Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVISBLAÐIÐ MiðviKudagur 8. nðv. 1961 UTAN UR HEIMI Oí mikið af svo góðn.... SVÍN þykja almennt heldur ófagrar skepnur — og seg.ja má, að við þau sé kenndur allur heimsins sóðaskapur. — A.m.k. er æði oft jafnað til aðsetursstaðar þeirra, svína- stíunnar, ef lýsa skal sér- staklega óþrifalegu umhverfi. ÍÞó fullyrða þeir, sem fást við hirðingu svína, að þau séu í rauninni hinar hreinlátustu skepnur, sem hugsazt geti. Já, það er mörgu logið. — ★ — Ekkert er ljótt, sem guð hefur skapað, sagði gamla fólkið — a.m.k. hér áður fyrr. Það er þó ekki hægt að taka frá fólki þess persónu- lega fegurðarsmekk — og því verða þessi arðsömu dýr að sætta sig við það, að sum- um, og jafnvel flestum, þyki þau harla lítið augnayndi. En það er eins með grísina og önnur ungviði, að mörgum þykja þeir ósköp indælir, þótt fullorðnu skepnurnar veki hinum sömu óhug. Og ungviði við móðurbrjóst þyk- ír flestum fögur sjón á viss- an hátt. - ★ - Þessi föngulega gylta á myndinni og börnin hennar eru danskrar ættar. Svín eru arðsamur búpeningur — en þó er ekki víst, að danski bóndinn, sem á gyltuna með grísahópinn myndarlega, hafi glagðzt af heilum hug við fjölgunina. Svínastofninn i Danmörku er nefnilega kom- inn yfir 7 milljónir — hefur vaxið um 1 miiljón á sl. ári — og bændur eiga orðið í erfiðleikum um að koma svínakjötinu sínu í verð. Þetta er að verða alvarlegt vandamál — og menn sitja með sveittan skallann við að finna ráð til að draga úr framleiðslunni. Stórbætt asdictæki FYRIR nokkru var sagt frá því í Noregi, að tekizt hefði að smíða nýtt asdic-fiskileit- artæki, sem hefði a.m.k, þrisvar sinnum meira leitar- svið en eldri gerðir. Var fyrsta tækið sett upp í haf- rannsóknarskipið „Johan Hjort“, og vænta menn þess, að það gefi vo góða raun, að brátt verði hafin fjöldafram- leiðsla á því. — ★ — Haft er eftir sérfræðingi á hafrannsóknarskipinu, að nýja tækið dragi 10.000—15.000 m — en hin eldri tæki hafi að- eins dregið um 3.000 metra, við beztu skilyrði. Auk þess hafi verið smíðaður nýr mót- takari, sem magni merkin eft ir því. hve fiskurinn stendur djúpí. — ★ — Þetta fyrsta tæki kostaði um 750 þúsund norskar krón- ur, en ekki er unnt að segja neitt um það enn, hvað hvert tæki muni kosta, ef farið verður út í fjöldaframleiðslu. ínrguitlíltóil* O'tgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm;> Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. DAUÐAR BÓKMENNTIR CÍÐA’STL. sunnudag var ^ rætt hér í forystugrein um hina afslöppuðu list kommúnismans eins og hún birtist í Sovétríkjunum. Vest urlandabúar hafa þurft að horfa upp á það, að rússnesk- um bókmenntum hrakar með hverju ári sem líður, svo nú er fátt um fína drætti í þeim efnum í þessu gamla landi ógleymanlegra bókmenntaaf- reka. Hefur það raunar vak- ið hina mestu furðu hve rækilega kommúnismanum hefur tekizt að ganga af rússneskum bókmenntum dauðum og það á ekki lengri tíma en raun ber vitni. Nú er svo komið að varla birtist í Sovétríkjunum bók sem at- hygli vekur og ef um sæmi- legt bókmenntaverk er að ræða, er það annað hvort endurskoðað af þar til skip- aðri sérfræðinganefnd flokks ins eða þá að reynt er með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að verkið sé gefið út. Er nóg að minn- ast á Dr. Sivago þeirri full- yrðingu til stuðnings. Einn helzti formælandi kommúnistastjórnarinnar í Sovétríkjunum er rithöfund- urinn Mikhail Sjólokoff, sem virðist vera sérfræðingur í því að lúta boðum og bönn- um stjórnar sinnar. Sjólokoff er ekki blindur á þá staðreynd, að rússnesk- um bókmenntum hefur stór- hnignað, en auðvitað vill hann kenna öðru um en kommúnismanum. Sjólokoff segir m. a. um rússneska leikritagerð, að hún standi höllum fæti og raunar sé hún í þvílíkri nið- urníðslu að ekki séu nema örfá verk, sem hafi bók- menntalegt gildi. Á þessu ári, segir hann, að 1114 leikrit hafi verið sett á svið í Sovét- ríkjunum. Af þeim fjalla 780 um uppbyggingu kommún- ismans. Flest eru þessi leik- rit einskis virði, segir rit- höfundurinn. En nú spyrjum við hér á Vesturlöndum: Hvernig er hægt að semja gott leikrit um ástandið í Sovétríkjun- um, um kommúnismann og leiðtogana, án þess að um hálfgert glæpaverk sé að ræða? Rómantískar glans- myndir geta aldrei verið sönn túlkun á kommúnist- ísku þjóðfélagi. Það er þjóð- skipulagið sjálft, kommún- isminn, sem hefur eyðilagt rússneskar bókmenntir. —• Stjórnin segir við rithöfund- ana: Þið eigið að draga upp fallegar og