaf vera í gangi. Allir spúa þeir glóandi hraunleðju, en breyting frá síð- ustu ferð minni hingað er sú að nú er hraunrennslið miklu þynnra, þ. e. líkt og á renni ofan á gamla hrauninu og þó einkum við austurjaðarinn. Feiikna hraði er á þessu hraunrennsli og er það rauðglóandi nokkra kiló'metra frá gosstöðvunum. Flæðir það yfir gamla hraunið og fyllir í allar holur og neðantil, þar sem það er farið að storkna, hefir það slétt yfir allar mishæðir. Snjór hefir lítið aukizt við gosstöðv- arnar, en frá sæluhúsinu er þó þung færð. Þegar við yfirgáfum sæluhúsið í morgun voru tvær bifreiðar á leið til gosstöðvanna. — St. E. Sig. Gosið helzt niðri á milli Ferðafólk á vegum Ulfars Jakobssonar var í 7 tíma við eldstöðvarnar á sunnudag, kom þangað um miðjan dag og var þá mjög lítið um að vera í gígunum, en um 4 leytið fóru þeir að fær- ast í aukana og þá 7 tíma sem fólkið var á staðnum jukust þeir Og gusu nokkuð hátt að síðustu og runnu þrír glóandi hraun- straumar fram ofan á nýja hraun inu. — — ★ — Mbl. bar þeásar fregnir undir dr. Sigurð Þórarinsson, sem sagði það eðlilegt að hraunið brytist öðru hverju upp í gegn um gíg- ana, þó gosið lægi niðri á milli, nú þegar farið væri að draga úr því. Væri þá gjarnan farið að storkna í opinu, en er safnast hefði nægilegur kraftur aftur, ryddist hraunið þar upp í gegn- um, bryti af sér það sem storkn- að hefði og gysi aftur um stund. ösku eða reykmökburinn sem 'ber 1960. sést hefði úr flugvél, gæti vel verið þegar hraunið væri að brjót ast upp í gegnum storknuðu tapp ana og ryðja þeim úr vegi. Sigfus Hcáldórsson UM þessar mundir eru myndir eftir Sigfús Halldórsson, listmál- ara, í sýningarglugga blaðsins. Sýnir hann olíumálverk, vatns- litamyndir og olíupastel. — Eru þetta bæði gamlar myndir og nýjar. í glugganum eru einnig til sýnis öll sönglagahefti Sig- fúsar, 18 að tölu. Sigfús Halldórsson nam teikn- ingu í skóla Björns Björnssonar og Marteins Guðmundssonar og á árunum 1944—45 var hann við nám í leiktjalda- og listmálun í The Slade School og Fine Arts (deild úr University of London) Sigfús hefur haldið sýningar hér á landi og var sú fyrsta, málverka- og leiktjaldasýning, haldin í Reykjavík í janúar 1947. Síðan hefur hann tekið þátt í sýningum á málverkum og leiktjöldum í Keflavík, Hafn- arfirði og á Akureyri. Sjálf- stæða sýningu hélt hann í Vest- mannaeyjum í marz 1959 og í Listamannaskólanum í septem- Félag fiskvinnslustöðva stofnað á Vestfjörðum Isafirði 7. nóv. LAUGARDAGINN 4. nóv. sl. var stofnað félag a Isafirði, sem hlaut nafnið Féiag íiskvinnslustöðva á Vestfjörðum. Félagssvæðið er frá Súðavík til Patreksfjarðar og 2)aaóhrá] ALÞINCIS FUNDUR í sameinuðu Alþingi mið- vikudaginn 8. nóv. kl. 1:30 edi. Á dag- ikrá eru 17 mál: 1. Fyrirspurn: Öryggisráðstafanir á leiðinni Reykjavík—Hafnarfjörður. — Ein umr. 2. Meðferð ölvaðra manna, þáltill. — Hvemig ræða skuli. 3. Jarðboranir að Leirá í Borgarfirði, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 4. Lýsisherzluverksmiðja, þáltill. — Hvemig ræða skuli. 5. Námskeið til tæknifræðimenntunar, þáltill. — Hvemig ræða skuli. 6. Héraðsskóli á Snæfellsnesi, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 7. Jarðaskráning, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 8. Viðurkenning Sambandslýðveldisins Þýzkalands á 12 milna fiskveiðilög- sögu við ísland, þáltill. — Ein umr. 9. Samkomulag um aðstöðu Færeyinga til handfæraveiða við ísland, þáltill. — Ein umr. 10. Tjón af völdum vinnustöðvana, þál- till. — Frh. einnar umr. 11. Kaup Seðlabankans á víxlum iðnað arins, þáltill. — Ein umr. 12. Verðtrygging lífeyris, þáltill. — Ein umr. 13. Kísilgúrverksmiðja við Mývatn, þáltill. — Ein umr. 14. Vemdun fiskistofna við strendur íslands, þáltill. — Ein umr. 15. Innlend kornframleiðsla, þáltill. — Ein umr. 16. Verndun hrygningarsvæða, þáltill. — Ein umr. 17. Hey verkunarmál, þáltill. — Ein umr. stofnendur eru öll frystihúsin á þessu svæði, 14 að tölu. 1. 2. gr laga félagsins segir: Til- gangur felagsins er að vinna að sameiginiegum hagsmunamálum félaganna í samráði við heildar- samtök fiskútflytjenda og gæta sérhagsmuna þeirra. Félagið komi fram fyrir hönd félagsmanna við samninga um fiskverð, kynni stjórnarvöldum og sölusamtök- mu sérsíöða atvinnurvegarins á félagssvæðinu o. s. frv. A fundinum voru rædd ýmis vandamál, sem bíða úrlausnar í náinni íramtíð og kom fram ein- hugur félagsinanna um nauðsyn þess að þessir aðilar komi sjón- armiðum sinum á framfæri sem ein her d. I stjó,'n fé'agsins voru kosnir Heigi G. Þórðarson, frkvstj. Isa- firði, Rafn A. Pétursson fram- kvstj. Fiaieyri og Bogi Þórðar- son kaupíélagsstjóri, Patreks- firði. — A.K.S. „Hún sat inni í 17 ár og trúði alltaf á Stalin“ Sendimaður kommúnistadeildarinnar skrifar fra Moskvu I M OSK VUM ALG AGNINU birtist í gær grein eftir Arna Bergmann, fréttaritara þess í Rússlandi, sem hann nefnir: „Að loknu flokksþingi". Morg- unblaðið sér ástæðu til að gefa lesendum sínum nokkurt sýn- ishoi-n af þvi, hvernig hinn sérmenntaði áróðursmaður austur í Moskvu telur að skoða eigi störf 22. þings Kommún- istaflokks Ráðstjórnarríkj- anna: Bergmann hefur mál sitt: „Aðalmál þingsins var vissu lega hin nýja stefnuskrá flokksins. Að vísu var umræð- um uni hana ekki þann veg háttað, að fram væru born- ar breytingartillögur við hana. Þær umræður höfðu farið fram um land allt áður en þingið skyldi hefjast, og vann sérstök nefnd úr þeim tillög- um, sem bárust, en þær voru margar.“ Þá vita rr.enn það að í að- almáli þingsins var ekki heim- ilað að bera fram breytingar- tillögur. Umræður voru ekki leyfðar um það, og afgreiðsla fór fram utan þingsins. En það er fleira, sem grein- arhöfundi þykir athyglisvert hafa skeð í Rússlandi á þess- um dögum 22. þingsins. Hann segir: „A þessum dögum fengu efri-oekkmgar í barnaskólum það verkefni að skrifa um kommúnismann. Ritgerðirnar eru auðvit.að fjög fróðlegar ... Ljúdita v'einn nemandinn) tal- ar líka um það, eins og marg- ir aðrir, hve mennirnir verði góðir í