skáldlegar mynd- ir af ástandinu. Niðurstaðan verður í samræmi við þá ábendingu Snorra forðum, að oflof sé háð. Og það sem verst er, háðið lendir á bók- menntunum sjálfum. Það þarf mikinn kjark til að ræða opinberlega um þessa hlið rússneskrar menn- ingar, án þess að eyða einu orði að hinni raunverulegu ástæðu þeirrar hnignunar, sem hér um ræðir. En Sjólo- koff ferst þetta starf vafa- laust vel úr hendi að dómi Sovétstjórnarinnar. Að laun- um hefur sjálfur Krúsjeff lýst því yfir, að bærinn sem skáldið býr í sé „höfuðborg Sovét-skáldskapar“. — Yfir þeirri höfuðborg er engin reisn, eins og nú standa sakir. KÍNA OG SOVÉT-RÍKIN ¥ ÍTILL vafi er á því að upp gjörið við albanska kommúnistaflokkinn á flokks þinginu í Moskvu er jafn- framt uppgjör við Stalinist- ana í Peking. Má telja það nokkurn veginn fullvíst, að mikill og djúpstæður klofn- ingur sé nú milli forystu hinna stærstu kommúnista- ríkja. I gær birtist í blöð- unum frétt þess efnis að Albanir hafi gengið út af fundi í Peking, þegar sendi- herra Sovétríkjanna þar í borg réðist í ræðu á albanska kommúnistaleiðtoga og Stal- inismann. Er sú frétt hin at- hyglisverðasta, og ekki sízt þær upplýsingar að frétta- stofa Nýja Kína í Peking hafi sent frá sér grein, þar sem farið er hinum fegurstu orð- um um kommúnistaflokk Albaníu. Og þá er hitt ekki sízt merkilegt að málgagn stjórnarinnar í Peking, Dag- blað þjóðarinnar, birti dag- inn fyrir byltingarafmælið orðrétt árásir albanska komm únistaflokksins á Nikita Krúsjeff, þar sem hann er sakaður um endurskoðunar- stefnur. Er grein þessi birt athugasemdalaust í blaðinu. Hér ber allt að sama brunni. Alvarlegur klofning- ur er kominn upp á milli Mao Tse Tung og Krúsjeffs. Ósagt skal látið hversu ör- lagaríkur hann verður, er stundir líða fram. En ef hann eykst frá því, sem nú er, má gera ráð fyrir stórtíðind- um úr þessum herbúðum á næstu mánuðum. New York Times ræðirfyr- ir skömmu í ritstjórnargrein um þennan ágreining, og bendir á, að Krúsjeff hafi misreiknað sig á flokksþing- inu. Hann hafi treyst því, að efnahagur kínverskra komm- únista væri í þvílíkri niður- lægingu, að Kínverjarnir yrðu að beygja sig undir þá einhliða ákvörðun Moskvu, að svipta kínverska lepprík- ið Albaníu dýrð kommúnism- ans, eins og blaðið kemst að örði. En Mao Tse Tung og Sju En Lai beygðu sig ekki. Þvert á móti var Krúsjeff sagt, og það innan veggja Kreml, að hann hegðaði sér ekki eins og alvarlega hugs- andi Marxist-Leninisti. Blað- ið bendir ennfremur á, að Krúsjeff sé reiður yfir þess- um mistökum, og þess vegna hættulegri en nokkru sinni áður. Hann hafi verið kall- aður endurskoðunarsinni og jafnvel látið að því liggja að hann væri ekki nógu harður gagnvart kapitalistunum. — Kannski þetta sé ein af skýr- ingunum á framkomu hans undanfarnar vikur. Hvað sem því líður hafa mistök Krús- jeffs leitt til þess að allur heimurinn getur nú fylgzt með átökunum milli Kína og Rússlands. Vegna frumhlaups Krúsjeffs fara þau nú fram fyrir opnum tjöldum. FURÐULEG RITSMÍÐ T MOSKVUMÁLGAGNINU á íslandi birtist í gær einhver hin furðulegasta rit- smíð, sem hér hefur sézt. Er hún eftir fréttaritara blaðs ins í Moskvu. Um grein þessa er getið á öðrum stað í blað- inu og er ástæða til aðbenda mönnum á að kynna sér hin einstæðu sjónarmið, sem þar eru sett fram. Á einum stað í greininni er rætt um ágreining þann, milli Peking og Moskvu, sem getið er um hér að framan. Greinarhöfundur ræðir um „klofningsmennina“ Molotov, Malenkov, Kaganovitch og fleiri. Segir hann orðrétt: „Hitt er svo annað mál að þegar maður heyrir talað um fastheldni þeirra við forna siði, um skoðanir Molotovs á utanríkismálum o.s.frv. — þá læðist ósjálfrátt að sú spurn- ing, hvort hér sé ekki — meðal annars — verið að rök ræða undir rós við kínverska kommúnistaflokkinn, en Kín- verjar fylgja eins og kunn- ugt er strangri stefnu. Þetta er vissulega eins og hver önnur getgáta, en samt ekki fráleit". í þessari „getgátu“ felst hvorki meira né minna en það að ákveðnir einstakling- ar í valdastöðum í Rússlandi eru ásakaðir persónulega til þess að koma á framfæri árásum á kínverska kommún ista, sem ekki er þorað að víkja að beint. Hinn nýi hreinleiki kommúnismans er sem sagt fólginn í því að fórna ákveðnum einstakling- um fyrir meint afbrot allt 'annarra manna. Ekki ætti Stalin sálugi að þurfa að snúa sér við í gröfinni vegna þess að verið væri að af- nema það réttarfar, sem hann innleiddi í Rússlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.