kommúnismanum. „Þeir munu ekki særa hver annon út af smámunum eins og nú. Þeix munu virða aðra, og fyrst hugsa um aðra, svo um sjálfa sig“ . . . Það væri gaman að skrifa langt mál um þessar ritgerðir sovéskra skóla nemenda", heldur Bergmann áfram „einkum til fróðleiks fyrir kristna menn íslenzka, sem halda að kommúnisminn hafi siðspillandi áhrif á æsk- una, en því er nú á þessar ritgerðir minnzt, að það er mjög erfitt að skrifa um allar pær hagfræðilegu staðreyndir, sem komu íram í umræðunum um nýja stefnuskrá Kommún- ístaflokks Sovét-ríkjanna, Og svo er stefnuskráin líka sam- in handa ungu fólki fyrst og fremst“. Gr einarhöfundur gleðst sýni lega i hjarta sínu yfir því, að kommúnisminn skuli koma í stað kristinnar trúar í skólun- um. Þegar hann gefst upp á að skýra „allar þær hagfræði- legu staðreyndir, sem komu iram í umræðunum um nýja stefnuskrá*, víkur hann að hinu nýja trúarlega uppeldi æskunnar, sem hann sýnilega teLur einna mestu varða. Grein in heidur síðan áfram: „Það var átakanlegt að heyra Lazurkíu, fjörgamla konu, stm hefur verið í flokkn um síðan 1902. Hún lýsti and- rúmslcfti ársins 1937, andrúms lofti tortryggni, ályga og svi- virðilegra yfirheyrslna. „En það vc-ru margir, sem glötuðu ekki sinni bolsevizku sál, og skrifuðu aldrei undir neinar játningar ‘, sagði hún, og sal- urinn fagnaði vel þessum orð- um. Hún sat inni í 17 ár og trúði ailtaf á Stalin, — allt þar til 20. þmgið tók persónudýrk- unina til meðferðar. Já, það hafa rnargir þungir steinar verið lagðir í götu kommún- ista, og ekki endiiega af stétt- aróvinum.“ Svo rnörg eru þau orð og ekki að óíyrirsynju að næsta ályklun skuli vera sú, að nú þurfi að „setja punktinn yfir i-ið“ þá sé kommúnisminn fullkomnaður. UM hádegi í gær var djúp lægð skammt suður af Reykja nesi. Hún er nær einráð um vinda á kortinu. Frá Davíðs- sundi og ströndunum beggja vegna dregur hún kalt loft suðaustur yfir Atlantshafið. 1 því myndast éljagangur og síðan skúrir, sem fylgja þessu lofthófi austur um Bretlands- eyjar og norður að íslandi. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: Faxaflói, Breiðafjörður og miðin: NA og austan kaldi, bjart veður á morgun, hiti nálægt frostmarki. Vestfirðir og miðin: NA stinningskaldi, dálítil rigning eða slydda norðan til. Norðurland, NA-land og miðin: Austan og SA gola, bjart veður. Austfirðir, SA-land og mið- in: SA og síðan austan kaldi, skúrir. Nokkur síldorafli en mísjafn Akranesi, 7. nóv. HINGAÐ bárust í dag alls 2000 tunnur sndar af 8 bátum. Veidd- ist hún 25—30 sjóm. undan Jökli vestur írá öndverðarnesi. Aðai- lega er síldin söltuð en þó sumt af henr.i hraðfryst. Sigrún var lang aflahæst með 600 tunuur, Fiskaskagi og Skirn- ir voru iivor með 250 tunnur, Böðvar Sigorfari og Höfrungux I. voru hver með 200 tunnur, en Sigurður AK og Sigurður SI. með Alþjóðamál rædd á Vökufundi f KVÖLD kl. 20.30 hefst í Nausti (uppi) fundur um ástandið í al- þjóðamálum á vegum Vöku. fé- lags lýðræðissinnaðra stúdenrta. í fundarbyrjun mun Þorsteinn Ó. Thorarensen, fréttastj.. flytja erindi um þessi armiklu atburðir í alþjóðamál- um á undanfömum vikum og mánuðum, og hið tvísýna ástand, sem ríkir í heiminum, veldur því. að átougi og áhyggjur vegna mál, en að því bessara mála fara nrú ört vax- loknu hef jast andi. Er því ekki að efa, að Vöku svo fyrirspumir menn fjölmenna á þennan fund, og almennar um þal. sem gerg verður grein fyrir ræHHii’r alvar- ástandi og horfum í alþjóðamál- legu og þýðing- um. eins og þau nú horfa við. sinar 150 tur.nur hvor. • Mikil vmna Feikn or að gera sér við sölt- un og fiystingu síldar. Unnið var fram á nótt við lestun Lang- jökuls og var þá búið að skipa fram í l'ar.n 22000 öskjum «*f freðsíld. I n orgun biðu þrjú skip afgreiðslu viö höfnina, Lagarfoss, Vatnajökull og Spurven. • Hvanneyringar koma til hjálpar Um hádegis í dag komu 25 skóla sveinar frá bændaskólanum á Hvanneyri hingað til bæjarins og tóku til að vinna. Uppskipun hófst því af fullum krafti eftir hádegið í dag. — Oddur. Grundarfirði 7. nóv. ÞRXR bátar héðan eru byrjaðir síldveiðar fynr Suðvesturlandi með hringnót. Aflann, sem hefir ver-.ð heldur tregur til þessa, hafa þeir lagt upp hér til frystingar og ennfremur nokkuð í Stykkis- hólmi. Einn bátur byrjar með línu í þessari viku. — Emil. • Sæmileg sild Sanógerði 7. nóv. HINGAÐ komu 5 bátar í dag með samtals 1250 tunnur. Viðir II, hatði 600 tunnur, Freyja 288, Jón Gunnlaugs 216, Mummi 150 og Manni úr Kefiavík kom með 96 tunnur. Þetta var sæmileg síld þó nokkuð biönduð. Veiddist hun unflan Jökli. Hrönn I. rær héðan með línu o? er afli hennar lé- legur. Hun fékk 2 tonn í gær. • Saltað og fryst Reykjavíkurbátarnir fengu nokkurn sí’darafla í gær en mis- jafnan. Til Isbjarnarins kom Björn Jónsson með 200 tunnur. Þar var hinsvegar mikið að gera í íyrradag en þá voru saltaðar og frystar þar 900 tunnur af síld. Til Bæjarútgerðarinnar kom Leif ur Eiríksson með 80 tunnur í gær. H.f. Júpiter og Marz fengu í gær þrju skip, Steinunni frá Ol- ai'svík 400 tunnur og Guðmund Þórðarson með 100 tunnur. Afl- inn var saltaður og frystur. Tólf árekstrar á tólf tím- um í GÆR var óvenju mikið um árekstra hér í bænum. Urðu þeir alis tólf talsins frá því klukkan 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í gærkvöldi. Auk þess hvolfdi bíl og er fregn um það .. öðrum stað í blaðinu. I þessum árekstrum urðu slys á mönnum í þremur þeirra, en ekkert aivarlegt. Um hádegið í gær varð sex ára telpa fyrir bíl á Vestur- götu en meiðsli voru ekki al- varleg. Klukkan fimm í gær- dag varð kona fyrir bíl á Laugavegi skammt innan við Nóatún. en hlaut ekki alvar- leg meiðsli. Um kl. 6 í gærkvöldi varð 10 ára drengur fyrir bíl á Miklubraut við Rauðagerði. Hlaut hann skurð á enni og var fluttur á Slysavarðstof- una. Aðrir árekstrar í gær ur}i:u milli bíla og hlauzt ekki slys af þeim á mönnum. Nokkur hálka var á vegum í gær vegna krapahríðar og eru öku menn áminntir um sérstaka aðgæzlu er haustar að. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.